Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 www.veggfodur.is Laugarásvegur 1 3ja herbergja 93 fm íbúð. Fallegt útsýni, stutt í alla þjónustu og Laugardalurinn innan seilingar. Laus strax. Upplýsingar í síma: 892 0160 Til sölu 28. I nni í okkur öllum er skynfæri, sem er stillt inn á að mæta Guði, eins og augað er stillt inn á það að mæta ljósi. Þessi hæfileiki tekur við sér, þegar honum er sinnt og þroskast, þegar hlynnt er að honum og rækt lögð við hann. Þetta eru menn að gera, þegar þeir rækja trú, leggja rækt við trúarlíf sitt. Allt miðar það að því að vakna til Guðs, opna sig fyrir honum, og halda sér opnum og vakandi gagnvart anda hans. Vandamálið hér er ekki hugur eða andi Guðs, sem okkur finnst svo fjarlægur og óáþreifanlegur. Það er hugur okkar, sem er vandamálið. Hann er reyndar al- veg eins ósýnilegur og Guð, en vandinn er að fá hann til að vakna. Vakna þú, sál mín, segir í bænarsálmi. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, biður Hallgrímur. Þetta er sú bænarhugsun, sem kristinn maður vill láta sá sér í djúp dulvitundar sinnar og festa rætur þar og hafa áhrif á alla dulvitaða afkima hins innra manns. Og hafa síðan áhrif til góðs á það, sem berst úr dulvit- und inn í dagvitund eða vökuvitundina, á viðbrögð til- finninganna og sér í lagi á viðbrögð og stefnu viljans. Að rækja trú, vera trúrækinn, guðrækinn, er sjálfs- rækt. Eða sjálfsnám undir handleiðslu Jesú Krists. Við erum lærisveinar, nemendur hans. Í öllu námi, allri viðleitni til að þroskast, allri þjálfun, skiptir viljinn mestu. Stemmningar og hugdettur mega ekki taka völdin af honum. Þú leitar Guðs, gerist nem- andi Krists, af því að þú vilt það. Það er margt, sem lokkar og togar í aðrar áttir. Gegn því er engu að tefla nema þeim vilja þínum, sem hlýðir þinni betri vitund og þjónar lífsgæfu þinni. Trúarlíf miðar að því að venja sig að Guði. Það útheimtir tamningu á sjálfum sér, ögun, vilja. Ég minnti á gömul og gild orð, trúrækni, guðrækni, bænrækni. Við könnumst líka við önnur orð, sem tákna manndyggðir og eru eins mynduð: Þjóðrækni. skyldu- rækni, ættrækni. Það þóttu löngum vera gæfusamleg manndómsmerki að meta þessar dyggðir og leggja rækt við þær. Það, sem ég ræki ekki, allt, sem ég afræki, það glatast mér, hvort sem um er að ræða gáfu eða hæfileika, sem ég hef þegið, ellegar vini mína og ástvini, maka minn og börn. Oft hefur verið talað um „vanatrú“ í niðrandi merk- ingu eða dauðar venjur. Víst geta venjur, líka helgar venjur, orðið vélrænar og líflausar. Þær geta orðið skurn utan um fúlegg. Þar fyrir er skurnin lífsnauðsyn fyrir eggið. Án skurnar getur hvorki ungi né matur orð- ið úr neinu eggi. Enginn kemst neitt á neinu sviði án þess að beita vilja sínum, taka tamningu, aga sig, beita sig jafnvel hörðu, ef því er að skipta. Reglubundin bænagjörð á vissum stundum er frumskylda að vitund allra trúmanna, bæði kristinna og annarra. Fyrst og fremst að morgni og kvöldi. Þessu hefur verið líkt við það að opna glugga og hleypa birtu og tæru lífslofti inn á sig. Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morgunblaðið birti á sunnudögum á síðasta ári, vöktu mikla ánægju meðal lesenda. Um það samdist, milli sr. Sigurbjörns og Morgunblaðsins, að hann héldi áfram þessum skrifum og hafði hann gengið frá nýjum skammti áður en hann lést. Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Að rækja trú, vera trúræk-inn, guðrækinn, er sjálfs- rækt. Eða sjálfsnám undir hand- leiðslu Jesú Krists. ÞAÐ ER þjóðhátíð- ardagur Íslendinga þegar ég skrifa þessa grein. Á þessum degi varð Ísland frjáls og full- valda þjóð. Ég á erfitt með að gleðjast yfir lýðræðinu í dag og finn frekar fyrir hryggð vegna þess að það er algjörlega búið að fótumtroða það. Við verðum að halda í það sem eft- ir er af lýðræðinu og frelsinu sem við höfum. Ég lít svo á að ef okkur er þrýst í ESB þá erum við end- anlega búin að gefa upp sjálfstæði okkar. Nú þegar er búið að hneppa okkur og börnin okkar í ánauð sem að mínu mati er þjóðarglæpur og ættu einhverjir að vera dregnir til saka fyrir það. Þessi ánauð er að sjálfsögðu Icesave og arðrán af ýmsu tagi í gegnum árin. Þessi arðrán hafa átt sér stað um há- bjartan dag fyrir framan alþjóð og stjórn þessa lands. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um fiskikvótann, útrásarvíkingana, bankaklúðrið og allt sem því fylgir að ógleymdu „Ice-slave“. Varðandi Icesave, af hverju var ekki hægt að koma nakinn til dyr- anna og segja: því miður, við stöndum ekki undir þessu, við er- um of fámenn og láta reyna á dómstólana? Hverju hefðum við tapað á því? Jú, við hefðum sett samskipti okkar við aðrar þjóðir í hættu sem er alls ekki gott, en hvor kosturinn er skárri og hvað er raunhæft? Ég myndi segja að það væri miklu verri kostur að hneppa alla þjóðina í þrældóm. Það virðist vera einhver lenska hér á landi að allir séra-Jónar þurfi ekki að bera neina ábyrgð á sínum gjörðum. Ef ég brýt lög þá þarf ég að taka ábyrgð á því hvort sem mér líkar það betur eða verr, og þá hugsa ég mig líka tvisvar um hvort ég geri það aftur. En ef ég er í vissum hópi fólks sem ég kýs að kalla séra-Jóna þá kemst ég upp með ótrúlegustu hluti. Og ekki nóg með það heldur þarf ég ekki að taka nein- um afleiðingum af þeim, heldur venjulegu Jónarnir og börnin þeirra. Hvers konar bananalýðveldi er þetta eiginlega að verða? Við erum án afsökunar, við erum ekki ómenntuð og illa upplýst. Því mið- ur þá held ég að það verði mikill fólksflótti héðan á næstu árum ef ekkert verður gert. Ég varð fyrir miklum von- brigðum með nýju ríkisstjórnina okkar. Ég veit að hún er ekki í góðri stöðu og ekki auðvelt að laga þetta klúður sem við erum komin í en mér sýnist að hún ætli að rústa þeim fyrirtækjum sem enn standa uppi. Í staðinn fyrir að draga úr eyðslu þar sem hægt er, þá á að skattpína fyrirtækin og algjörlega blóðmjólka þau. Mér finnst þetta mjög skammhugsað og heimsku- legt vegna þess að fyrirtækin þola ekki mikið meira og hvað þá? Það mun bitna á fólkinu í landinu! Svo langar mig aðeins að minn- ast á erlendu lánin. Það virðist vera að þeir sem tóku erlend lán fái enga samúð og geti bara sjálf- um sér um kennt. Þetta er al- gjörlega fáránlegt! Flestir sem tóku þessi lán, þ.e. venjulegir Jón- ar, gerðu það vegna þess að hér á landi hefur ríkt okurlánastarfsemi árum saman sem þekkist ekki ann- ars staðar nema í banana- lýðveldum þar sem einræðisherrar hafa fengið að leika lausum hala og ólæsi og menntun er almennt af skornum skammti. Þannig að þeir sem tóku þessi lán gerðu það í góðri trú því það virtist vera skárri kostur og oftar en ekki vegna ráðlegginga frá bankanum. Ég þekki fólk sem hefur verið gift í 20 ár og á þeim tíma komið sér upp fjölskyldu, húsnæði og fyr- irtæki. Þetta fólk hafði það gott, var mjög skynsamt í öllum ákvörð- unum sem viðkom peningum og al- veg heiðarlegt fram í fingurgóma. Þau ákváðu að taka erlent lán fyrir 2-3 árum því það átti að vera svo hagstætt og létta greiðslubyrði þeirra. Þetta lán er búið að éta upp allan eignarhlut þeirra í hús- inu og rúmlega það og í dag sitja þau uppi með skuldir sem þau ráða engan veginn við og hús sem selst ekki. Því miður er þetta ekk- ert einsdæmi heldur eru margar fjölskyldur í svipaðri stöðu. En samkvæmt því sem ég heyri frá fólki og fjölmiðlum þá er þetta bara gott á þau. Iss … þau eru bú- in að hafa það svo gott og geta bara sjálfum sér um kennt að hafa tekið erlent lán. Þau voru örugg- lega svo gráðug … bara gott á þau. Vitiði, mér finnst þetta hræði- legt og mig svíður