Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Sími 575 8585 FASTEIGNASALAN ÞÍN www.fmg.is Spöngin 37, 2. hæð. 112 Reykjavík Sími 575 8585. Fax 575 8586 Sigrún Stella Einarsdóttir Lögggiltur fasteignasali GSM 824-0610 Notaleg og rúmgóð 76,5 fm, 3ja herbergja íbúð á 7. hæð í góðu lyftuhúsi með bílageymsluhúsi í Hamraborg Kópavogi. Öll þjónusta er í sama húsi svo sem verslanir, örstutt er í heilsugæslu og þjónustumiðstöð aldraðra. Stórar svalir út frá stofu. Nýir gluggar á suðurgafli og unnið við lok á utan- hússviðgerðum. Tvö svefnherbergi, mjög rúmgott eldhús með flísum á gólfi og stór parketlögð stofa. Íbúðin er laus nú þegar. NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 824-0610 OG 575-8585 Sigrún Stella Einarsdóttir löggiltur fasteignasali HAMRABORG - 3JA HERB. Á 7. HÆÐ LAUS ÍBÚÐ HELGINA 20. til 21. júní síðastliðinn var haldin alþjóðlega siglingakeppnin á Siglufirði undir heit- inu „ICELAND MIDNIGHT SUN RACE“. Undanfarið ár hefur Fjallabyggð unnið að því að kynna Siglufjörð í Evrópu sem miðstöð skútu- siglinga í Norður-Atlantshafi. Til- gangur þessa átaks er að kynna Fjallabyggð á nýstárlegan hátt er- lendis, að styrkja innviði atvinnu- lífs á Siglufirði og bjóða upp á nýjungar í ferðaþjónustu. Alþjóðleg siglingakeppni Eitt helsta einkenni og aðdrátt- arafl norðursins eru bjartar sum- arnætur og þess vegna skírðum við keppnina „Iceland Midnight Sun Race“. Keppnin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, fór þannig fram að siglt var frá Siglufirði kl. 18 laugardaginn 20. júní áleiðis til Grímseyjar og var stefnt að því að skúturnar yrðu þar um miðnætti. Síðan var siglt til baka til Siglufjarðar. Sigurvegarar í flokki stærri skútna var áhöfnin á „Swanne- blom“ frá Hollandi, en skipstjóri á þeirri skútu var Henk Rouwé. Í flokki minni skútna sigraði áhöfn- in á „Paradís“ frá Akureyri, skip- stjóri Hörður Finnbogason. Al- þjóðlega siglingakeppnin verður aftur haldin að ári á Siglufirði og stöðugt er unnið að markaðs- setningu keppninnar. Þetta kynningarstarf er nýstár- leg kynning á Íslandi og skilar sér einnig til annarra ferðamanna og beinir augum fólks norður á bóginn til Ís- lands – lands miðnæt- ursólarinnar. Hvers vegna Siglufjörður? Vinsældir norð- urslóða verða stöðugt meiri, það sést best á því að skemmti- ferðaskipum hefur fjölgað mikið í Norður-Atlantshafi og við strendur Íslands. Æ fleiri siglingamenn leggja leið sína norður á bóginn. Ýmsar ástæður eru fyrir aukn- um áhuga á norðurslóðum. Gríð- arleg umferð skútna og annarra skemmtibáta er á Miðjarðarhaf- inu, sem hingað til hefur verið vin- sælasta hafsvæðið til slíkra sigl- inga. Margir siglingamenn eru búnir að sigla um svæðið í mörg ár og eru að leita eftir tilbreyt- ingu. Auk þess hafa hafnargjöld hækkað á því svæði. Skútur eru einnig enn betur útbúnar en áður og hlýnun jarðar hefur haft rót- tæk áhrif á Norður-Atlantshafið. Siglingar um okkar hafsvæði eru því mun áhættuminni en þær voru fyrir nokkrum árum. Ferðum seglskútna til Færeyja, Íslands, Grænlands og annarra eyja í Norður-Atlantshafi mun því vænt- anlega fjölga umtalsvert á kom- andi árum. Siglufjörður er afar ákjósanlegur staður fyrir þjón- ustuhöfn við skútusiglingar. Hafn- araðstaða er góð og hentar vel fyrir stærri skútur, sem þurfa talsvert dýpi við bryggju vegna kjalarins. Þar eru einnig fyrirtæki sem eru vel í stakk búin til að þjónusta skúturnar og hafa mikla reynslu af þjónustu við skip og báta. Á Siglufirði eru stórar skemmur sem í dag eru ónotaðar og sem henta vel sem skútuhótel. Skútuhótel er í raun geymsla þar sem siglingamenn geta geymt skútur sínar yfir veturinn. Þá er stutt frá Siglufirði til Grænlands og til annarra eyja í Norður- Atlantshafi. Þannig geta sigl- ingamenn skipt ferð sinni um norðurslóð í tvennt, t.d. hafið ferð með siglingu umhverfis Ísland og siglt áfram til Grænlands árið eft- ir. Verkefni sem gagnast öllum Þetta verkefni gagnast ekki ein- göngu íbúum Fjallabyggðar held- ur öllum Íslendingum. Skúturnar sigla umhverfis Ísland og koma víða við. Iðulega er skipt um áhöfn á Íslandi, fólkið ferðast gjarnan um Ísland og leigir sér bílaleigubíla og kaupir vörur og ýmsa þjónustu. Með þessu er einnig verið að kynna íslenska náttúru á