Morgunblaðið - 09.09.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 09.09.2009, Síða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 Í DAG, 9. SEPTEMBER, er alþjóð- legur dagur þar sem vakin er sérstök athygli á fósturskaða af völdum áfengis (FASD-dagurinn). En af hverju dagurinn í dag? Það er til þess að undirstrika mikilvægi þess að barnshafandi konur neyti ekki áfeng- is þá 9 mánuði sem meðgangan stendur yfir. Áhrif áfengis á fóstur hafa verið rannsökuð umtalsvert og sífellt kemur betur í ljós hvernig það skað- ar fóstrið. Áfengisneysla á með- göngu eykur líkur á fósturláti, fyrir- burafæðingu og andvana fæðingu. Áfengisneysla getur haft víðtæk áhrif; heilkenni fósturskaða af völd- um áfengis sem kallast FASD – ,,Fe- tal Alcohol Spectrum Disorders“. Heilkennið var fyrst greint árið 1973 og er áætlað að 1-2 börn af hverjum 1.000 á heimsvísu fæðist með ein- kenni. Einkennin eru líkamleg van- sköpun, vaxtarskerðing og röskun á starfsemi miðtaugakerfisins. Rann- sóknir benda til þess að jafnvel lítið magn áfengis á meðgöngu geti vald- ið ýmsum taugasálfræðilegum ein- kennum, sem geta birst sem athygl- isbrestur, lítill félagsþroski, ofvirkni, námsörðugleikar og málhamlanir, en skaðlegu einkennin koma ekki endilega fram fyrr en barnið kemst á skólaaldur. Ekki er munur á því hvort drukkinn er bjór, léttvín eða sterkara áfengi, vínandinn í öllum þessum drykkjum hefur sömu áhrif og getur skaðað fóstrið. Meðgönguskeið Ekki er vitað með vissu hversu mikið magn áfengis er skaðlegt, né á hvaða skeiði meðgöngunnar fóstrið er í mestri hættu. Fóstrið er í hættu alla meðgönguna. Best er að drekka aldr- ei áfengi á meðgöngunni, og komast þannig algjörlega hjá þeirri hættu sem fylgir neyslu áfengis. Þótt kona hafi neytt áfengis fyrstu vikur með- göngunnar, áður en hún gerði sér grein fyrir að hún var með barni, er ávallt ávinningur af að hætta að drekka strax. Ávinningur er á öllum stigum meðgöngunnar og hver áfeng- islaus dagur gefur barninu betri möguleika á heilbrigðum þroska. Ástæða er til að hvetja til aukinnar meðvitundar og umræðu um skaðleg áhrif áfengis, ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að áfengisneysla kvenna á barneignaaldri fer vaxandi. Hollráð um heilsuna Áfengi getur skaðað fóstur Í HNOTSKURN » Jafnvel lítið magn áfengisgetur skaðað fóstrið. » Ekki er munur á því hvortdrukkinn er bjór, léttvín eða sterkara áfengi, vínandinn í öllum drykkjunum hefur sömu áhrif og getur skaðað fóstrið. Rafn M. Jónsson verkefnisstjóri áfeng- is- og vímuvarna, í samvinnu við ljós- mæður Miðstöðvar mæðraverndar. Tenglar Frekari upplýsingar um heilkenni fósturskaða af völdum áfengis má m.a. fá hjá Miðstöð mæðravernd- ar og ljósmæðrum. www.heilsugaeslan.is/ pages/1940 www.lydheilsustod.is/frettir/ avvr/nr/2845 Reuters Börn Mikilvægi er að barnshafandi konur neyti ekki áfengis þá níumán- uði sem meðgangan stendur yfir. Til þess að menn geti kallað sighagyrðinga með sanni þurfa þeir auðvitað að setja saman hátta- lykil – og það skammlaust. Pétur Stefánsson smíðaði háttalykil sem stranglega er bannaður templurum undir yfirskriftinni „Háttatal hið nýja“. Hér eru birtar valdar vísur úr því og byrjað á ferskeyttri, frumhentri: Mæða dvínar, lífgast lund, léttir böli amans. Hressir vínið hal og sprund helst til ástargamans. Þá ferskeytt (víxlhent): Fátt mig gleður annað en áfengt vín að drekka. Úr mér kveður kurr og slen, kvíða, brýnur, ekka. Dverghent: Drengir kveða kátum rómi kíminn söng, Aldrei brestur okkar sómi öls við föng. Gagaraljóð: Enn er við mig konan köld, kergjufull að brúka þras. Ætla ég því út í kvöld elskan mín og fá mér glas. Stafhent: Enn er mér í anda rótt, ýmislegt þó geri ljótt. Enginn finnur í mér beyg ef að ég á vodkafleyg. Braghent (samrímað): Gakktu æ í geði hress um gleðivegi. Góðir siðir glatast eigi. Glaðværð vex í sterkum legi. Afhent: Gerir Bakkus gjarnan mönnum glaðar stundir, líkt og regn sem grænkar grundir. Stúfhent: Mína ævi, meðan sól og máni skín, mun ég bergja brennivín. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af áfengu háttatali Á laugardag nk. standa verslanirnar Barnavörur, ISbambus, Kindaknús, Krútt, Montrassar, Snilldarbörn, Tamezonline og Þumallína fyrir tau- bleiumarkaði í versluninni Maður lif- andi við Borgartún kl. 11-17. Sams- konar markaður var haldinn í síðasta mánuði og mæltist mjög vel fyrir og var því ákveðið að end- urtaka leikinn. Hvert barn notar að meðaltali um 6.000 bréfbleiur á bleiutímabilinu. Notkun taubleia er því góð fyrir um- hverfið auk þess að spara heim- ilunum veruleg útgjöld. Taubleiumarkaður Skipta máli Taubleiur er góðar fyr- ir umhverfið og budduna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.