Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 26
D auði Michaels Jackson er stór- frétt, miklu meiri frétt en hundraðasta fréttin um Ice- save-samninginn og stöð- ugleikasáttmála, þótt íslenskir fjölmiðlar hafi verið nokkuð seinir að átta sig á því. Það er einfaldlega stórfrétt þegar goðsögn deyr langt um aldur fram. Heim- urinn elskar goðsagnir, enda skapar hann þær sjálfur. Hinn sérkennilegi og einstaki Michael Jackson varð goðsögn í lifanda lífi. Hann var tónlistarséní, en þau hafa reyndar verið mörg til og fæst þeirra orðið að goðsögn. Það voru ekki nema að hluta til tónlist- arhæfileikar Jackson sem gerðu hann að goðsögn, þótt þeir hafi vissulega verið nauð- synlegir til að skapa goðsögnina. Það sem fullkomnaði goðsögnina var persónuleiki mannsins sjálfs og hin draumkennda þrá hans eftir því að verða allt annar en hann var. Umheimurinn horfði furðu lostinn og agn- dofa á líkamlegar umbreytingar þessa mikla hæfileika- manns. Jackson var svartur en vildi vera hvítur. Hann var barn og varð svo fullorðinn, en undi ekki því hlutskipti því hann þráði fátt meir en að fá að vera barn að eilífu. Þess vegna skapaði hann sinn eigin fullkomna ævin- týraheim, Neverland. Hann vildi ekki eldast og þess vegna reyndi hann að kaupa sér unglegt útlit. Löngu fyrir dauða sinn var eins og Jackson væri hættur að vera mannvera. Hann leit út eins og hann hefði verið skapaður á tilraunastofu. Og ein- hvern veginn sá maður hann aldrei fyrir sér sem sjötugan mann. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á mannlegu eðli er Jackson áhugavert rannsóknarefni en þar virðist fátt gleðilegt hafa verið að finna. Það er reyndar erfitt að ímynda sér hann sem kynferðisglæpamann sem hafi níðst á börnum, eins og einhverjir vilja halda fram. Sennilegra er að hann hafi heillast af sakleysi og fegurð barna og viljað hafa þau í návist sinni en ekki haft kynferð- islegan áhuga á þeim. En kannski er þetta bara túlkun þeirra sem vilja trúa því besta, ekki því versta. Bak við allar þær umbúðir sem Jackson kaus að skapa sér var lítill krúttlegur drengur sem söng lagið Ben af svo mikilli tilfinningu. Hvað ná- kvæmlega gerðist í sálarlífi þessa unga drengs sem gerði það að verkum að hann virtist ófær um að horf- ast í augu við raunveruleikann og skapaði sér því nýtt útlit og tilbúinn heim er nokkuð sem væri forvitnilegt að vita. Nú má búast við að ævisögur hans flæði á markað og umfjöllunin mun fara í nýjar hæðir, og sumar hverjar örugglega lítt geðslegar. Það var ekkert venjulegt við Michael Jackson. Hann hafði hæfileika umfram flesta aðra og lifði lífi sínu öðruvísi en allir aðrir. Hann dó sem goðsögn og mun lifa sem goðsögn. kolbrun@mbl.i Pistill Goðsögn deyr – goðsögn lifir Kolbrún Bergþórsdóttir 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 1. júlí 1979: „Ríkisfjölmiðlarnir eru alþjóðareign. Það verður ekki þolað til lengdar að þeim sé beitt sérstak- lega til framdráttar einum málstað fremur en öðrum, að þeim sé beitt í þágu einnar ríkisstjórnar en gegn annarri. Fréttaflutningur hljóðvarps og sjónvarps og þá ekki sízt hljóð- varps hefur oft legið undir þungri gagnrýni. Fréttaflutningur hljóð- varps var mjög gagnrýndur á tímum þorskastríðsins síðasta. Fréttaflutn- ingur hljóðvarps lá einnig undir gagnrýni á síðasta ári í sambandi við þau hörðu átök, sem þá fóru fram á vinnumarkaðnum og á hinum póli- tíska vettvangi. Það er kominn tími til, að þeir sem bera ábyrgð á störfum þessara fréttastofa taki þessa gagnrýni al- varlega, líti í eigin barm og spyrji sjálfa sig þeirrar spurningar, hvort ef til vill sé ekki hægt að gera betur og gæta meira jafnræðis í frétta- flutningi en gert er.“ . . . . . . . . . . 