Morgunblaðið - 12.09.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.09.2009, Qupperneq 26
26 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Það er ekki lengur hlaupiðað því að komast að til aðspila golf og algengt að ámest sóttu völlunum sé hver einasti rástími frátekinn á miðvikudegi aðeins örfáum mín- útum eftir að opnað var fyrir skráningu klukkan 08.00 á mánu- dagsmorgni. Þetta segir að nokkur hundruð kylfinga eru á vefnum á sama tíma tíma og bíða allir eftir að blýanturinn birtist á skjánum, sem þýðir að opnað hafi verið fyrir skráningu. Golf á Íslandi er íþrótt fyrir allar stéttir og alla aldurshópa og sjálf- sagt er kylfing að finna á flestum vinnustöðum. Á ófáum kaffistofum hefur golfið verið umræðuefni manna á milli marga kaffitímana á þessu góðviðrissumri sunnanlands og vestan-. „Við reiknuðum með að kylf- ingum myndi fækka um 8-9% í ár vegna fjárhags- og atvinnuerfið- leika en það varð nú aldeilis ekki,“ segir Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands. „Niðurstaðan varð sú að félögum í golfklúbbunum fjölgaði um 750. Það er aukning um heil 5%. Kylf- ingar léku miklu fleiri hringi á golf- völlum á Íslandi en nokkru sinni áður. Þetta var algert met og aldr- ei hafa fleiri högg verið slegin,“ segir Jón Ásgeir. Fólk hefur meiri tíma Golfsamband Íslands eru heildar- samtök kylfinga á Íslandi. Innan vébanda þess eru 65 golfklúbbar víða um land og félagar í golf- klúbbum eru tæplega 16 þúsund, 16 ára og eldri. Jón Ásgeir hefur verið formaður sambandsins síð- ustu fjögur árin. Sjálfur er þessi 62 ára tannlæknir vel liðtækur kylf- ingur með 12,2 í forgjöf. Um skýringarnar á vinsældum golfsins í sumar þvert á allt krepputal segir Jón Ásgeir að fólk hafi meiri tíma en áður. Einhverjir glími við atvinnuleysi, aðrir séu í hlutastörfum, og þetta fólk hafi meiri tíma en áður. Eldra fólk sé duglegt í golfinu og tækifæri krakka sem æfa golf aukist með hverju árinu. Þá séu golfferðir til útlanda yfirleitt dýrari en áður og fólk hafi því nýtt frítíma sinn inn- anlands. „Allt er þetta af hinu góða, en kom okkur sannarlega á óvart og er í raun öndvert við það sem við höfum frétt af golfiðkun víða um heim,“ segir Jón Ásgeir. Stjörnur skapa áhuga „Þó svo að Knattspyrnusamband Íslands sé stærst og sterkast sér- sambandanna innan ÍSÍ held ég að ekki eftir svo mörg ár verði félagar fleiri innan GSÍ, þó svo að það sé í sjálfu sér ekkert takmark. Þetta virðist bara vera endalaust. Þessi íþrótt hefur sérkenni sem aðrar greinar hafa ekki. Í fyrsta lagi ertu dómari í eigin sök og for- gjöfin gerir þér kleift að keppa á jafnræðisgrundvelli við fólk mis- jafnt að getu. Fólk keppir við völl- inn ekki síður en hvað annað og svo gefur golfið svo marga mögu- leika; útiveru, hreyfingu og fé- lagsskap.“ – Oft hefur verið sagt að golfið sé bara fyrir eldra fólk, göngutúrar með prik og verkfæratösku í eft- irdragi? „Hafi þetta einhvern tímann átt við þá svo ekki lengur. Eftir að Tiger Woods kom fram á sjón- arsviðið hafa viðhorfin gjörbreyst. Stjörnur eins og Woods breyta ímyndinni. Körfuboltinn fékk Jord- an, fótboltinn Maradona og margar fleiri stjörnur og svona stjörnu- ímyndir eru mikilvægar fyrir ung- linga. Ungt fólk lítur á golf eins og hverja aðra afreksíþrótt og það er liðin tíð að fólk segist ætla í golf þegar ellin nálgist. Hins vegar get- urðu líka nálgast íþróttina sem af- þreyingu með vinum eða vinnu- félögum. Golfið hefur margar hliðar og ég vil nefna eitt sem ekki má vanmeta eða vanrækja. Það er alltaf verið að tala um að það vanti aga í þetta þjóðfélag, en golfreglurnar eru í raun siðareglur sem gera það að verkum að flestir agast og læra ákveðna framkomu; þolinmæði, til- litssemi og að þekkja sjálfa sig sem þeir myndu kannski ekki gera ann- ars.