Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 47

Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 47
Menning 47FÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Bodrum – Tyrkland frá kr. 99.900 í 2 vikur Heimsferðir bjóða frábært sértil- boð til sumarleyfisperlunnar Bodrum í Tyrklandi 3. og 17. júní í 2 vikur. Í boði er frábært sértilboð á gistingu með hálfu fæði á Hotel Turihan ***, ein- staklega góðu og notalegu hóteli sem býður góðan aðbúnað og mjög góða staðsetningu. Bodrum bíður þín með einstakan menningararf, stórbrotna náttúrufeg- urð, töfra Eyjahafsins, frábæran mat og ótrúlega hagstætt verðlag! Sumarleyfisstaðurinn Bodrum í Tyrklandi er einn eftirsóttasti áfanga- staður Tyrklands. Bodrum er fallegur hafnarbær sem stendur á sam- nefndum skaga á Eyjahafsströnd Tyrklands. Bærinn skartar fallegum hvítum húsum sem eru víða skrýdd blómum og þröngum heillandi götum sem bera fortíðinni vitni. Hér er endalaust úrval veitingastaða, bara, kaffihúsa, verslana og mikið nætur- og skemmtanalíf í boði. Verð kr. 99.900 – með hálfu fæði í 2 vikur Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í 14 nætur á Hotel Turihan ***. Sértilboð 3. júlí. Brottför 17. júlí kr. 25.000 aukalega. 3. eða 17. júlí Hálft fæði innifalið – ótrúlegt verð! Ótrúlegt sértilboð Hotel Turihan *** · Einstaklega gott hótel · Hálft fæði innifalið Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is FRÓÐLEIKSÞYRSTUM ætti að vera alveg óhætt að eyða dágóðum tíma inni á vefsíðu vikunnar, sem er Vísindavefur Háskóla Íslands. Lesendur geta lesið spurningar og svör í hinum ýmsu flokkum og auk þess sent inn spurningar sem þeir vilja gjarnan fá svör við. Það er svo starfsfólk Háskóla Ís- lands og aðrir stuðningsmenn sem ráðast í að veita svörin. Og spurningarnar eru úr öllum átt- um. Þarna er hægt að finna svör við því hve mörg prósent þjóðarinnar hafa setið í fangelsi, hversu margar bakteríur sé að finna í mannslíkam- anum, hvaðan nafnið Keflavík sé komið og af hverju ljósaperur springi, svo fátt eitt sé nefnt. Í flokknum „Föstudagssvar“ er svo að finna ýmsar skemmtilegar spurn- ingar, sem erfitt er að finna svör við, þó starfsmenn Vísindavefjarins geri vissulega sitt besta og þá oftar en ekki meira í gamni en alvöru. Dæmi um slíkar spurningar eru: Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma? Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg? Af hverju er allt svona mikið vesen? Hvar er mamma? og Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Vísindavefnum var hleypt af stokk- unum í janúar árið 2000, en sam- kvæmt upplýsingum á síðunni var ætlunin upphaflega að halda síðunni úti í einungis eitt ár. Vinsældirnar urðu mun meiri en búist hafði verið við og vefurinn er enn starfræktur. Er hægt að deyja úr leiðindum í dönskutíma? Morgunblaðið/ÞÖK Lifandi Það virðast sem betur fer allir á lífi í þessarri kennslustund enda leiðindi sjaldgæf dánarorsök. VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.VISINDAVEFUR.HI.IS» AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.