Morgunblaðið - 09.09.2009, Page 6

Morgunblaðið - 09.09.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is DÆMI eru um að afborgun náms- lána sem greiða átti 1. september hafi verið felld niður. Í þeim til- vikum hefur lántaki sýnt fram á tekjufall upp á 30% eða meira og uppreiknaðar tekjur fyrir árið 2009 undir fjórum milljónum. Ef tekju- fallið er á bilinu 20-30% er hægt að sækja um lækkun. Að sögn Páls Haraldssonar, deildarstjóra fjár- máladeildar Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN), hefur álagið á skrifstofunni verið mjög mikið frá því í endaðan ágúst, fólk hringi til að fá upplýsingar um þær leiðir sem eru í boði og geta gert því kleift að kljúfa afborganirnar. Sækja þarf sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu og leggja fram staðgreiðsluyfirlit vegna 2008 og 2009 frá ríkisskattstjóra. „Það voru sendir út um 24.000 greiðsluseðlar vegna þessarar af- borgunar og það hefur verið óhemju mikið hringt undanfarnar tvær vikur. Fólk leitar leiða til að fella niður greiðsluna, fresta henni eða dreifa,“ segir Páll. „Ég giska á að þetta séu 10% sem séu að kanna hvaða mögu- leikar eru í stöðunni,“ segir Páll en leggur áherslu á að engar nákvæm- ar tölur séu til yfir þetta. Hundrað milljónir til náms- manna á Norðurlöndum Að sögn Hjördísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ís- lenskra námsmanna erlendis (SÍNE), hafa námsmenn ekki mikið leitað til SÍNE vegna þess að þeir hafa þurft að hætta við að fara í nám erlendis. Hún hefur þó orðið talsvert vör við að fólk hætti við. „Já, af því að úthlutunarreglurnar hjá LÍN voru samþykktar svo seint í vor hefur fólk hikað við að stökkva af stað og taka skólavist og slíku, og vita ekki hvernig lánamálin yrðu,“ segir Hjördís. Norræna ráðherranefndin hafði að því frumkvæði sl. vor að veita styrk til íslenskra námsmanna á Norðurlöndunum vegna aðstæðna hérlendis. Ríflega eitt hundrað milljónum króna hefur þegar verið úthlutað. Öllum umsækjendum sem uppfylltu úthlutunarreglur var út- hlutað styrk, alls 292 náms- mönnum. „Þetta var há upphæð, 5,5 milljónir danskra króna, sem við fengum í ár og höfum vilyrði fyrir aftur á næsta ári,“ segir Friðrika Harðardóttir, sérfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu. Flestir námsmennirnir fengu framfærslu- styrk í þrjá mánuði að upphæð 126.000 krónur á mánuði. „Flestir fengu styrk vegna þess að þeir fengu ekki vinnu yfir sumartímann, voru að klára námið eða eitthvað slíkt,“ segir Friðrika. 289 náms- menn fengu þennan styrk. Gert er ráð fyrir að framfærslustyrkir til námsmanna á Norðurlöndum verði auglýstir aftur á vormánuðum 2010. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins annaðist móttöku og umsýslu styrk- umsókna. Í júní sl. voru auglýstir dvalar- og ferðastyrkir til ungs fólks í verk- námsgreinum sem hafði hug á að sækja viðurkennda en ólaunaða starfsþjálfun á Norðurlöndum í 2-6 mánuði að upphæð 126.000 krónur á mánuði. Fimm sóttu um, þrír uppfylltu skilyrðin og fengu styrk. Nú er opið fyrir umsóknir um sams konar styrki til 15. september. Iðan fræðslusetur annast umsýslu og af- greiðslu umsókna. „Þetta var mjög gott framtak, hjálpaði mörgum,“ segir Hjördís um styrkina. Fólk hikar við að taka stökkið  Margir leita til Lánasjóðs íslenskra námsmanna með spurningar um dreifingu eða niðurfellingu afborgana  Færri umsóknir um lán vegna náms erlendis  Námsmenn á Norðurlöndum fá styrk Ef lántaki hjá LÍN getur sýnt fram á tekjufall er mögulegt að fella niður afborgun. Námsmenn hafa sumir frestað námi erlendis. 100 milljónir hafa verið veittar í styrki til nema á Norðurlöndunum.                                                 ! "  #  $ %        & & ' ' ( ( )       BERGLIND Sunna Stefánsdóttir ætlaði sér í nám í Árós- um í haust. Ýmsar ástæður urðu þó til þess að hún hætti við og stóran þátt í frestun námsins átti staða krónunnar. Námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, en fyrir tveimur árum kostaði það, eðli málsins sam- kvæmt, helmingi minna en núna. „Ég ætlaði í nám í við- burðastjórnun, en það eru námsgjöld,“ segir Berglind, „og þessar óhagstæðu aðstæður spiluðu óneitanlega inn í. Ég er samt ekki búin að ákveða hvort ég fer út næsta haust, það er ennþá inni í myndinni.