Morgunblaðið - 28.06.2009, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
Guðmundur „Þegar fjölskyldan flutti
af Hávallagötunni á Lynghagann
varð Júlíus Vífill eftir hjá barnlausri
fjölskyldu í næsta húsi, vinafólki sem
óskaði eftir að fá að hafa hann og
hann hafði tekið ástfóstri við, en
engu að síður hittumst við reglulega
og lékum okkur saman. Það er að-
eins ár á milli okkar og við náðum vel
saman enda báðir uppátektarsamir.
Við vorum níu systkinin og sennilega
vorum við Vífill samrýmdastir, sér-
staklega áður en við festum ráð okk-
ar. Eftir að við fluttum á Sogaveginn
varð lengra á milli okkar og í okkar
augum var þetta mikil vegalengd.
Samt sem áður hélst gott samband
og við vorum eins og einn systk-
inahópur.
Við Vífill ólumst ekki upp saman,
en síðar unnum við saman með for-
eldrum okkar hjá fjölskyldufyr-
irtækinu Ingvari Helgasyni hf. og
það var góð eining í þeim hópi.
Reyndar unnum við þrír bræðurnir
og tvær systur hjá fyrirtækinu um
árabil, auk annarra fjölskyldu-
meðlima, og var því um sannkallað
fjölskyldufyrirtæki að ræða. Við
hjálpuðum til sem strákar en urðum
síðar fullgildir starfsmenn. Júlíus
kom í fullt starf hjá okkur eftir að
hafa verið í söngnámi á Ítalíu og það
var gott að fá hann aftur í hópinn.
Hann kom með nýjar hugmyndir og
úr þessu varð ágætis hrærigrautur,
en meðan pabba naut við hafði gamli
maðurinn alltaf síðasta orðið. Við
komumst að samkomulagi um alla
hluti og unnum í miklu bróðerni.
Alltaf ríkti mikill keppnisandi og
keppnisskap í fyrirtækinu okkar og
þess vegna náðum við miklum ár-
angri. Eftir að við hættum að vinna
saman hættu þessi daglegu tengsl en
við erum reglulega í símasambandi
og tökum púlsinn hvor á öðrum.“
Hæfileikar
„Vífill er sjálfum sér samkvæmur,
heilsteyptur og blátt áfram í öllu sem
hann tekur sér fyrir hendur. Við eig-
um ágætis söngfólk í báðum ættum.
Afi okkar í móðurætt var til dæmis
lengi í kórum og söng vel eins og
móðir okkar. Vífill byrjaði snemma
að syngja, en ég hef ekki sönghæfi-
leika, syng aðeins einn með sjálfum
mér í sturtu og þá í hljóði. Vífill var
fínn í því að taka Bítlana og þá sem
voru efstir á vinsældalistunum á
unglingsárunum auk þess sem hann
spilaði á gítarinn. Liðtækur gleði-
gjafi á mannamótum.
Vífill er mikill keppnismaður en
hann hefur aldrei verið í íþróttum og
ég held að hann hafi engan áhuga á
íþróttum. Hjónin sem hann ólst upp
hjá áttu sumarbústað við Þingvalla-
vatn og hann fór með þeim út á vatn-
ið að veiða en ekki fer miklum sögum
af veiðiskapnum. Við höfum nokkr-
um sinnum farið saman í rjúpu og
laxveiði en eigum það sameiginlegt
að vera hvorugur mikið fyrir veiðar.
Ég fer þó aðeins enn og er betri
veiðimaður, hef skotið fleiri rjúpur
og veitt fleiri fiska.
Við bræður höfum allir átt hesta
og við riðum út saman. Á unga aldri
riðum við Vífill meðal annars eitt
sinn á Þingvöll og sendum farang-
urinn með rútunni á Valhöll. Hann
skipulagði túrinn og allt gekk vel.
Þetta átti að vera skottúr en við vor-
um lengi á leiðinni. Vífill hélt því
lengi fram að hann væri betri hesta-
maður en nokkur annar vegna þess
að hann hafði aðstoðað Rosmarie
Þorleifsdóttur í reiðskóla en ég
minnist þess ekki að hann hafi haft
hæfileika umfram aðra á þessu sviði.
