Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 MYNDLIST- ARMAÐUR sem var til umfjöllunar í sjón- varpsþætti fyrir nokkru var beðinn að útskýra hvað væri list. Listamaðurinn hikaði eitt andartak en sagði síðan kok- hraustur að list væri það sem listamað- urinn gerði. Svo sneri hann sér aftur að listiðju sinni eins og ekkert hefði í skorist. Þó hafði maður á tilfinningunni að viðkomandi lista- manni hafi ef til vill ekki fundist mikið til svars síns koma enda uppfyllti það alls ekki skilmerki skilgreiningar eða útskýringar, því með því að segja að list sé það sem listamaðurinn gerir er verið að fara í hringi, þ.e. list er það sem listamaðurinn gerir, og hvað gerir listamaðurinn? Hann gerir (eða býr til) list. Við erum því litlu nær um hvers eðlis listin sé með ofangreint svar myndlistarmanns- ins til viðmiðunar. Deilurnar undanfarið, um hver sé hæfur til að hljóta titilinn borgarlistamaður, eiga einnig að vissu leyti rót sína í skilgreiningarvanda. Nefnilega vandanum við að svara spurning- unum: Hvað er list? Hvað er ekki list? Hver er listamaður? Hver er ekki listamaður? Starf listamanns- ins er ekki lögverndað eins og t.d. starf kennarans og því er nokkuð opið hverjir geta titlað sig lista- menn. Að minnsta kosti þarf við- komandi ekki endilega að tilheyra hefðbundnum samtökum lista- manna. Undirrituð hefur samúð með og skilning á afstöðu félaga í samtökum listamanna því ákveðin fagleg barátta í áranna rás hefur verið háð til að fá störf og verk listamanna viðurkennd á marg- víslegan hátt. Menn byggja á hefðum um hvað telst vera list- grein og ýmsir eru því skiljanlega tregir svona í fyrstu að samþykkja að einstaklingur sem tilheyrir ekki listgrein í hefðbundnum skilningi geti allt í einu hoppað upp í það að vera titlaður og útnefndur lista- maður ársins. Þessi tregða sumra er fyrir hendi jafnvel þó viðkom- andi útnefndur borgarlistamaður skari fram úr í verk- um sínum og sé allra verðlauna verður að mati flestra. Ef við nálgumst ofangreindar deilur sem skilgreining- arvanda þarf að svara spurningunni: Hvað telst vera listgrein? Ef notast er við sams konar svar og lista- maðurinn sem sagt var frá hér fyrir ofan gerði þá yrði svarið: Listgrein er það svið eða sú grein sem leiðir til þess að list eða lista- verk eru sköpuð. Við getum ekki notast við slíkt svar því þá lendum við aftur í hringskýringarvanda og þá gerir kötturinn ekkert annað en að elta rófuna á sér. Ef til vill eru verðlaun eða titill borgarlista- manns í ár tilraun til hallarbylt- ingar, þ.e.a.s. staðhæfing um að hönnuður geti einnig verið lista- maður. En að mati undirritaðrar þyrfti að skýra málin aðeins nánar og svara þeirri spurningu hvort hönnun almennt sé í grunninn list- grein eða hvort það sé aðeins sum (afburða)hönnun og sumir (af- burða)hönnuðir sem geti fyllt flokkinn listir og listamenn. Niðurstaða þessara deilna eða óróa sem varð í kjölfarið á útnefn- ingu hönnuðar sem borgarlista- manns verður kannski sú að þótt hönnun hafi ekki verið skilgreind sem hrein listgrein hingað til þá muni menn skoða þann möguleika nú. Er ekki rétt að setjast á rök- stóla og ræða málin og kalla ýmsa til verksins, bæði hefðbundna listamenn og óhefðbundna, hönn- uði, prófessora og e.t.v. fleiri? Hönnuðir verða kannski orðnir hluti af hefðbundnum samtökum listamanna áður en langt um líður, hver veit? Hver er