Morgunblaðið - 12.09.2009, Qupperneq 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
Bein fjármunaeign erlendra lög-
aðila á Íslandi jókst alls um 97,2
milljarða króna, eða níu prósent,
á síðasta ári.
Flestir þeirra erlendu fjárfesta
sem eiga fjármuni hérlendis eru
hins vegar í reynd eignarhalds-
félög, mestmegnis skráð í Hol-
landi og Lúxemborg, í eigu ís-
lenskra aðila og bera nöfn á borð
við Exista B.V., Egla Invest
B.V., FL Group Holding Nether-
lands B.V., Oddaflug B.V., Gaum-
ur Holding S.A. og Samson Glo-
bal Holding S.a.r.l. Félög sem
þessi áttu síðan verðmætustu
eignirnar sem fengust í íslensku
viðskiptalífi fyrir hrun.
Þegar hlutabréfamarkaðurinn
á Íslandi hrundi með bankakerfinu
síðastliðið haust hefði það átt að
hafa mikil neikvæð áhrif á eignir
þessara erlendu félaga hérlendis,
enda hafa þau tapað megninu af
hlutabréfaeign sinn í því hruni.
Það var raunin með félög skráð í
Hollandi en fjármunaeignir þeirra
á Íslandi drógust saman um 269,4
milljarða króna á síðasta ári. At-
hygli vekur hins vegar að bein
fjármunaeign félaga frá Lúx-
emborg og Belgíu hefur aukist um
318 milljarða króna á milli ára, eða
um tæp 60 prósent.
Því virðist sem hundruð millj-
arða króna hafi verið flutt frá Lúx-
emborg og Belgíu til Íslands á síð-
asta ári. Ekki hefur þó orðið vart
við að þeir fjármunir hafi ratað í
fjárfestingar í íslensku viðskipta-
lífi.
Eign erlendra félaga á Íslandi jókst 2008
Eignir lögaðila á Íslandi, sem staðsettir eru í Hollandi, drógust saman um 269 milljarða króna
Hins vegar jókst bein fjármunaeign lögaðila í Lúxemborg og Belgíu um 318 milljarða í fyrra
!"
#
$
%&'
( )*
+
,-
./
0/1 23 #4
5
,#)
6 7
Þetta helst ...
● GENGI krónunnar veiktist um 0,3% í
gær og stóð gengisvísitalan í 234 stig-
um. Bandaríkjadalur er 124,24 krónur,
evran er 181,29 krónur, pundið 207,40
krónur og danska krónan er 24,356
krónur.
Velta með skuldabréf í Kauphöllinni
nam um 7,5 milljörðum krónum. Mest
lækkuðu ríkisskuldabréf á gjalddaga
2019 og 2025.
Gengi krónunnar lækkar
● AÐILAR höfðu
samband við
Kaupás og lýstu yf-
ir áhuga á að
kaupa verslanir
Nóatúns. Fengu
þeir gögn um
verslanirnar en
ekkert varð af fyr-
irhugaðri sölu.
Nóatún er ekki í
formlegu söluferli,
samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins. Nóatún á sér langa sögu sem nær
allt aftur til 1960, þegar Jón Júlíusson,
stofnandi Nóatúns, keypti verslunina
Þrótt í Samtúni. Jón Helgi Guðmunds-
son, oft kenndur við Byko, keypti
Kaupás árið 2003 og eignaðist þá allar
verslanir Nóatúns. thorbjorn@mbl.is
Fjárfestar áhugasamir
um verslanir Nóatúns
Jón Helgi
Guðmundsson
● ÖSSUR hefur nú verið skráður í
dönsku Kauphöllina í rúma viku og hef-
ur gengið vel. „Þetta er rökrétt skref í
þróun fyrirtækisins. Það er alveg ljóst
að gjaldeyrishöftin eru þess valdandi
að það er ekki hægt að bjóða alþjóð-
legum fjárfestum upp á það að lokast
hér inni með sína fjármuni,“ segir Jón
Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Aðspurður segir hann að Össur sé
ekki á leið úr Kauphöllinni á Íslandi,
enda hafi tvíhliða skráning félagsins
verið ákveðin lausn. thorbjorn@mbl.is
Össuri gengur vel í
dönsku Kauphöllinni
Íslandi því fyrirtækið óttist
geðþóttaákvarðanir stjórnvalda.
