Morgunblaðið - 12.09.2009, Page 46

Morgunblaðið - 12.09.2009, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á tísku og hjólabrettum svo ég ákvað að gera götufatn- að bæði fyrir brettaiðkendur og aðra sem vilja vera í svölum fötum,“ segir fatahönnuðurinn Þorbjörn Einar Guðmundsson sem ásamt Davíð Eldar Baldurssyni hannar fatnað fyrir stráka undir merkinu Dreamcatcher Clothing. „Þegar ég og Davíð ákváðum að setja eigin línu á lagg- irnar skellti ég mér í skóla og lærði eitthvað inn á fatahönnun og fór svo í myndlistarnám. Ég er núna í háskólanámi í margmiðlunarfræði,“ segir Þorbjörn en fyrstu flíkurnar komu á markað fyrir rúmum þremur árum. „Okkur fannst vanta meiri fjölbreytni fyrir stráka, það voru allir í sömu merkjunum svo við vildum bæta úr því.“ Rokkaður vetur Hingað til hefur Þorbjörn saumað allt sjálfur en þeir koma til með að fjöldaframleiða þetta erlendis þegar fram líða stundir. Dreamcatcher Clothing-línan samanstendur af bolum, peys- um, húfum, klútum og alls konar fylgihlutum fyrir stráka. Fötin hafa fengist í Noland í Kringlunni og eru Þorbjörn og Davíð að vinna í að koma þeim í fleiri búðir hérlendis og erlendis. Þorbjörn og Davíð sýndu á Iceland Fashion Week sem fór fram um síð- ustu helgi og var það fyrsta samsýningin þeirra í fata- hönnun. „Sýningin var við Reykjavíkurhöfn og heppn- aðist ágætlega. Við tókum líka þátt í hönnunarkeppni Bacardi sem fór fram í tengslum við tískuvikuna. Þar var nokkrum hönnuðum boðin þátttaka og við vorum einu strákarnir,“ segir Þorbjörn. „Við fengum tvær vikur til að hanna kjól sem við gerðum úr leðurlíki, pallíettum, tjulli og fjöðrum. Ég var í um tuttugu tíma að gera pilsið eitt og sér því ég þurfti að sauma hverja fjöður á fyrir sig,“ segir Þorbjörn. Þeim gekk vel í keppninni og enduðu í öðru sæti. Ætlar hann þá ekkert að fara að hanna á stelpur? „Það gæti vel farið svo,“ svarar hann sposkur. Spurður út í brettatísku komandi vetrar segir Þorbjörn hana vera rokkaða. „Í sum- ar voru það skærir litir en nú í vetur er allt rokkað, svart, slitið og með rokkuðum prentum.“ Þótt Þorbjörn sé ekki í rokkinu er hann jafnliðtækur í að skapa tónlist og föt. „Ég er búinn að vera að smíða tón- list í um tíu ár undir nafninu Basic B og er líka í raftónlist- arhljómsveit sem kallar sig Nutrasweet. Við höfum verið að spila víða og vorum einmitt að gefa út nýtt remix sem KDeluxe frá LA gerði fyrir okkur, það má nálgast á Myspace,“ segir hann að lokum.  Hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Þorbjörn Einar Guðmundsson hann- ar götufatnað fyrir stráka  Selur undir merkjum Dreamcatcher Clothing Keppni Þorbjörn lenti í öðru sæti með leður- líkiskjól sem fyrirsætan hans bar vel. Heimasíðan www.dreamcatcherclothing.com verður opnuð bráðlega. www.myspace.com/nutrasweetmusic Fyrir þá sem vilja vera í svölum fötum Sýning Berleggjaðar fyr- irsætur sýna hönnun Þor- björns á Reykjavíkurhöfn. Töffaralegir Bolirnir í Drem- catcher Clothing eru öðruvísi. 2 VIKUR Á TOPPNUM Í BANDARÍKJUNUM! ÓTRÚLEG UPPLIFUN Í 3D ATH! EKKI SÝND Í 3D Í BORGARBÍÓI *Andkristur er ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA **Ljósár kl. 6 - Leikstjórinn kynnir myndina. HÖRKUSPENNANDI MYND UM METNAÐARFULLAN BLAÐAMANN SEM TEKUR Á SIG SÖK Í MORÐMÁLI TIL ÞESS EINS AÐ UPPLJÓSTRA UM HINN SVIKULA SAKSÓKNARA MARTIN HUNTER(MICHEAL DOUGLAS) Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. TILBOÐSVERÐ550 KR Á SÝNINGAR MERKTAR RAUÐU SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó The Final Destination kl. 8 og 10 (Kraftsýning kl. 10) B.i. 16 ára Inglorious Bastards kl. 10 (Kraftsýning kl. 10) B.i. 16 ára Time Travelers Wife kl. 6 B.i. 12 ára Stelpurnar okkar kl. 4 - 6 LEYFÐ The Goods kl. 8 B.i. 14 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 4 (300 kr.) LEYFÐ Beyond Reas. Doubt kl. 8 - 10:20 B.i.16 ára Andkristur* - Enskt tal/ótextuð kl. 6 B.i.18 ára September issue kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ Sána - Enskur texti kl. 4 - 6 B.i.16 ára Inglorious Bastards kl. 10 B.i.16 ára Ljósár - Enskur texti kl.4 -6** LEYFÐ The Time Traveler´s ... kl. 8 B.i.12 ára Queen Raquela - Enskur texti kl. 10 B.i.14 ára Norður - Enskur texti kl. 4 - 8 - 10:15 LEYFÐ Beyond Reasonable Doubt kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 750 kr B.i.16 ára G.I. Joe kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 750 kr B.i.12 ára Taking of Pelham 123 kl. 5:30 - 8 - 10:30 750 kr B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr B.i.16 ára Night at the Museum kl. 3:30 300 kr LEYFÐ Ice Age (enskt tal) kl. 3:40 300 kr LEYFÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.