Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 23
framleiddar nema því aðeins að harðhaus kvikmyndasögunnar nr. 1, Arnold S., stígi niður úr hásæti sínu í Kaliforníu og taki við titilhlutverk- inu. Þá má nefna velgengni enn einn- ar framhaldsmyndar, sem er Night at the Museum 2. Erfitt er að sjá hvernig er hægt að halda áfram slíku gamni til lengdar. Sumarið er rétt byrjað, sem betur fer, og það er óhætt að slá föstu að a.m.k. þrjár framhaldsmyndir til við- bótar eigi eftir að mala gull á kom- andi mánuðum. Þetta eru Trans- formers, Ice Age 3 og Harry Potter and the Half-Blood Prince. Sú fyrst nefnda er gerð af meistara sumar- hasarsins, Michael Bay, og hafa menn tæpast áður séð þvílíkar brell- ur á tjaldinu og þar eru í boði. Svip- aða sögu er að segja af þriðja kafl- anum af Ísaldar-myndunum. Hún þykir taka þeim fyrri fram, er í þrí- vídd, byggð á fyndinni og sterkri sögu og er treyst í grimmasta slag- inn, yfir há-sumarið. Hinar tvær voru feikivinsælar en voru frum- sýndar á mikið hægari aðsókn- artíma, í vetrarlok. Up, nýjasta teiknimyndin frá Pixar, stefnir á toppsætið vestra og verður örugg- lega nálægt því hérlendis. Ekki allt gull sem glóir Skellirnir eru jafn eðlilegt fyr- irbrigði í kvikmyndaheiminum og smellirnir. Þeir hafa látið lítið fyrir sér fara í ár, þó að margar myndir standi ekki undir væntingum. Kvikmyndir kreppuskemmtun Kvikmyndaheimurinn hefur ríka ástæðu til að gleðjast yfir úthalds- myndunum, ekki síst þar sem mynddiskasala og -leiga hefur ekki gengið áfallalaust núna í heims- kreppunni og ekki skilað sinni al- mennt vænu sneið að kökunni. Sam- drátturinn hefur hins vegar verið fjarri því að bitna á aðsókninni, þó svo að bíóferð með poppi og kók, kosti einar 2000 krónur í Vest- urheimi og gott betur, víðast hvar á meginlandinu. Á slakasta tímanum, fyrstu þrjá mánuði ársins, jókst að- sóknin um tæp 9 % hérlendis og 15 % vestra. Myndir sem hafa reynst úthalds- góðar það sem af er árinu eru m.a franskættaði tryllirinn Taken, ódýr og án stórstjarna. Menn drógu hæl- ana að frumsýna hana vestan hafs, þar sem hún gekk vikum og mán- uðum saman þegar á hólminn var komið. Hér gerði hún það gott en það hefur vafalaust dregið talsvert úr aðsókninni að hún var sýnd hér á undan velgengninni vestra (þar tók hún inn helmingi meira en sam- anlagt í öllum öðrum heimshlutum), sem hefði haft jákvæð áhrif. Önnur, lítil, stjörnulaus gamanmynd, Paul Blart: Mall Cop, kom einnig á óvart og ætlaði aldrei að deyja drottni sínum vestra og hér komst hún í 10 millj. króna +, klúbbinn. Gran Tor- ino varð, öllum á óvart, vinsælasta mynd kempunnar Eastwood frá upphafi og hún gekk mjög vel um heiminn. Hún er síðasta tækifærið til að sjá karlinn á tjaldinu, eftir því sem hann sjálfur segir, það hefur vafalaust hjálpað aðsókninni. Ævintýrið Slumdog Millionaire Þá er komið að lottóvinningi árs- ins, Slumdog Millionaire, Óskars- og BAFTA-verðlaunamyndinni hans Dannys Boyle. Hún kostaði litlar 15 milljónir dala, er næst mest sótta myndin hérlendis (24.06), það sem af er árinu og búin að taka inn yfir 360 milljónir dala á heimsvísu. Hún hefur gengið mánuðum saman vítt og breitt (í 17 vikur vestra) og ljóst að fáar myndir hafa sýnt við- líka hagnað í gegnum tíðina. Nýjasta myndin sem virðist ætla að ganga mánuðum saman er The Hangover, enn ein gamanmyndin sem sækir vinsældirnar út á bráð- fyndið handrit en engar ofurbrellur, fjáraustur né stórstjörnur. Hún gæti endað sem ein vinsælasta mynd ársins, hér heima sem annars staðar. Þessar tvær myndir sanna svo ekki verður um villst að áhorfendur eru enn til staðar og það í öllum ald- ursflokkum, ef myndir með ósvikið aðdráttarafl stinga upp kollinum. Myndir, þar sem góð saga gerir meira en flest annað til að koma umtalinu af stað. Það er sterkasta hjálparmeðalið hvað aðsókn snertir, ef mynd spyrst vel út geta bíó- eigendur hætt að auglýsa. Það er þó ekki einhlítt frekar en annað. Myndir á borð við Doubt, Milk og The Wrestler, gengu fanta vel í „art“-húsum vestra en stóðu ekki undir væntingum hér heima. Þá vekur athygli að Twilight-æðið virðist ekki hafa náð til landsins, þrátt fyrir risaaðsókn annars staðar Timbraðir The Hangover setti traust sitt á fyndið handrit, en engar stjörnur. á jarðkringlunni. Kannski erum við Íslendingar meiri smekkmenn á myndir en okkur grunar! Framhaldsmyndir fylgnar sér Það þarf mikið til að framhalds- myndirnar skili ekki arði í kassann, þó hvimleiðar séu.. Það hafa þær sannað í