Morgunblaðið - 09.09.2009, Page 12

Morgunblaðið - 09.09.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 JOSEPH Stiglitz, nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði, talar ekki vel um ný- frjálshyggjuna. Hann gagnrýnir fjár- málafyrirtækin og öfgarnar, sem leiddu til yfirstandandi fjár- málakreppu í heiminum. Hann heim- sótti Ísland í upphafi aldarinnar og komu fremur fáir að hlýða á hann. Þegar hann talaði á fundi í Öskju á mánudag var fullt úr úr dyrum og komust færri að en vildu. Hefðu menn lagt eyrun við ráðum Stiglitz þá, hefði mátt afstýra ýmsu. Nú eru að minnsta kosti margir að hlusta. Hann ræddi bæði við þingmenn og ráðherra í byrjun vikunnar og kveðst reiðubúinn að veita ráð, en ekki vera ráðgjafi. Áherslan á efnisleg gæði Stiglitz segir að ekki megi gleyma því að hagkerfið sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur leiðin til að skapa það þjóðfélag, sem menn kjósi sér. „Augljóslega er til fólk sem leggur meiri áherslu á efnislega hluti og það myndi vilja að samfélagið end- urspeglaði slíka efnishyggju,“ segir hann. „Ég held að það eigi hins vegar ekki við um meirihluta fólks. Þetta er fólk, sem hefur glatað áttum og held- ur að efnislegir hlutir séu allt. Ein fullyrðingin er sú að þessi minnihluti, sem heldur að það sé markmið í sjálfu sér að safna hlutum, hafi ákveðið hverjar áherslurnar væru. Ég held hins vegar að nær lagi sé að segja að sumir í það minnsta noti þessar áherslur sjálfum sér til fram- dráttar, til að auka efnislega velferð sína. Þannig er til dæmis sagt að einkavæðing leiði til aukinnar skil- virkni, en að auki fær viðkomandi tækifæri til að komast yfir tiltekin gæði. Ekki er gefið hvort viðkomandi trúi því í raun að skilvirknin verði meiri, en hann veit að hann mun eignast meiri gæði.“ Er þá skoðun Stiglitz að umræðan um einkavæðingu sé blekking? „Ég held að í versta tilfelli hafi nokkrir trúað því, en þeir fóru ekki mjög djúpt,“ segir Stiglitz. „Þetta var ekki fólk, sem lagðist í djúpa grein- ingu. Þær athugasemdir, sem ég geri, hafa verið kunnar lengi. Her- bert Simon, sem fékk Nób- elsverðlaunin fyrir um 25 árum, benti á að í flestum nútímafyrirtækjum væru flestir einstaklingar starfs- menn og það sama ætti við hjá rík- isfyrirtækjum. Stofnanir ríkisins gætu verið með góðar aðferðir til hvatningar eða slæmar. Það sama ætti við um einkafyrirtæki. Hann benti á að það gæti verið að þegar á heildina væri litið væri annað hvort – einkageirinn eða hið opinbera – betra, en það gæti ekki verið viðtekin hagfræðikenning. Ef horft er á reynsluna eru sumar ríkisstofnanir mjög skilvirkar, til dæmis stjórn elli- lífeyrismála í Bandaríkjunum, sem er skilvirkari en nokkurt einkarekið tryggingafyrirtæki.“ Óskilvirkt og spillt bankakerfi Stiglitz hugsar sig um og heldur áfram: „Bankakerfið okkar var mjög óskilvirkt og auk þess mjög spillt samkvæmt venjulegum hugmyndum um spillingu. Þeir tóku peninga ann- ars fólks í eigin þágu. Þeir kváðust hafa lögin með sér vegna regluverks- ins um stjórnun fyrirtækja, en það var meingallað. Að auki sögðu þeir við eigendur: þið kunnið að eiga okk- ur en þið hafið ekki rétt til að ákveða launin okkar.