Morgunblaðið - 12.09.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
18% ALLRA Ís-
lendinga yfir fer-
tugt eru með
langvinna
lungnateppu
(LLT). Þetta kom
fram í erindi sem
Karl Andersen,
sérfræðingur í
lungnasjúkdóm-
um, hélt á Tóbaksvarnaþingi. 9%
fólks yfir fertugt eru með verulega
skerðingu. Rannsóknir á dauðs-
föllum árið 2007 leiddu í ljós að
hægt er að rekja 95% dauðsfalla Ís-
lendinga til þessa sjúkdóms. Karl
sagði að sjúkdómurinn hefði mikil
áhrif á asmasjúklinga.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
TÓBAKSVARNAÞING Lækna-
félags Íslands samþykkti í gær
ályktun þar sem lagt er til að nikótín
og tóbak verði skilgreint sem ávana-
og fíkniefni. Þingið lagði til að sölu
tóbaks yrði hætt í matvöruversl-
unum og bensínstöðvum fyrir árslok
2010 og hætt yrði að selja það í sölu-
turnum árið 2012.
Þingið vill að Ísland marki þá
stefnu að verða fyrsta landið í heim-
inum til að taka tóbak úr almennri
sölu.
Magnús Jóhannsson, læknir og
prófessor, sagði á þinginu að öll rök
hnigju að því að skilgreina nikótín
sem ávana- og fíkniefni. Notendur
væri afar háðir efninu, þeir mynd-
uðu þol gegn efninu, reykingamönn-
um reyndist erfitt að hætta og reyk-
ingar leiddu til ótímabærs dauða
fjölda manns.
Tóbaksvarnaþingið ályktaði að
það væri ólíðandi að daglega ánetj-
uðust 2-3 ungmenni nikótíni hér-
lendis. Aðgerðirnar ættu ekki síst að
beinast að því að minnka nýliðun
reykingamanna.
Samfélagslegur kostnaður við
reykingar hefur verið metinn um 30
milljarðar. Stefán Þorvaldsson
hjartalæknir benti á að ef gera ætti
þá kröfu að reykingamenn borguðu
sjálfir fyrir kostnaðinn sem stafaði
af reykingum þyrfti verð á
sígarettupakka að fara úr 800 kr. í
um 3.000 krónur. Þingið samþykkti
ályktun þar sem segir að stefnt skuli
að því að útsöluverð á tóbaki standi
undir samfélagskostnaði við neyslu
þess.
Tóbak verði skilgreint fíkniefni
Læknar vilja að Ísland verði fyrst landa
til að taka tóbak úr almennri sölu
Morgunblaðið/RAX
Tóbaksvarnaþing Telur ólíðandi að daglega ánetjist 2-3 ungmenni nikótíni.
MIKIÐ úrhelli var víða á Suðurlandi
í gær. Í Mýrdal rauf áin Klifandi
skörð í varnargarð og veg upp í
Fellsmörk vegna vatnavaxta.
Nokkrir bílar voru í sumarhúsa-
byggð í Fellsmörk og voru þeir sem
þar dvelja því tepptir, að sögn Jón-
asar Erlendssonar í Fagradal.
Ófært varð yfir Krossá á leiðinni
inn í Þórsmörk en einnig var mikill
vöxtur í öðrum ám á því svæði.
Ragnheiður Hauksdóttir, staðar-
haldari í Húsadal, sagði að lækir
væru þar orðnir að stórfljótum.
Varar lögreglan á Hvolsvelli veg-
farendur, sem ætla að leggja á há-
lendisleiðir um helgina, við færð á
svæðinu og hvetur fólk til að athuga
með færð áður en lagt er af stað.
Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Flóð Kindur komust í sjálfheldu
þegar ár flæddu yfir bakka sína.
Vatnavext-
ir miklir á
Suðurlandi
Vegir og varnar-
garðar rofnuðu
DUGLEGA rigndi á þessa litríku ungfrú í mið-
bænum í gær, eins og svo marga Íslendinga, þótt
hún hafi reyndar skýlt sér með þar til gerðri
regnhlíf. Fleiri Íslendingar mættu að ósekju
nýta sér það ágæta þarfaþing.
Haustlægðirnar byrja nú að ganga ein af ann-
arri yfir landið. Veðurstofan varaði í gærkvöldi
við stormi suðaustanlands og á annesjum en það
veður gekk hratt niður í nótt og olli litlum sem
engum vandræðum.
