Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 30

Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 JÓRUNN Frí- mannsdóttir, stjórn- arformaður Strætó bs., skrifaði grein í Morg- unblaðið fyrir stuttu. Þar er ágætur rök- stuðningur fyrir því að almenningur nýti sér almenningssamgöngur nú þegar kreppir að og einkabílaeign verður mörgum ofviða. Greinin hefst á fullyrðingu þess efnis að almenningssamgöngur í Reykjavík standist fyllilega sam- anburð við þau lönd sem við berum okkur helst saman við. Þessa full- yrðingu setur greinarhöfundur fram sem almennan sannleik og gerir enga tilraun til rökstuðnings en hér með er óskað eftir honum. Jórunn segir að Strætó bs. sé að vinna sér traust og fastan sess í hugum íbúa höfuðborgarsvæðisins og hún mælir með því að fólk nýti sér netið til kaupa á farmiðum eða strætókorti og láti senda sér kortin heim. Jórunn segir að „sumarið sé kjörinn tími til að prófa þetta“. Formaður Strætó bs. hefði kannski átt að velja sér heppilegri tíma til að benda á því staðreyndin er sú að yfir undirritaðan rignir kvörtunum vegna niðurskurðar vegna sumaráætlunar Strætó bs. Dæmi um þetta er til að mynda „þjónusta“ við starfsmann á Land- spítala sem býr í Breiðholti og á að hefja vinnu kl. 08.00. Í maí síðast- liðnum gat hann tekið leið 3 og gengið út úr strætó um 07:50 við vinnustað sinn, en eftir að sum- aráætlun er gengin í gildi þarf starfsmaðurinn að fara mun fyrr af stað frá heimili sínu og er mættur skv. áætlun strætó kl. 07:31. Fulltrúi VG í hverfisráði Laug- ardals hefur bent á það að í hverf- inu býr hátt hlutfall eldri borgara sem nýtir strætó innan hverfis (m.a. til að heimsækja heilsugæslustöð og sækja vörur í verslanir) en breyting leiðakerfisins gerir þetta í mörgum tilvikum illmögulegt. Dæmin eru fleiri og hvet ég notendur strætó til að koma þeim á framfæri í fjöl- miðlum. Staðreyndin er nefnilega sú að þjón- usta Strætó hefur versnað með árunum og á því eru sjálfsagt margar skýringar. Ein ástæðan er sú að sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu ganga ekki í takt hvað þetta mál varðar þó svo að samhljómur sé meiri eftir að hægri- menn tóku við í borg- inni. Þannig voru átök innan byggðasamlagsins um eflingu al- menningssamgangna í tíð R-listans. Fjárhagsáætlun 2005 var til að mynda aðeins samþykkt með at- kvæðum fulltrúa Reykjavík- urborgar og Hafnarfjarðar þar sem fulltrúar hinna sveitarfélaganna vildu ekki setja meira fjármagn í rekstur Strætó bs. á því fjárhagsári. Vinstri græn í Reykjavík hafa frá því í sveitarstjórnarkosningum 2006 lagt til að byggðasamlagið um Strætó verði leyst upp eða a.m.k. að veigamiklum þáttum í skipulagi þess verði breytt. Ástæðan er sú að samstarf sveitarfélaganna hefur ekki skilað þeirri eflingu almenn- ingssamgangna sem til var ætlast og því ætti reksturinn að vera í höndum hvers sveitarfélags fyrir sig, þó að um sameiginlegt leiða- kerfi verði að ræða. Reykjavíkurborg á um 65% hlut í Strætó bs. og ber í því ljósi ábyrgð á jafn stóru hlutfalli af öllum kostn- aði við rekstur byggðasamlagsins. Það var hins vegar svo um hnútana búið við stofnun samlagsins að því verður ekki slitið nema tveir þriðju hlutar fulltrúa sveitarfélaga sam- þykki það en borgin á aðeins einn fulltrúa af sjö í stjórn Strætó bs. Einhliða úrsögn þýddi það að borg- in fengi hlutinn sinn greiddan út á 20 árum. Í grein sinni nefnir Jórunn það að verið sé að vinna að stefnumótun Strætó bs. og er henni nú lokið af hálfu byggðasamlagsins