Fyrst og fremst vegna hestanna fór-
um við saman í sveit í Flóanum, en
ég sá Vífil aldrei fyrir mér sem
bónda. Þegar hann ákvað að taka
sönginn alvarlega flosnaði hann upp
úr hestamennskunni og ég hætti eða
setti hestamennskuna í hvíld nokkr-
um árum síðar.“
Möguleikar
„Snemma helgaði Vífill sig söngn-
um og svo stjórnmálunum og um
önnur áhugamál hefur varla verið að
ræða hjá honum nema hvað hann
hefur sinnt félagsmálum sem tengj-
ast þessum áhugamálum hans.
Vífill er mjög góður tenór og ég er
sannfærður um að hann hefði náð
langt á því sviði erlendis. Hann átti
möguleika og mun meiri en hann
nýtti sér, en sennilega hefur hann
ekki viljað taka áhættuna og fara aft-
ur út eftir að hann hafði flutt heim.
Það var ekki mikið fjárhagslegt ör-
yggi hjá ungum söngvurum á þess-
um árum og kannski óvarlegt að
treysta eingöngu á sönginn hjá fjöl-
skyldufólki.
Söngurinn var honum í blóð bor-
inn og því kom ekki á óvart að hann
legði hann fyrir sig. Hins vegar kom
það mér svolítið á óvart að hann færi
í lögfræðina en hann fann sig þar þó
hann hafi aldrei unnið við fagið sem
slíkt. Stjórnmálin heilluðu hann,
stúdentapólitíkin kveikti í honum og
ég held að hann hafi hellt sér út í
borgarmálin vegna mikils áhuga auk
þess sem þrýstingur frá samflokks-
mönnum hans hafði örugglega mikið
að segja.
Ég held að Vífill sé á réttri hillu í
pólitíkinni og það hentar honum vel
að starfa á þessum vettvangi. Við er-
um flokksbræður og ég segi honum
mínar skoðanir á ýmsum málum.
Hann er góður hlustandi og tekur
ábendingum en auðvitað eru mínar
skoðanir ekki endilega alltaf réttar –
samt oftast. Enginn er svo fullkom-
inn að hann geti allt og viti allt og
það er kostur hvers stjórnmála-
manns að geta hlustað og tekið rök-
um.
Þegar meirihlutinn í borginni
sprakk fyrir tæplega tveimur árum
fannst mér oft vegið að borgar-
fulltrúum meirihlutans með ósann-
gjörnum hætti og hann átti ekki allt
skilið sem hann fékk á sig. Ég reyndi
að styðja Vífil á þessum tíma með því
að veita honum móralskan stuðning
enda þekki ég af eigin raun sem for-
maður Handknattleikssambandsins
til margra ára að slíkur stuðningur
skiptir miklu máli og Vífill hafði veitt
mér hann þegar á þurfti að halda.
Þegar á móti blæs er gott að geta
talað saman og þegið ráð frá öðrum
eða gefið góð ráð.
Mér finnst Vífill hafa staðið sig vel
í pólitíkinni og nú lætur hann til
dæmis til sín taka í skipulagsmálum
og þar á undan í mennta- og skóla-
málum. Hann hefur eflst mikið en ég
held að hans stærstu mistök hafi
verið að hætta eitt kjörtímabil. Auð-
vitað er allt annað að vera í meiri-
hluta en minnihluta. Vífill er fram-
sækinn og það hentar honum
örugglega ekki að vera í minnihluta
og ráða litlu sem engu um framgang
mála. Hann vill gera góða hluti og
láta gott af sér leiða. Það er ekki allt-
af auðvelt í minnihluta.“
Bílar og önnur tæki
„Við erum mjög ólíkir. Það er
stuttur þráðurinn í Vífli og hann get-
ur verið fljótur upp en hann er líka
snöggur niður aftur. Ég held hins
vegar aftur af mér og blæs sjaldan.
Áhugamálin eru gjörólík. Ég sæki
mikið í sumarbústaðinn okkar og er
mikið fyrir útivist uppi á fjöllum. Þó
hann fari á skíði vill hann helst vera í
borginni og í miðbænum eða sem
næst honum. Þessi munur liggur í
eðlinu.
Ég átti vélsleða um nokkurra ára
skeið og náði að bjóða Vífli með í
sleðaferð nokkrum sinnum. Það var
samt ekki auðvelt því tenórinn þurfti
að passa röddina en þegar það tókst
þurfti ég að hafa mig allan við til að
halda í hann því hann hafði alltaf
gaman af því að keyra og reyna á sig
og tækin.