Þótt ekki sé enn mikil hætta á ferðum vegna
vatnavaxta er sjálfsagt að hafa það í huga á
haustin hvort niðurföll eru opin og þakrennur í
lagi. Ekki skiptir öllu máli hve mikið vatn fellur
til jarðar, ef það á greiða leið til sjávar.
Regnhlífar og hlý föt sigrast á rigningunni
Morgunblaðið/Ómar
Haustið bankar upp á í dvínandi dagsbirtu
18% fólks 40 ára og
eldri eru með lang-
vinna lungateppu
LÖGREGLAN í Borgarnesi hand-
tók í gær þrjá Litháa eftir að starfs-
fólk Hagkaupa í bænum hafði sam-
band og gaf upp bílnúmer þeirra.
Starfsfólkinu þótti mennirnir grun-
samlegir og reyndist grunur þess á
rökum reistur.
Mennirnir reyndust vera með
sérstakan búnað til að komast út úr
verslunum með varning án þess að
þess yrði vart. Í fórum þeirra
fannst einnig þýfi sem þeir gátu
ekki gert grein fyrir.
Þar að auki reyndist í bílnum
stolið GPS-staðsetningartæki en í
það höfðu mennirnir skráð heimil-
isföng ýmissa verslana víðs vegar
um landið.
Keyrðu á
milli og stálu
Eftir Þröst Emilsson
og Önund Pál Ragnarsson
TÖLUVERÐ uppstokkun er fyr-
irhuguð í utanríkisþjónustunni á
næstu mánuðum.
Benedikt Jónsson, sem verið
hefur ráðuneytisstjóri í utanrík-
isráðuneytinu, tekur við sendi-
herrastöðu í London 1. október
næstkomandi, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Sá fyrirvari
er þó hafður á að enn á eftir að fá
staðfestingu frá yfirvöldum þar í
landi á að af stöðuveitingunni geti
orðið, eins og venja er í alþjóða-
samskiptum.
Benedikt á að baki víðtæka
reynslu í utanríkisþjónustunni en
áður en hann tók við embætti
ráðuneytisstjóra var hann m.a.
sendiherra Íslands í Moskvu og
fastafulltrúi og sendiherra hjá al-
þjóðastofnunum í Genf.
Nýr ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins í stað Benedikts
verður Einar Gunnarsson en hann
hefur undanfarin ár gegnt ábyrgð-
arstöðum í utanríkisþjónustunni, á
aðalskrifstofu og sendiskrifstof-
unum í Brussel og Genf. Var Einar
m.a. starfsmannastjóri og síðast
skrifstofustjóri yfir viðskiptasamn-
ingum.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
núverandi sendiherra í London, fer
í aðra stöðu hjá utanríkisþjónust-
unni 1. október.
Fleiri sendiherrum verður skák-
að til innan utanríkisþjónustunnar
fram til áramóta. Breytingarnar
tengjast samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins undirbúningi að-
ildarviðræðna Íslands um ESB.
Þá munu samkvæmt heimildum
að minnsta kosti sex sendiherrar
hverfa úr utanríkisþjónustunni á
næstu 12 mánuðum. Ekki mun þó
ætlunin að skipa nýja sendiherra,
enda margir sendiherrar fyrir án
sendiráða.
Tilfærslur hjá Össuri
Talsverð uppstokkun er á döfinni í utanríkisþjónustunni
Ráðuneytisstjóri verður sendiherra Íslands í London
BÆJARSTJÓRN
í Garði ákvað í
gær að hafna
beiðni lóðareig-
enda um að bær-
inn keypti aftur
af þeim lóð, með
öllu sem á henni
er, það er að
segja húsgrunni
og sökkli.
Lóðin sem um
ræðir er í nýju hverfi með tugum
lóða, en þetta er sú eina þar sem
eigendur eru farnir af stað með
framkvæmdir, að sögn Ásmundar
Friðrikssonar bæjarstjóra. Bæjar-
stjórn hafnaði beiðninni til þess að
forðast að skapa fordæmi, enda
fleiri lóðir í bænum sem eins er
ástatt um. onundur@mbl.is
Garður kaupir ekki
lóð með húsgrunni
til baka af eiganda
Grunnur Víða eru
hús hálfbyggð.