Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 39

Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 39
Velvakandi 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Grettir ÉG ÆTTI AÐ ÞVO SVONA ER AÐ VERA PIPARSVEINN Kalvin & Hobbes MAMMA, MÁ ÉG FÁ ÞESSAR BUXUR? VÁ HVAÐ ÞÆR ERU DÝRAR. ÉG Á EKKI EINU SINNI SVONA DÝRAR BUXUR. SVO ÁTTU EFTIR AÐ VAXA UPP ÚR ÞEIM „STELPUR“ ÉG ÞARF AÐ GETA NÁÐ MÉR Í STELPUR, MAMMA HVAÐ HEFUR BARN AÐ GERA VIÐ SVONA DÝRA MERKJA- VÖRU? Kalvin & Hobbes GEFÐU MÉR PENING! ÉG MYNDI EKKI GEFA ÞÉR PENINGINN MINN ÞAÐ SEM MEIRA ER... ÉG Á ENGAN PENING JÚ, BÍDDU... HÉRNA ERU NOKKRAR KRÓNUR HANN ER MJÖG SANN- FÆRANDI MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ HVAÐ HANN HEFUR TAK- MARKAÐAN ORÐAFORÐA SLÆMT FYRIR ÞIG, KARLINN Kalvin & Hobbes ... SVO ÞEGAR MUMMI ÆTLAR AÐ HAFA AF MÉR MATARPENINGANA MÍNA ÞÁ STEKKURÐU Á HANN OG ÉTUR HANN ÉTA HANN? ÞAÐ GERI ÉG EKKI AF HVERJU EKKI, HOBBES? HANN INNIHELDUR OF MIKIÐ KÓLESTERÓL TYGGÐU HANN ÞÁ BARA OG SPÝTTU HONUM SVO ÚT ÉG ER MEÐ ÁÆTLUN. ÞÚ KEMUR MEÐ MÉR Í SKÓLANN Á MORGUN... Hrólfur hræðilegi ÉG HEF EKKI SEST Í RÓLU FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG VAR STRÁKUR! ÞEGAR ÉG VAR YNGRI GAT ÉG RÓLAÐ HÆRRA EN ALLIR HINIR ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÉG SÉ EKKI JAFN GÓÐUR Í ÞESSU OG ÉG VAR Gæsamamma og Grímur TALAÐU... TALAÐU... Ferdinand Þau fóru mikinn á hoppdýnu, fjörugu börnin sem ljósmyndari Morgun- blaðsins rakst á í Fjölskyldugarðinum í Laugardal á dögunum. Eins og sjá má voru þau bókstaflega hoppandi kát. Morgunblaðið/Eggert Skopp og hopp Fangaskip ÞAÐ kom yfir mig und- arleg tilfinning þegar fangelsismálastjórinn lýsti því yfir í fréttum að það væri einhvers konar viðbótardómur að láta dæmda menn taka út sérstakan bið- tíma sem viðbótardóm við refsingu. Gerir fangelsismálastjórinn sér grein fyrir pynting- arákvæðinu sem í orð- um hans felast? Má ætla að þetta sé mann- réttindabrot? Á biðtími refsingar að vera pynt- ingartími? Er þetta ekki sadismi? Þessi frétt kom á undarlegum tíma því ég í áhuga mínum á lausn á kostnaði við fangavist hafði samband við fangelsismálastjórann með spurningu um að nota fangaskip sem lausn á því plássleysi sem nú er uppi í þessum málaflokki. Fangels- ismálastjórinn svaraði erindinu á hefðbundinn hátt með skætingi um skort á lagaheimildum og öllum pakkanum því tengdum. Hann hafði allt á hornum sér við þennan mála- tilbúnað en upplýsti þó að kostnaður á refsifanga væri ca. 24.000 krónur á sólarhring. Fangar og fangabiðtími væri 160 einstaklingar á ársgrundvelli. Síðan kom messan um skort á fangelsum og fangarýmum með kröfu um meiri peninga til fangelsa frá skattgreið- endum. Ég spurði sjálfan mig hvort fangelsin væru fyrir fangana eða fangaverðina. Ég gerði mér það til gamans að kanna hvaða tegund af fangaskipi gæti hentað hér við land og hvaða skip gætu komið til greina við málatilbúnaðinn. Til leigu eða sölu var ísbrjótur frá Kanada með aðstöðu fyrir 54 menn, þar af 14 í áhöfn en aðstaða var fyrir 40 vís- indamenn. 