Morgunblaðið - 28.08.2009, Page 22
Þegar allt fer á fullt aftur á
haustin í skóla og námi má
ekki gleyma því að borða og
hugsa vel um sjálfan sig.
Gott er að venja sig á að
borða staðgóðan morgun-
verð og fá sér síðan ávöxt
þegar líða tekur á morg-
uninn og eins á milli mála.
Ef við gleymum að borða
minnkar orka okkar og blóð-
sykurinn fer úr jafnvægi.
Því getur fylgt slen og
höfuðverkur og þannig verð-
ur fæstum nokkuð úr verki.
Nóg að borða
Hollt nasl Gott er að nasla í
hnetur og ávexti á milli mála.
Að dansa er frábær hreyfing
sem kemur hjartanu af stað
og lætur gleðina flæða um
allan líkamann. Notaðu
dansinn sem líkamsrækt
heima fyrir með skemmti-
legri tónlist sem kemur þér í
stuð. Þægileg og ódýr
líkamsrækt sem hægt er að
stunda á þeim tíma sem
hentar manni best. Þetta
getur líka verið hin full-
komna byrjun á deginum, að
hrista sig aðeins áður en
vinnudagurinn hefst.
Orka Að dansa út í lífið léttir
lund og auðveldar daginn.
Gleði og dans
22 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Ö ndunin hefur reynst sérstaklegagóð við svefnleysi, kvíða og til aðauka skerpu og ánægju í lífinu,“segir Lilja Steingrímsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og öndunarkennari, en
hún heldur námskeið þar sem hún kennir
öndunartækni. „Öndun hefur bein áhrif á
líðan og það er vísindalega sannað að súr-
efni hefur mjög góð áhrif á líkamann. Í dag-
lega lífinu öndum við sennilega næstum því
nóg en ekki nóg til þess að ná hámarks-
vellíðan. Þegar við erum stressuð og full af
streitu, eins og margir eru á Íslandi í dag,
þá hættir okkur til þess að anda miklu
grynnra en við þurfum. Fólk nær því ekki
að nýta sér djúpa öndun og stundum er
nauðsynlegt að læra það. Ef súrefnisflæðið í
heilanum er nægilegt verður maður skýrari
og einbeittari og með því að nota þessa önd-
un á hverjum degi nær viðkomandi að vinna
miklu betur í öllu sem hann gerir, hvað sem
það er.“
Minnkar neikvæðni
Öndunaræfingarnar sem Lilja kennir eru
upprunnar á Indlandi en það er maður sem
heitir Sri Sri Ravi Shankar sem fann þær
upp. Námskeiðið er á vegum Art of living
sem er mannræktarstofnun sem starfar í
152 löndum í heiminum. „Sri Sri Ravi tók
nokkrar jógaæfingar úr Hatha-jóga og með
þeim fann hann upp öndunaræfingakerfi
sem er gert til þess að minnka neikvæðni,“
segir Lilja. „Það er krafa sérhvers manns að
líkami hans sé heilbrigður og hugurinn rór
en vandamálið er að enginn kennir okkur
hvernig við eigum að vinna úr neikvæðum
tilfinningum, hvorki í skólanum né heimavið.
Með því að vinna með hugann kemst ein-
staklingurinn mjög langt í að leysa vanda-
mál sín og í að styrkja sig í því sem hann er
að gera. Með öndunaræfingunum stuðlum
við að betra samspili líkama og sálar og
náum í burt djúpstæðri streitu sem hamlar
einstaklingnum að blómstra og skilja sjálfan
sig og hegðunarmynstur sín betur. Vissu-
lega öndum við öll en við nýtum ekki til
fullnustu þetta frábæra tæki sem við fæð-
umst með innbyggt í okkur.“
Rólegheit og vellíðan
Á námskeiðinu kennir Lilja þrenns konar
öndunaræfingar. „Sú fyrsta heitir Prana-
jama og er nokkurs konar orkuöndun, önd-
un með lífskrafti sem gerir það að verkum
að viðkomandi nær sér í orku. Önnur
öndunaræfingin er Bastrika sem er líka
beint úr jóga og er líka gerð til þess að ná
sér í orku. Þriðja öndunaræfingin, sem er
eiginlega rúsínan í pylsuendanum, er Sudar-
sankriya en hún gefur manni rólegheit og
vellíðan. Eftir Sudarsankriya næst fullkomin
slökun,“ segir Lilja og bætir við að næsta
námskeið hefjist 24. september. „Ég kenni
þessa öndunartækni á sex daga námskeiðum
og það er nauðsynlegt að mæta alla dagana.