ár, Angels and Demons, sem er framhald The Da Vinci Code. Englar og djöflar er vinsæl- asta mynd ársins hér heima í dag, sjónarmun hærri en Slumdog. Star Trek er, enn sem sem komið er, vin- sælasta myndin vestan hafs og er hérlendis á topp 20. Trekkaradellan greip hinsvegar ekki um sig að gagni utan Bandaríkjanna, þar sem náðust 2/3 af heildartekjunum. Vin Diesel blés nýju lífi í nánast útbrunna seríuna sem kennd er við Fast and Furious, með þeim árangri að hún er hér heima 6. mest sótta myndin (350 millj. á heimsvísu), og í kjölfar hennar kemur önnur, vinsæl framhaldssaga, eða 4. kaflinn um X- Men; X-Men Origins: Wolverine, sem hefur nú þegar halað inn sam- tals 370 milljónir dala, og dagljóst að við eigum eftir að fá að sjá meira til Diesel-rokksins og hinna stökk- breyttu X-manna í framtíðinni Hvað framtíð Tortímandans varð- ar, er útlitið gruggugra. Lang- dýrust þessara mynda hefur hún „aðeins“ náð að skrapa saman 300 milljónum dala, sem hrekkur tæpast fyrir kostnaði. Í bígerð eru a.m.k. tvær myndir til viðbótar. Mér segir svo hugur um að þær verði ekki Fyrsti stórskellurinn er nýjasta Will Ferrell-myndin, Land of the Lost, sem er ekki á beinu brautinni að öngla inn fyrir kostnaði. Friday the 13th; Jonas Brothers: The 3-D Concert og Confessions of a Shopa- holic, ullu vonbrigðum. Sama máli gegnir með The International, með Clive Owen, Pink Panther 2, Re- volutionary Road, og Year One, ger- ir örugglega litla lukku. Hins vegar stóð Valkyrie sig mikið mun betur en henni var spáð. Stefnir í gott aðsóknarár Að öllu samanlögðu lítur út fyrir að 2009 fari í annála sem gott bíóár, á Íslandi sem annars staðar. Þrátt fyrir allar hremmingarnar. Heimur- inn bregst svipað við og í Kreppunni miklu á 4. áratugnum, og flykkist í bíó í raunum sínum og auraleysi. Ekkert í spilunum bendir þó til þess að flaggskipið Titanic verði slegið út úr heiðurssætinu sem mest sótta og úthaldsbesta mynd allra tíma. Snjöll stórslysamynd frá hinum eina og sanna James Cameron, sem eyddi árið 1997 þá óheyrðum fjármunum í tækniafrekið sitt. Það borgaði sig, myndin sat í 15 vikur í efsta sætinu, gekk í níu mánuði samfleytt vestra og tók inn 1,8 milljarða í dölum talið á heimsvísu. 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval Rannsóknaþing 2009 H v a ð e r f r a m u n d a n ? H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Dagskrá 9:00 Setning þingsins Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra 9:20 Iðnaðarráðuneytið Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra 9:40 Guðrún Nordal formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs 10:00 Þorsteinn Ingi Sigfússon formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs 10:20 Kaffihlé 10:30 Tónlist Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari 10:40 Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Áslaug Helgadóttir aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands gerir grein fyrir starfi dómnefndar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhendir hvatningarverðlaunin 10:55 Léttar veitingar Rannsóknaþingið er öllum opið. Þinggestir eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti til rannis@rannis.is eða í síma 515 5800 IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ FORSÆTIS RÁÐUNEYTIÐ MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Miðvikudaginn 1. júlí kl. 9:00-11:30 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Gullteigi. Þegar þessar línur eru skrifaðar höfum við frumsýnt sárafáar íslenskar bíó- myndir, einkum ef við miðum við undanfarin ár. Aukinheldur hafa þær flest- ar verið heimildarmyndir. Engu að síður er aðsóknin á þær allar mjög góð. Langbest er aðsókn á Draumalandið, sem tyllir sér í 9. sætið, innan um há- karlana frá Hollywood; Sólskinsdrengur, heimildarmyndin hans Friðriks Þórs, er ekki langt undan, í 16. sæti, sem er mikið afrek. Draumalands- ins var beðið með óþreyju af stórum lesendahóp en mynd Friðriks hafði ekkert slíkt bakland. Það sem skiptir að sjálfsögðu meginmáli er að báðar eru vandaðar og athyglisverðar myndir. Þá er komið að íslenska smellinum sem fæstir áttu von á að gengi jafn vel og raun bar vitni. Þetta er að sjálfsögðu barna- og fjölskyldumyndin Skoppa og Skrítla, sem höfðar fyrst og fremst til yngsta markaðshópsins. Þær stöllur geta verið ánægðar, myndin er einkar ljúf og smekkleg og greinilega gerð af ósvikinni ánægju. Íslenskir gullmolar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.