og lítill metnaður þar. Að þessari vinnu hef- ur minnihlutinn í Reykjavík ekki komið en þar er að finna fimm ára áætlun um reksturinn. Borgarstjórn á eftir að taka afstöðu til stefnunnar og af því tilefni bókuðu borg- arfulltrúar VG á síðasta borg- arstjórnarfundi eftirfarandi: „Áherslur Vinstri grænna voru sendar fulltrúa borgarinnar í stjórn Strætó bs. og nú þegar til stendur að senda stefnumótunina til sveitar- félaganna til umsagnar og af- greiðslu munu Vinstri græn fylgja þeim fast eftir. Markmið Vinstri grænna eru að: Haldið verði íbúaþing um málefni Strætó bs. áður en stefnumótun er kláruð. Það verði fullreynt að ekki takist að slíta byggðasamlaginu án þess að skaða borgina verulega. Samkomulag verði gert um afmark- að grunnet stofnleiða á milli sveitar- félaganna en staðbundnar leiðir verði á ábyrgð viðkomandi sveitar- félags sem verði heimilt að auka og bæta þjónustuna innan marka sveit- arfélagsins á eigin kostnað og engin skilyrði verði sett sem aftri því. Ásættanlegt þjónustumarkmið sé í samkomulaginu og trygging að það haldi. Minnihlutinn í Reykjavík fái aðkomu að stjórn Strætó bs. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fari með innri endurskoðun Strætó bs. á grundvelli verksamnings sem þegar hefur verið lagður fram í borgarráði. Engar gjaldskrárhækk- anir í eitt ár. Felli ríkið niður gjöld eða veiti fjármagn til almennings- samgangna verði sveitarfélögunum, hverju fyrir sig, heimilt að nýta það fjármagn sem fengist vegna þeirrar ákvörðunar, til aukinnar og bættrar þjónustu. Náist þessi markmið mun stefnu- mótunin án efa nýtast í þágu fyr- irtækisins og allra íbúa höfuðborg- arsvæðisins.“ Sumarið í strætó Eftir Þorleif Gunnlaugsson » Samstarfið hefur ekki skilað þeirri eflingu almenningssamgangna sem til var ætlast og því ætti reksturinn að vera í höndum hvers sveitarfélags. Þorleifur Gunnlaugsson Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. SÍÐAN hvenær byrjuðu íslensk stjórnvöld að leggja niður ríkisstofnanir með fréttatilkynn- ingum? Á upphafsárum gsm-síma og SMS- skilaboða fór fljótlega að bera á því að ung- lingar segðu upp kærustum með SMS- skilaboðum. Svo mik- ið bar á þessu, að um það var fjallað í fjölmiðlum. Þótti þessi að- ferð til að losa sig við unnusta og unnustur ekki stórmannleg né bera vott um þekkingu á manna- siðum eða þroska. Fimmtudaginn 18. júní sl. fékk Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, nokkurs- konar „SMS“-skilaboð frá utanrík- isráðuneytinu um að til stæði að leggja stofnunina niður. Þegar leitað er skýringar í fréttatilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins, sést að: „… ætlunin er að leggja stofn- unina niður í núverandi mynd, án þess þó að niðurskurður bitni á varnar- og öryggisskuldbindingum Íslendinga“. Nú veit ég ekki hvort þau SMS- skilaboð sem fóru á milli unglinga og urðu umfjöllunarefni fjölmiðla á árum áður, höfðu að geyma jafn mótsagn- arkennd skilaboð og þessi, en mér virðist sem vanþekkingin að baki þeim sé síst minni en hjá óþrosk- uðum unglingum. Varnarmálastofnun, yngsta stofnun lýð- veldisins rúmlega árs gömul, var stofnuð í kjölfar brottfarar bandaríska hersins og í framhaldi af áskorun Atlantshafsbandalags- ins um áframhaldandi þátttöku okkar Íslendinga í sameiginlegum vörnum. Það er ætlast til þess, að Íslendingar séu ekki eingöngu þiggjendur í samstarfinu, heldur og þátttakendur. Ef ætlunin, sem virðist koma fram í tilkynningunni, er að leggja niður loftrýmiseftirlit og samstarf í öryggismálum Atlantshafs- bandalags ríkjanna, er í raun ver- ið að leggja inn úrsögn okkar Ís- lendinga úr Atlantshafsbandalaginu. Það virð- ist vera mjög algengur misskiln- ingur hjá flestum stjórnmála- mönnum og reyndar fleirum, að íslenska ríkið hefði óskoruð yf- irráð yfir mannvirkjum og búnaði Atlantshafsbandalagsins, stæðum við utan þess. Eignir Atlantshafs- bandalagsins hér á landi eru í dag metnar á u.