Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 27

Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið/Kristinn Mislangt til vinstri Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi. V íða um heim velta menn því nú fyrir sér hvort efna- hagskreppan muni leiða af sér aukinn klofning og átök í stjórnmálum. Ýmsir þeir, sem stinga niður penna, rifja upp eftirleik heims- kreppunnar miklu á síð- ustu öld, sem einkenndist af hörðum átökum milli hugmyndakerfa til hægri og vinstri og upp- gangi öfgastefna, sem höfðu skelfilegar afleið- ingar fyrir alla heimsbyggðina. Tímabundin ríkisafskipti Hin frjálslynda efnahagsstefna alþjóðavæð- ingar og frjálsra markaða, sem ráðið hefur för undanfarna áratugi, hefur orðið fyrir áfalli vegna bankakreppunnar. En hún er ekki úr sögunni, langt frá því. Þótt ríkisafskipti hafi aukizt í mörgum ríkjum vegna afleiðinga krepp- unnar, er ennþá nokkuð víðtæk pólitísk sátt um að þau séu tímabundin; fremur neyðarráðstaf- anir til skamms tíma en þau „hugmynda- fræðilegu tímamót“ sem Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs talaði um í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í marz síðastliðnum. Alan Greenspan, fyrrverandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, skrifaði grein í Fin- ancial Times í liðinni viku og ræddi um þá hættu, sem fælist í því að fjármagna bandaríska hag- kerfið með því að skuldsetja hið opinbera. Slík stefna í ríkisfjármálum væri uppskrift að póli- tískri úthlutun fjármagns, í stað þeirrar mark- aðslegu samkeppni í einkageiranum, sem væri drifkrafturinn í batnandi lífskjörum. Greenspan viðurkennir að orðstír markaðskerfisins hafi beðið hnekki vegna atburða síðustu missera. Vissulega þurfi að bæta regluverk og eftirlit með fjármálamarkaðnum. „Okkar bezta von um hagvöxt um allan heim felst hins vegar í því að við höldum áfram að reiða okkur á markaðsöflin til að úthluta fjármagni og öðrum björgum,“ skrifar Greenspan. „Hin leiðin; pólitísk úthlutun gæða, hefur verið reynd og mistókst.“ Þetta er kjarni málsins; hin stóru hug- myndafræðilegu átök tuttugustu aldarinnar hafa ekki verið endurvakin, einfaldlega vegna þess að sósíalískur áætlanabúskapur beið ósig- ur í þeim átökum. Kapítalísk hagkerfi Vestur- landa hafa látið á sjá vegna fjármálakrepp- unnar. Víða er vandinn mikill og einna mestur hér á landi. En það er ekki hægt að bera ástand- ið, hér eða annars staðar, saman við þá rjúkandi rúst sem blasti við þegar sósíalisminn hrundi á seinni hluta síðustu aldar. Skýrari línur Það breytir ekki því að í kjölfar efnahagskrepp- unnar hafa orðið miklar breytingar í íslenzkum stjórnmálum. Línurnar hafa skýrzt og áherzlur breytzt. Stærsta breytingin felst í því að í fyrsta sinn hafa flokkar, sem kenna sig við jöfnuð og vinstrimennsku, meirihluta á Alþingi og mynda saman ríkisstjórn. Hreinræktuð vinstristjórn, sem nýtur meirihluta stuðnings Alþingis, hefur aldrei áður setið á Íslandi. Þetta veldur því að skilin á milli stjórnar og stjórnarandstöðu eru skarpari en áður; í stjórn eru jafnaðarflokkarnir en „borgaralegir“ flokkar, Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn, í stjórnarand- stöðu. Erfitt er að átta sig á því hvar á að stað- setja Borgarahreyfinguna með tilliti til þessara blokka, enda er flokkurinn að mörgu leyti óskrifað blað. Stefnumál hans virðast þó að mörgu leyti nær vinstriflokkunum. Fyrir kosningar varð jafnframt sú breyting, að vinstriflokkarnir gengu til kosninga með það að markmiði að halda áfram stjórnarsamstarf- inu ef þeir fengju þingstyrk til þess. Yfirleitt hafa íslenzku stjórnmálaflokkarnir gengið óbundnir til kosninga. Flokkarnir lögðu þó ekki fram neina sameiginlega stefnu fyrir kosning- arnar. Að þessu leytinu, að minnsta kosti um sinn, minnir stjórnmálakerfið á Íslandi í auknum mæli á það sem gerist í Skandinavíu, þar sem blokkaskipting í pólitíkinni, í sósíalíska flokka og borgaralega, hefur verið meira áberandi en hér á landi. Munurinn á stefnuskrám stjórn- málaflokkanna er þar oft meira áberandi en hér á