Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 35

Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 35
Andrési og Deboru, Óla og Völku og börnum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Við erum hjá ykkur í huganum, Páll og Hanna. Móðursystir mín Sigrún Strauml- and var mér sem önnur móðir. Alltaf hlakkaði ég til þess að heimsækja frænku mína. Þegar ég var barn var eftirvæntingin mikil þegar ég vissi að ég fengi að gista hjá Sigrúnu og dóttur hennar Sillu. Og aldrei brást það; dvölin hjá þeim frænkum var ávallt ævintýri líkust. Heima hjá Sig- rúnu var andrúmsloftið alltaf fullt af gleði, kærleika og leik. Þessar heim- sóknir mörkuðu djúp spor í barnssál- ina. Þegar ég var nýútskrifaður hjúkr- unarfræðingur var dýrmætt að fá að sækja í reynslubrunn Sigrúnar sem átti yfir sextíu ára starfsaldur sem hjúkrunarfræðingur. Hún var metn- aðarfull fyrir sína stétt og hafði ákveðnar skoðanir um starfið. Hún brýndi fyrir mér mikilvægi samúðar og mannlegra samskipta og hvatti mig til þess að taka þátt í félagsstarfi stéttarinnar. Allan starfsaldur minn hefur ráðgjöf hennar og hvatning verið mér ómetanleg. Sigrún Straumland þekkti lífið. Framar öðru einkenndi gleði og húmor nærveru hennar, en Sigrún þekkti líka sorg og söknuð. Alltaf gat ég leitað til hennar þegar erfiðleika bar að garði. Kannski var hún sjálf besta sönnun þess að alla erfiðleika er hægt að yfirstíga. „Vertu sterk, Sigrún mín. Þú getur þetta,“ sagði hún við mig og á hennar orð gat ég treyst. Vinátta frænku minnar Sigrúnar var vöggugjöf sem ég hefur fylgt mér alla mína ævi. Þær systur hlúðu alla tíð að fjölskyldunni og samband þeirra var sterkt og fallegt. Fyrir okkur afkomendur þeirra er þessi arfleifð dýrmæt gjöf og í dag er þakklæti mér efst í huga. Nú þegar ég kveð þig, elsku frænka, þá finn ég að minningin um þig verður ekki síð- ur hvatning til að gera betur en orð þín og ráðgjöf. Innilegar samúðarkveðjur til Sillu, Andrésar, Óla og fjölskyldna þeirra. Sigrún Gerða Gísladóttir Elsku Unna, þá er þinn tími á enda runninn. Ég veit að þér fannst nóg komið en ég fékk aldrei nóg af þér. Mínar fyrstu minningar um þig eru frá Sigló, heimsóknir til þín í litlu íbúðina á Sjúkrahúsinu og þið amma að stríða okkur krökkunum eða spila við okkur. Fyrir sunnan bjóstu síðan í Sólheimum, þar sem sást yfir borg og bý. Oft fór ég fýluferð til þín, þeg- ar ég kom of snemma. Þú fórst nefni- lega yfirleitt aldrei á fætur fyrr en eftir hádegi enda vannstu lengi á næturvöktum og vön því róli. Ein- hverja páskana sem við systkinin vorum fyrir sunnan færðir þú okkur páskaegg sem höfðu aðeins bráðnað, þú hafðir gleymt þeim í sólinni. Eins og aðrir af þinni kynslóð vildir þú alltaf hafa eeitthvað fyrir manni, en við komum bara til að hitta þig og ræða við þig um þjóðmálin. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir og varst svarin andstæðingur Kárahnjúka- virkjunar og mér hefði ekki brugðið þó þú hefðir verið fremst í flokki í búsáhaldabyltingunni. En síðustu mánuðina hafði aðeins dregið úr krafti þínum. Þú lifðir ótrúlegar breytingar, frá því að fara fótgang- andi og á hestum í að fljúga um víða veröld. Hátt á tíræðisaldri varstu enn á ferðinni í Dublin hjá Andrési og Deb. Í 100 ára afmælinu þínu í febrúar sastu eins og drottning í hásæti sínu og lýðurinn hillti þig andaktugur, seinna sagðirðu mér að þú hefðir ekki getað annað því þú hefðir varla fengið vott eða þurt allan daginn. Þú sagðist vera orðin gervi, með heyrnartæki, gerviaugasteina og hitt og þetta. En hjá okkur varstu alltaf aðal. Ég kveð þig með miklum sökn- uði en er jafnframt þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu svona lengi. Sendi Sillu Gunnu, Andrési, Óla og fjölskyldum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Katrín Guðrún Pálsdóttir. Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Skúli Skúlason ✝ Skúli Skúlasonfæddist á Akra- nesi 15. september 1954. Hann andaðist á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness laugardaginn 13. júní sl. Útför Skúla fór fram frá Akra- neskirkju 19. júní sl. ✝ Þökkum alúð og hlý orð við fráfall eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, FRANCH MICHELSEN úrsmíðameistara. Sérstakar þakkir færum við Skátahreyfingunni á Íslandi og starfsfólki Eirar, Hlíðarhúsum. Guðný Jónsdóttir, Ásthildur Michelsen, Lúðvíg Helgason, Guðrún R. Michelsen, Ulf Löndahl, Lilja D. Michelsen, Sigurður Þorsteinsson, Frank Ú. Michelsen, Inga S. Magnúsdóttir, Hlynur J. Michelsen, Valentina H. Michelsen, Anna B. Michelsen, Marcel Furer, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur ómetan- lega vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR HAFSTEINS BENJAMÍNSSONAR, Rjúpnasölum 10, Kópavogi. Erla Jóna Sigurðardóttir, Árni Þór Sigurðsson, Freygerður Anna Ólafsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Pálína Margrét Hafsteinsdóttir, Eva Rún Árnadóttir, Sigþór Óli Árnason, Arnar Freyr Árnason, drengur Guðmundsson. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, bróður og afa, SVEINS G. SCHEVING vélstjóra. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut, deild 14 G fyrir einstaka umönnun og virðingu. Kristín Einarsdóttir, Ómar Þór Scheving, Eva Hlín Thorarensen, Birgir Scheving, Paz Alvarez Beneyto, Daníel Scheving, Inga Jasonardóttir, Reynir Scheving, Kristín Helgadóttir, Aðalheiður Steina Scheving og barnabörn. ✝ Hugheilar kveðjur og þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRIS DAVÍÐSSONAR, Hvassaleiti 58, áður Akurgerði 18, Reykjavík, sem lést mánudaginn 18. maí. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fríðuhúss og Austurbæjar, Skógarbæ. Elísa Jóna Jónsdóttir, Elísabet Bjarklind Þórisdóttir, Þórdís Þórisdóttir, Linda Sjöfn Þórisdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, Páll Hinrik Þórisson, Stefanía Bjarnarson og barnabörn. ✝ Ég vil þakka alla auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts sonar míns, ÁRNA ÓSKARSSONAR, frá Meiðavöllum, Kelduhverfi, sem andaðist þriðjudaginn 2. júní. Einnig vil ég af öllu hjarta þakka starfsfólki lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun og umhyggju í garð sonar míns þann tíma sem hann dvaldi hjá þeim. Guðrún Árnadóttir, Meiðavöllum. Elsku afi, takk fyrir að geta alltaf verið með mér. Takk fyrir að vera alltaf svona góður við mig. Þú varst alltaf svo örlátur, gafst mér fullt af gjöfum þeg- ar þú komst frá útlandinu. Ég þori ekki einu sinni að segja mömmu frá öllum nammipeningunum sem þú gafst mér. En þetta var nú það minnsta. Við tvö og amma höfum átt góðar stundir saman sem eru mér svo dýr- mætar og ég mun alltaf eiga í minn- ingunni. Þú vast alltaf tilbúinn að skutla mér og sækja mig. Þegar þú áttir heima í Helluland- inu varstu alltaf að bóna bílinn og stússa í garðinum, gera þetta fyrir ömmu og hitt fyrir mig. Það er sko ekki hægt að eiga betri afa. Þú ert besti afi í heiminum. Kossar og knús. Þórhalla. Í fyrrasumar þegar Björn móður- bróðir minn hélt upp á áttræðisaf- mælið sitt með glæsibrag í Hvera- gerði hvarflaði ekki að neinum sem þar voru að þetta yrði síðasta afmælið hans. Hann bar aldurinn einstaklega vel og munaði ekkert um að dansa við allar konurnar í afmælinu. Björn naut lífsins og aldurinn hafði engin truflandi áhrif á það. Hann og Jóna konan hans stund- uðu ýmiskonar leikfimi og voru dug- leg að fara í göngutúra. Þau voru dugleg að ferðast um landið og utan- landsferðum þeirra fjölgaði í takt við árin. Þau létu sig ekki vanta á listahá- tíðir, menningarnætur eða aðra við- burði sem án efa hélt þeim svona ung- um í anda. Það má með sanni segja að Björn hafi lifað góðu og