Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 20
Hann er fæddur 18. júní 1951. Hann
stundaði nám í Landakotsskóla,
Hagaskóla og tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1972.
Hann var í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og Söngskólanum í
Reykjavík 1973-1977, Tónlistarhá-
skólanum í Vínarborg 1977 og tók
embættispróf í lögfræði frá Háskóla
Íslands 1979. Þá var hann við söng-
nám í Bologna á Ítalíu 1979-1982.
Hann var starfsmaður Ingvars
Helgasonar hf. og Bílheima ehf.
1982 til 2004,
lengst af sem fram-
kvæmdastjóri og
starfandi
stjórnarformaður
síðustu tvö árin.
Hann var óp-
erusöngvari við
Þjóðleikhúsið,
Íslensku óp-
eruna og með Sinfóníuhljómsveit
Íslands 1982-1987. Hann var borg-
arfulltrúi 1998-2002 og aftur frá
2006. Hann er m.a. í borgarráði og
formaður skipulagsráðs og Faxa-
flóahafna auk þess að sitja í stjórn
Orkuveitunnar. Hann er líka formað-
ur stjórnar Íslensku óperunnar,
stjórnarformaður Tónlistarskólans í
Reykjavík og í stjórn Sinfón-
íuhljómsveitarinnar.
Eiginkona hans er sr. Svanhildur
Blöndal og eiga þau fjögur börn,
Halldór Kristin (f. 1973), Helga Vífil
(f. 1983) og tvíburana Írisi Þóru og
Gunnar Snæ
(f. 1988), og
tvö barna-
börn.
JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON
20 Tengsl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Júlíus Vífill „Ég ólst upp hjá
Helga og Áslaugu Sívertsen á Há-
vallagötunni og eldri bræður mínir,
Helgi og Guðmundur eða Gúndi,
áttu þar stóran hlut að máli. Þannig
var að þeir eignuðu sér afa okkar,
Helgi eignaði sér Helga og Gúndi
Guðmund. Þar með var ég afalaus,
fór til vinafólks foreldra okkar í
næsta húsi og kallaði verðandi fóst-
urforeldra mína afa og ömmu. Ég
hændist að þessum heiðurshjónum,
þau tóku mér mjög vel og það varð
til þess að þau tóku mig í fóstur.
Vegna þessa vorum við bræður
ekki eins og venjulegir bræður held-
ur líka vinir. Ég var heimagangur
hjá foreldrum mínum og systkinum
en bjó þar ekki. Samt sem áður
gerðum við Gúndi allt saman. Þegar
við fórum í fyrsta sinn til útlanda
fórum við saman til Skotlands og þó
við höfum farið ólíkar leiðir í námi
og áhugamálum hefur alltaf verið
náið samband á milli okkar og við
höfum alltaf verið mikið saman.“
Pissaði þrisvar
„Gúndi var þessi pottþétti bróðir
og það var alltaf öruggt að vera með
honum, en Helgi var elstur og öllu
ævintýragjarnari. Þegar þeir voru
fjögurra og fimm ára bönkuðu þeir
eitt sinn allt í einu upp á í Bólstaðar-
hlíðinni hjá frænku okkar, Guðrúnu
P. Helgadóttur, þáverandi skóla-
stjóra Kvennaskólans. Þeir höfðu
gengið frá Hávallagötunni og ætl-
uðu að heimsækja son hennar og
uppáhaldsfrænda sinn, Ólaf Odds-
son, síðar menntaskólakennara.
„Hvaðan komið þið eiginlega, strák-
ar mínir,“ spurði Guðrún alveg agn-
dofa, „og hvað hafið þið verið lengi?“
Þeir höfðu engin svör, kunnu ekki á
klukku en allt í einu lifnaði yfir
Helga bróður: „Gúndi bróðir er bú-
inn að pissa þrisvar síðan við lögðum
af stað.“ Þar með var tímalengdinni
svarað.