listamaður? Eftir Guðrúnu Einarsdóttur » Í þessari grein er fjallað um deilur undanfarinna daga um útnefningu hönn- uðar sem borg- arlistamanns Höfundur er sálfræðingur. Guðrún Einarsdóttir EFNAHAGSKREPPAN leik- ur ríkissjóð grátt. Stjórnvöld verða því að skera niður næstu árin í rekstri og framkvæmdum. Vegaframkvæmdum, einkum á landsbyggðinni, fyrir 12 millj- arða hefur þegar verið fleygt út af borðinu. Við þetta verður að búa meðan verið er að borga nið- ur skuldir. En þó ekki alls stað- ar. Ríkisstjórnin, aðilar vinnu- markaðarins og lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið að búa til sértækar aðgerðir fyrir höfuðborg- arsvæðið framhjá ríkisfjármál- unum. Í eina tíð voru sértækar aðgerðir skammaryrði, en það var þegar þær voru á Vest- fjörðum. Þar á að reisa álver í Helguvík, stækka í Straumsvík og á Grund- artanga, ljúka við tónlistar- og ráðstefnuhús, reisa nokkur orku- ver og hátæknisjúkrahús. Svo auðvitað Sundabraut, Vest- urlandsveg innan Reykjavíkur og Suðurlandsveg. Að vísu einnig Vaðlaheiðargöng og samgöngu- miðstöð í Reykjavík, hvort tveggja fyrir landsbyggðina, það verður að viðurkennast. Það láta fjölmiðlarnir ekki bjóða sér. Egill Helgason ríður á vaðið í gær og segir samgöngu- miðstöð og Vaðlaheiðargöng vera þrönga hagsmuni sam- gönguráðherra, síðan komu báð- ar sjónvarpsstöðvarnar í kjölfar- ið með svipaðan málflutning um Vaðlaheiðargöng undir yfirskini fréttaflutnings. Allt vegna þess að umferðarteppa varð einn dag á Hellisheiðinni. Það gleymdist í fréttunum að verið er að leggja nýjan og fullkominn veg, Suður- strandarveg, fyrir háar fjár- hæðir sem gagnast umferð milli höfuðborgarsvæðisins og Suður- lands. Það gleymdist líka að minna á andúð borgarfulltrúa í Reykjavík á nýrri samgöngu- miðstöð fyrir innanlandsflugið eftir margra ára töf á úrbótum. Það gleymdist að álver við Bakka er ekki í spilunum. Það eru kannski tvær þjóðir í landinu? Sértækar aðgerðir fyrir aðra og sérhagsmunir fyrir hina. Kristinn H. Gunnarsson Sértækar aðgerðir Höfundur er fv. alþingismaður. ÞAÐ ER eitt að borga eða borga ekki Icesave-reikningana, það er annað að vera kallaður „óreiðumaður“ af viðskiptaráð- herra vilji maður ekki borga skuldir sem aðrir hafa stofnað til. Eða einsog hann lét hafa eftir sér á Alþingi og birt var á mbl.is: „Ef Íslendingar stæðu ekki við það sem þeir hefðu lofað myndu engir vilja eiga í viðskiptum við þjóðina frekar en aðra óreiðu- menn.“ Það er kannski auðvelt að flagga orðum einsog „Íslend- ingar“ og „þjóð“ en á meðan ekki hefur farið fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um samningana þá falla þessi orð dauð og ómerk. Það liggur einfaldlega HÓTUN í orðum ráðherrans, hann er að hóta okkur, hóta mér og barna- börnunum mínum. Svipaðan tón kveður við hjá fjármálaráðherranum Steingrími J. Sigfússyni sem spurði á Borg- arafundi hvort „þjóðin“ ætlaði virkilega að gefast upp. Gefast upp, vill maðurinn þá gjöra svo vel og skilgreina uppgjöf!? Upp- gjöf eða ekki uppgjöf er stór- merkilegt hugtak, stórmerkileg aðgerð. En slagsmálahundurinn er bara mættur, steytir hnefann og öskrar: Ætlarðu að gefast upp! Báðir voðalega undrandi, svekktir, spældir og pirraðir að við skulum ekki vera byrjuð að strauja jakkafötin fyrir undir- skriftadaginn. Elísabet Kristín Jökulsdóttir Hótun ráðherrans Höfundur er rithöfundur. FYLGJENDUR ESB aðildar Íslands