2. júlí 1989: „Þegar sagt var frá því á forsíðu Morgunblaðsins, að Ashke- nazí ætlaði til Sovétríkjanna, birtist á þeirri sömu síðu frétt þess efnis, að 20.000 hermenn sovéska innanrík- isráðuneytisins, sem fer með yf- irstjórn KGB, öryggis- og njósna- stofnunarinnar, gættu friðar í sovésku Mið-Asíulýðveldunum. Þar hefur hvað eftir annað komið til blóðugra átaka milli manna af ólíku þjóðerni. Þessi mikla íhlutun lög- reglunnar bendir síður en svo til að undir forystu Míkhaíls Gorbatsjovs hafi skapast friðsamlegt ástand inn- an Sovétríkjanna. Lífskjör almenn- ings hafa ekki batnað í réttu hlutfalli við aukið svigrúm menntamanna. Sovéskur veruleiki er flóknari nú en fyrir aldarfjórðungi. Hin breytta staða vekur vonir um að frekari skref verði stigin í átt til frjálsræðis. Óvissan er hins vegar gífuleg og enn vantar mikið á að almenningur njóti til fulls góðs af þeim breytingum sem gera Vladímír Ashkenazí og Þórunni Jóhannsdóttur kleift að láta þann draum rætast að stíga aftur á rússneska grund.“ Úr gömlum l e iðurum Jóni Bjarnasynilandbúnaðar- ráðherra verður tíð- rætt um að vernda þurfi innlenda land- búnaðarframleiðslu. Hann var óvenju- lega hreinskilinn um aðferðir sínar í viðtali við Ríkisútvarpið í liðinni viku, þegar hann var spurður af hverju landbún- aðarráðuneytið hefði breytt út- reikningi sínum á tollum til að gera innflutning búvara enn dýr- ari en ella og útiloka hann frá ís- lenzkum markaði: „Við þessar aðstæður velur maður þá aðferð sem uppfyllir alþjóðlega samn- inga og skuldbindingar gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni en velur jafnframt þá aðferð sem gefur innlendri framleiðslu sem besta vernd.“ Ráðherrann hefði alveg eins getað sagt: „Við þessar aðstæður velur maður þá aðferð sem gerir manni bezt fært að svína á neyt- endum.“ Í stað þess að velja þá aðferð, sem hefði skilað lægstum tolli, lækkað verð til neytenda og aukið erlenda samkeppni við landbúnaðinn, valdi landbúnaðarráðherrann leiðina sem kemur neytendum verst. Ráðherrann fór reyndar ekki rétt með, þegar hann sagðist uppfylla alþjóðlegar skuldbind- ingar og samninga Íslands. Sam- kvæmt WTO-samningunum ber að veita erlendum búvörufram- leiðendum markaðsaðgang á lág- um tollum. Nú breytir land- búnaðarráðuneytið útreikningi tollanna og fær út að tollur á inn- flutningskvótanum verði enn hærri en almennu ofurtollarnir. Í upphafi dró ráðuneytið þá ályktun að ekki ætti þá einu sinni að auglýsa innflutnings- kvóta. Það er klárt brot á samn- ingum WTO, enda breytti land- búnaðarráðuneytið ákvörðun sinni eftir að Samtök verzlunar og þjónustu gerðu við hana at- hugasemdir. Tollkvótarnir verða þannig boðnir út, en ráðuneytið breytir ekki útreikningi sín- um, þannig að neyt- endur eru líklega lítið betur settir. Af sama toga er ákvörðun Jóns Bjarnasonar, sem Morgunblaðið sagði frá á þriðju- dag, að reyna að breyta mat- vælafrumvarpinu um aðlögun Ís- lands að heilbrigðisreglum Evrópusambandsins í landbún- aði þannig að áfram verði hægt að hindra innflutning á fersku kjöti. Það er mikið vafamál að þau ákvæði standist ákvæði reglnanna, sem á að innleiða með frumvarpinu. Aukinheldur eru slíkar hindranir fyrst og fremst skálkaskjól; með þeim á að veita innlendum framleiðendum vernd fyrir samkeppni, fremur en að verið sé að vernda heilbrigði ís- lenzks landbúnaðar eða heilsu neytenda. Ekki eru mörg ár síð- an íslenzkar kjötvinnslur gátu ekki fengið leyfi til að flytja út kjöt til ESB vegna þess að þær stóðust ekki heilbrigðiskröfur sambandsins. Jafnvel yf- irdýralæknir, sem ekki kallar allt ömmu sína, hefur ekki treyst sér til að leggjast gegn innflutn- ingi á hráu kjöti, sem háður er ströngum heilbrigðisreglum og stöðlum ESB. Ef hætta er talin á smiti eða sýkingum með slíkum innflutn- ingi, er hægt að beita almennum öryggisákvæðum EES- samningsins – í undan- tekningartilfellum. Neytendur þurfa ekki á því að halda að dregið verði úr sam- keppni á búvörumarkaði. Frjáls samkeppni er ein forsenda þess að það takist að vinna á móti sí- felldum verðhækkunum. Rík- isstjórnin á að vera í liði með al- menningi í baráttunni gegn háu matvöruverði. Ekki stilla sér upp með úreltu landbún- aðarkerfi, sem vill helzt ekki þurfa að þola neina samkeppni. Ráðherrann vill vernda framleið- endur, á kostnað neytenda} Jón svínar á neytendum Króötum vísað í skammarkrókinn FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is K RÓATAR eru nú að átta sig á því að hliðið