Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 ✝ María Ásgríms-dóttir var fædd að Hálsi í Öxnadal 14. júní 1925 og lést af slysförum 9. júní 2009. Foreldrar henn- ar voru Sigurrós Kristinsdóttir, f. 22.1. 1901, d. 4.8. 2002, og Ásgrímur Hall- dórsson, f. 21.11. 1903, d. 8.1. 1980. Systkini Maríu voru Jónina, f. 7.2. 1929, Sigríður, f. 30.1. 1931, Svana, f. 12.12. 1932, Hulda, f. 31.5. 1934, d. 22.4. 2004, og Sigurður Kristinn, f. 15.3. 1939. María kvæntist 9.9. 1950 Baldvini Ólafssyni frá Kljáströnd í Höfða- hverfi. Börn Maríu og Baldvins eru: 1) Ólafur Haukur, f. 2.12. 1950 maki: Sigrún Jónsdóttir, f. 1953. Börn: a) Sólrún María, f. 1979, b) Hafdís, f. 1983, í sambúð með Gunn- ari Erni Sigfússyni, f. 1983. c) Dagný, f. 1986. 2) Elsa, f. 25.6. 1954, maki Jón Arnar Pálmason, f. 1950. Börn: a) Bald- vin Már, f. 1976, faðir hans er Hermann Haraldsson, maki: Margrét Ásta Ívars- dóttir, f. 1982. b) Rún- ar Þór, f. 1980, c) Jón Atli, f. 1991. 3) Hilm- ar, f. 12.2. 1958, maki: Emilía Jarþrúður Einarsdóttir, f. 1960, börn: a) Hallfríður, f. 1978, móðir hennar er Steinunn Bene- diktsdóttir, maki: Óli Þór Péturson, f. 1976. b) Halla Björk, f. 1980. c) Magnús Birkir, f. 1989. Barnabarnabörn Maríu eru 5. María ólst upp í Öxnadalnum en lifði og starfaði á Akureyri frá því hún var um tvítugt. Þau Baldvin byggðu sér íbúð á Reynivöllum 8 árið 1951 og þar bjó María er hún lést. Lengst af starfaði María hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. Útför Maríu hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Nú hefur María, tengdamóðir mín, kvatt í hinsta sinn. Það eru rúm 30 ár síðan við kynntumst fyrst og þegar ég rifja upp okkar fyrstu kynni finn ég hvað þau voru einkennandi fyrir Maríu. Ég hitti þarna konu sem var hnarreist og létt í spori, og heilsaði mér sem tengdadóttur af látleysi eins og ekkert væri sjálfsagðara, hefur trúlega treyst syninum til að hafa vit á því sem hann var að gera. En það tók okkur báðar langan tíma að kynn- ast náið, hún var ekki að ausa út sín- um hugsunum eða tilfinningum. Þær komu fram smátt og smátt. María ólst upp með fjölskyldu sinni á Hálsi í Öxnadal en foreldrar hennar höfðu þá keypt jörðina og byggðu þar upp allar byggingar og ræktuðu tún. María lærði því snemma að taka til hendinni, vann m.a. við vegavinnu en 16 ára gömul flutti hún að heiman til annarra starfa, fyrst við hótelið í Bakkaseli, innst í Öxnadal. Eftir að þau Baldvin stofnuðu sitt heimili á Reynivöllum 8 sinnti hún því vel, af metnaði og krafti. Ekki síður afkast- aði hún miklu árin sem hún vann hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. Þar dró hún ekki af sér við færibandið. Það var gott að eiga Maríu að, hún var mikil fjölskyldukona og hugsaði vel um sína. Hún var beinskeytt og ákveðin og vissi alltaf hvað hún vildi. Að hennar mati var vinnusemi hin mesta dygð. Barnabörnum sínum reyndist hún eins vel og hægt var að hugsa sér, kvatti þau áfram til allra góðra verka, sérstaklega til náms. Hún gladdist yfir velgengni þeirra og studdi þau í sínu námi því það taldi hún forsendur fyrir góðri vinnu síðar. María var mjög regluföst og hélt í heiðri hin gömlu gildi. Það var gott að koma inn á heimili þeirra hjóna, þar ríkti, að manni fannst, óhagganleg ró og yfirvegun. Þaðan lifa eftir margar og dýrmætar minningar og ekki eru fáar minningarnar frá Kljáströnd og samveru fjölskyldunnar þar. Segja má að með því að taka saman við Baldvin á sínum tíma hafi María einnig gengið að stórum og fyrirferð- armiklum fjölskylduhóp frá Kljá- strönd og hún var alltaf fram á síð- asta dag tilbúin að fylgja Baldvini á þann sælureit. María lagði fyllilega sitt af mörk- um til þjóðfélagsins með dugnaði og fór vel með hverja krónu. Þetta var kona sem bað aldrei um neitt fyrir sjálfa sig en var alltaf tilbúin til að gera allt fyrir sitt fólk. Hún var snör og fljót að hjálpa til þar sem hún gat. Því álítum við að á ögurstundu hafi hún ætlað að grípa inn í atburðarás sem hún því miður réð ekki við því þótt hugurinn hafi verið sterkur og skýr var líkaminn orðinn viðkvæmur og þreyttur. Því fór sem fór og það er sárt til þess að hugsa. Við kveðjum einstaka og sterka konu sem lifði hljótt en skilur mikið eftir sig. Hennar er sárt saknað. Sigrún. Hún amma mín, María Ásgríms- dóttir, var einstök kona. Hún var allt sitt líf með eindæmum dugleg. Hún var kona athafna, hún sýndi stuðning sinn og kærleik í verki en var ekki gefin fyrir mörg orð, sérstaklega ekki hjal um tilfinngar. Hún vildi allt fyrir okkur afkomendur sína gera en ekk- ert þiggja í staðinn. Það var alltaf áskorun að reyna að finna handa henni gjafir sem hún myndi ekki gefa til baka. Hún var alltaf tilbúin að þjónusta okkur barnabörnin en virt- ist sjaldan þurfa