Morgunblaðið - 09.09.2009, Side 21

Morgunblaðið - 09.09.2009, Side 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 Hólmfríði og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Erla Ólafsson og Þórir S. Gröndal. Mikill öðlingur er í dag kært kvadd- ur og honum þökkuð leiðsögnin að lokinni vegferð. Gæfumaður í þess orðs fyllsta skilningi, farsæll í lífi og starfi, alls staðar til sóma heima og heiman. Ingvi S. Ingvarsson fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins vann þjóð sinni af alúð á nær fjögurra áratuga löngum ferli í utanríkisþjónustunni. Sam- starfsmennirnir voru orðnir fjölmarg- ir þegar upp var staðið og allir sem einn litu á árin með Ingva sem gæfuár í sínu lífi. Ingvi var vel menntaður og glöggur embættismaður, en skemmti- legast af öllu var að skyggnast á manninn á bak við metorðin, per- sónuna sem varpaði ljóma á embætt- in. Það var galdri líkast að sjá hve allt var í öruggum höndum hjá Ingva og hvernig hann virkjaði samstarfsfólkið til góðra verka. Einhvern veginn gerðist það eins og hendi væri veifað að allt féll í ljúfa löð þar sem hann kom að verki og honum tókst að hámarka afköstin um leið og hann lét sér afar annt um samstarfsfólkið og vellíðan þess. Ég stríddi honum stundum á því að hann væri eins og Gromyko gamli, utanríkisráðherra Sovétríkjanna til margra ára, en um hann var sagt að hann gengi milli regndropanna. Það er nær sanni að segja um Ingva að hann hafi spennt upp ósýnilega regn- hlíf og látið dropana falla á hana en ekki sig. Ingvi var glæsilegur maður, mér fannst hann líkastur kvikmynda- stjörnu úr svarthvítu myndunum, há- vaxinn, myndarlegur og laglegur. Ekki spillti fremur alvarlegt yfir- bragð, þó stutt væri í kímnina og það að hann tók hverjum og einum sem raunverulegum jafningja og tranaði sér hvergi fram. Hann var að mörgu leyti á undan sinni samtíð hvað lífsstíl varðaði, því hann þaulskipulagði frí- tímann og fann sér ný viðfangsefni í hverju spori. Í Stokkhólmi stóð sendi- herrabústaðurinn á sjávarlóð og ekki var Ingvi fyrr kominn þangað en hann gerði sér lítið fyrir og byggði þar höfn, lærði að sigla skútu, keypti sér bát og sigldi svo sæll og glaður með Hólm- fríði konu sinni og dótturinn Bergljótu um skerjagarðinn fagra. Í Kaupmannahöfn stóð stærðarinn- ar húsbíll á lóð bústaðarins. Fjöl- skyldan lagðist í ferðalög um hina lágu Danmörku, en Hólmfríður sagði seinna að þeim hefði ekki fundist að þau gætu lifað og starfað í landi með því að þekkja bara höfuðborgina. Heimkominn tók Ingvi sig til og veiddi í soðið, alltaf tókst honum að standa í stafni og gera lífið skemmti- legt. Eftirlifandi eiginkona Ingva, Hólm- fríður G. Jónsdóttir, sér nú á bak æskuástinni sinni, besta vini sínum og lífsförunauti á langri lífsins göngu. Þessi fallega, greinda kona tók virkan þátt í störfum manns síns í 63 ár og var jafnræði með þeim hjónum og gagnkvæm, djúp virðing. Það var ekki bara gaman að vera með þeim, heldur gefandi og lærdómsríkt. Saman sköp- uðu þau andrúmsloft trausts og trú- verðugleika hvar sem þau komu. Þau nutu ævikvöldsins saman hér heima og litu sátt til baka yfir farinn veg. Síðasta ferðin hans Ingva var farin í sumar í faðmi fjölskyldunnar sinnar, þess kærasta sem hann átti. Það var vel við hæfi og í anda mannsins að vera í faðmi fjölskyldunnar í sinni síð- ustu ferð, umvafinn dýrgripunum sín- um, eiginkonu, dóttur og barnabörn- um og sjá Snæfellsjökul í síðasta sinni. Ingvi veiktist skömmu eftir heim- komu og lést nokkrum vikum síðar eftir skamma sjúkdómslegu. Við sem eftir lifum þökkum vel- gjörðarmanni okkar