Ofurseldir velvilja stjórnvalda
„Við erum komnir í þá stöðu að við
erum algjörlega ofurseldir velvilja
stjórnvalda. Við erum að gera eitt-
hvað sem er ekki hagkvæmast fyr-
irtækinu, þó það sé löglegt,“ segir
Jón. Hann vísar til þess að fyr-
irtækið stundi ekki aflandsviðskipti
með gjaldeyri, þrátt fyrir að vera
með 80 prósent tekna sinna í er-
lendri mynt og falla þar með undir
undanþágureglu Seðlabankans.
„Við vitum ekki
hverjum við þjónum“
Össur nýtir sér ekki undanþágu frá gjaldeyrishöftunum
Morgunblaðið/Heiddi
Össur „Við erum að gera eitthvað sem er ekki hagkvæmast fyrirtækinu,“
segir forstjórinn, en fyrirtækið á rétt á undanþágu sem það nýtir sér ekki.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„VIÐ vitum eiginlega ekki hverjum
við þjónum. Þetta er óeðlilegt
ástand. Það eru einhver óljós tilmæli
til okkar að stunda ekki þessi gjald-
eyrisviðskipti og núna erum við bún-
ir að kaupa gjaldeyri hér innanlands
fram að áramótum, án þess að nýta
bestu mögulegu kosti, þó þeir séu
löglegir,“ segir Jón Sigurðsson, for-
stjóri Össurar.
Eftir að gjaldeyrishöftunum var
komið á laggirnar til að sporna við
erlendu útflæði gjaldeyris og styrkja
gengi íslensku krónunnar hafa
margir stórir útflytjendur verið með
sérstaka undanþágu frá reglunum.
Álfyrirtækin hafa samningsbundnar
undanþágur sem eiga rætur að rekja
til fjárfestingarsamnings sem Alusu-
isse (nú Alcan) gerði við íslenska rík-
ið árið 1966 en í honum var ákvæði
um gjaldeyrisfrelsi. Fyrirtæki sem
hafa meira en 80 prósent af tekjum
og gjöldum í erlendri mynt eiga þess
kost að fá undanþágu frá reglunum.
Fjörutíu og fjögur fyrirtæki njóta í
dag slíkrar undanþágu. Jón Sigurðs-
son segir að Össur kaupi gjaldeyri á
Í HNOTSKURN
»Seðlabankinn kallaði full-trúa 20 stærstu útflutn-
ingsfyrirtækjanna á sinn fund
til þess að ræða undanþágur
þeirra frá höftunum.
»Voru það vinsamleg til-mæli bankans til þeirra að
þau létu af aflandsviðskiptum
með gjaldeyri, þó fyrirtækin
hefðu til þess heimild.
RÍKISSJÓÐUR mun að lágmarki halda fimm
prósenta hlut í Íslandsbanka en erlendir kröfuhaf-
ar geta eignast allt að 95 prósent hlut í bankanum.
Áður var gert ráð fyrir að bankinn yrði alfarið í
eigu erlendra kröfuhafa.
„Það er samkomulag um öll helstu efnisatriði og
það er bara verið að ganga frá skjalagerð,“ segir
Þorsteinn Þorsteinsson, formaður samninga-
nefndar íslenska ríkisins í samningaviðræðum við
skilanefndir föllnu bankanna, um uppgjörssamn-
ing ríkisstjórnarinnar við skilanefnd Glitnis vegna
eigna sem færðar voru úr Glitni yfir í Íslands-
banka í kjölfar bankahrunsins.