nýstárlegan hátt, það er að segja hafið umhverfis Ísland. Þetta verkefni er því algjör nýj- ung í íslenskri ferðaþjónustu sem getur skapað talsverðar gjaldeyr- istekjur fyrir landið á komandi ár- um. Miðnætursigling á Siglufirði Eftir Þóri Kr. Þórisson » Þetta kynningarstarf er nýstárleg kynn- ing á Íslandi og skilar sér einnig til annarra ferðamanna... Þórir Kr. Þórisson Höfundur er bæjarstjóri Fjallabyggðar. Í laugardagsblaði Morgunblaðsins kjósa Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar TR og Stefán P. Eggertsson, stjórnarformaður sama fyrirtækis, að bera undirritaðan þeim sökum að hafa viðhaft villandi um- mæli í sjónvarps- umræðum sl. miðviku- dag um kostnað skatt- greiðenda vegna tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn (TRH). Slíkar ásakanir eru ósanngjarnar og ekki verður hjá því komist að leiðrétta þær. Segja þeir félagar að þegar ráðist sé í fjárfestingu, sem fjármögnuð sé með lánum, sé afar villandi að ræða um kostnað verkefnisins sem heild- argreiðslur afborgana og vaxta á öll- um lánstímanum. Að ræða um kostnað verkefnisins sem 30 millj- arða sé villandi. Ásakanir þessar um villandi um- mæli eru rangar og óskiljanlegar í ljósi þess að ég hef frá upphafi þessa ógæfumáls lagt mikla áherslu á að gera greinarmun á kostnaðaráætlun byggingarinnar annars vegar og heildargreiðslum afborgana og vaxta á lánstíma hins vegar, þ.e. heildarskuldbindingu skattgreið- enda vegna verksins. Þegar ég, árið 2004, greiddi atkvæði gegn umrædd- um byggingarframkvæmdum, einn kjörinna fulltrúa, hafði ég m.a. til hliðsjónar miklar umræður, sem þá höfðu átt sér stað á vettvangi sveit- arstjórna í Danmörku og víðar, um kosti og galla svokallaðrar einka- framkvæmdar. Þær umræður höfðu þá þegar m.a. leitt í ljós að kjörnir fulltrúar höfðu freistast til að mis- nota kosti einkaframkvæmdar til að auka lántöku sveitarfélaga vegna stórframkvæmda langt umfram það sem eðlilegt gat talist. Niðurstaðan var sú að stjórnmálamenn yrðu ekki síður að horfa til áætlaðra heild- arskuldbindinga skattgreiðenda vegna opinberra byggingarfram- kvæmda en kostnaðaráætlana, sem hafa oft reynst heldur bjartsýnar hérlendis, svo ekki sé meira sagt. Því miður hafa sumir baráttu- menn fyrir byggingu tónlistarhúss- ins ætíð viljað gera lítið úr hinum mikla vaxta- og fjár- magnskostnaði vegna framkvæmdarinnar og jafnvel orðið þykkju- þungir þegar minnst hefur verið á slíkt. Er furðulegt að nú skuli tveir embættismenn op- inbers fyrirtækis ráðast fram á ritvöllinn og saka undirritaðan um að gefa Kastljósi vill- andi upplýsingar þegar heildarkostnaður verksins er dreginn fram. Ítrekað skal að Eftir Kjartan Magnússon Eftir Kjartan Magnússon »Ég tel að gera verði þá kröfu til stjórn- málamanna að þeir hugsi um langtímahags- muni umbjóðenda sinna. Höfundur er borgarfulltrúi. Rangfærslur vegna ummæla um tónlist- arhús leiðréttar þegar farið er yfir umræddan Kast- ljósþátt, kemur skýrt fram að und- irritaður gerir skýran greinarmun á kostnaði vegna byggingar sjálfs hússins og heildarskuldbindingu vegna alls verkefnisins. Í þættinum segir orðrétt: ,,Kjartan Magnússon borgarfulltrúi vill meina að þetta þýði að heildarskuldbindingar ríkis og borgar vegna tónlistarhússins næstu 35 árin nemi þá alls um 30. milljörðum. Kjartan hefur gagnrýnt framkvæmdir við tónlistarhúsið frá upphafi, einn borgarfulltrúa.“ Ég tel að gera verði þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir hugsi um langtímahagsmuni umbjóðenda sinna. Afar varlega þarf að fara í að samþykkja dýr verkefni og velta kostnaðinum við þau yfir á komandi kynslóðir eins og því miður gerðist þegar samþykkt var að ráðast í byggingu tónlistarhússins árið 2004. Það er lágmark að þeir sem bera ábyrgð á þeirri framkvæmd, emb- ættismenn sem kjörnir fulltrúar, viðurkenni þann gífurlega vaxta- og fjármagnskostnað sem skattgreið- endur framtíðarinnar munu þurfa að bera vegna þessarar feikidýru fram- kvæmdar. Hvernig eiga Íslendingar að læra af þeim mistökum fortíðar, sem fólust í ofurskuldsetningu þjóð- arinnar, ef menn kjósa að einblína á kostnaðaráætlanir en neita að horf- ast í augu við þau fjármagnsgjöld sem fylgja einkaframkvæmdum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.