í Brussel er ekki gal- opið öllum; sett eru skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Tékkar, sem eru í forsæti sambandsins þetta misserið, ákváðu í liðinni viku að af- lýsa um óákveðinn tíma næstu lotu aðildarviðræðna við Króata. Ástæð- an er deilur Króata og Slóvena um Piran, litla borg og landsvæði við hana, deila sem hefur staðið frá því að ríkin lýstu bæði einhliða yfir sjálf- stæði frá Júgóslavíu árið 1991. Heimildarmenn í Brussel segja að fyrst og fremst sé verið að þrýsta á Króata með þessari ákvörðun, fá þá til að slaka til. En málið rifjar um leið upp öll vandamálin sem því fylgja að taka inn í ESB ríki á Balk- anskaga og jaðri hans, ekki síst ríki í gömlu Júgóslavíu. „Menn hafa það á tilfinningunni að þeir hafi verið of fljótir á sér þegar Búlgaría og Rúm- enía fengu aðild,“ segir einn heimild- armaðurinn en illa hefur gengið að fá ráðamenn þessara tveggja landa til að taka af hörku á spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi. En einnig eru viðkvæm deilumál óleyst. Grikkir munu t.d. aldrei sam- þykkja að Makedónía fái aðild ef rík- ið heldur nafninu sem einnig er not- að yfir grískt hérað. Slóvenar geta sagt nei Talsmenn ESB nefndu enga nýja dagsetningu í tengslum við næstu lotu en sögðu að þau mál myndu fara eftir því hvort „jákvæð þróun“ yrði í viðræðum Slóvena og Króata. Sló- venar standa betur að vígi en Króat- ar: þeir eru þegar komnir inn og geta notað þann rétt sem öll aðild- arríkin 27 hafa til að hafna nýju ríki, jafnvel þótt samningar takist um að- ild Króata. Gert hefur verið ráð fyrir því að Króatía fengi aðild 2010 eða 2011. Landamæradeilan er snúin. Minnstu munaði að hún kæmi í veg fyrir að Króatar fengju aðild að Atlantshafs- bandalaginu fyrr á árinu. En Slóven- ar, sem einnig urðu NATO-þjóð á undan Króötum, ákváðu á síðustu stundu að láta af andstöðu sinni. Áhrif á stöðu Íslands? Tekið er fram í yfirlýsingum ESB um viðræðurnar við Króata að vel hafi gengið í þeim og tilgreindir nokkrir mikilvægir málaflokkar sem nánast sé búið að ganga frá. Hins vegar standi deilan við Slóvena í vegi fyrir því að hægt sé að staðfesta formlega þann árangur og halda áfram. Finninn Olli Rehn, stækk- unarstjóri ESB, hefur sagt að Kró- atía verði vafalaust 28 aðildarríkið en hefur einnig viðrað þá skoðun að Íslendingar gætu orðið á undan ef þeir sæktu um í sumar. En hefur snurðan sem komin er á þráðinn í viðræðum við Króatíu eitt- hvað breytt stöðu Íslendinga ef til umsóknar kemur? Talskona Rehns, Krisztina Nagy, var spurð en hún taldi að svo væri ekki. „Eitt af grundvallaratriðunum í stækkunarstefnu ESB er að sérhver þjóð sem sækir um aðild er metin á eigin forsendum. Sá árangur sem hver þjóð nær fer eftir því hve vel henni gengur að fullnægja skil- yrðum fyrir aðild,“ sagði Nagy. Friðsæld Verndardýrlingurinn Bernardín vakir yfir Piran, deilan sem hef- ur stöðvað viðræður ESB og Króata snýst um hafnarborgina við Adríahaf. Evrópusambandið þrýstir á Kró- ata um að samþykkja mála- miðlun í gamalli deilu við Slóvena um landamæri. Hefur ESB nú frestað um óákveðinn tíma aðild- arviðræðum við Króatíu. Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Deila Króata og Slóvena snýst um litla hafnarborg, Piran, og flóann við hana, alls er um 20 km² að ræða. Borgin er sögð heillandi, í Fen- eyjastíl, blátt Adríahafið sleikir ströndina, fegurðin ríkir. Vandi Slóvena er að þeir hafa lít- inn aðgang að sjó, öll strandlengja þeirra aðeins um 46 km löng. Strandlengja Króata er hins vegar um 1700 km löng. Landamærin skiptu litlu þegar bæði löndin voru hluti af Júgóslavíu. En Króatar vilja að landamærin verði um miðj- an flóann við Piran. Slóvenar óttast að skip þeirra fái þá ekki beinan að- gang að úthafinu. Slóvenar vilja að sáttasemjari á vegum ESB, t.d. Finninn Martti Ahtisaari, finni lausn en Króatar að málið fari fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. En þjóðríki standa fast á sínu, hvort sem þau eru innan ESB, á leiðinni inn eða standa fyrir utan. SVOLÍTIL ÞÚFA ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.