Morgunblaðið - 12.09.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
FJÓRTÁN prestar sóttu um emb-
ætti sóknarprests í Kársnespresta-
kalli. Embættið veitist frá 1. októ-
ber, en séra Ægir Fr. Sigurgeirsson
lætur nú af starfi fyrir aldurs sakir.
Umsækjendur eru: Ása Björk
Ólafsdóttir, Eiríkur Jóhannsson,
Guðrún Karlsdóttir, Gunnar Rúnar
Matthíasson, Hólmgrímur Elís
Bragason, Kjartan Jónsson, Magn-
ús Erlingsson, Sigfús Kristjánsson,
Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Arn-
arson, Sigurður Rúnar Ragnarsson,
Yrsa Þórðardóttir, Þorvaldur Víð-
isson og Þórhildur Ólafs. aij@mbl.is
Fjórtán sækja
um Kársnes
Morgunblaðið/ÞÖK
Eyjar Upptökumannvirki í Vestmannaeyjum eru talin mikilvæg en þau eiga
að geta ráðið við togskip og stærri báta sem gerðir eru út frá Eyjum.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
SKÝRAST mun í næstu viku hvort
útgerðar- og iðnaðarfyrirtæki í Vest-
mannaeyjum komi að endur-
byggingu á upptökumannvirkjum
hafnarinnar þar. Bæjaryfirvöld hafa
samþykkt að hefjast handa um fram-
kvæmdir, enda telja þau mikilvægt
að góð upptökumannvirki séu til
staðar fyrir viðhald Eyjaflotans.
Verkefnið verður fjármagnað af
hafnarsjóði. „Sjóðurinn stendur vel
og getur tekist á við stærri verkefni.
Fyrir þær 300 milljónir króna, sem
við höfum eyrnamerkt þessu verk-
efni, værum við komin með ágæt
upptökumannvirki sem gætu lyft allt
að 1.200 tonna skipum, þá til dæmis
togskipum og minni bátum,“ segir
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyj-
um.
Skipalyftan í Eyjum hrundi og
skemmdist mikið 2006. Strax í kjöl-
farið hófust bollaleggingar um end-
urbyggingu. Leituðu Eyjamenn til
ríkis um stuðning sem reyndist ekki
mögulegur vegna samkeppnissjónar-
miða og EES-reglna. „Evrópureglur
stóðu í vegi fyrir þátttöku ríksins. Við
verðum því að takast á við verkefnið
með eigin kröftum og hafnarsjóður
ræður við aukna skuldsetningu með
stuðningi bæjarins,“ segir Elliði sem
segir Evrópureglur ekki hindra að-
komu hafnarsjóðs að verkefninu.
Gæti tekið upp flest skip
Ýmsir möguleikar eru í stöðunni
um hvernig staðið verður að endur-
reisn upptökumannvirkjanna. Einn
er sá að þau verði áfram í eigu hafn-
arsjóðs, eða að þau verði lögð inn í
sérstakt hlutafélag sem einkaaðilar
kæmu að. Taki hafnarsjóður og
einkafyrirtæki saman höndum gæti
pakkinn orðið stærri; e.t.v. fjárfest-
ing upp á 500 til 600 milljónir kr. og
að þá verði reist lyfta sem geti tekið
upp flest skip Eyjamanna . fyrir utan
Herjólf og stór fjölveiðiskip.
Saman um nýja skipalyftu
Fyrirtæki í Eyjum og hafnarsjóður samtaka en ríkisstuðningur er bannaður
Fjárfestingin í nýrri skipalyftu gæti orðið á bilinu 500 til 600 milljónir króna
SIGURÐUR Magnússon, fyrrver-
andi bæjarstjóri á Álftanesi, segir
að stjórnleysið í bæjarfélaginu sé
Margréti Jónsdóttur, formanni bæj-
arráðs, ekki síst að kenna.
„Margrét sleit samningaviðræð-
unum og gaf ekki færi á að menn
skoðuðu málin áfram þó að lítill
málefnaágreiningur væri,“ segir
Sigurður. „Hún stóð ekki heldur við
undirskrift sína um málefna-
samkomulag í sumar.“
Þá bendir Sigurður á að útlit sé
fyrir jákvæða niðurstöðu á árs-
reikningi 2009.
Margrét sleit
samstarfinu
BANKARNIR Société Générale,
BNP Paribas og ING munu hafa
um umsjón með fjármögnun bygg-
ingar álversins í Helguvík. Bank-
arnir munu leiða verkefna-
fjármögnun vegna framkvæmdanna
á alþjóðlegum lánamörkuðum, að
því er segir í tilkynningu frá Norð-
uráli.
