Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 24
24 Óbyggðir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
Hvíld Nauðsynlegt er fyrir hjólreiðamenn að staldra við með jöfnu millbilli, hvíla sig og njóta náttúrunna
Ljósmyndir: Árni Sæberg
saeberg@mbl.is
Texti: Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
H
vað gera ferðamaður sem
hefur gaman af því að
hjóla og mótorhjólamaður
sem hefur yndi af því að
ferðast? Þeir taka saman höndum
og setja á laggirnar ferðaskrifstofu
sem sérhæfir sig í ferðamennsku á
mótorhjólum. Það gerðu alltént
bræðurnir Sverrir og Haukur Þor-
steinssynir hjá Blue Mountain Ad-
venture Tours, nýlegu fyrirtæki
sem hefur sérstöðu í ferðaþjónustu
á Íslandi. Grunnurinn í starfi ferða-
skrifstofunnar er að skipuleggja
mótorhjólaferðir um landið og þeg-
ar hún efndi til hópferðar í
Landmannalaugar á dögunum
þurfti ekki að segja Árna Sæberg,
ljósmyndara Morgunblaðsins, það
tvisvar. Hann skellti sér með.
Sverrir stofnaði Blue Mountain
fyrir þremur árum ásamt eiginkonu
sinni, Herdísi Jónsdóttur, en fyrsta
starfsár ferðaskrifstofunnar var í
fyrra. Starfsemin var þá einkum
sniðin að þörfum erlendra ferða-
manna. „Þetta fór ágætlega af stað
í fyrrasumar en í vetur komu
Haukur og eiginkona hans, Theo-
dóra Björk Heimisdóttir, inn í
fyrirtækið með okkur. Þá ákváðum
við að gera starfsemina sýnilegri,
auka breiddina og kom
almennilegri aðstöðu,“
ir en Blue Mountain er
Rofabæ 9 í Reykjavík.
Framsækið fyrirtæk
Bræðurnir segja Blu
framsækið fyrirtæki s
fram við öll verkefni, s
og bjóði uppá fjölbrey
tengda mótorhjólum o
ferðamennsku. Farið e
Á siglingu Hjólreiðamenn láta ekki sprænur sem þessa hefta för sína. Mikilvægt er þó að fara að öllu með gát og fylgja fyrirmælum vanra leiðsögumanna. Það er ekki eftirsóknarvert að detta í kalt vatnið.
Fegurð Hjólað í náttúrunni. Blue Mountain-menn leggja áherslu á að halda sig innan vega og slóða.
Bað Eftir hjólreiðatúr er gott að skola af sér. Bað í heita læknum í Landmannalaugum.
Feðgar Þorsteinn Hjaltason ferðafrömuður, Dossi, ásamt sonum sínum fjórum. Honum á hægri
hönd eru Haukur og Sverrir, eigendur Blue Mountain og á vinstri hönd Einar og Tryggvi. Fákaferðir
á fjöllum