Morgunblaðið - 12.09.2009, Síða 24
24 Daglegt lífVIÐTALIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
S
vanhildur Hólm Valsdóttir
hefur verið ráðin fram-
kvæmdastjóri þingflokks
sjálfstæðismanna. Hún
kveður því fjölmiðla-
starfið en hún var dagskrárgerð-
arkona á Stöð 2 og starfaði áður á
RÚV. Það er nóg að gerast í lífi Svan-
hildar en hún og eiginmaður hennar,
fjölmiðlamaðurinn. Logi Bergmann
Eiðsson, eiga von á barni í mars
næstkomandi.
Umræða á röngum nótum
„Það var ekki auðveld ákvörðun að
kveðja því ég hef mikla ástríðu fyrir
fjölmiðlastörfum. En maður má ekki
leyfa sér að staðna og verður stund-
um að taka undir sig stökk og prófa
eitthvað nýtt,“ segir Svanhildur.
„Mér fannst ég vera að staðna svolítið
í starfi og tók mér nokkurra mánaða
frí frá starfinu á Stöð 2 til að ljúka
laganámi. En svo uppgötvaði ég að
mig langaði ekki að snúa strax aftur í
svona vinnu, reka hljóðnema upp í
fólk og spyrja: Hvað finnst þér um
Icesave-samninginn?
Mér fannst þjóðfélagsumræðan
vera orðin þreytandi og á röngum
nótum. Allir voru reiðir og allt var
sagt vera að fara fjandans til. Það er
orðið nánast ómögulegt að taka viðtal
við einhvern þeirra sem tengist
hruninu. Það kemur enginn vel út úr
því. Sigmar Guðmundsson ræddi við
Hreiðar Má Sigurðsson í Kast-
ljósþætti um daginn. Sigmar reyndi
að taka málefnalegt viðtal við mann-
inn, í stað þess að berja hann til blóðs
með naglaspýtu í beinni, og mörgum
þótti það ekki par fínt þótt efnislega
hefði örugglega ekkert meira komið
út úr slíku viðtali.
Hrunið var slæmt og það eru
margir í sárum eftir það en ég er
ósátt við margt sem gerðist síðasta
vetur. Siða- og kurteisisreglum, sem
við iðkum dags daglega í samfélagi
okkar, var kippt úr sambandi. Allt í
einu þótti eðlilegt að koma illa fram
við fólk, segja hvað sem var um það
eða þess nánustu. Það var líka orðið
réttlætanlegt að skemma eigur ann-
arra, ráðast á Alþingi og berja lög-
reglumenn.
Það er einmitt á erfiðleikatímum
sem við þurfum virkilega á því að
halda að regluverkið standi. Þá er
mikilvægt að hugsa: Allt sem þér vilj-
ið að aðrir menn gjöri yður, það skul-
uð þér og þeim gjöra. Ég hef saknað
rökhyggju og kurteisi. Sem betur fer
virðist þetta aðeins vera að lagast,
fólk er til dæmis farið að gagnrýna þá
sem fara að heimilum manna í skjóli
nætur og ata hús og bíla þeirra og
fjölskyldna þeirra rauðu lakki.
Við þurfum að fá einhverja nið-
urstöðu í þessi mál til að geta haldið
áfram. Við verðum að treysta rétt-
arríkinu til að leiða þessi mál til lykta.
Við verðum líka að treysta því að þeir
sem hafa brotið af sér hljóti sína refs-
ingu en dómstóll götunnar á ekki að
sjá um að refsa þeim. Það er ekki
heift og hefnigirni sem kemur okkur
út úr þessu erfiða ástandi. Ef skip er
að sökkva þá er líklegast að sá sem
heldur ró sinni og hugsar skyn-
samlega komist af en ekki sá sem
hleypur gargandi fram og aftur um
þilfarið og hótar að drepa skipstjór-
ann og stýrimanninn.“
Fannst þér fjölmiðlar
kannski ýta undir reiðina?
„Í fjölmiðlum var mikið rætt um
reiðina og stundum fannst mér hún
notuð til réttlætingar á ýmsu sem við
SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÞINGFLOKKS SJÁLFS
Gamaldags íhald
Morgunblaðið/Kristinn
Nýtt starf „Maður má ekki leyfa sér að staðna og verður stundum að taka undir sig stökk og prófa eitthvað nýtt.“
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is