Segir þar að samkvæmt nýgerð-
um stöðugleikasáttmála hafi ríkis-
stjórn Íslands samþykkt að greiða
götu þegar ákveðinna stórfram-
kvæmda og að kappkostað verði að
engar hindranir verði af hálfu
stjórnvalda í vegi þeirra eftir 1.
nóvember.
Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Norðuráls, segir í til-
kynningu að fyrirtækið hafi átt ár-
angursríkt samstarf við þessa
banka vegna fjármögnunar allt frá
árinu 1997 og þeir sýni Helguvík
mikinn áhuga. „Það er hart lagt að
okkur úr öllum áttum að þessari
framkvæmd miði áfram vegna
þeirra starfa sem hún mun skapa
og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún
mun hafa á íslenskt efnahagslíf.
Ágúst F. Hafberg, forstöðu-
maður samskipta hjá Norðuráli,
segir að samningagerðin hafi tekið
langan tíma, en það hafi greitt götu
fyrirtækisins að það er alþjóðlegt
og framleiðir vöru fyrir al-
þjóðamarkað. Þá hafi verið ómiss-
andi að hafa gert fjárfesting-
arsamning við ríkið vegna álversins
fyrr á árinu. onundur@mbl.is
Helguvík fjármögnuð
Þrír erlendir bankar munu sjá um fjármögnun fram-
kvæmda Fjárfestingarsamningur við ríkið skipti miklu
UPPÁKOMA varð í gærdag í flug-
skýli Landhelgisgæslu Íslands áður
en haldið var á TF-LIF að Gufuskál-
um, þar sem fram fór æfing alþjóða-
björgunarsveitar Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar. Til stóð að tveir
starfsmenn Kastljóss fengju að fara
með þyrlunni – ásamt öðrum frá
Morgunblaðinu til að fylgjast með
æfingunni.
Skömmu fyrir flug urðu orða-
skipti milli forstjóra Gæslunnar og
starfsmanna Kastljóss sem urðu til
þess að þeir síðarnefndu hurfu á
braut. Upp úr krafsinu kom að for-
stjórinn, Georg Lárusson, hafði sagt
að sér væri það ekki sérstök ánægja
að þeir færu með þyrlunni, sökum
umfjöllunar Kastljóss um umdeilda
ráðningu þyrluflugmanns.
Flýgur ekki glaður
með Kastljósfólk
Matvælaeftirlit
Reykjavíkur hef-
ur ekki fundið
nein merki um að
hrossakjöti,
svínafitu eða
kartöflumjöli sé
blandað saman
við nautgripa-
hakk án þess að
getið sé um slíkt
á pakkningum.
Matvælaeftirlit Reykjavíkur aflaði í
gær upplýsinga um málið en að
sögn starfsmanns eftirlitsins er út-
lit fyrir að fullyrðingar þessa efnis
hafi byggst á sögusögnum.
onundur@mbl.is
Grunar ekki brot á
matvælalöggjöfinni
Hakk Engar vís-
bendingar um brot.
GÍSLI Marteinn Baldursson, Sjálf-
stæðisflokknum, hefur verið skip-
aður formaður umhverfis- og sam-
gönguráðs Reykjavíkurborgar.
Hann tekur við af Þorbjörgu Helgu
Vigfúsdóttur borgarfulltrúa en
Gísli varð formaður ráðsins eftir
kosningar 2006 og aftur 2008.
Gísli nýr formaður
samgönguráðs
STÖÐ 2 sport
hefur tryggt sér
réttinn til að
sýna leikina sem
Eiður Smári
Guðjohnsen spil-
ar í 1. deild í
Frakklandi.
Sjónvarpsstöðin
fór í viðræður við
frönsku stöðina
Canal plus strax
og ljóst varð að Eiður gengi til liðs
við Mónakó.
Að sögn Hilmars Björnssonar,
sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 sport,
gefur Canal plus út dagskrá þrjár
vikur fram í tímann. Núna liggur
fyrir að fyrsti leikurinn með Eiði
verður sýndur á sunnudagskvöldið
klukkan 19, þegar Mónakó mætir
París SG. Þá liggur fyrir að sýndir
verða leikir Mónakó gegn Nice
laugardaginn 19. september og St.
Etienne laugardaginn 26. sept-
ember.
Hilmar segir að leikur Mónakó
og París SG á morgun verði aðal-
leikur umferðarinnar hjá Canal
plus, svo ljóst sé að Eiður verði
strax í sviðsljósinu í sínum fyrsta
leik með Mónakó . sisi@mbl.is
Sýna leiki Eiðs
Smára
Eiður Smári
Guðjohnsen