Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 5
Fréttir 5INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is OLLI Rehn, stækkunarstjóri Evr- ópusambandsins, afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í gær spurningalista sem íslensk stjórnvöld þurfa að svara svo að framkvæmdastjórn ESB geti lagt mat á umsókn Íslands um aðild að sambandinu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir stefnt að því að senda svör við spurningunum ekki síðar en 16. nóvember svo hægt verði að taka umsókn Íslands fyrir á leið- togafundi sambandsins í desember. Rehn ræddi við fjölmiðla á blaða- mannafundi í utanríkisráðuneytinu síðdegis í gær eftir að hafa fundað í klukkutíma með utanríkisráðherra. Sagði Össur að með komu Rehns hingað til lands væri enn eitt skrefið stigið í átt að því að hægt verði að leggja aðildarsamning Íslands um ESB í dóm íslenskra kjósenda. Megintilgangur komu Rehns hing- að til lands var að afhenda íslenskum stjórnvöldum 300 blaðsíðna lista með um 2000 spurningum sem stækk- unarnefnd sambandsins óskar eftir svörum við áður en hún metur hvort mæla eigi með því að aðild- arviðræður verði hafnar við Ísland. „Þetta er létta útgáfan af spurninga- listanum sem Svartfjallaland fékk, sem þakka má aðild Íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu,“ sagði Rehn á fundinum. „Í spurningum Íslands er meiri áhersla á stefnumót- unarmálefni og kafla sem ekki taka til EES.“ Á fundinum var Rehn spurður hvort Króatía væri á undan Íslandi í umsóknarferli sínu að sam- bandinu. Ekki keppni milli landa „Við lítum ekki á þetta sem keppni milli landa,“ svaraði hann en bætti því við að það væri raunhæft að Kró- atía gæti lokið tæknilegum samn- ingaviðræðum við Evrópusambandið á fyrri hluta næsta árs. Hins vegar væri aldrei gefin upp tímasetning fyrir mögulega aðild lands fyrr en samningaviðræðum væri lokið. Hvorugu landinu væri forgangs- raðað af hálfu Evrópusambandsins. „Innganga er eingöngu háð getu við- komandi lands til að uppfylla skil- yrðin fyrir ESB-aðild. Ísland upp- fyllir öll Kaupmannahafnarskilyrðin varðandi lýðræði og mannréttindi og landið er aðili að EES sem tekur yfir u.þ.b. 2/3 hluta lagaramma Evrópu- sambandsins. Þetta þýðir, að þó að ekkert land geti stytt sér leið inn í sambandið, er leiðin einfaldlega styttri fyrir Ísland en marga aðra.“ Það flýtti einnig fyrir að landið væri hluti af Schengen-svæðinu og ætti sér djúpar lýðræðisrætur. „Eftir að Ísland sótti um aðild að Evrópusam- bandinu í júlí liðu aðeins nokkrir dagar áður en ráðherraráð Evrópu- sambandsins bað framkvæmda- stjórnina um að undirbúa álitsgerð sína. Það var mikið afrek sem ég held að megi óska sænska formanninum til hamingju með.“ Fiskveiðar í forgrunni Nú væri boltinn hins vegar hjá Ís- lendingum. „Við búumst við að það gangi greiðlega að svara spurning- unum og að svörin verði ítarlega unnin. Þannig fáum við áreiðanlegan grunn til að leggja hlutlaust mat á getu Íslands til að axla þá ábyrgð sem aðild að Evrópusambandinu hefur í för með sér. Þegar Ísland hef- ur uppfyllt öll skilyrðin fyrir aðild þá er landið meira en velkomið í sam- bandið.“ Á Rehn var að skilja að gagn- kvæmur skilningur væri milli ís- lenskra stjórnvalda og fram- kvæmdastjórnarinnar um að stefna á að leggja mat hennar fyrir fund Evr- ópuráðsins í desember. „Sænski for- maðurinn hefur nefnt þann tíma- ramma, og þó að við getum ekki skuldbundið okkur til að fylgja hon- um út í æsar viljum við að hægt verði að taka næsta skref eins fljótt og mögulegt er.“ Utanríkisráðherra hefur sagt að stefnt væri að því að hefja aðildar- viðræður í byrjun næsta árs. Sagði Rehn raunhæft að Evrópuráðið tæki afstöðu til þess strax eftir að fram- kvæmdastjórnin hefði kynnt álits- gerð sína. Hann vildi þó ekki svara því hvenær raunhæft væri að Ísland fengi inngöngu í sambandið. Inntur eftir möguleikum Íslands til að taka upp evru sagði hann skýrt af hálfu ESB að forsenda þess væri að landið gerðist aðili að sambandinu. Rehn var spurður hvaða hindranir væru helstar í vegi fyrir því að Ísland yrði aðili að sambandinu og sagðist hann þá heldur vilja kalla þær áskor- anir. „Ákveðin málefni verða þó óhjákvæmilega í forgrunni í þessum umræðum, eins og t.d. fiskveiði- stefnan og landbúnaðurinn og e.t.v. fjármálaþjónusta. En ég er viss um að við munum finna leiðir að við- unandi niðurstöðu fyrir sjávarútveg- inn á Íslandi, sem samrýmist fisk- veiðistefnu sambandsins.“ Leið Íslands styttri en margra Stefnt að því að svör Íslands við 2000 spurningum ESB liggi fyrir um miðjan nóvember og að hægt verði að leggja umsóknarmat fyrir leiðtogafund í desember Ísland uppfyllir þegar mörg skilyrðanna Morgunblaðið/Ómar ESB Olli Rehn ræddi við blaðamenn í utanríkisráðuneytinu í gær. Olli Rehn sagðist hafa þann skilning að afgreiðsla Alþingis á Icesave málinu nýlega hefði ver- ið jákvætt skref. Spurður hvort vísbendingar væru um að Bret- ar og Hollendinar myndu leggja stein í götu aðildarumsóknar Ís- lands sagði hann að rík- isstjórnir þessara landa hefðu upplýst framkvæmdastjórnina um afstöðu sína og áhyggjur af málinu. „Það tengist EES- samningnum á vissan hátt og eitt skilyrði þess að halda áfram með umsóknarferlið er að Ís- land uppfylli EES-samninginn.“ Icesave tengist EES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.