Nýlega náðist samkomulag um uppgjörssamn-
ing milli Nýja og gamla Kaupþings og að sögn
Þorsteins er samkomulagið um Íslandsbanka
mjög svipað því í öllum helstu efnisatriðum.
Efnisatriði samkomulags skilanefndar Kaup-
þings og ríkissjóðs hafa ekki verið gerð opinber að
öðru leyti en því að kröfuhöfum Kaupþings býðst
að eignast allt að 87 prósent í Nýja Kaupþingi.
thorbjorn@mbl.is
Ríkið eigi 5 prósent
Kröfuhafar Glitnis geta eignast 95% í Íslandsbanka
Morgunblaðið/Heiddi
Áfangi Þorsteinn Þorsteinsson segir ríkisstjórn-
ina hafa lagt áherslu á að klára samningana.
EMBÆTTI sér-
staks saksóknara
hefur nú hafið
formlegt sam-
starf við Serious
Fraud Office
(SFO), sem er
sérstök stofnun
hliðsett efna-
hagsbrotadeild
bresku lögregl-
unnar sem rann-
sakar meiriháttar efnahagsbrot.
„Þetta verður m.a skipti á upplýs-
ingum og aðstoð við réttarbeiðnir.
Þetta eru góð tíðindi,“ segir Ólafur
Þór Hauksson, sérstakur saksókn-
ari. Samkomulag um samstarf er
afrakstur fundar sem Ólafur, Eva
Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara,
og tveir starfsmenn embættisins
áttu í gær í Lundúnum með Richard
Alderman, forstjóra SFO og öðrum
starfsmönnum stofnunarinnar.
„Við fengum jákvæðar móttökur og
það var lagður grunnur að víðtæku
samstarfi,“ segir Ólafur.
Á þriðjdagsmorgun sl. fóru þau
Ólafur, Joly og starfsmenn embætt-
isins til Lúxemborgar á fund með
þeirri deild lögreglunnar í Lúx-
emborg sem sér um beiðnir um
gagnkvæma réttaraðstoð milli
ríkjanna. Jafnframt funduðu þau
með saksóknara efnahagsbrota í
Lúxemborg og sérstökum rann-
sóknardómurum. thorbjorn@mbl.is
Hefja
samstarf
við SFO
Ólafur Þór
Hauksson
Funduðu líka með
saksóknara í Lúx
89:
89:
%%%
(&&
)&*+
,&*'
89:
:
-"+
%'
,&*$
,&*$
+;0)
$)<
"-+'
'-&(
)&*'
)&*'
=3,>
+?:
#-&
#-+'$
,&*#
,&*#
89:
89: (&
(%&
)*
&*&
● Heildarvelta kreditkorta í ágústmán-
uði var 23,7 milljarðar króna sam-
anborið við 28,6 milljarða króna á sama
tíma í fyrra og er þetta 17,2 % sam-
dráttur milli ára, samkvæmt nýbirtum
hagtölum Seðlabanka Íslands.
Heildarvelta kreditkorta dróst saman
um 1,2 % í ágúst miðað við mánuðinn
á undan.
Debetkortavelta var í ágúst 34,7
milljarðar króna og dróst saman um
3,8 % frá fyrri mánuði og um 4,2%
milli ára. guna@mbl.is
Fólk dró úr notkun
greiðslukorta í ágúst
Bein fjármunaeign í fyrirtæki
þýðir að fjárfestir eða félag á
hlutdeild í hlutafé þess. Einnig
er hrein lánastaða gagnvart fyr-
irtæki skoðuð. Fjárfestir, til
dæmis félag í Lúxemborg, sem
veitir lán til dótturfyrirtækis í
öðru landi, til dæmis á Íslandi,
eykur fjármunaeign sína á sama
hátt og um hlutafjárframlag
væri að ræða. Lánið telst þá til
beinnar fjármunaeignar.
Þegar fjárfestir á 10% eða
stærri hlut í fyrirtæki er um
beina fjárfestingu að ræða. Sé
hluturinn minni telst hann til
verðbréfaeignar.
Bein fjármunaeign