Ég byrja á að kenna eina öndunaræfingu á
dag og svo er þátttakendum kennt hvernig
þeir geta nýtt öndunina í daglega lífinu.“
Samspil líkama og sálar
Morgunblaðið/Eggert
Lilja Steingrímsdóttir: „Ef súrefnisflæðið í heilanum er nægilegt þá verður maður skýrari og með
því að nota þessa öndun daglega þá nær viðkomandi að vinna miklu betur í öllu sem hann gerir.“
Rétt öndun getur róað hugann og
náð í burtu djúpstæðri streitu að
sögn Lilju Steingrímsdóttur
öndunarkennara en þegar fólk er
undir miklu álagi er hætta á að
það andi of grunnt.
»Með því að vinna með hug-ann kemst einstaklingurinn
mjög langt í að leysa vandamál
sín og styrkja sig í því sem
hann er að gera.
Mörgum er umhugað um að nota góðar vörur á líkamann,
jafnt að innan sem utan. Allt frá því sænska fyrirtækið We-
leda var stofnað árið 1921 hefur það framleitt náttúrulegar
húð- og líkamsvörur og í þær eingöngu notaðar lækningajurtir
og náttúrulegar jurta- og ilmkjarnaolíur. Vörurnar frá Weleda
eru seldar víða í verslunum hér á landi en fyrirtækið hefur
verið starfrækt í Svíþjóð síðan árið 1958 og er í dag dóttur-
fyrirtæki Weleda AG í Sviss.
Birkiolía gegn appelsínuhúð
Meðal nýrra vara frá Weleda er svokölluð Birch Cellulite
Oil sem er birkiolía sem á árangursríkan hátt meðhöndlar
appelsínuhúð og orsakavalda hennar og fyrirbyggir nýmyndun
á sama tíma. Í blöndunni eru birkiblöð og rósmarín sem örva
húðina og auka teygjanleika hennar og efnaskipti. E-
vítamínrík hveitiolía styrkir bandvefinn og næringarrík
apríkósukjarnaolía viðheldur náttúrulegu rakastigi húðarinnar.
Best er að nota olíuna á raka húð tvisvar á dag fyrstu fjórar
vikurnar. Í sömu línu fæst einnig body scrub sem ætlað er til
að hreinsa dauða húð af líkamanum og birki-extrakt, hreins-
andi safi úr birkiblöðum. Undir Weleda-merkinu fást bæði
vörur til að nota á líkama, andlit og hár og sérstök vörulína er
ætluð börnum.
Náttúrulegar líkamsvörur
Náttúruvörur Náttúrulegur svitalyktareyðir er
meðal vara frá fyrirtækinu Weleda.
! "# $ %&' ('(( )))*+ *
,#- ."# / - # ! ! + 0 0 1"!*
21 #1 - /" # "1# - 3 /4 +! #5, ! 11 1!
+! #6 1 /. + 5 " *
Heilsustofnun NLFÍ tekur þér opnum örmum
þegar þú hugar að heilsueflingu, þarft að hvílast
og endurnýja kraftana. Við leiðbeinum þér og
vísum veginn til að taka ábyrgð á eigin heilsu í
daglegu lífi.
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur í 50 ár
haft heilsueflingu og forvarnir að leiðarljósi. Við
ráðum yfir fjölbreyttri þekkingu til að takast á
við helstu heilsufarsvandamál nútímans, þar á
meðal afleiðingar af streitu, hreyfingarleysis og
kvíða. Taktu mark á því sem líkami og sál segja
þér, hafðu samband við okkur og kannaðu hvaða
möguleika þú hefur til betra lífs.
BERUM ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU
Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði | sími 483 0300 | www.hnlfi.is