“ Nákvæm skrá um forgjöf Capacent hefur síðustu ár gert lífsviðhorfskönnun fyrir Golf- sambandið. Þar kemur fram að um 15 þúsund manns spila golf að minnsta kosti fjórum sinnum á ári án þess þó að vera félagar í golf- klúbbi. Þar með má segja að golf- iðkendur séu komnir yfir 30 þús- und manns sem er um 10% þjóðarinnar. Þrátt fyrir mikla fjölgun iðkenda og aukna ástundun hefur árið verið erfitt fyrir Golfsambandið. Kaup- þing var aðalstyrktaraðili sam- bandsins, en samningar voru ekki framlengdir eftir bankahrunið í fyrrahaust og varð GSÍ því að draga saman seglin í rekstrinum. „Við höfum sniðið okkur stakk eftir vexti og reynt að reka þetta á núlli. Yfir 40% af rekstrarkostnaði Golfsambandsins er vegna afreks- stefnu sambandsins og vefurinn golf.is kostar mikla peninga. Landsliðsþjálfarar voru ekki ráðnir fyrir þetta keppnistímabil og dreg- ið úr ýmsum kostnaði, en okkur tókst samt að senda keppendur á öll hefðbundin mót. Ekkert var þó slakað á í æfingum síðasta vetur, heldur þvert á móti var sú góða æfingaaðstaða sem byggð hefur verið upp nýtt til hins ýtrasta. Vefurinn er mikilvægt stjórn- og þjónustutæki fyrir klúbbana. Þar er haldið utan um allt mótahald, rástíma og forgjöf einstaklinga svo dæmi séu tekin. Þannig er árleg endurskoðun forgjafar reiknuð á alla kylfinga í sambandinu. Þarna eru til á einum stað gögn um alla skráða æfingahringi kylfinga á Ís- landi frá árinu 2000 auk þess sem upplýsingar úr öllum mótum frá því 2000 er að finna í gagnagrunni Golfsambandsins. Golf.is er vinsæl- asti íþróttavefur landsins yfir sum- artímann og eru flettingar á fjórðu milljón bara í júlímánuði.“ – Þú nefndir Knattspyrnu- sambandið. Þar á bæ fá menn mikl- ar tekjur af sjónvarpsréttindum og háa styrki frá Evrópu- og alþjóða- samtökum knattspyrnunnar. Koma engar sjónvarpstekjur til Golfsam- bandsins af heimsgolfi þeirra bestu? „Þarna er ólíku saman að jafna og uppbygging þessara tveggja íþróttagreina mjög ólík. Tvenn samtök innan golfíþróttarinnar, Royal & Ancient með aðsetur í St. Andrews í Skotlandi og Samtök at- innukylfinga í Bandaríkjunum, eru æðstu stofnanir í golfi í heiminum. Þessir tveir pólar vinna saman að því að stjórna golfíþróttinni og miklir peningar fara í gegnum þessi samtök, sérstaklega PGA. R&A fær tekjur m.a. af British Open og Ryder-keppninni og við höfum fengið styrki frá þeim. Þeir styrktu til dæmis uppbyggingu á æfingaaðstöðunni í Básum í Graf- arholti og í Hraunkoti hjá Keili. Á hverju ári undanfarið höfum við fengið 10-15 þúsund pund sem hef- ur verið eyrnamerkt unglingastarf- inu hjá okkur. Fyrir þremur árum gáfu þeir okkur rúmlega 20 ný- uppgerðar sláttuvélar, sem við gáf- um aftur til golfklúbba sem þurftu mest á að halda. Þetta er svona þróunarstarf hjá þeim, en skiptir okkur máli. R&A hefur styrkt uppbyggingu golfíþróttarinnar víða um heim og hefur meðal annars rekið golfskóla þar sem reynt er að koma vand- ræðaunglingum á rétta braut með golfinu. Af stóru atvinnumannamót- unum í Bandaríkjunum fara tekj- urnar til atvinnumannanna sjálfra og þeirra sem reka þessi mót. Sjálfsagt renna fjármunir frá PGA til uppbyggingar íþróttarinnar, en við höfum ekki notið þeirra. Við erum hins vegar aðilar að stórum samtökum evrópskra áhugamannasamtaka í golfi. Við borgum árgjald til þeirra, en sækj- um ekki styrki þangað.