undan því að ráðamönnum virðist vera nákvæm- lega sama. Fyrirgefiði, en hver er munurinn á fjölskyldum í þessu landi sem hafa tekið erlend lán og svo þeim sem hafa tekið íslensku okurlánin? Jú, munurinn er sá að fólkið sem tók erlendu lánin lenti miklu verr í kreppunni en hinir og sér ekki fram úr skuldunum kannski það sem eftir er lífsins. Ég vil hvetja fólk og þá sér- staklega ráðamenn til að skoða vel og vandlega hvaðan við komum og hvert við erum að stefna, og hlúa að fólkinu í landinu, og hvernig gerum við það; með því að standa vörð um lýðræði okkar, fyrirtækin í landinu og brúa þetta bil sem hefur verið á milli séra-Jóns og venjulega Jóns til þess að hægt sé að uppræta þá spillingu sem hefur fengið að grassera hér allt of lengi. Lýðveldið Ísland Eftir Elfu Björk Sigurðardóttur » Það virðist vera að þeir sem tóku erlend lán fái enga samúð og geti bara sjálfum sér um kennt. Þetta er al- gjörlega fáránlegt! Elfa Björk Sigurðardóttir Höfundur er förðunarfræðingur. MARGIR þjóðhollir menn og áhrifamiklir stjórnmálamenn krefjast þess nú með miklum þunga að Al- þingi hafni sam- komulaginu um Ice- save. Ekki þarf um að deila að illt er að þurfa að samþykkja ábyrgð á asn- astykkjum fjárglæfra- manna. Enginn gerir það með glöðu geði. En hverjir eru valkost- irnir? Hvað tekur við ef nei verður niðurstaðan? Ég hef ekki heyrt trúverðugar útskýringar á því hvernig menn hugsa sér að ná betri samningi í nýjum viðræðum. Tvennt væri viðsjárvert við þann gjörning að hafna samkomulaginu: Í fyrsta lagi er með öllu óvíst, jafnvel ólíklegt, að jafngóð eða betri niðurstaða fengist. Í öðru lagi mundi það framlengja um ein- hverja mánuði það óvissuástand sem hér hefur ríkt mánuðum sam- an og veldur djúpu vantrausti á ís- lenskum efnahag og íslenskum gjaldmiðli. Sú framlenging á óvissuástandi gæti kostað þjóð- arbúið og einstaklingana marga miljarða og miklu meira en það sem hugsanlega kynni að vinnast í áframhaldandi samningaþófi. And- stæðingar Icesave-samningsins draga jafnan upp mynd af því sem gerast muni ef allt fer á versta veg. Ég segi: Ef við náum að koma á stöðugleika fyrir haustið og vinnum vel saman þau sjö ár sem samningurinn gefur okkur í frest verður málið vel viðráð- anlegt. Fari allt á versta veg bæði hér og erlendis, þannig að við get- um ekki borgað, er augljóst að taka verður samninginn upp. Við- semjendur okkar og viðskiptaþjóð- ir hafa engan hag af því að keyra Ísland í gjaldþrot. Lengi hefur verið rík í íslenskri orðræðu sú hugsun að erlendar þjóðir sitji um að koma okkur á kné. Lengi hefur meiri áhugi verið á að hagn- ast á samstarfi við aðra en að leggja eitt- hvað af mörkum. Nú ríður á að þjóðin skilji hvert skaðræði það væri í þeirri stöðu sem við erum í að ein- angra sig, hnipra sig saman eins og broddgöltur með broddana út í loftið. Við þurfum á stuðningi og velvild að halda, samvinnu við aðr- ar þjóðir. Það er eina leiðin út úr vandanum. Hörmulegt er til þess að vita ef þingmenn í stjórnarand- stöðu, sem hefðu hiklaust greitt atkvæði með þessum samningi ef þeir hefðu verið í stjórn, ætla nú að snúast gegn honum af pólitísk- um þvergirðingshætti. Rétt eins og það er hörmulegt ef einhverjir þingmenn vinstri grænna sitja svo fastir í einangrunarhyggju sinni að þeir geti ekki greitt atkvæði með Icesave-samningunum. Fari þannig, eins og ýmislegt í um- ræðum undanfarinna vikna bendir til, segi ég: Íslands óhamingju verður allt að vopni. Íslands óhamingja Eftir Véstein Ólason Vésteinn Ólason »Nei við Icesave samningnum þýðir að óvíst er hvort betri samningar nást, en víst að skaðlegt óvissu- ástand um framtíð- arstefnu Íslands lengist að mun. Höfundur er fyrrverandi for- stöðumaður Árnastofnunar. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.