Morgunblaðið - 28.08.2009, Page 8
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
H inn 21. september hefstnámskeið hjá Nordica Spasem er fyrsta sinnar teg-undar á Íslandi og ber
nafnið Tpi golffitness. „Þetta er í
fyrsta sinn sem golfíþróttin tengist
svona inn í líkamsræktarheiminn
hér á landi. Það hefur alltaf verið
ágætt fyrir kylfinga að stunda
líkamsrækt en það hefur verið
ómarkvisst og ekki hnitmiðað,“ seg-
ir Gunnar Már Sigfússon, þjálfari
hjá Nordica Spa. „Námskeiðið gerir
kylfingum kleift að bæta styrk, lið-
leika og hreyfanleika líkamans í
gegnum sérhannað námskeið. Allir
fara í gegnum líkamlega greiningu
og síðan er útbúin æfingaáætlun
sem er sérsniðin að þörfum hvers
og eins. Námskeiðið er því fyrir
kylfinga sem vilja bæta líkamlegt
úthald og þol, bæta hreyfanleika,
liðleika og styrk og auka kraftinn í
sveiflunni.“
Ný æfingaraðferð
Titleist Performance Institute,
eða Tpi, er nokkurs konar skóli þar
sem má finna stærsta samansafn af
golftengdum heilsu- og æfingar-
upplýsingum í heiminum í dag en
Tpi golffitness er byggt á nám-
skeiði frá skólanum. Námskeiðið er
því samsett af upplýsingum um
golfíþróttina frá helstu sérfræð-
ingum golfheimsins, hvort sem það
eru golfkennarar, styrktarþjálfarar,
sjúkraþjálfarar, læknar eða at-
vinnuspilarar að sögn Gunnars
Más. „Tpi er með námskeið allan
ársins hring, ég er kominn með
tvær gráður í þessum skóla og fæ
þriðju gráðuna í september og er
þá fullnuma í þessu námi. Það eru
mörg hundruð manns í Skandinavíu
með fyrstu eða aðra gráðuna en
bara einn annar sem er með allar
þrjár gráðurnar. Á námskeiðinu er
því kennd algjörlega ný æfingar-
aðferð sem er árangur samstarfs
gríðarlega margra.“
Betra líkamlegt form kylfinga
Gunnar Már talar um að síðustu
ár sé það meira áberandi að kylf-
ingar hugi að líkamlegu hliðinni við
golf. „Kylfingar eru farnir að átta
sig á að það er sama hversu marga
bolta þeir slá eða fara í marga golf-
kennslutíma, ef þeir geta ekki snúið
öxlunum eða mjaðmirnar eru stífar
þá verður sveiflan aldrei betri en
líkaminn er. Það má oft sjá van-
kanta hjá fólki, ef það er að slá til
hægri eða vinstri eða nær ekki
nógu mikilli lengd þá er það oft út
af einhverjum líkamlegum kvillum.
Námskeiðið er því fyrst og fremst
hugsað út frá þessum líkamlegu
kvillum. Ef fólk hefur brotnað, lent
í hnémeiðslum eða annað þá reynir
líkaminn að aðlaga sig breyttum að-
stæðum og þá er algengt að fólk sé
með skertan styrk eða hreyfanleika
sem getur komið beint niður á golf-
inu. Í raun er þetta byggt upp með
það í huga að finna hvort það sé
skertur styrkur eða hreyfanleiki,
hvar það er nákvæmlega og taka
síðan á því með æfingum og teygj-
um. Það hafa allir helstu kylfingar
heimsins nýtt sér þetta fyrir löngu
og líkamlegt form kylfinga hefur
batnað stórkostlega með árunum og
þeirri vitneskju að líkamlegt form
skiptir gríðarlegu máli í sveiflunni.“
Mælanlegur árangur
Á námskeiðinu er Nordica Spa í
samstarfi við golfskólann Progolf
sem rekur einnig Bása sem er æf-
ingasvæði fyrir kylfinga. „Æfing-
arnar sjálfar fara fram á Nordica
Spa en þátttakendur fara í sveiflu-
greiningu hjá Progolf í fyrstu vik-
unni og aftur í lokin svo hægt sé að
sjá nákvæmlega hvað hefur gerst
hjá kylfingnum, hvernig hann
stendur og hvort sveiflan hafi tekið
einhverjum framförum. Námskeiðið
er byggt upp á mælanlegum ár-
angri þannig að fólk sjái svart á
hvítu með myndbandi að það slær
betur, kemst aftar og nær meiri
krafti,“ segir Gunnar Már og bætir
við að það séu tólf sveiflueinkenni
sem langflestir kylfingar eru að
kljást við að laga hjá sér. „Tpi hef-
ur gert rannsóknir á þessum ein-
kennum og komist að því að það
eru frá 25-70 prósent allra kylfinga
sem berjast við þessi sömu vanda-
mál einhvern tímann á golf-
tímabilinu. Þetta eru algeng sveiflu-
einkenni og námskeiðið tekur á
öllum þessum 12 sveiflueinkennum
með líkamlegum æfingum.“
Betri sveifla með réttri líkamsrækt
Morgunblaðið/Kristinn
Tpi golffitness Ólafur Már Sigurðsson, skólastjóri Progolf, Gunnar Már Sigfússon, þjálfari hjá Nordica Spa, og Brynjar Eldon Geirsson, PGA golfkennari.
Líkamlegir kvillar geta
háð kylfingum þannig að
það hafi áhrif á leik þeirra
í golfi. Tpi golffitness er
námskeið sem hefur ekki
verið haldið á Íslandi áður
en miðar að því að auka
hreyfanleika, liðleika og
styrk kylfingsins sem skil-
ar sér svo í betri sveiflu.
»Námskeiðið er byggtupp á mælanlegum
árangri þannig að fólk
sjái svart á hvítu með
myndbandi að það slær
betur og kemst aftar.
8 | MORGUNBLAÐIÐ