Ég man bara eftir einu tilviki þeg-
ar Gúndi fór út af sporinu, til-
tölulega snemma eftir að hann tók
bílpróf. Mamma og pabbi voru í
óvanalega löngu ferðalagi erlendis
og án þess að spyrja kóng eða prest
fór Gúndi inn í Sölunefnd varn-
arliðseigna og keypti amerískan
kagga. Þetta var mikil bót fyrir okk-
ur sem skröltum á Trabant á þess-
um tíma, bílum sem pabbi flutti inn,
enda litum við miklu betur út í átta
gata tryllitæki. Gúndi hafði fengið
Lárus Helgason, frænda okkar, til
þess að skrifa upp á víxil, sem hann
gerði með semingi og þeim orðum
að nú yrði Ingvar „bror“ ekki
ánægður. Þegar nær dró heimkomu
foreldra okkar fór Gúndi að ókyrr-
ast en hann slapp með skrekkinn.
Miklir kærleikar voru milli pabba og
Lárusar og þess vegna hlífði pabbi
Gúnda. Hann kunni ekki við að taka
Lárus fyrir.“
Stóðst eggjaprófið
„Þrátt fyrir þetta er einkennandi
fyrir Gúnda að hann er algerlega
pottþéttur. Hann er klettur í öllu
sem hann gerir, vandur að virðingu
sinni og vandar til allra verka sinna
eins og sjá má glögg merki í einkalífi
hans, fyrirtækjarekstri og hjá HSÍ.
Hann tekur áhugamál sín miklu
lengra en ég hef gert. Nema söng-
inn. Reyndar hélt hann því fram á
tímabili að hann væri meiri söngvari
en ég. Þannig var að þegar ég lærði
sönglist las ég allt sem ég gat um
söngvara og sérstaklega um ítalska
tenórsöngvarann Enrico Caruso. Þá
komst ég að því að hann hafði sett
stórt hænuegg upp í sig og látið það
hverfa – munnholið var það stórt.
Ég lét alla fjölskylduna prófa þetta
og eini maðurinn sem stóðst prófið
var Gúndi bróðir. Upp frá því hélt
hann því fram að hann væri lang-
efnilegasti söngvari fjölskyldunnar
þar sem hann hefði staðist eggja-
prófið.
En hann hefur aldrei sungið
nokkurn skapaðan hlut og einu sinni
kom það sér illa fyrir mig. Við vor-
um í brúðkaupsveislu hjá vinum for-
eldra okkar í Kaupmannahöfn og
hljómsveitin hafði æft íslenska þjóð-
sönginn vegna komu okkar.
Mamma, pabbi, Gúndi og ég vorum
kölluð upp á svið til þess að syngja
þjóðsönginn, sem er langt frá því að
vera á allra færi. Pabbi og Gúndi
bróðir hóstuðu og ræsktu sig þegar
upp á svið var komið, báru við kvefi
og hálsbólgu og sögðust ekki geta
sungið. Þeir stóðu því hjá og við
mamma sungum dúett, sem reyndar
tókst bærilega vel. Hins vegar héldu
allir að við yrðum í aukahlutverki og
þessir stóru menn væru söngv-
ararnir.“
„Ég byrjaði að vinna hjá pabba 11
ára og 12 ára var ég aðalrukkarinn
og fór um bæinn á Bauer-hjólinu
mínu. Við það fór ég úr því að vera í
sæmilegum holdum í það að vera
mjög grannur. Það var mjög
skemmtilegt að vinna með Gúnda á
þessum árum og reyndar síðar líka
en við höfum unnið saman stóran
hluta starfsævi okkar.