landi. En á móti kemur að þar er meiri hefð fyrir samstarfi, samningum og málamiðlunum á milli flokka og á milli stjórnar og stjórnarand- stöðu. Þar kemur væntanlega tvennt til; annars vegar ríkari hefð fyrir minnihlutastjórnum, sem verða einfaldlega að semja við stjórnarandstöð- una eða hluta hennar til að koma málum í gegn- um þingið, og hins vegar meiri áherzla á sam- stöðu og samráð um stór mál, þótt skoðanir flokkanna séu í grundvallaratriðum ólíkar. Ólík afstaða til ríkisumsvifa Í stjórnmálaumræðum eftir kosningarnar hefur mátt greina skýrari línur en oft áður, sem falla saman við ólíka afstöðu stjórnar og stjórn- arandstöðu til pólitískra grundvallaratriða, ekki sízt hlutverks ríkisvaldsins í efnahagslífinu og við endurreisn þess. Þessi pólaskipting í stjórnmálunum kristall- ast í umræðum um mál á borð við stjórn fisk- veiða, skattamál og stjórnun og eignarhald hinna nýju ríkisbanka. Stjórnarflokkarnir eru sammála um fyrning- arleiðina svokölluðu í sjávarútvegi; að taka af einkaaðilum í greininni þau óbeinu eignarrétt- indi, sem felast í afnotaréttinum af fisk- veiðiauðlindinni, kvótanum. Þeir vilja síðan end- urúthluta þessum réttindum að geðþótta ríkisvaldsins. Stjórnarandstaðan leggur hins vegar áherzlu á að varðveita þessi réttindi og á þá hagkvæmni, sem fólgin er í því að einkaaðilar fari með kvótann og geti átt viðskipti með hann sín á milli. Þingmenn bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa sameinazt um þings- ályktunartillögu um að ríkisstjórnin hverfi frá fyrningarleiðinni áður en hafizt verði handa um endurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða. Hér er um að ræða grundvallarafstöðumun og harla skýr- ar línur. Sama má segja um skattamálin. Þar vill rík- isstjórnin augljóslega ganga harðar fram í skattlagningu, en draga úr sparnaðaraðgerðum í ríkisfjármálunum sem því nemur. Stjórn- arandstaðan vill meiri sparnað, en lægri skatta. Þetta er annað grundvallarmál, sem snýr að af- stöðu manna til umfangs ríkisvaldsins annars vegar og forræði einstaklinganna yfir eigin aflafé hins vegar. Varðandi eignarhald bankanna og fyrirtækja, sem þeir hafa fengið í fangið, hefur ekki verið eins langt á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þótt áherzlumunurinn sé augljós. Stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa gagnrýnt harðlega frum- vörpin um bæði eignaumsýslufélag ríkisins og um bankasýsluna svokölluðu; að þau geti stuðl- að að því að festa eignarhald ríkisins í sessi og bjóði heim hættunni á pólitískri spillingu með því að stjórnmálamenn séu með puttana í stjórnun banka og fyrirtækja. Einkavæðing eða ríkiseign? Af hálfu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra hefur verið undirstrikað að ríkið muni selja bankana og önnur fyrirtæki eins fljótt og auðið er. Í bankasýslufrumvarpinu kemur fram að bankarnir skuli einkavæddir á ný innan fimm ára. En um það er reyndar ekki samstaða í stjórnarliðinu. Þannig skrifar Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra í grein hér í blaðinu í síðustu viku: „Ekki veit ég hve margir hafa lesið vilja- yfirlýsingu þáverandi ríkisstjórnar, sem undir- gekkst „samkomulag“ við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn í október sem leið. Þetta plagg er holl lesning, ekki síst fyrir okkur sem viljum gjarn- an ræða um framtíð íslenska bankakerfisins; hvort hér eigi að vera bankar í almannaeign eða hvort þeir skuli einkavæddir að nýju ...“ Ekki er annað á Ögmundi að skilja en að honum þyki langt í frá sjálfsagt að bankarnir verði einka- væddir á ný. Sami tónn heyrist frá Einari Ólafssyni, flokksráðsmanni í VG, sem skrifar á bloggsíðu sína um bankasýslufrumvarpið: „...ég er hrædd- ur um að margir kjósendur núverandi stjórn- arflokka hafi ekki ætlast til að það yrði eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að lögfesta 5 ára áætlun um einkavæðingu bankanna.