samfylgdina. Hann lifir í hjörtum okkar og er og verður klassísk fyrirmynd hins góða diplómats sem vinnur þjóð sinni mikið gagn. Sigríður Á. Snævarr, sendiherra Ég man greinilega þegar ég hitti Ingva fyrst í Menntaskólanum á Ak- ureyri fyrir hartnær 70 árum. Hann vakti alls staðar athygli. Óvenju há- vaxinn, fríður sýnum og föngulegur. Það var eitthvað í fasi hans, sem skap- aði traust og heilindi. Ingvi var ágæt- ur námsmaður og hvers manns hug- ljúfi. Hann valdist því til forystu fyrir okkur bekkjarsystkinunum og var valinn umsjónarmaður skólans í sjötta bekk. Ingvi kvæntist árið 1946 Hólmfríði Guðlaugu Jónsdóttur, hinni ágætustu konu. Dóttir þeirra er Bergljót Krist- ín, uppeldisfræðingur og kennari. Eftir menntaskólaárin skildi leiðir eins og gengur. Ingvi lagði stund á viðskiptafræði við Háskóla Íslands, en lauk hagfræðinámi frá Háskólan- um í Glasgow 1949 og framhaldsnámi frá London School of Economics. Sem ungur maður gegndi Ingvi ýms- um störfum, en fljótlega réðst hann til utanríkisþjónustunnar og starfaði þar síðan allan sinn starfsferil. Gegndi hann ýmsum þýðingarmestu störfum þjónustunnar. Var t.d. skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu og síðar ráðu- neytisstjóri, sendiherra og fasta- fulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherra í mörgum löndum, m.a. Bandaríkjunum. Allt þetta sýndi hvers trausts og virðingar hann naut. Seinustu árin höfum við bekkjar- systkinin frá MA, sem útskrifuðumst vorið 1945, hist reglulega. Ingvi hafði forystu um þetta og lét sér einkar annt um að rækja forna vináttu. Nú þegar hann fellur skyndilega frá er hans sárlega saknað. Það er vissulega stórt skarð höggvið í bekksögnina, en lífið heldur áfram og við þökkum for- sjóninni fyrir að hafa átt langa og frá- bæra samleið með höfðinglegum sómamanni. Við sendum Hólmfríði og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Tómas Árnason. Það var traust og þétt handtak Ingva S. Ingvarssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra, og úr andlitsdrátt- um hans mátti vel greina ákveðni, al- úð og hvatningu, þegar hann bauð mig velkominn til starfa í utanríkis- þjónustunni á vordögum 1983. Þess- ara eiginleika hans fékk ég notið æ síðan sem og úr nægtabrunni ráða hans og hlýju. Svipaða sögu hefur það starfsfólk utanríkisþjónustunnar sem naut samferðar hans að segja. Við drúpum höfði í miklu þakklæti. Ingvi átti langan og farsælan starfsferil í utanríkisþjónustunni allt frá því þegar hann hóf þar störf árið 1956 og þar til hann kvaddi þann starfsvettvang fyrir aldurs sakir í árs- lok 1994. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum heima og erlendis, sem ráðuneytisstjóri og sendiherra Íslands í New York, Stokkhólmi, Washington, D.C. og Kaupmannahöfn. Í öllum sínum störf- um ávann hann sér einstakt traust og orðsporið var ávallt á sömu nótum og getið er hér að framan. Ingvi lagði mikla rækt við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur, menn og málefni, og í löngum og tíðum störfum sínum sem yfirmaður varð hann í senn vinur og samherji undirmanna sinna. Hann var opinskár og ákveðinn en lagði allt- af áherslu á að sjónarmið annarra nytu sín. Með þessum hætti varð ein- att málefnalega tekið á hlutum og allrar sanngirni gætti í niðurstöðum. Þannig náði hann árangri í eigin störfum og þeirra sem störfuðu með honum og aldrei stóð á hvatningu hans og aðstoð í ólíklegustu málum, oftar en ekki erfiðum. Engum duldist að Ingva var sérstaklega umhugað um velferð samstarfsfólks síns og í öll skipti eftir að leiðir okkar á starfs- vettvangi skildi