“ Þetta finnst Stiglitz þó ekki vera það versta: „Þeir börðust einnig af krafti gegn gagnsæi, til dæmis gegn því að þurfa að upplýsa um rétti til að kaupa hlutabréf og lífeyrisréttindi þannig að fólk gæti skilið hvað væri á seyði. Þannig að allt tal um að það op- inbera sé verra en einkageirinn stenst ekki – einkageirinn hefur verið mjög slæmur á mörgum af þessum sviðum þótt það sé engin afsökun fyr- ir opinbera geirann.“ Stiglitz sagði ljóst að nú yrði mjög hávær krafa um gagnsæi í fjármála- lífinu, en annað mál væri hvort hún næðist fram. Hann hefði áhyggjur af tvennu: „Annars vegar óttast ég að áhrifamenn á fjármálamörkuðum muni nota mátt sinn til að takmarka umfang gagnsæis og þetta sést nú á umræðum í Bandaríkjunum um hvort upplýsa eigi um afleiðuviðskipti utan skipulagðra markaða. Þeir vilja að upplýsingaskyldan sé þannig að í raun sjáist ekki hver áhættan er. Gagnsæi er ekki nóg Hins vegar óttast ég að menn haldi að gagnsæi sé það eina, sem þurfi að tryggja. Gagnsæi er nauðsynlegt, en ekki nóg. Í fjármálageiranum voru hvatar þannig úr garði gerðir að þeir ýttu undir skammsýna hegðun og öfgafulla áhættusækni. Ef bankarnir eru of stórir til að hægt sé að láta þá fara á hausinn tel ég að þeir séu of stórir til að vera til. Þeir vilja hins vegar vera til. Ef þeir eru til þurfa að gilda um þá strangar reglur, það þarf að skattleggja þá og setja þeim strangar reglur um eigið fé. Ég hef reynt að sýna fram á það að við erum að eyðileggja skilvirkan markað vegna þeirrar staðreyndar að í raun er um að ræða niðurgreiðslu sem liggur í þagnargildi og tengist hug- myndinni um að vera of stór til að fara á hausinn. Þangað sé hægt að fara með peningana sína með örlítið meiri vissu um að fá þá aftur vegna þess að bankinn sé stór og ríkið muni koma honum til bjargar. Og það gef- ur bönkunum, sem eru of stórir til að fara á hausinn, samkeppnisforskot, jafnvel þótt þeir séu óskilvirkir. Þetta býður hættunni heim vegna þess að óskilvirkari fyrirtæki stækka og stækka, það verður minni samkeppni á markaðnum og áhættan eykst vegna þess að í banka, sem er of stór til að fara á hausinn, vita menn að hægt er að stunda fjárhættuspil, ef maður leggur undir getur það aðeins farið á einn veg. Ef þú tekur áhætt- una og vinnur getur þú hirt gróðann, en ef þú tapar lendir skellurinn á al- menningi.“ Án áhættu er enginn agi Þegar Stiglitz er spurður hvort þessi hugsunarháttur hafi ýtt undir hrunið á Íslandi hugsar hann sig um og segir: „Já, ekki þannig að fólk hafi tekið meðvitaðar ákvarðanir, en í undirmeðvitundinni hafði þetta áhrif. Sparifjáreigendur líta til dæmis svo á að stórir bankar séu öruggari. Og nú höfum við sagt að við munum ekki að- eins bjarga bönkunum, heldur einnig skuldabréfaeigendunum. Í þeim skilningi var það verra sem gert var í Bandaríkjunum út frá hnattrænu sjónarmiði en gerðist á Íslandi, vegna þess að bjargir þú skuldabréfa- eigendunum veitir þú ekkert aðhald gegn slæmri hegðun. Þeir eyðilögðu kapítalismann. Ástæðan er sú að fáir þú arð án áhættu er enginn agi á markaðnum.