Morgunblaðið - 09.09.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 09.09.2009, Síða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SPENNUTRYLLIRINN Reykjavík Whale Watching Massacre hefur verið valinn inn á Screamfest-hrollvekjuhátíðina sem haldin verð- ur í Hollywood í Bandaríkjunum, dagana 16. til 25. október næstkomandi. Hátíðin, sem er haldin árlega, er mest sótta hrollvekjuhátíðin vestan- hafs, og hefur meðal annars verið kölluð Sun- dance-hátíð hrollvekjanna. Að sögn Ingvars Þórðarsonar, framleiðanda myndarinnar, er þetta mikið tækifæri fyrir hana, enda ekki sjálf- sagt mál að komast á hátíðina. Þangað komi mikill fjöldi fólks sem vilji kaupa réttinn til að sýna hrollvekjur um allan heim og því óskandi að RWWM veki athygli. En þótt áhugi sé á mynd- inni erlendis var aðsókn að henni hér á landi nokkuð dræm um helgina, rétt rúmlega 2.000 manns sáu hana þessa fyrstu sýningarhelgi. Til samanburðar sáu rúmlega 6.600 manns teikni- myndina Up á sama tíma. „Það segir sig sjálft að auðvitað vill maður alltaf meiri aðsókn. En myndin heldur sér vel, það var til dæmis jafngóð aðsókn í gær [á mánudag] og á laugardaginn,“ segir Ingvar. Þá hefur vakið athygli að myndin hefur hlotið fremur slæma dóma, tvær stjörnur í Fréttablaðinu, eina og hálfa í DV og tvær og hálfa hér í Morgunblaðinu. „Ég vil ekkert vera að bauna á gagnrýnendur en þetta sýnir mikla vanþekkingu á þessari tegund kvikmynda. Það sem þeir virðast ekki fatta er að Sjón gerir grín að öllum svona myndum. En auðvitað hafa menn rétt á sínum skoðunum,“ segir Ingvar að lokum. Fara á mest sóttu hrollvekjuhátíð Bandaríkjanna Blóðugt Slær RWWM í gegn vestanhafs?  Mikið hefur verið ritað og rætt á erlendum tískusíðum um Iceland Fashion Week sem fram fór í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Fjölmargir hönnuðir hættu við að taka þátt í sýningunni þar sem þeir töldu aðbúnað afar slæman, og fluttu sýninguna yfir á Nasa. Á vefsíðunni Techfluff.tv segir meðal annars: „Hönnuðirnir töldu að sýningarpallurinn, sem var sett- ur saman úr brettum með vatni frá styrktaraðilanum Icelandic Glacial water, væri ljótur og myndi skemma fyrir hönnuninni og gera allar ljósmyndir ljótar,“ segir með- al annars á síðunni. Einn hönnuður- inn hafi svo lýst því sem svo að það að taka þátt í sýningunni hefði ver- ið eins og að borða kavíar upp úr klósettskál. Einn rúmenskur hönn- uður hafi þó ákveðið að taka þátt í sýningunni, auk þriggja íslenskra. Einn hönnuðanna sem hættu við, Lizzy Peters, skrifar langa skýrslu á bloggsíðu sína og segir hún farir sínar alls ekki sléttar. Sjá má færsl- una á lizzypeters.nl/blog. Að borða kavíar upp úr klósettskál  Að vera með Facebook-síðu er upphaf og endir alls hjá Íslend- ingum, í dag er tilvera þín í veröld- inni ekki staðfest nema þú sért á Facebook, þá ertu fyrst fædd/ur. Því hefur einhver aðdáandi stór- söngvarans Geirs Ólafssonar fund- ið sig knúinn til að koma karlinum á Facebook að honum forspurðum, svona til að láta vita að hann er til. Aðdáendur virðast hafa verið fegn- ir að sjá hann á Facebook því hann á þegar 554 vini. Þeir hljóta samt að hafa orðið fyrir vonbrigðum því lít- ið er upp úr vinskap við Geir að hafa; tvær myndir og tónleika- tilkynning síðan í desember 2008. Geir „hinn eini sanni“ Ólafsson hefur því látið það orð berast að hann sé ekki með Facebook-síðu og sú sem er til staðar sé búin til af óprúttnum náunga úti í bæ í hans nafni. Lítið upp úr vinskap við Geir Ólafs að hafa Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Í KJÖLFAR bankahrunsins síðast- liðið haust bárust fréttir af því að Ian Anderson, leiðtogi Jethro Tull, vildi halda hér einskonar samstöðu- tónleika með íslensku þjóðinni. Landinn tók því vel, eins og sést meðal annars af því að þegar varð uppselt á tvenna tónleika Andersons og félaga í Háskólabíói 11. og 12. september næstkomandi. Ian Anderson er ekki að koma hingað í fyrsta sinn og hann hefur komið oftar en Jethro Tull; hann eyddi hluta úr sumarfríi sínu á Ís- landi á síðasta ári, enda segist hann kunna einkar vel við sig hér. „Þegar kreppan skall síðan á af fullum þunga langaði mig að sýna Ís- lendingum vinahót og nota líka tæki- færið og skreppa í stutta heimsókn, en ég er einmitt að skipta um hlut- verk núna, ef svo má segja, var að ljúka löngum Jethro Tull-túr og er að gíra mig upp í sólóferð um Bret- land og Bandaríkin.