“ Tvær víddir Það er svo sem ekkert óeðlilegt að í stjórnar- liðinu skuli vera ágreiningur um mál eins og einkavæðingu bankanna. Afstaða stjórnmála- flokkanna skiptist þegar allt kemur til alls ekki í tvö horn, heldur má segja að þeir raði sér niður á vinstri-hægri vídd stjórnmálanna, þar sem röðin hefur lengi verið sú sama; VG (og Alþýðu- bandalagið og allir hinir forverarnir) lengst til vinstri, þá Samfylking, svo Framsókn og loks sjálfstæðismenn lengst til hægri. Í íslenzkum stjórnmálum er líka önnur vídd, sem gengur þvert á vinstri-hægri víddina og þar raðast flokkarnir niður eftir afstöðu sinni til alþjóðlegs samstarfs. Þar var Alþýðuflokkurinn löngum alþjóðasinnaðastur og Samfylkingin hefur tekið sæti hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla jafna verið næsthlynntastur al- þjóðlegu samstarfi, þá Framsóknarflokkurinn, en Alþýðubandalagið og nú VG er þjóðern- issinnaðasti flokkurinn, sem minnstan áhuga hefur á opnu hagkerfi og alþjóðlegu samstarfi. Segja má að skoðanaágreiningur á þessari vídd kljúfi þó flesta flokkana; þannig eru a.m.k. inn- an Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG mjög skiptar skoðanir um aðild að Evrópusam- bandinu, svo dæmi sé tekið. Segja má að eftir hrunið hafi línurnar skerpzt á þessari vídd stjórnmálanna, ekki síður en á hægri-vinstri víddinni. Það sést í mismunandi og harðnandi afstöðu til ESB-aðildar, til sam- starfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og til þess hvort fara eigi samningaleiðina um Ice- save-skuldbindingarnar og leitast við að treysta samstarfið við alþjóðasamfélagið eða hvort bjóða eigi umheiminum birginn. Fletir á samstarfi Um leið og línurnar hafa að mörgu leyti skerpzt, eru líka ýmsir fletir á auknu samstarfi stjórnar og stjórnarandstöðu við núverandi að- stæður. Fyrir því eru tvær ástæður. Annars vegar ríður mikið á að sem víðtækust sátt náist um ýmsar þær aðgerðir, sem eru nauðsynlegar til að endurreisa efnahagslífið. Stjórnmálaflokk- unum ber einfaldlega skylda til að leitast við að skapa breiða samstöðu ef það er á annað borð hægt. Hin ástæðan er að ríkisstjórnin gengur alls ekki í takt í ýmsum málum, ekki sízt af því að VG hafa þá afstöðu sem að ofan er lýst; flokk- urinn er úti á jaðrinum, bæði á hægri-vinstri víddinni og í afstöðunni til alþjóðasamstarfs. Hann er þjóðernissinnaður vinstriflokkur. Þess vegna munu koma upp ýmis mál, þar sem ein- hverjir þingmenn hans hlaupast undan merkj- um, eins og nú blasir við að gerist bæði hvað varðar umsókn um aðild að ESB og Icesave- málið. Stjórnarandstaðan getur auðvitað litið á þessa stöðu sem tækifæri til að fella ríkis- stjórnina, eins og hún virðist ætla að láta reyna á í Icesave-málinu. En hún getur líka litið á hana sem tækifæri til að hafa áhrif á stefnu stjórnarinnar og sveigja hana að sínum sjón- armiðum. Það gæti til dæmis tekizt í ESB- málinu. Vegna vandræðagangs stjórnarinnar í því máli náði stjórnarandstaðan frumkvæðinu og getur haft mikil áhrif á það hvernig staðið verður að umsókninni. Í stefnuræðu sinni í síðasta mánuði hét Jó- hanna Sigurðardóttir nýjum vinnubrögðum á Alþingi; sagðist ekki vilja ástunda gamaldags skotgrafahernað. Hún sagðist vonast til að á þessu kjörtímabili tækist að „móta ný vinnu- brögð og nýjar hefðir þar sem hvert mál fær málefnalega og efnislega umræðu og lýðræð- isleg málalok. Það er von mín að við náum að þróa breytt verklag í stað þess að mynda gam- aldags blokkir sem þjóna kjósendum að litlu leyti þegar upp er staðið.“ Þetta var rétt nálgun hjá forsætisráðherra, en hún verður auðvitað að átta sig á að hana getur hún ekki bara notað þegar samstarfs- flokkurinn er erfiður og hún þarf á stjórnarand- stöðunni að halda. Í umræðum um stefnuræð- una benti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þannig á að ef stjórninni væri alvara, myndi hún ekki keyra fyrning- arleiðina (sem hún er sammála um) í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. Ef ríkisstjórninni er alvara með því að vilja taka upp ný vinnubrögð, þarf að byggja brýr á milli blokkanna í fleiri málum. Skarpari línur – ný vinnubrögð? Reykjavíkurbréf 270609

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.