aðstoð sjálf. Hún lagði á minnið kenjar barnabarnanna svo að hún gæti boðið upp á ísteg- undir að allra skapi eða rétt Coka cola fyrir hvern og einn. Hún amma hafði miklar mætur á fólki sem leggur hart að sér og tekst að koma sér vel fyrir í lífinu. Henni fannst mikilvægt að við barnabörnin menntuðum okkur vel og studdi okk- ur vel í því. Að vanda ekki með orðum heldur athöfnum, án þess að eiga um það nokkur orð eða vænta þakklætis, átti hún það til að koma til mín ein- hverju lítilræði meðan á háskólanámi mínu stóð. Á tímabili var stuðning- urinn frá ömmu svo reglulegar að það var engu líkara en að ég starfaði við þrif á heimili hennar (slíka hjálpsemi verð ég að viðurkenna að ég sýndi aldrei, amma hefði ekki tekið slíkt í mál). Amma stóð líka fyrir því að okk- ur barnabörnin skorti ekki búsáhöld þegar við fluttum að heiman til náms eða annarra starfa. Hún hugsaði fyrir hinum ýmsustu smáatriðum til að vera viss um að við gætum séð vel um okkur. Amma var held ég ein af dugleg- ustu manneskjum sem ég hef þekkt. Hún vann af dugnaði allt sitt líf og vann lengi vel fyrir Útgerðarfélag Akureyrar. Síðar þegar ég og frænd- systkini mín fengum sumarvinnu hjá ÚA var hún harla ánægð með það. Ég hélt lengi vel að amma hefði haft hið mesta yndi af frystihúsinu, en ég sé það nú að líklega studdi hún svo vel við okkur í náminu til þess að við þyrftum ekki að strita við línuna allt okkar líf. Amma var alltaf stolt af okkur barnabörnunum. Hún trúði á okkur og fannst við efni í forstjóra eða fræg- ar fyrirsætur, allt eftir því hvað hvert og eitt okkar vildi. Þegar ég fékk fína vinnu í útlöndum var engum betra að segja frá því en ömmu. Það var alltaf gott að segja henni frá því þegar ég stóð mig vel en eftir á að hyggja hefði ég kannski oftar átt að tala um hana og hversu frábær hún var frekar en að baða mig bara í velþóknun hennar. Nú hef ég stært mig við hana ömmu í síðasta sinn en ég hugga mig við það að amma þurfti í það minnsta ekki að liggja á sjúkrabeði áður en hún kvaddi. Það var ekki ömmu stíll að láta þjóna sér og hjúkra. Ég náði ekki að segja henni frá síðustu afrek- um mínum en hlýnar um hjartaræt- urnar af að hugsa um hversu stolt hún hefði verið. Ég ylja mér líka við að hugsa um það, hversu stolt ég er af henni. Sólrún María. Elsku amma, vitur maður sagði eitt sinn: það skiptir ei máli hvernig maður deyr, heldur hvernig maður lifir. Sviplegt fráfall þitt var okkur öllum mikið reiðarslag, þú hafðir ver- ið stór þáttur í okkar lífi og við elsk- uðum þig af öllu okkar hjarta. Þrátt fyrir þann mikla söknuð og tómleika sem fylgir því að missa ástvin er okk- ur fyrst og fremst þakklæti í huga, þakklæti fyrir þau forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þínu lífi, þakk- læti fyrir allar þær góðu minningar sem þú skildir eftir þig, þakklæti fyr- ir allar þær dýrmætu stundir sem við áttum saman og þakklæti fyrir þau gildi er þú kenndir okkur. Að lokum erum við þakklátir fyrir María Ásgrímsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ SOFFÍA S. BRIEM, Hraunvangi 7, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 22. júní. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 29. júní kl. 13.00. Börnin. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR, Vesturbergi 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 20. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 30. júní kl. 13.00. Málfríður Helga Jónsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Jón Helgi Bragason, Margrét Jónsdóttir, Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Freyr Bragason, Halldóra Brynjarsdóttir, Ingi Rafn Ólafsson, Nathalía D. Halldórsdóttir, Sigurjón Ólafsson, Sigurveig Þórhallsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Efri-Vindheimum, síðast til heimilis Ránargötu 10, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 20. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarhlíðar og Birkihlíðar fyrir góða umönnun, hlýhug og virðingu. Steinunn Einarsdóttir, Valberg Kristjánsson, Einar Haukur Einarsson, Mekkín Kjartansdóttir, Þórey Einarsdóttir, Guðjón Rúnar Guðjónsson, barnabörn, fósturbarnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, sonur og afi, EYÞÓR ARNÓRSSON, Hlíðarbæ 14, Hvalfjarðarsveit, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 23. júní. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ fimmtudaginn 2. júlí kl. 14.00. Hugrún Fanney Vilhjálmsdóttir, Sigurbjörg Eyþórsdóttir, Fannar Þór Eyþórsson, Elín Guðrún Tómasdóttir, Eva Lind Eyþórsdóttir, Arnór Eyþórsson, Hafdís Björk Albertsdóttir, Heiðar Logi Sigtryggsson, Guðbjörg Ösp Einarsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og afabörn.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.