Morgunblaðið - 28.08.2009, Page 28

Morgunblaðið - 28.08.2009, Page 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is F ólk rekur upp stór augu þegar þaðsér að það á að borða næringarríkarmáltíðir og blanda saman öllum orku-efnum. Við fyrstu sýn trúir fólk ekki að það léttist með því að borða meira en það hefur gert en annað kemur á daginn,“ segir Björn Þór Sigurbjörnsson einkaþjálf- ari sem hvetur viðskiptavini sína til að borða margar og næringarríkar máltíðir yf- ir daginn en þó lítið í einu. „Það hefur sýnt sig ítrekað að þetta virkar. Það koma reglu- lega til mín einstaklingar sem hafa prófað allt og eru orkulausir allan daginn því nær- ingin er röng af því að fólk veit ekki betur.“ Mikil skipulagning Björn Þór talar um að viðhorfsbreytingin sé mikil enda hafi verið mikið og markvisst upplýsingaflæði undanfarin ár. „Áður kom fólk mestmegnis inn á líkamsræktarstöðvar á haustin og eftir áramót en það fólk er far- ið að haldast lengur við. Að sama skapi eru þessir gömlu kúrar þar sem nauðsynlegt er að borða lítið og jafnvel bara um 1.200 hita- einingar á dag úreltir. Fólk vill gera breytt mataræði að lífsstíl og sem hluta af sinni rútínu. Þessi óþolinmæði sem var loðandi við breytingu á mataræði er að dvína því við búum vissulega í upplýsingaþjóðfélagi og fólk áttar sig á að þetta er hlutur sem þarf að gerast hægt. Eins og ég set upp mataráætlun fyrir fólk þá felur það í sér mikla skipulagningu. Fólk borðar kannski þrjár til fjórar máltíðir á dag en litla skammta og þá jafnvel kartöflur, fisk og grænmeti tvisvar sinnum á dag. Á milli mála fær fólk sér ávöxt, skyrdós eða eitt- hvað slíkt. Við reiknum út hitaeiningar og næringargildi fyrir hvern og einn ein- stakling og til þess að fylla upp í næringar- þörf, þannig að það sé engin vanræksla í gangi. Mataræðið er því engir öfgar því þetta er eins heilsusamlegt og það getur orðið en þetta felur í sér gríðarlega skipu- lagningu.“ Margir fitna aftur eftir kúra Björn segir að flestir geri sömu mistökin þegar kemur að því að breyta um mataræði. „Ef við tökum dæmi um konu sem er peru- laga, hún fer í átak, byrjar að borða minna og léttist hratt. Við það verður hún áfram perulaga en bara minni pera sem er vænt- anlega ekki það sem konan vill því þegar hún byrjar að borða eðlilega aftur þá blæs hún út á ljóshraða. Ég sé þetta gerast ítrekað og þess vegna er megrunarkúr mjög neikvætt hugtak í mínum huga. Það er trúarbragðamataræði sem felur í sér að ein- staklingur sleppir ákveðnum orkuefnum og neytir meira af öðrum orkuefnum. Það kem- ur bara niður á viðkomandi því hann tapar vöðvamassa líkamans og það er vöðvamass- inn sem brennir fitu. Þá er grunnbrennsla líkamans búin að skaddast og þá er viðkom- andi verr í stakk búinn til að takast á við erfiðleika.“ Borða meira en léttast samt Morgunblaðið/Heiddi Björn Þór Sigurbjörnsson: „Megrunarkúrar eru trúarbragðamataræði sem felur í sér að ein- staklingur sleppir ákveðnum orkuefnum og neytir meira af öðrum orkuefnum. Það er algengt að fólk blæs út eftir að hafa farið í megrunarkúr, að sögn Björns Þórs Sigurbjörns- sonar einkaþjálfara en lykillinn að langvarandi árangri er að borða næringarríkar máltíðir og blanda saman öllum orkuefnum. » Þessir gömlu kúrarþar sem nauðsynlegt var að borða lítið og jafn- vel bara um 1200 hitaein- ingar eru úreltir. Fyrir þá sem ætla að byrja í líkamsrækt í haust og vilja síður æfa í tækjasalnum eru ým- iss konar tímar góður kostur. Þar getur fólk prófað sig áfram og fundið það sem því hentar best. Hefðbundið í bland við nýtt Tímataflan í World Class verður fjölbreytt í haust að vanda og í boði verða hefðbundnir vaxtarmótunartímar í bland við jóga, spinn- ing, palla og þær nýj- ungar sem koma fram hverju sinni. Helstu nýjungar í stöðvum World Class í haust eru meðgöngujóga, mömmutímar á fleiri stöðvum, sjálfsvarnarnámskeið fyrir unglingsstúlkur, Michael Jackson-dansar, tímar þar sem kviðvöðvar, bakvöðvar og hreyfan- leiki hryggjarins er sérstaklega tekinn fyrir, Crossfit og Hot Yoga. Þá verða einnig í boði sérstakir tímar fyrir eldri aldurshópa og þroskahamlaða. Svitnað í jóga Hot Yoga eða heitt jóga hefur verið vinsælt meðal landsmanna en það er byggt upp af ákveðnum samsetningum og hentar öllum. Æfingarnar eru gerðar í upphituðum sal en hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og meðtækilegri til hreyf- ingar og iðkendur komast dýpra inn í stöðurnar. Einnig gerir hitinn það að verkum að iðkendur svitna meira en ella, húðin hreinsast og iðkendur upplifa meiri vellíðan og endurnýjunaráhrif. Í Hot Yoga er megináherslan lögð á hrygginn og allar stöður hugsaðar sem styrktaræfingar í kringum hann. Lana Vogestad og Helga Kristín Gunnarsdóttir sjá um tímana en báðar hafa þær stundað jóga í mörg ár. Hiti og sviti Hot yoga er stundað í hituðu herbergi þannig að líkaminn hitnar upp á skemmri tíma. Ýmsir tímar í boði Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is Engin málamiðlun í gæðum Garðar Sigvaldason, einkaþjálfari í Sporthúsinu Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Gæðastaðall: ISO9001, ISO1401 Árangur fer eftir gæðum Allir mínir kúnnar eru að ná gríðarlegum góðum árangri með mínu æfingakerfi, ég mæli hiklaust með Lifestream Spírulina fyrir mína kúnna og þá sem vilja aukna orku úthald og meiri lífsgæði. Reynsla mín er að Lifestream vörurnar eru fremstar í gæðum. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. 29 vítamín og steinefni ·18 aminósýrur Blaðgræn · Omega · GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.