“ Að þessu sögðu þá leggur And- erson áherslu á að hann sé alls ekki að fara að halda einhverja líknar- tónleika og þaðan af síður að hann sé að sýna einhverja meðaumkvun: „Ég er ekki þannig, ég er bölvaður þrjótur og nískupúki og vil alls ekki að menn haldi að ég sé eitthvert gæðablóð,“ segir hann með þunga og ég sé fyrir mér ygglibrúnina, en reyndar spillir hann heldur stemn- ingunni með því að skella upp úr. Eins og Anderson nefnir er hann nú að gera sig kláran fyrir tónleika- ferð um Bandaríkin og Bretland og er að æfa upp hljómsveit sem spila mun með honum í þeirri ferð, en til stendur að leika talsvert af nýrri tónlist í ferðinni. Hann ætlar þó ekki að bjóða upp á það prógramm hér á landi. „Ég spila þau lög sem fólk langar til að heyra,“ segir hann og bætir svo við glaðbeittur: „Ég nota örugglega hljóðprufurnar fyrir tón- leikana til að æfa nýju lögin, svo þeir sem vilja heyra eitthvað nýtt verða að mæta á þær.“ Dísa treður upp Það ber til nýjunga á þessum tón- leikum að tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir, Dísa, mun troða upp með Anderson og félögum, syngja með honum í einhverjum lögum, en einnig hyggst hann taka lög eftir hana. Hann lýsir því svo að hann hafi langað að kynnast nánar íslenskri tónlist og þá sé ekkert betra en að vinna með íslenskum tónlistar- mönnum. „Ég fór á YouTube og leitaði að ís- lenskri tónlist og þar fann ég Dísu. Mér fannst það reyndar merkilegt að íslenskir strákar virðast allir vera að spila þungarokk, en stelpurnar eru að gera mun forvitnilegri hluti fyrir minn smekk, þær eru til- raunaglaðari og ævintýragjarnari. Vonandi á Dísa eftir að læra eitthvað af því að troða upp með gömlum rör- um eins og okkur, en ég á örugglega eftir að læra sitthvað af að spila með henni.“ Ég er ekkert gæðablóð  Ian Anderson heldur tvenna tónleika í Háskólabíói  Hyggst flytja lög eftir Dísu með henni  Langaði að sýna Íslendingum vinahót Íslandsvinur Ian Anderson er enginn mannvinur að eigin sögn, en hann safnar þó fé fyrir Vildarbörn og Fjölskylduhjálp Íslands. INNSETNING listakonunnar Hrafnhildar Arnardóttur í glugga Macy’s á 34th Street við Broadway í New York verður afhjúpuð á morgun. „Innsetningin mín heitir „Then they arrived at glacial speed“. Hún er búin til úr skúlptúrum eftir mig sem heita „Hairy Moon“ og „White Wedding“ og svo er ég með veggfóður allan hringinn á bakvið. Þetta er stillimynd en tunglið snýst og fólk á að hugsa um á hvaða hraða það er sjálft, ég er að búa til útópískan draumaflótta,“ segir hún um verkið. Macy’s er önnur mesta stórverslun heims og er Hrafn- hildur með einn af stærri gluggunum á 34th Street sem mörgþúsund manns ganga framhjá á hverjum degi. „Það er fullt af fólki sem fer framhjá þessum glugga og með því að vera hér nær maður til þeirra sem maður næði annars ekki til.“ Innsetningin verður uppi til 27. september og er hluti af árlegri hátíð Macy’s, Art Under Glass, í samstarfi við Alliance Francais. Ásamt Hrafn- hildi sýna tíu franskir og amerískir listamenn í Macy’s. ingveldur@mbl.is Útópískur draumaflótti White Wedding Postulínshestur, skreyttur hvítum fléttum, á að túlka drauminn um fullkomleika. Hrafnhildur Arnardóttir er með inn- setningu í glugga Macy’s í New York Eins og fram kemur hér til hlið- ar segist Ian Anderson vera bölvaður þrjótur og nískupúki og að heimsókn hans hingað til lands sé fyrst og fremst honum sjálfum til skemmtunar. Rétt er þó að halda því til haga að allur ágóði af tónleik- unum í Háskólabíói í næstu viku rennur til fjölskyldna Vild- arbarna og Fjölskylduhjálpar Ís- lands að hans ósk. Gera má ráð fyrir að nokkuð muni safnast í ljósi þess að þræluppselt er á hvora tveggju tónleikana. Örlátur nískupúki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.