þ.b. 1 milljarð evra. Ef Íslendingar hættu samstarfi við, eða segðu sig úr bandalaginu, yrði að sjálfsögðu allur færanlegur búnaður eins og t.d. ratsjárkerfið o.fl., fluttur þangað sem þörf er fyrir hann við eftirlitsverkefni Atl- antshafsbandalagsins, en fyrir mannvirkin þyrfti íslenska ríkið að greiða, vegna þess að þau eru ekki „fé án hirðis“. Óskýrt og loðið innihald frétta- tilkynningar utanríkisráðuneyt- isins, skilur tæplega 50 starfs- menn Varnarmálastofnunar Íslands eftir í fullkominni óvissu um framtíð sína og starfsöryggi. Ég skora á utanríkisráðherra að sýna starfsmönnum þann mann- dóm, tillitssemi og virðingu, að upplýsa þá strax um stefnu og áform stjórnvalda varðandi rekst- ur íslenska loftvarnarkerfisins og starfsöryggi. Eru ríkisstofnanir lagðar nið- ur með fréttatilkynningum? Eftir Steingrím B. Gunnarsson » Fimmtudaginn 18. júní sl. gaf utan- ríkisráðuneytið út fréttatilkynningu um að til stæði að leggja niður Varnarmálastofn- un Íslands. Steingrímur B. Gunnarsson Höfundur er starfsmaður Varn- armálastofnunar Íslands. AÐ UND- ANFÖRNU hefur mikið verið rætt um inntökuskilyrði og há- ar einkunnir sem kraf- ist er hjá framhalds- skólum landsins. Ég tel að allir hafi reynt það á eigin skinni að vera misjafnlega í stakk búnir til að tak- ast á við verkefni hvers dags sem okkur er gefinn. Við getum verið illa sofin, þreytt, haft áhyggjur, jafnvel lasin eða þá vakn- að hress og full af orku og sam- kvæmt því farnast okkur verkin. Slík verk geta þó stundum haft meiri þýðingu en flest annað sem við tökum okkur fyrir hendur, eins og það að þreyta erfið próf sem munu fylgja okkur inn í framtíðina. Af eigin reynslu og annarra tel ég að fólk geti af þessum sökum liðið miklar kvalir vegna prófkvíða sem kemur í veg fyrir að þekking við- komandi komist til skila. Hvert er þá hið raunverulega gagn af því að taka slíkt hefðbundið próf, annað en það að prófa það hversu miklu and- legu álagi nemandinn getur risið undir? Í aðalnámsskrá grunnskóla stend- ur eitthvað í þá veru að skólum og kennurum beri að stuðla að velferð og vellíðan nemenda og að allir fái að njóta sín sem einstaklingar. Þótt þetta sé afskaplega almennt orðað fæ ég ekki séð með nokkru móti að prófpyntingar geti stuðlað að vel- ferð nemenda. Auðvitað þarf ein- hvern námsmælikvarða þótt ekki þurfi hann að vera í formi hefðbund- inna prófa og nú þegar er það gert í nokkrum skólum. Símat á hæfni þeirra yfir námstímann ætti þannig ekki vera flókið fyrirbæri og hlýtur að gefa miklu sannari mynd af því hvar hver og einn nemandi er raun- verulega staddur, eða hvort honum hæfi ef til vill annars konar nám. Samt er það ótrúlega ríkt í skóla- kerfinu að steypa alla einstaklinga í sama farið og virðist sem fátt eitt hafi þar breyst að heitið geti síðan um miðbik síðustu aldar. Hvað á það annars að þýða að njörva hin hefðbundnu „fög“ niður í kassalaga uppsetningu? Af hverju má ekki láta þessi fög „flæða“ svolít- ið saman, eins og raunar margar heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar með og gefist