Mótorhjólaáhuginn hefur lengi
loðað við Vífil og hann hefur átt þau
nokkur. Lengi átti hann gamalt hjól.
Ég held að það hafi verið Indian. Það
fór aldrei í gang en hann gat fengið
menn til að stíga og stíga, reyna og
reyna að koma því í gang án árang-
urs.
Við eigum það sameiginlegt að við
höfum lengi haft áhuga á bílum. Um
svipað leyti og ég keypti minn fyrsta
og eina kagga hjá Sölunefndinni
eignaðist Vífill nýjan Sunbeam, sem
þótti heldur betur klassi í þá daga en
fyrstu bílarnir okkar voru að sjálf-
sögðu Trabant. Á þessum tíma áttu
fósturforeldrar hans Chrysler 1947,
sem þá var með flottari bílum lands-
ins og er enn. Bíllinn var bara keyrð-
ur á sumrin og fékk Vífill að taka í
hann og hefur ekki sleppt honum síð-
an.“
Mótorhjólin toga í hann
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
SYSTURNAR Kate ogLaura Mulleavy fengustærstu verðlaunin á ný-afstaðinni hátíð CFDA,
Samtaka bandarískra fatahönn-
uða, sem fram fór í New York.
Tvíeykið var verðlaunað fyrir
bestu kvenfatahönnunina fyrir
tískuhús sitt, Rodarte. Þar höfðu
þær betur gegn mun reyndari
hönnuðum, en Marc Jacobs og
Narciso Rodriguez voru einnig
tilnefndir.
Rodarte var stofnað í Pasadena
í Kaliforníu árið 2005 af systr-
unum sem eru 28 og 30
ára gamlar. Tískuhúsið
heitir eftir ættarnafni
móður þeirra. Báðar eru
þær menntaðar frá
Berkeley-háskóla en þó
ekki í fatahönnun.
Kate er útskrifuð úr
listasögu með
áherslu á 19. og 20.
öldina en Laura er
menntuð í bók-
menntafræði með
nútímaskáldsöguna
í forgrunni.
Þær hafa notið
velgengni á tísku-
sviðinu, en Rodarte
er nú til sölu um
allan heim hjá mörg-
um af helstu stór-
verslununum eins og
Barneys, Neiman
Marcus, Bergdorf
Goodman, Harvey
Nichols, Colette, Ik-
ram, Nordstrom,
Dover Street Mar-
ket og 10 Corso
Como. Til við-
bótar hafa fyr-
irsætur í fötum
frá Rodarte prýtt
forsíður fleiri en 20 tímarita, þar
á meðal Vogue.
Systurnar hafa líka hagnast á
því að hafa eignast öflugar
stuðningskonur en stjörnur
á borð við Kate Blanchett,
Natalie Portman, Kirsten
Dunst, Michelle Obama,
Reese Witherspoon, Chloë
Sevigny og Tildu Swinton
hafa allar klæðst Rodarte
við hátíðleg tilefni.
Hönnun Rodarte ein-
kennist af prjónaflíkum og
löngum borðum og er út-
litið oft frekar gróft, röff
og töff eru einkennisorð
systranna.
Rodarte hefur áður verið
tilnefnt til tískuverðlauna
og hreppt einhver þeirra
en þessi eru vissulega þau
stærstu og líklegt að
tískuhúsið eigi aðeins eft-
ir að eflast í kjölfarið.
Rodarte
ræður ríkjum
Töff Frá tískusýningu
Rodarte á komandi
haust- og vetrarlínu.
Gróft en glæsilegt Úr
haust- og vetrarlínu
Rodarte 2009-10.
Aðalkonurnar Systurnar Kate og
Laura Mulleavy tóku sig vel út með
verðlaunastyttuna baksviðs á
CFDA-hátíðinni.
Vinkona Kirsten Dunst
íklædd hönnun systr-
anna á hátíð CFDA.
Reuters
Óskarinn Natalie Portman
mætti í hönnun systranna á
Óskarsverðlaunahátíðina, að-
alhátíð kjólanna, í febrúar.
AUKAKRÓNUR
36 bíóferðirá ári
fyrirAukakrónur
A-kortin
Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig
Þú getur farið í Laugarásbíó, Háskólabíó, Regnbogann, Smárabíó eða Borgarbíó á
Akureyri á 10 daga fresti fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt
– eða fengið þér eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
* M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is.
*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
4
16
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-2
0
8
0
.