40 fangar á dag í 365 daga gera ca 350 milljónir. Skipið var boð- ið til sölu fyrir ca 250 milljónir. Næst var að finna verkefni fyrir skipið í siglingu á milli Vestfjarða og Græn- lands með 800 tonn af vörum og verslunarvarningi frá Íslandi á 20 daga fresti. Tekjur af þessum rekstri eru óþekkt stærðargráða en þó verður góður arður af þessari við- skiptahugmynd. Ég ákvað að hrekkja fangelsismálastjórann í eitt skipti fyrir öll og lagði til við hann að ég eða aðrir færum í það að breyta skemmtiferðaskipi sem boðið var til sölu á ca 1.000 milljónir og gerð- um það að fangaskipi fyrir alla 160 fangana á ársgrundvelli, 160 fangar x 24.000x365 gera: 1.401.600.000. Ég er hér kominn með 400 milljónir í plús áður en ég nýti 500 herbergi í skemmtiferðaskipinu til annarra hluta. Á skipinu er spítalarými sem ég ætla að stækka og bæta við 4 skurð- stofum og lyfjaverslun. Hver sjúklingur á íslensku spít- alarými kostar skattgreiðendur 36.000 krónur á sólarhring. Ég ætla að sætta mig við fangataxta upp á 24.000 krónur á sólarhring og fengi á þann hátt 4.380.000 milljónir í auka- tekjur af spítalarekstri á þessu fangaskipi í þjónustu íslenska rík- isins. Þetta erindi sendi ég á sínum tíma til þáverandi félagsmálaráð- herra, frú Jóhönnu Sigurðardóttur, nú háttvirts forsætisráðherra. Er- indinu vísaði ráðherra þá í kot. Ég er að fá það á tilfinninguna að opinberir starfsmenn í þjónustu rík- isins séu veruleikafirrtir þegar kem- ur að því að reka þjónustukerfi ís- lenska ríkisins í krónum og aurum eða evrum og dollurum á kostnað skattgreiðenda. Vilja fangar á Ís- landi þjóna á fangaskipi? Guðbrandur Jónsson, versl- unarmaður, flugstjóri og skipstjóri. Enn af Sigmund ÉG hef svo sem áður kvartað vegna brotthvarfs Sigmunds af síðum Morgunblaðsins en án árangurs. Eldri borgari í Árborg kvartar yfir því sama í Velvakanda 26. júní. Ég er honum svo hjartanlega sammála og þeim sem sendu bréf um sama efni áður. Þær teikningar sem tóku við af teikningum Sigmunds hafa ekki einu sinni tærnar þar sem hans höfðu hælana og ég tel að Morgunblaðið hafi sett ofan vegna þessa. Áskrifandi og lesandi í 50 ár.         Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | 13-14 ára stúlkur koma í heimsókn 29. júní kl. 9.30 og sýna stuttan leikþátt og lesa upp ljóð. Boðið upp á kaffi á eftir. Eftirlaunadeild símamanna | Vegna forfalla geta nokkrir bæst við í sum- arferðina 21.-26. júlí til Austfjarða og Norðausturlands: Þórbergssetur á Hala, Papey, Kárahnjúkar, Raufarhöfn, Mel- rakkaslétta, Tjörnes, Hágöngulón á Sprengisandi o.fl. Hafið samband við Ragnhildi í síma. 551-1137 eða 898- 4437 eða Valgarð í síma 897-7550. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur í Stangarhyl 4, kl. 20-23.30, Borgartríó leikur fyrir dansi. Fundur með farþegum í ferðina Flateyjardal og Fjörður þriðjudaginn 30. júní kl. 16 í Stangarhyl. Sjá feb.is. Félagsstarf Gerðubergi | Ferðalag um Árnesþing verður 29. júní, m.a. Þing- völl, Grafning, Laugarvatn, Bisk- upstungur o.fl. Lagt af stað frá Gerðu- bergi kl. 13. Vegna sumarleyfa starfsfólks fellur starfsemi og þjónusta niður frá miðvikud. 1. júlí og hefst aftur miðvikud. 12. ágúst. Sími 575-7720. Hæðargarður 31 | Opið í sumar kl. 9- 16. Félagsvist, matur, kaffi, morg- unsamvera, bankaþjónusta, Stef- ánsganga, púttvöllurinn opinn o.fl. Boð- ið upp á námskeið fyrir atvinnulausa í skartgripagerð 29. til 3. júlí. S. 411- 2790. Fótaaðgerðir, s. 897-9801, s. hár- greiðslustofa 568-3139. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík | Örfá sæti laus í ferð á Snæfellsnes 17. - 18. júlí n.k. Skráning og upplýsingar á Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf. Sími 511-1515.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.