og fundum okkar bar saman spurði hann fyrst um hagi mína og minna. Ekki er unnt að minnast Ingva S. Ingvarssonar án þess að geta eigin- konu hans og lífsförunautar um rúm- lega sex áratuga skeið, Hólmfríðar G. Jónsdóttur. Í samheldni sinni og stuðningi hvort við annað voru þau hjón einstaklega öflugir fulltrúar Ís- lands og mikill sómi fór af. Á sama hátt og Ingvi var Hólmfríður alltaf reiðubúin með ráð og stuðning til hverra þeirra sem til hennar leituðu. Þannig varð hún sterkur og ómiss- andi hlekkur í starfssveit utanríkis- þjónustunnar. Um leið og við yljum okkur við hlýj- ar minningar kveðjum við drengskap- armann, náinn samstarfsmann og vin með dýpsta þakklæti og virðingu og biðjum góðan Guð að styrkja Hólm- fríði, dótturina Bergljótu og fjöl- skyldu, og biðjum hann að blessa minningu Ingva S. Ingvarssonar. Benedikt Jónsson, ráðuneytisstjóri.  Fleiri minningargreinar um Ingva S. Ingvarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                          ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og systir, JÓNÍNA HELGA GÍSLADÓTTIR, Strikinu 12, Garðabæ, lést í Holtsbúð Garðabæ mánudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 15.00. Torfi Jónsson, Guðrún Inga Torfadóttir, Sigrún Gerða Gísladóttir, Páll Leifur Gíslason. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ALIDA OLSEN JÓNSDÓTTIR, Hafnarfirði, lést á heimili sínu mánudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstu- daginn 11. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ómar Kjartansson, Ragnheiður Blöndal, Súsanna Kjartansdóttir, Jakob Halldórsson, Kjartan Kjartansson, Ásta Lára Sigurðardóttir, Sigríður Kjartansdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ÁGÚSTSDÓTTUR, áður Dalbraut 18, Reykjavík. Ragnhildur Ásmundsdóttir, Árni Arnþórsson, Óskar Már Ásmundsson, Þráinn Ásmundsson, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR, Hólavegi 26, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga miðvikudaginn 2. september, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 11. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga. Esther H. Skaftadóttir, Sigríður Skaftadóttir, Anna Skaftadóttir, Birgir Sigurðsson, Margrét Skaftadóttir, Haukur Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur minn, ARI GUNNAR ÁSGRÍMSSON, Hátúni 10, Reykjavík, lést á Kumbaravogi þriðjudaginn 1. september. Útförin fer fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Bára Sigríksdóttir. ✝ Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, KJARTAN KÁRI FRIÐÞJÓFSSON, búsettur í Osló, sem lést föstudaginn 14. ágúst, var jarðsettur í Osló föstudaginn 4. september. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. september kl. 15.00. Aroon Kirakiat, Kristin Helene Kjartansdóttir Bergtun, Kjetil Andreas Kjartansson Bergtun, Friðþjófur Max Karlsson, Ásdís Jónasdóttir, Ástríður S. Valbjörnsdóttir, Árni Ingi Garðarsson, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Jóhann H. Ragnarsson, Jónas G. Friðþjófsson, Sigurður Andri Sigvaldason, Elín Bríta Sigvaldadóttir, Birta Marlen Lamm, Maximilian Klimko. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, systir og amma, ELSE ÞORKELSSON, Funafold 48, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 2. september, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. september kl. 13.00. Björn Sigurðsson, Einar Sigurðsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Pétur Sigurðsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Elna Rathje og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.