“ Ráð við húsnæðislánaraunum Stiglitz er með ákveðnar hug- myndir um það hvernig leysa eigi úr húsnæðislánavandanum og telur að þær gætu einnig komið að notum á Íslandi. „Eitthvað í líkingu við það sem ég hef lagt til verður að gerast hér,“ seg- ir hann. „Nú erum við í þeirri stöðu að skuldirnar eru meiri en verðmæti eignanna. Kröfurnar eru meiri en eignirnar og því þarf að endurmeta kröfurnar. Hvernig á að gera það með skilvirkum hætti? Fyrir hendi er skuldabyrði, sem er þannig að fólk er ekki að vinna fyrir sjálft sig, heldur innheimtumanninn.“ Stiglitz segir að það grafi undan skilvirkni og sé slæmt fyrir hugarfar og vellíðan. „Hér komum við aftur að spurn- ingunni um tilgang hagkerfisins. Kerfið þarf líka að vera réttlátt. Ef allir hefðu gert það sama væri þetta auðvelt, en afbrigðin eru mörg og ólík. Sumir voru varkárir og tóku ekki þátt. Aðrir voru illa menntaðir og það var níðst á þeim. Enn aðrir höfðu sambönd í bönkunum og þeim voru gerðir greiðar. Svo komu þeir, sem höfðu engin sambönd, en voru bara að spekúlera. Það þarf að gæta sanngirni, en það er engin auðveld leið þannig að réttlætið verður að nást í grófum dráttum. Þó eru grund- vallaratriði, sem þarf að leita eftir.“ Hann segir að skipta megi sam- félaginu í þrennt, lántakendur, lán- veitendur og restina af samfélaginu. Spurningin sé hvernig skipta eigi tapinu milli þessara þriggja hópa. „Ef það ætti að forgangsraða er augljóslega hægt að segja að bank- arnir beri mesta sök vegna þess að þeir eiga að vita mest um áhættu- stýringu. Hvað sem lántakendurnir voru að gera hefðu lánveitendurnir átt að vera varkárir. Fyrir það fengu þeir þessi háu laun. Bankarnir ættu því að bera mestar byrðar af því að koma á jafnvægi. Annað atriðið er að þeir, sem ekki tóku þátt í fjárhættu- spilinu, hin saklausu fórnarlömb, ættu að njóta mestrar verndar. Ramminn, sem ég talaði um, sner- ist um að allir fengju eitthvað. Það er byrjað á að skoða greiðsluaðlögun þannig að lánið greiðist á lengri tíma. Ef lántakendur geta greitt án of mik- illar byrði fær bankinn endurgreitt. Í öðru lagi, ef greiðsluaðlögun er skoð- uð og lántakandinn getur enn ekki borgað verður skipt á skuld og eign- arhlut. Ef lántakinn selur húsnæðið fær bankinn sinn hlut af söluverðinu. Ef það dugar ekki til og byrðin er enn of mikil, þarf að afskrifa hana að einhverju marki. Það þarf að fara í gegnum þessi skref. Á Íslandi hafið þið ákveðið forskot í þessum efnum vegna þess að þið er- uð með góðan gagnagrunn hjá skatt- inum og vitið hvaða tekjur fólk hefur og getið fengið ýmsar upplýsingar um eignir þannig að meta má stöðuna að mestu leyti og það gefur góðan grunn til að ákvarða um 95% tilfella.“ Skattur á afskrifaðar skuldir Stiglitz segir að hann hafi síðan bætt við þetta einu atriði, sem bygg- ist á því að afskriftir skulda verði skattlagðar. Það eigi að gera með sanngjörnum hætti, hinir tekjulægri greiði lágt hlutfall af hinni afskrifuðu upphæð, en hinir tekjuhærri hátt hlutfall. „Með þessum hætti bætir þú hin- um hlutum þjóðfélagsins skaða þess upp, með því að tryggja að hinir ríku fái aðeins lítið brot af hinni afskrifuðu upphæð. Þetta er ófullkomið og kannski mætti segja frá siðferðislegu sjónarmiði að þeir ættu ekki að fá neitt. En það er of erfitt að ákveða hvaða auðmenn gengu á lagið og hverjir voru heiðarlegir. Það mætti hugsa sér flóknara kerfi, en þegar upp er staðið er betra að vera með grófa formúlu. Þetta er hins vegar gerólíkt því að afskrifa tuttugu pró- sent allra skulda vegna þess að þá fá þeir, sem stálu meiru, stærri gjafir. Og þótt sett verði þak á upphæðina verður það svo að upp að því marki myndu þeir, sem stálu meiru, fá meira. Hvers vegna ættum við að vilja gera það.