vel? Nei, enn skal námsefninu troðið með ferkant- aðri hugmyndafræði í nemendurna og þeir síðan píndir til páfagauks- lærdóms fyrir lokapróf grunnskóla til að þeir komist inn í „elítu- skólana“. Ef fram fer sem horfir munu innan tíðar margir okkar ágætu framhaldsskólar óvart safna að sér einsleitum „gáfumannahópi“ þar sem allir einstaklingarnir verða gæddir sömu eiginleikunum, eig- inleikunum til að taka próf. Er þetta ekki líka grófleg vanvirðing við þá framhaldsskóla sem ekki setja slíkar einkunnakröfur og skila af sér síst verri nemendum? Þetta góða fólk er að sjálfsögðu í sínum rétti til að fá að njóta hæfileika sinna eins og öllum ber. Þeir nemendur sem ekki kom- ast inn í slíka skóla, eiga þó á hinn bóginn sama rétt til að njóta sinna eiginleika, að finna sinn farveg. Þarna geta verið á ferðinni einstaklingar sem hafa ýmsa þá kosti til að bera sem ekki er hægt að taka próf í né eru mælanlegir með hefðbundnum próf- mælikvörðum. Hefur annars nokkru sinni verið tekið próf í hæfni í mannlegum sam- skiptum? Einlægni? Hreinskiptni? Ósíng- irni? Hjálpsemi? Glað- lyndi? Mannkærleika? Jákvæðni? Hrokagikkurinn getur hins vegar fengið 9,5 í aðaleinkunn, verið „afburðanemandi“ allt til dokt- orsprófsins, fengið margvísleg verð- laun og viðurkenningar en verið full- komlega ófær til einföldustu verka og afleitur í öllum mannlegum sam- skiptum. Slíkt var kallað mennt- unarskortur í minni sveit. Þegar svo er komið að jafnvel þeir nemendur sem fá háar einkunnir brotna niður og þurfa á áfallahjálp að halda þegar þeir komast ekki inn í viðkomandi skóla þá sér hver heilvita maður að hér er eitthvað meira en lítið alvar- legt á seyði. Eða var ekki ætlunin með náminu að byggja einstakling- inn upp, láta hann finna til sjálfs- trausts, gera hann að hamingju- samri manneskju? Ég vona að þeir framhaldsskólar sem velja nemendur eftir prófgetu beri gæfu til að breyta slíku nú þeg- ar. Er ekki kominn tími til að hleypa inn ferskum vindum og nýrri hugs- un hvað varðar uppbyggingu og mat á menntun á okkar góða landi? Vilj- um við ekki stuðla að því að hér lifi og starfi hamingjusamir ein- staklingar við störf sem hæfa getu og áhuga hvers og eins? Er ekki kominn tími til að við leggjumst öll á eitt til að finna hæfileika hvers ein- asta barns svo það fái notið sín og verði fullgildur þjóðfélagsþegn? Þurfum við ekki líka að kenna því að njóta þess ferðalags sem lífið er hér og nú? Markmiðið ætti að vera tóm fangelsi og atvinnulausar lögreglur. Útópía? Jú, kannski, en ættum við ekki að láta af græðgi og eiginhags- munum, vinna saman og taka svolít- ið utan um hvert annað? Börnin og unglingarnir okkar þurfa þess öðr- um fremur í dag. Þann mannauð og hæfni sem býr í hverju einasta ný- fæddu barni ber okkur öllum skylda til að rækta og finna réttan farveg fyrir. Við erum öll nákvæmlega jafn mikilvæg og jafn merkileg og við getum ekki verið án hvert annars. Við búum yfir mismunandi blæ- brigðum og lit og tónum en það er pláss fyrir okkur öll, við þurfum bara hjálp til að finna okkur réttan stað þar sem við fáum notið sólar og dafnað, svo aldrei þurfi að rífa okkur upp eins og illgresi. Einkunnir og próf Eftir Gróu Finnsdóttur Gróa Finnsdóttir » Var það ekki ætlunin með náminu að byggja einstaklinginn upp, láta hann finna til sjálfstrausts, gera hann að hamingjusamri manneskju? Höfundur er bókasafnsfræðingur og móðir þriggja hálffullorðinna barna., ,ímorgungjöf?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.