innihaldsríku lífi. Mamma hafði stundum á orði að Björn hefði orðið ofvirkur á efri ár- um. Móðir Björns og amma mín, hún Þórhalla, varð ekkja 47 ára gömul. Björn var þá á sextánda aldursári og hefur það án efa mótað hann, allt í einu var hann orðinn karlmaðurinn á heimilinu. Amma lést tveim dögum fyrir 96 ára afmælið sitt og var ávallt miðpunktur fjölskyldunnar. Sam- gangur var því töluverður milli systk- inanna Björns, Þuríðar og Ingibjarg- ar, sérstaklega þegar ég var yngri. Veislur á Hringbrautinni hjá ömmu, ferðalög innanlands og erlendis og oftar en ekki var amma með í för. Jólahald var með föstu sniði, að- fangadagskvöldi lauk alltaf með súkkulaði og kökum hjá Birni og Jónu í Hellulandinu. Ég var orðin fullorðin og komin með fjölskyldu þegar ég hætti að mæta í Hellulandið á aðfangadagskvöld, en innst inni saknaði ég þess að hitta ekki frænd- fólk mitt á þessari hátíðarstundu. Björn hugsaði vel um sitt fólk. Okkur systkinunum útvegaði hann sumar- vinnu á pósthúsinu og pabba vinnu þegar hann hætti sínu ævistarfi en var ekki alveg tilbúinn að setjast í helgan stein. Þegar mamma hætti að vinna fyrir 10 árum greindist hún með Parkin- sonsveiki. Björn ákvað að það myndi Björn Björnsson ✝ Björn Björnssonfæddist í Reykja- vík 7. ágúst 1928. Hann lést á líkn- ardeild Landspítala í Kópavogi 16. júní sl. og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 24. júní. gera henni gott að stunda sundleikfimi í Árbæjarlauginni með þeim hjónum. Hann kom og sótti hana á morgnana í nokkra mánuði eða þangað til pabbi ákvað að ganga í heitapottsklúbbinn í lauginni. Þetta var upphafið að enn nán- ara sambandi milli systkinanna og maka þeirra. Þarna í Árbæj- arlauginni myndaðist líka kjarni af góðum vinum sem hafa stutt hver annan og stytt hver öðrum stundir á ýmsan hátt bæði hér heima og erlendis. Ég veit að Björns er sárt saknað í þess- um hóp. Elsku Jóna, missir þinn er mikill og söknuðurinn sár. Að missa lífs- förunaut sinn til sextíu ára skilur eft- ir sig stórt skarð, sérstaklega þegar lífsförunautarnir eru svona samstiga. Ég veit að þú átt yndisleg börn og góða fjölskyldu, það kom svo vel í ljós þegar Björn veiktist af krabbamein- inu fyrir tæpum tveim mánuðum. Hann var umvafinn sínum nánustu allan tímann þar sem við vissum frá upphafi að baráttan var vonlaus. Ég og fjölskylda mín, mamma og pabbi sendum þér Jóna mín, Höllu, Bjössa, Sigga, Jóni Inga og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Björns frænda. Birna. Björn Björnsson, fyrrverandi póst- meistari, lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 16. júní sl. Vinur okkar, Sonur Sólarinnar, hefur kvatt. Engum hefði dottið í hug þegar við vorum í Guðrúnarskála um páskana að hann yrði næstur af okkur til að hverfa af vettvangi. Lífskraftur hans og hreysti var svo mikil, hann var ný- kominn erlendis frá og strax farinn að undirbúa næstu ferð sem hann ætlaði ásamt Jónu sinni að sigla á Dóná, en af því varð ekki. Hann varð að leggja einn af stað í þessa ferð sem hafði stuttan undirbúning en var mjög erfið. Björn og Jóna voru mjög samhent og samrýnd, höfðu sömu áhugamál og fylgdu þeim vel eftir. Við vorum svo lánsöm að eiga hlut í sumum þeirra og nutum þeirrar sam- veru. Ófáar voru ferðir okkar erlend- is en flestar í Guðrúnarskála sem oft voru ótrúlega skemmtilegar og eft- irminnilegar hjá okkur öllum. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með börnunum þeirra umvefja for- eldra sína ást og umhyggju á þessum erfiða tíma. Með sárum trega send- um við Jónu og fjölskyldu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Nú er skarð fyrir skildi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.). Blessuð sé minning Björns Björns- sonar. Guðrún og Ögmundur.  Fleiri minningargreinar um Björn Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.