“ Þeir eyðilögðu kapítalismann Morgunblaðið/Golli Joseph Stiglitz „Nú erum við í þeirri stöðu að skuldirnar eru meiri en verðmæti eignanna... Fyrir hendi er skulda- byrði, sem er þannig að fólk er ekki að vinna fyrir sjálft sig, heldur innheimtumanninn.“  Joseph Stiglitz telur að sé banki of stór til að fara á hausinn, sé hann of stór til að vera til  Sýnt hafi verið fram á að einkageirinn sé í sjálfu sér ekki skilvirkari en hið opinbera og það hafi sannast í hruninu Í HNOTSKURN »Gjaldeyrishöft þýða ekkiað hægt sé að lækka vexti á Íslandi vegna verðbólg- unnar, segir Stiglitz. Raun- vextir séu ekki háir. »Mæli vísitalan hins vegarekki raunverulegt neyslu- mynstur, sem gæti verið raun- in á Íslandi, bæði vegna þess að lækkun á húsnæðisverði endurspeglist ekki og Íslend- ingar neyti ekki lengur þeirra hluta, sem mældir eru, þurfi að endurmeta hana hið snar- asta. »Bjagaðar vísitölur getileitt til vitlausra ákvarð- ana í sambandi við vexti og verðbólgu. »Háir vextir hækki byrði af-borgana og hafi slæm áhrif á fjárlagahallann. » Íslendingar upplifðu aðvera við dauðans dyr og ættu að nota tækifærið til að hugsa um hvað þeir vilja. »Áherslan á að minnka fjár-lagahallann má ekki verða að áráttu, horfa verður á sam- spil skulda og eigna. Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz er harður gagnrýnandi óhefts markaðsbúskapar og telur að setja þurfi fjármálafyrirtækjum skýrar reglur og veita þeim strangt aðhald. Stiglitz var eitt sinn aðalhagfræð- ingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var rekinn og varð einn helsti gagn- rýnandi hans. Umsögn hans um framferði sjóðsins á Íslandi var hins vegar ekki jafn hörð og margir áttu von á. Ísland hefði fengið óvenju- lega áætlun frá sjóðnum með miklu rými og viðskiptavinir hans í öðrum heimshlutum teldu að Íslendingar nytu forréttinda vegna þess að þeir væru Evrópuþjóð. Gott væri ef Ís- land yrði fordæmi fyrir nýjum vinnubrögðum IMF. „Á nítjándu öld var kallað á her- inn þegar ríki gat ekki borgað skuldir og landið var hertekið. Á tuttugustu öldinni var kallað á AGS. Þetta ætti ekki að vera hlutverk hans, en iðnríkin reka hann,“ segir Stiglitz og bætir við að hann beri ekki lýðræðislega ábyrgð, heldur gagnvart Wall Street. Hann segir að innkoma sjóðsins hafi verið vottun á efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda og skapað ró. En hann geti orðið til trafala og lán hans séu dýr. „Þið gætuð sagt að læknirinn hafi komið, þið séuð á batavegi og þurfið ekki á honum að halda lengur. Því miður sé reikning- urinn hár fyrir húsvitjanir og ein af ráðleggingum hans sé að skera nið- ur fjárlagahallann. Það myndi hjálpa til að þurfa ekki að borga vexti af lánum AGS.“ Ber ábyrgð gagnvart Wall Street

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.