Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 ar. Sverrir er hér fremstur ásamt Einari bróður sínum en fyrir tveimur árum fóru þeir saman í heimsreisu á hjólum sínum. ma okkur upp “ segir Sverr- r til húsa í . ki ue Mountain em leggi sig stór sem smá tta þjónustu og annarri er í styttri og Snjór Aðstæður geta verið misjafnar á hálendinu, jafnvel að vori. Hér hafa menn snjóbreiður til beggja handa. Að morgni Sverrir, sem er m.a. lærður matreiðslumaður, hrær- ir í hafragrautinn áður en hópurinn leggur í hann að morgni. Grill Veislu slegið upp að kvöldlagi. Sverrir og Haukur segja stundir sem þessa ekki síst gefa mótorhjólaferðunum gildi. Hressing Konurnar í hópnum fá sér hressingu. Theodóra Björk Heimisdóttir, Ásdís Olga Sigurðardóttir og Aníta Hauksdóttir. lengri ferðir um landið, frá sólar- hring og upp í viku. Hámarksfjöldi í hverri ferð er átta manns og bíll fer í humátt á eftir hópnum. „Það er nauðsynlegt til að geyma búnað og vistir, auk þess sem menn geta þurft að hvíla lúin bein. Flestir út- lendingar sem leita til okkar hafa mikla reynslu af hjólum en oftar en ekki bara á malbiki. Malarvegirnir eru því talsverð viðbrigði.“ Blue Mountain er ekki bara ferðaskrifstofa, bræðurnir reka einnig verslun og verkstæði í Rofa- bænum. Sérhæfa sig í vörum sem aðrir eru ekki með, t.d. dekkjum á ferðahjól. Þá er Blue Mountain með útleigu mótorhjóla ásamt kennslu í motocrossi, enduro o.fl. Spurðir hvaðan ferðadellan komi svara bræðurnir einum rómi: „Þetta er allt pabba að kenna.“ Faðir þeirra, Þorsteinn Hjaltason, Dossi, er gamall frumkvöðull í ferðamennsku á Íslandi og mun hafa smitað syni sína fjóra af bakt- eríunni. Grunur leikur á að þeir hafi smitað hann til baka, en Þor- steinn keypti sitt fyrsta mótorhjól 63 ára gamall. Nú, tíu árum síðar, er hann kominn á nýjan Harley. Mótorhjól og náttúra eiga ekki samleið í huga allra en bræðurnir leggja áherslu á, að þeir séu náttúruunnendur sem ferðist um landið sitt með virðingu og aðdáun. „Við ökum ekki utan vega eða slóða og skiljum ekki eftir okkur um- merki þar sem við höfum verið. Gerist þess þörf lögum við eftir okkur hjólförin,“ segir Haukur og bætir við að mengun og skemmdir af þeirra völdum sé mun minni en af völdum trukkanna sem flytja er- lenda ferðamenn á fjöll. Náttúra, álfar og tröll Sverrir segir ferðir á vegum Blue Mountain ekki bara snúast um hjól. Þvert á móti snúist þær ekki síður um mat, náttúru, álfa, tröll og sögu landsins. Sverrir lauk MBA-námi frá HR í vor og hefur fjölbreytta menntun á bak- inu, er m.a. menntaður matreiðslumaður og lætur sig ekki muna um að töfra fram dýrindis málsverði fyrir samreiðarfólk sitt, kvölds og morgna. „Í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um að hitta fólk og njóta lífsins. Gera sér glaðan dag. Það er ekkert skemmtilegra en að sjá brosið á vörum fólksins eftir velheppnaða ferð.“ Hann segir viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum. „Fólk hefur upp til hópa verið mjög ánægt með þjónustuna og upplifunina í heild. Þannig vildi einn þýskur viðskipta- hópur skila afslættinum sem við veittum honum. Svo ánægður var hann,“ segir Sverrir en bætir við að hann hafi ekki tekið við fénu. „Samningur er samningur.“ r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.