Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
SPARBÍÓ 550 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu
STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009
LANG VINSÆLASTA MYNDIN!
38.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU!
„ÉG HEF EKKI SKEMMT MÉR BETUR Í BÍÓ SÍÐAN
EINHVERN TÍMANN Á SÍÐUSTU ÖLD.“
„ÞÁ ER HANDRITIÐ MEINFYNDIÐ,
UPPFULLT AF GEGGJUÐUM UPPÁKOMUM.“
„FLEST LEGGST Á EITT AÐ HALDA MANNI Í NÁNAST
ÓSTÖÐVANDI HLÁTURSKASTI OG „GÓÐUM FÍLING“,
ALLT FRÁ UPPHAFSMÍNÚTUNUM...“
S.V. - MBL
SÝND MEÐÍSLENSKUTALI
FRÁBÆR
FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND M
EÐ
ÍSLENSK
U TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
/ AKUREYRI
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 Powersýn. kl.11 10
STÍGV. KÖTTURINN ísl. tal kl. 2 L
HANNAH MONTANA kl. 4 L
THE HANGOVER kl. 6 - 8 - 10 12
/ KEFLAVÍK
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 Powers. kl. 11 10
YEAR ONE kl. 5:50 - 8 7
ADVENTURELAND kl. 10:10 12
GULLBRÁ OG BIRNIRNIR 3 kl. 2 - 4 ísl. tal L
/ SELFOSSI
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 Pow. kl. 11 10
GULLBRÁ OG BIRNIRNIR 3 kl. 2 - 4 L
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:50 L
MANAGEMENT kl. 8 - 10:20 10
Eitt skemmtilegasta lagið á
nýrri plötu þeirra félaga, Ten
Makes a Face, er svo svellandi
föstudagsdiskó með falsettu og
tilheyrandi. Þvílíkt stuð!
Þó þeir séu enn heldur ungir
eru þeir félagar í Bodebrixen,
Aske Bode og Andreas Brixen,
komnir býsna langt í galsa-
poppi sínu, smá skammtur ef
djassi í bland við indípopp, bil-
leg tölvuhljóð og hömlulats fjör.
Þeir sendu frá sér fína plötu á
síðasta ári, samnefnda sveit-
inni.
Ekki má svo gleyma Mew,
sem er reyndar flutt til Lund-
úna og hefur baslast þar við að
koma sér áfram. Mew sendi frá
sér frábæra plötu, And The
Glass Handed Kites, fyrir fjór-
um árum og hefur greinileg
lent í einhverju basli því enn
bólar ekki á nýrri plötu. Sú er
þó í smíðum og hljómar vel, ef
marka má þau fimm lög sem
lekið hafa til blaðamanna, en
platan kemur út í ágúst og heit-
ir No More Stories...1.
arnim@mbl.is Oh No Ono Nútíma poppsýra.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Under byen Tilraunakennd og krefjandi með framúrskarandi
söngkonu, Henriette Sennenvaldt.
Choir of Young Believers Léttpoppuð nýbylgja.
Danir hafa átt fjölda skemmtilegra
hljómsveita í gegnum árin. Nokkur
dæmi þar um:
GASOLIN/KIM LARSEN – Þeirri
merku rokksveit Gasolin kynntust marg-
ir Íslendingar ytra á áttunda áratugnum
og síðan er Kim Larsen vel kynntur hér á
landi, ekki síst fyrir frábæra tónleika.
POVL DISSING minnir um margt á
Magnús Þór Jónsson, en gengur þó ekki
alveg eins langt í sérviskunni. Þeir eiga
þó sameiginlega óþjála söngrödd, frá-
bæra texta og áhuga á fornri þjóðlegri
músík, en Dissing er heldur poppaðri og
meiri vísnamaður.
BURNIN’ RED IVANHOE (sem gerði
meðal annars plötuna 6 elefants-
kovcikadeviser með Povl Dissing) er
með helstu rokksveitum Skandinavíu
fyrri tíma. Hljómsveitin var upp á sitt
besta undir lok sjöunda og í upphafi átt-
unda áratugarins (ef einhver á M144 má
hann gjarnan hafa samband). Höfuð-
paur hennar var sá snjalli tónlistar-
maður Karsten Vogel sem kom meðal
annars hingað með Secret Oyster sælla
minninga.
Aðrar sveitir sem margir þekkja:
SORT SOL,SHU-BI-DUA, sem naut mik-
illa vinsælda hér á landi á níunda ára-
tugnum, aðallega fyrir gríðarlega vinsæl
myndbönd sem hér voru sýnd í síbylju,
ALRUNE ROD, GNAGS og MALURT.
Danskar hljómsveitir
fyrri tíma