Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 SÖNGKONAN Kylie Minogue stefnir að því að halda tvöfalt brúð- kaup með systur sinni Dannii Minogue. Kylie, sem er með spænsku fyrirsætunni Andres Velencoso, vill deila þessari stóru stund með systur sinni í heimabæ þeirra, Melbourne í Ástralíu. „Stelpurnar hafa grínast með það lengi að fara í kapphlaup upp að altarinu og núna virðist það ætla að verða að veruleika. Dannii hefur sagt vinum sínum að hana hafi alltaf dreymt um að hafa tvöfalt brúðkaup með eldri systur sinni og þetta er í fyrsta skipti sem systurnar hafa báðar verið í hamingjusömum sam- böndum á sama tíma,“ segir í breska Look-tímaritinu. Dannii á í sambandi við rúgbí-stjörnuna sem varð að fyrirsætu, Kris Smith. Þegar hefur sést til hennar skoða brúðarkjóla en hún mun vera hrifin að ástralska hönnuðinum Collette Dinnigan meðan Kylie vill gamlan kjól eða kjól eftir hönnuðinn Matthew Williamson. Hvað sem því líður er ljóst að systurnar verða huggulegar við alt- arið og ljóst að ofansögðu að karlarnir eru líka mikið augnayndi. Tvöfalt brúðkaup? Dannii Minogue TVEIR sjóðheitir, ungir leikarar munu vera að draga sig saman sam- kvæmt slúðurmiðlum. Leikkonan Evan Rachel Wood er sögð eiga í ástarsambandi við mótleikara sinn í sjónvarpsþáttunum True Blood, Al- exander Skarsgard. Wood mun vera svo hrifin af Skarsgard að hún flaug til hans á tökustað til að geta eytt tíma með honum. „Evan Rachel Wood og Alexand- er Skarsgard eru kannski par. Vin- ur minn vinnur á tökustað mynd- arinnar Straw Dogs sem Alexander og Kate Bosworth leika í í Loui- siana. Wood flaug á staðinn á föstudag- inn síðasta til að vera með Alexand- er en þau hafa verið að hanga sam- an síðan þau hittust við tökur á True Blood. Það heyrðist til hans tala um að eyða tíma með Wood og hann virtist mjög spenntur fyrir því,“ sagði einn um sambandið á Perez Hilton-slúðurvefnum. Einnig sást til þeirra á bæj- arhátíð í Louisiana þar sem Wood tók myndir með einnota myndavél. Samband þeirra mun hafa verið að þróast í laumi í nokkurn tíma. Skarsgard er sagður næsta kynt- röll Hollywood. Hann var líka ný- lega tengdur við mótleikkonu sína í Straw Dogs, Willan Holland. Hann er 33 ára en Wood er 22 ára. Ung, sjóð- heit og ástfangin Alexander Skarsgard Evan Rachel Wood TÓNLEIKAR til heiðurs John Lennon fara fram á Nasa í kvöld. Einvalalið söngvara og hljóðfæra- leikara stígur á svið og verða tón- leikarnir tvískiptir. Lennonlög frá Bítlaárunum 1963-1969 og eftir hlé verða flutt Lennonlög frá New York-tímabilinu 1970-1980. Níu söngvarar koma fram: Björgvin Halldórs, Daníel Ágúst, Egill Ólafs, Haukur Heiðar jr., Helgi Björns, Ingó, Jóhann Helga, Krummi og Stefán Hilmars. Í band- inu verða Magnús Kjartansson á hljómborð, Villi Guðjóns og Jón Elvar Hafsteins á gítara, Jón Ólafs- son á bassa og Ásgeir Óskarsson á trommur. Kynnir á tónleikunum verður Ólafur Páll Gunnarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Miða- verð er 2.900 kr. Forsala miða fer fram á midi.is. John Lennon Verður á Nasa í kvöld...í anda að minnsta kosti. Til heiðurs Lennon í kvöld Kylie Minogue Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.