“ Berglind hefur ekki stund- að nám á háskólastigi hérlendis en hún lauk stúdentsprófi árið 2008 og hefur unnið í Hinu húsinu síðan. „Ég fann ekkert hérna heima sem heillaði mig,“ segir hún. Námið sem hún ætlaði í er kennt í einkaskóla. „Ég hef líka verið að safna mér peningum með því að vinna hérna í Hinu húsinu, en námsgjöldin fyrir þrjú ár eru rúmar tvær milljónir bara fyrir námið sjálft. Þá er eftir að lifa; borga matinn og leigja íbúð,“ segir Berglind. Sitja uppi með miklar skuldir Hún nefnir að tveir vinir hennar hafi farið utan í dýrt nám, þrátt fyrir stöðu krónunnar. „Þeir gera það nátt- úrlega meðvitandi um að þeir munu sitja uppi með miklar skuldir.“ Annar fór í tölvuteiknun til Bandaríkjanna og hinn fór í gervigreindarnám í Skotlandi. „Þetta er mjög dýrt nám og þau horfa upp á margar milljónir á ári, en ákváðu samt að fara út. Það er samt sárt að vita til þess að fyrir tveimur árum kostaði þetta nám helmingi minna en það gerir í dag,“ segir Berglind. Í vetur ætlar hún að vinna í Hinu húsinu og sækja um skóla næsta vor. „Mig hefur líka langað að fara í smáferðalag um heiminn, en setti það líka í bið. Von- andi tekst mér samt að gera það á þessu skólaári.“ Berglind kveðst verða vör við að félagar hennar hiki jafnvel við að fara í nám. „Það eru margir sem langar að prófa að fara út, en eru hikandi við það. Þessir tveir vinir mínir sem fóru út í sitt dýra nám ákváðu að skella sér af því að þá langaði svo mikið í akkúrat þetta. Þeir eru samt búnir að vinna eins og brjálæðingar og reyndu að selja dótið sitt til að eiga fyrir brotabroti af námskostnaðinum. Vissulega er fólk sem veigrar sér við að fara í nám úti en það eru líka margir sem fara út og vinna, bara af því að þeir vilja ekki vera hérna,“ seg- ir Berglind. Hún segir viðhorf félaga sinna ekkert endi- lega breytt til langrar framtíðar. „Nei, en það eru margir sem fara í skóla bara til að fara í skóla. Það er erfitt að fá vinnu og margir fara í háskólann bara til að prófa eitthvað. Svo er viðkomandi ekkert endilega allt- af ánægður með það.“ Berglind segir einhverja taka þann pólinn í hæðina að reyna að sleppa því að taka námslán. „Samt finnst mér alveg merkilega margir taka námslán. Þá til að geta farið að leigja, það er kannski alveg eðlilegt á þessum aldri að vilja aukið sjálfstæði.“ Morgunblaðið/Heiddi Námsmaður Berglind Sunna Stefánsdóttir hefur ekki lagt drauminn um nám í viðburðastjórnun á hilluna heldur ætlar hún að sækja um í vor. Óhagstæðar aðstæður áttu þátt í ákvörðun um að fresta námi. Nám erlendis kostar helmingi meira en fyrir tveimur árum „Það er ekkert langt síðan gengi dönsku krónunnar var 13 krónur. Munurinn er því gríðarlegur á því að hafa fengið 50.000 danskar krónur fyrir 13 krónur þá eða 24 krónur núna. Þetta er auðvit- að veruleg skuldaaukning,“ segir Hlöð- ver Bergmundsson, deildarstjóri lána- deildar LÍN. Hann segir sjáanlega fækkun í umsóknum námsmanna um lán vegna náms erlendis. „Við höfum núna tilfinningu fyrir því að það sé fækkun meðal umsækjenda, erlendis sérstak- lega,“ segir hann en tekur fram að færri umsækjendur séu einnig á Íslandi miðað við í fyrra. Í tölum sem LÍN tekur saman í september ár hvert sést að umsækj- endur eru nú færri en á sama tíma í fyrra og meiri hlutfallsleg fækkun er hjá námsmönnum erlendis, allt að 25%. „Hvort það er til að vera og þá sér- staklega hjá námsmönnum erlendis vil ég ekki fullyrða um að svo stöddu, en margt bendir þó til þess,“ segir Hlöðver. „Þess ber þó að gæta að umsóknar- frestur er rúmur eða til 15. janúar nk., sem er sami umsóknarfrestur og var í fyrra, og því spurning hvort nemendur séu seinir að sækja um,“ segir hann. Sjáanleg fækkun í umsóknum Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Costa del Sol 15. september í 11 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu, m.a. góð íbúðahótel meðan á dvölinni sten- dur. Ath. heimflug 26. september er frá Jerez (rútuferð frá Malaga til Jerez tekur um 3 klst.). Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð frá kr. 29.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð15. september í 11 nætur. Netverð á mann. Gisting frá kr. 3.700 m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð á "stökktu tilboði". Netverð á mann pr. nótt. Aukalega m.v. 2-4 í stúdíó / íbúð á Timor Sol eða Aguamarina kr. 900 (á mann pr. nótt).Aukalega m.v. 2-4 í íbúð á Principito Sol kr. 1.800 (á mann pr. nótt). Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin! Costa del Sol 15. september frá kr. 29.990 Heildarfjöldi umsókna um lán hjá LÍN vegna náms er- lendis var árið 2009-2010 6.015 2008-’09 7.376 2007-’08 7.041 2006-’07 7.107

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.