halda því mjög á lofti að eftir seinni heims- styrjöldina hafi hafist tímabil yfirþjóðlegra yfirráða og al- þjóðastofnana. ESB sé einfaldlega staðfesting og fullkomnun í þeirri þróun. Hér gætir nokkurs misskilnings í túlkun á mannkynssögunni. Mannkynssagan er saga af yf- irgangi og yfirþjóðlegum yfirráðum og af þeim þætti er lítið nýjabrum. Krafan um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóðabrota er ung í þeirri sögu en hefur stöðugt vaxið ásmegin á allra síðustu áratugum. Aukið lýð- ræði og sjálfstæði ganga hér í takt. Samhliða hafa slaknað yfirráð fornra heimsvelda yfir leppríkjum, áhrifasvæðum og ný- lendum. Skýrasta dæmið um þetta er þróun mála í Afríku og Asíu en jafn- vel þó að misjafnlega hafi tekist til í stjórn- arháttum í þessum álf- um hafa löndin þar náð meiri árangri í þróun og hagvexti en þau gerðu sem nýlendur hinna evrópsku stjórn- arherra. Engin lönd hafa farið eins illa út úr þessari þróun minnkandi yfirþjóð- legra yfirráða og gömlu nýlendu- veldin sem mynda í dag kjarna Evr- ópusambandsins. En heimsvaldastefnan lætur ekki að sér hæða og klæðist á nýjum tím- um nýjum fötum. Vel má til sanns vegar færa að þau klæði hafi náð ákveðnu þróunarstigi með hinum af- ar torskilda og fræðilega búningi sem Evrópufræðingar sveipa stefnu þessa í dag. En undir og bak við glittir jafnan í sama og sést best á yfirlýstum áhuga ESB forkólfa á áhrifum á norðurheimskautssvæð- inu. Í þeim landvinningum er ESB- aðild Íslands mikilvægur biti. Aukin alþjóðasamvinna fullvalda ríkja í gegnum stofnanir Sameinuðu þjóðanna og starf eins og það sem Íslendingar taka þátt í með öðrum Norðurlandaþjóðum er jákvæð og helst í hendur við kröfuna um lýð- ræði og sjálfsákvörðunarrétt. Heimsvaldastefna feyskinna stór- velda er alltaf andstæð almennu lýð- ræði og frelsi smáþjóða. Nýlendustefna í nýjum fötum Eftir Bjarna Harðarson »Engin lönd hafa farið eins illa út úr þessari þróun minnkandi yf- irþjóðlegra yfirráða og gömlu nýlenduveldin… Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali. Í Hinum þrönga heimi stjórnmála- manna virðist sú skoð- un ríkja að „alþjóða- samfélagið“ séu þeir stjórnmálamenn eða embættismenn erlend- ir, sem þeir hafa sjálfir síðast talað við. Þannig er ESB-„samfélagið“ Olli Rehn og nokkrir utanríkisráðherrar og einhverjir embættismenn hér og þar í kerfinu. Skoðun þessara manna á hverjum tíma er því skoðun „alþjóðasamfélagsins“. En alþjóða- samfélagið er ekki bara ein skepna með eina skoðun, eins og reynt er að sannfæra íslenskan almenning og ís- lenskan þingheim um nú um stundir. Og það er heldur ekki rétt að ekki sé hægt að hafa áhrif á skoðanir um- heimsins. Það er sláandi, að síðan í október hefur enginn skipulegur áróður verið rekinn, engin skipuleg áætlun verið í gangi um það hvernig eigi að tala máli okkar Íslendinga úti í heimi. Einstakir stjórnmálamenn hafa hitt aðra stjórnmálamenn á fundum. Embættismenn hafa hitt embætt- ismenn á fundum, Indefence-hóp- urinn hefur í sjálfboðavinnu unnið gott starf, en það er ekki nóg. Sann- færingarkrafturinn verður til í gegn- um flókið samspil af einkasamtölum, greinum í blöðum, umfjöllunum í fréttum, áróðri, auk þess sem and- rúmsloft í hinum ólíku löndum hefur áhrif á al- menning og ráðamenn hverju sinni. Stórir mótmæla- fundir á Austurvelli sem fjallað er um í heimsfréttum hafa áreiðanlega meiri áhrif