Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 12

Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Þ etta byrjaði allt saman þeg-ar ég fór að æfa hunda fyr-ir björgunarsveitirnar íkringum árið 2001. Ég hef verið með kort í líkamsræktarstöð í mörg ár án þess að vera sérlega dugleg en maður verður að finna þá hreyfingu sem hentar manni best. Af því að ég er hrifin af úti- vist hreifst ég mjög af starfinu með björgunarsveitinni og því að vera að flækjast um fjöll og firnindi, annaðhvort í jeppaferðum eða gönguferðum. Það er mikil vinna að þjálfa hundinn og svo þarf mað- ur að halda sér í ágætis formi sjálf- ur, geta gengið á fjöll og haldið út lengri leitir því hundurinn fer yfir stórt svæði og bíður ekkert eftir manni. Ég er engin fjallageit en hef ferðast ansi víða og að mínu mati eigum við fallegasta land í heimi. Það er líka einstakt að geta farið í gönguferðir og fyllt á vatns- brúsann sinn í næsta læk, nokkuð sem þekkist ekki annars staðar,“ segir Kristín sem starfar með Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Leitarhundum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Öflugur gönguhópur í vinnunni Í sumar gekk Kristín Fimm- vörðuháls með gönguhópnum ÚT en hann stofnaði hún ásamt vinnu- félaga sínum. Sífellt fleiri hafa bæst í hópinn sem upprunalega var hugsaður til að fólk hittist og gengi öðru hvoru en gönguáhuginn hefur smitað út frá sér og er nú gengið innanbæjar á hverju miðvikudags- kvöldi. „Við fórum í byrjendaferð yfir Fimmvörðuháls og stýrðum 40 manna hópi yfir hálsinn. Þetta var afar skemmtileg ferð enda auðveld ferð sem allir eiga að geta lagt upp í. Hún er ekki erfið sem slík en nokkuð löng en við gengum í róleg- heitum. Ég hef farið þessa leið nokkrum sinnum og finnst hún allt- af jafn skemmtileg enda landslagið á þessum slóðum mjög marg- breytilegt. Þegar maður fer í svona ferðir upplifir maður samstarfs- fólkið allt öðruvísi og fólk sem þekkist ekki neitt endar kannski á að verða samferða meirihlutann af leiðinni,“ segir Kristín. Sjósund, júdó og jiu jitsu Kristín lætur göngur um fjöll og firnindi ekki duga heldur æfir hún einnig brasilískt jiu jitsu í Jiu jitsu- skólanum í Hafnarfirði fjórum sinn- um í viku. Hún byrjaði þar á nám- skeiði fyrir tveimur árum í gracie jiu jitsu sem byggist eingöngu á sjálfsvörn og því að geta varið sig. Í fyrra var hún síðan hvött til að taka þátt í Íslandsmeistaramóti sem hún og gerði og varð Íslands- meistari í opnum flokki kvenna. Til að æfa sig fyrir mótið í ár æfir Kristín einnig júdó til að æfa sig á því að koma andstæðingnum í gólf- ið en jiu jitsu er gólfglíma sem byggist á því að ná andstæðingnum í gólfið og glíma við hann þar. Þannig notar hún því júdó í upp- hafi keppninnar og skiptir síðan yf- ir í brasilískt jiu jitsu. Hún segist hvergi vera hætt að reyna fyrir sér í mismunandi íþróttum og hreyf- ingu og prófaði síðast sjósund fyrir nokkrum vikum sem hún segir nú vera orðið vikulegt þema. „Það er svo gott að geta kúplað sig út með hreyfingu að loknum vinnudegi og losa sig við spennuna eftir daginn. Að lokinni æfingu getur maður síð- an komið heim og verið maður sjálfur án þess að tala um vinnuna því maður er búinn að ná sér nið- ur,“ segir Kristín. Göngugarpur og jiu jitsu-meistari Morgunblaðið/Eggert Göngugarpur Útivera og gönguferðir eru fastir liðir hjá Kristínu Sigmarsdóttur en hún æfir hunda fyrir björgunarsveitir. Það er ekki annað hægt að segja en Kristín Sig- marsdóttir hreyfi sig nóg. Bæði stundar hún jiu jitsu og júdó auk þess að þjálfa björgunarsveitahunda. » Á́ður hafði ég verið með kort í líkamsræktarstöð í mörg ár án þess að vera sérlega dugleg en maður verður að finna þá hreyfingu sem hentar manni best. Atorkusamir Kristín heldur sér í góðu formi til að geta haldið í við hundana. Í yfir 30 ár hafa Íslendingar notað heilsuvörur úr smiðju A. VOGEL með góðum árangri. Einhver þekkasta heilsuvara hans er án efa Echinaforce sólhatturinn. ECHINAFORCE ER ÁN EFA EIN ÞEKKTASTA HEILSUVARA HEIMS! Rannsóknir sýna klárlega að Echinaforce dregur úr kvefi og flensueinkennum. Echinaforce fæst í töfluformi og sem mixtúra. Brjóstsykur með sólhatti og furunálum er bakteríudrepandi og góður gegn kvefi. Fæst í heilsubúðum, apótekum og matvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.