Gúndi er dellukarl. Hann tók
hestamennskuna með trukki eins og
allt annað og var snemma farinn að
tala um ræktun en enginn vissi hvað
hann átti marga hesta. Það hefur
alltaf verið einhver sveitamaður í
honum, strengur náttúrunnar. Nú
er hann til dæmis á kafi í sumar-
bústaðarlífinu og vinnur hörðum
höndum allar helgar við að rækta
landið. Pabbi var svona líka, mikill
áhugamaður um trjárækt, og Gúndi
hefur tekið við.
Við höfum oft farið í veiði saman.
Hann er lunkinn veiðimaður, jafn og
þéttur og gefst ekki upp. Hann er
þarna og stendur vaktina eins og í
öllu sem hann tekur sér fyrir hend-
ur.“
Á réttum stað
„Gúndi á trausta vini og ég held að
vinskapur hans við gott fólk innan
íþróttahreyfingarinnar hafi valdið
því að hann hafi tekið við HSÍ. Menn
vissu að hann gat haldið utan um
fjármál og það var mikið þrekvirki
hjá honum að koma HSÍ á réttan
kjöl. Hann var réttur maður á rétt-
um stað og það var rétt val að leita
til hans á sínum tíma. Fyrir nokkr-
um árum heyrði ég mann lýsa því yf-
ir í hádegisfréttum útvarps að hann
vildi taka við stjórninni í HSÍ og
gagnrýndi þáverandi forystu. Ég
hringdi strax í Gúnda og spurði hann
hvort hann hefði heyrt fréttina um
framboðið. „Hver þremillinn,“ sagði
hann. „Og ég sem ætlaði að hætta.“
En hann gat ekki hætt við þessar að-
stæður og hélt því áfram. Hann ætl-
aði ekki að láta segja um sig að hann
hefði neyðst til þess að hætta heldur
vildi hætta á eigin forsendum. Það
gerði hann svo í vor – á toppnum.
Hann hætti ekki aðeins á hápunkti
heldur farsællega sem ekki er öllum
gefið og getur nú leitað nýrra miða.“
Morgunblaðið/Eggert
Einhver sveitamaður í honum
Bræðurnir Guðmundur Ágúst og Júlíus
Vífill Ingvarssynir léku sér mikið saman í
æsku, voru mikið saman á unglingsárun-
um og hafa lengst af unnið saman en fóru
ólíkar leiðir í skóla og hafa ólík áhugamál.
Hann er fæddur 13.
apríl 1950. Hann gekk
í Melaskóla, Breiða-
gerðisskóla og Rétt-
arholtsskóla. Síðan
hóf hann nám í endur-
skoðun og starfaði á
endurskoðunarskrif-
stofu í nokkur ár.
1976 stofnaði hann
fyrirtækið Ástund
ásamt Arnari Guð-
mundssyni. 1978 hóf
hann störf hjá föður
sínum og vann hjá
Ingvari Helgasyni hf. þar til fjölskyldan seldi fyrirtækið 2004. Hann var
í ýmsum stjórnunarstörfum og síðustu árin forstjóri. 2004 keypti hann
mikinn meirihluta í Vélasölunni ehf. og var framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins þar til hann seldi það og stofnaði Bílaumboðið Sögu 2006 til að
flytja inn Fiat-bíla og mótorhjól.
Hann var í aðalstjórn Víkings, í landsliðsnefnd karla hjá Handknatt-
leikssambandi Íslands í mörg ár frá 1993 og formaður HSÍ 1996 til
2009.
Sjálfboðaliðastörf í þágu handboltans hafa fært honum margar við-
urkenningar og þar á meðal stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu,
heiðurskross ÍSÍ, heiðurskross HSÍ og gullmerki Víkings, Vals og FH.
Eiginkona hans er Guðríður Stefánsdóttir verslunarstjóri og eiga þau
þrjú börn, Stefán Níels (f. 1981), tvíburana Ingvar Júlíus og Sigríði (f.
1983) og tvö barnabörn.
GUÐMUNDUR ÁGÚST INGVARSSON
Bræður Júlíus Vífill, Helgi og Guðmundur.