á ráðamenn og almenn- ing erlendis en stutt samtal tveggja ráð- herra. Vextir af Icesave eru fjórar og hálf millj- ón á klukkustund. Er til of mikils mælst að mánaðarvöxtum (3,2 milljörðum) sé varið til að reka okkar mál fyrir almenningi í ná- grannalöndunum? Er ekki rétt að taka leikhlé meðan við fjöllum um málið í ró hér innanlands? Það er auðvitað erfitt viðureignar þegar svo margir mikilsmetnir inn- lendir álitsgjafar telja „siðferðilega“ rétt að borga þessa svokölluðu skuld, þótt ljóst megi vera að við erum ekki borgunarmenn fyrir henni. Það er auðvitað erfitt að tala máli þjóðar, sem er ekki samstiga. En þó hljóta allir að samþykkja að það eru ávallt tvær hliðar á málum og að við ættum að reyna að ná þeirri niðurstöðu sem reynist okkur best. Það er að mínu mati augljóst að í besta falli berum við ekki meiri ábyrgð en sem nemur tryggingasjóðnum og í versta falli berum við sameiginlega ábyrgð með EES-þjóðum vegna gallaðra reglna og kostnaðurinn ætti að vera borinn af þeim sem settu reglurnar það er að segja EES-þjóðunum. Veik áróðursstaða okkar gagnvart umheiminum stafar auðvitað af því að við höfum ekki rekið neinn áróður. Útlendingar fylgjast ekki með því sem skrifað er í blöð hér og því verð- um við að reka mál okkar erlendis. Öll þessi siðferðisumræða í íslensk- um fjölmiðlum er hálfkjánaleg, þar sem Bretar hafa ekki tekið í mál að bæta sínum eigin þegnum tapaðan lífeyri þótt stórir sjóðir hafi hrunið (samanber Equitable Life- gjaldþrotið) og hundruð þúsunda Breta hafi tapað stórum hluta líf- eyris síns. Margt af því fólki er fá- tækt fólk sem á ekki í nein hús að venda. Bretar hafa heldur ekki í hyggju að bæta fyrrverandi hermönnum í breska hernum, sem ráðlagt var af varnarmálaráðuneytinu að geyma fé sitt í Kaupþingi á Isle of Man eða Landsbankanum á Guernsey, neitt af innistæðum sínum, þar sem þeim „ber ekki skylda til þess“. Ekki virð- ast þeir hafa áhyggjur af siðferði. Eingöngu af því hvað þeir komast upp með. Engin sektarkennd, engir móralskir bakþankar. Siðferðisumræðan hérna innan- lands er dálítið à la Nietzsche: Ver- um góð, ekki af því við viljum það og erum sterk, heldur af því að við þurf- um þess og erum veik. Við erum ekki að bogna undan siðferðisskyldunni heldur óttanum. Þeir sem vilja Ice- save óttast afleiðingar þess að borga ekki en í stað þess að fara nákvæm- lega yfir það hvað myndi gerast ef við leituðum réttar okkar, þá er talað um að okkur beri „siðferðileg“ skylda til þess að borga. Ég þekki fjölmarga Breta, bæði í stjórnmálum og viðskiptum. Hvergi heyri ég þá skoðun að Íslendingum „beri að borga“. Flestir telja þetta sé mál sem ekki þurfi að leysa með þessum hraða og íþyngi Bretum alls ekki. Þeir hafi þegar borgað og eðli- legt sé að leysa málið af yfirvegun. Ekkert liggi á. Af hverju gerum við meiri siðferði- legar kröfur til okkar sjálfra en til dæmis til Breta? Erum við að reyna að vera Bretum gott fordæmi? Það er kannski ágætt, en óþarflega dýrt. Ef eitthvað er til sem heitir alþjóða- samfélagið, þá ættum við að bjóða því í te og ræða málin í rólegheitum. Það kostar enga þúsund milljarða. Við þurfum tíma til að hugsa. Alþjóðasamfélaginu boðið í te Eftir Björn Jónasson » Við erum ekki að bogna undan sið- ferðisskyldunni heldur óttanum Björn Jónasson Höfundur er bókaútgefandi, búsettur í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.