“ Jón Ásgeir segist þess fullviss að á næstu árum muni Ísland eignast kylfinga í fremstu röð. Hann bend- ir á kynslóðaskipti í golfinu og að stór hópur ungra og efnilegra kylf- inga sé að koma fram á sjónar- sviðið. Þetta þakkar hann aukinni ástundun frá barnæsku, æfingum allan ársins hring innanhúss og ut- an, betri völlum og fleiri menntuð- um kennurum. Þörf fyrir nýja golfvelli „Golfsambandið er aðili að Golf- skóla PGA á Íslandi. Þaðan útskrif- uðust ellefu golfkennarar í fyrra og tíu á þessu ári. Núna erum við að byrja með nýjan hóp og áhuginn virðist vera mikill, enda hafa allir þessir kennarar fengið vinnu. Ég held að óhætt sé að segja að fram- tíðin sé björt og margir golfklúbb- anna hafa lyft grettistaki.“ Árið 2012 verður Golfsambandið 70 ára og vinnur Steinar J. Lúð- víksson að ritun sögu sambandsins. Jón Ásgeir reiknar með að golf- vellir á íslandi verði einmitt 70 tals- Fleiri högg en nokkru Áhuga fyrir golfíþróttinni virðast lítil takmörk sett, segir Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambandsins Þvert á spár jókst aðsókn að golfvöllum landsins í sumar. Meiri frítími, ein- stakt veður og líklega færri utanlandsferðir skýra þessa aðsókn. Einn- ig betri vellir og mikið starf að uppbyggingu íþróttarinnar. Morgunblaðið/Eggert Kylfingurinn Jón Ásgeir Eyjólfsson hefur verið formaður Golfsambandsins síðustu fjögur árin. Sjálfur er hann liðtækur kylfingur með 12,2 í forgjöf. „Það er alltaf verið að tala um að það vanti aga í þetta þjóðfélag, en golfreglurnar eru í raun siðareglur sem gera það að verkum að flestir agast og læra ákveðna framkomu; þolinmæði, tillitssemi og að þekkja sjálfa sig sem þeir myndu kannski ekki gera annars.“ Áfangastaður fyrir erlenda kylfinga Golfsambandið stofnaði á síð-asta ári ásamt aðilum úr ferðaþjónustunni samtökin Golf- Iceland. Þar er leitast við að kynna Ísland sem áfangastað fyr- ir erlenda kylfinga. Mikið verk hefur verið unnið í markaðs- setningu á Íslandi á þessu ári og fjöldi fyrirspurna um golf á Ís- landi fylgt í kjölfarið. GolfIceland er nú aðili að IAGTO sem eru al- þjóðleg samtök golferðaskrif- stofa. Fulltrúar IAGTO voru hér á landi í síðasta mánuði og tóku þeir út alla 18 holu velli landsins sem eru aðilar að GolfIceland. Niðurstaðan var sú að allir vell- irnir stæðust þær kröfur sem er- lendir kylfingar gerðu. Menntamálanefnd og iðnaðar- nefnd hafa styrkt þetta verkefni GolfIceland auk þess sem Útflutn- ingsráð hefur komið myndarlega að samtökunum með fjárhags- stuðningi, auk þess sem aðilar samtakanna, golfklúbbarnir og ferðaþjónustufyrirtækin, fjár- magna samtökin. Keppt í golfi á Ólympíuleikum Að áeggjan Norðurlandannahóf alþjóðagolfsamfélagið fyrir nokkrum árum að sækja á að koma golfíþróttinni inn á Ól- ympíuleika. Sá róður var nokkuð þungur í byrjun og lítil áhugi PGA í Bandaríkjunum. Fyrir tveimur árum tókst að sameina alla aðila innan alþjóðagolfheims- ins og hjólin fóru að snúast. Nýj- ustu fréttir eru þær að golf og sjö manna ruðningur verði kynnt sem nýjar greinar á fundi alþjóðaólympíunefndarinnar í nóvember. Rætt er um að golf verði keppnisgrein frá og með 2016. Tímarit sent til allra kylfinga Golfsambandið hefur þrátt fyr-ir erfitt árferði haldið áfram að gefa út tímaritið Golf á Ís- landi. Því er dreift til allra fé- lagsbundina kylfinga í klúbbum og er GSÍ eina sérsambandið sem veitir iðkendum sínum slíka þjón- ustu. Blaðið kemur út fimm til sex sinnum á ári og hefur á þessu ári verið minnkað í um 100 síður hvert tölublað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.