Morgunblaðið - 17.09.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 17.09.2009, Síða 6
Morgunblaðið/Kristinn Stórhuga Alex Zhu fer yfir áætlanir fyrirtækisins. Það ætlar sér stóra hluti. segir Zhu það hafa verið stofnað árið 1999 og í fyrstu einbeitt sér að raf- hlöðum til ýmiss konar notkunar, þar með talið í farsímum vestrænna far- símarisa. Fyrirtækinu hafi svo vaxið fiskur um hrygg og forystumenn þess í kjölfarið ákveðið að stofna sérstaka deild um þróun og smíði rafbíla og tvinnbíla, sem ganga fyrir rafmagni og eldsneyti. Flestar helstu bílasmiðjur heims hafa boðað markaðssetningu á tengil- tvinnbílum, sem hlaða má í innstungu, snemma á næsta áratug og ætlar BYD-verksmiðjurnar sér ekki að verða eftirbátur þeirra. Zhu er bjartsýnn á vöxt rafbíla- markaðarins í heimalandi sínu og tel- ur aðspurður ekki útilokað að hlutur rafbíla og tvinnbíla verði orðinn 50% í sölu nýrra bíla einhvern tímann á ár- unum 2030 til 2035. Fyrirtækið smíðar einnig venjuleg- ar, eldsneytisknúnar bifreiðar en tals- menn þess fullyrða að BYD F3DM, sem leit dagsins ljós í desember í fyrra, sé fyrsta fjöldaframleidda tengiltvinnbifreið sögunnar. Verði stærstu bílasmiðjur veraldarinnar BYD horfir til rafbílamarkaðarins í Kína Í HNOTSKURN »Berkshire Hathaway, fjár-festingarsjóður auðjöfurs- ins Warren Buffett, keypti í fyrra 10% hlut í BYD fyrir 230 milljónir dala, um 28,4 millj- arða króna. »Fyrirtækið hyggur á sókná Evrópumarkað 2010. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is KÍNVERSK stjórnvöld hafa sett stefnuna á að árið 2012 verði hlutfall seldra tvinnbíla og hreinna rafbíla af nýjum seldum bílum orðið 5%, sem að óbreyttu mun svara til á milli 300.000 og 500.000 nýrra ökutækja. Árið 2015 miðast áætlanir við að hlutfallið verði komið í 10% og verður sala á tvinn- bílum og rafbílum þá að líkindum komin yfir eina milljón á ári. Þetta segir Alex Zhu, forstöðumað- ur söludeildar risafyrirtækisins BYD í Evrópu, um horfurnar á innanlands- markaði í Kína næstu árin. Af orðum hans má skilja að verk- smiðjuþyrping BYD í Shenzhen muni gegna stóru hlutverki í rafvæðingu kínverska bílaflotans. Hjá fyrir- tækinu starfa um 130.000 manns, þar af 12.000 verkfræðingar, og setja for- ystumenn þess stefnuna á að það verði orðið stærsta bílafyrirtæki í heimi árið 2025, þegar það á væntan- lega að hafa farið fram úr sölu Toyota og General Motors. Íslenski flotinn á níu dögum Fyrirtækið hefur enda gífurlegt svigrúm heima fyrir. Áætlað er að í ár muni um 12 milljónir ökutækja seljast á Kínamarkaði, um 1,5 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum. Það gera tæplega 33.000 ökutæki á dag en til samanburðar eru skráð ökutæki á Ís- landi rétt rúmlega 300.000. Hljóta þessar tölur að setja nokk- urn bjartsýnisblæ yfir hugmyndir um rafbílasmíði hér á landi. Spurður um sögu fyrirtækisins 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is UNDIRBÚNINGI og framkvæmd hefur verið ábótavant við samein- ingu flestra þeirra stofnana sem Ríkisendurskoðun hefur gert stjórnsýsluúttekt á frá árinu 1987. Þetta kom fram í máli Bjargar Kjartansdóttur, sérfræðings hjá Ríkisendurskoðun, á málþingi um sameiningu og endurskipulagningu opinberra stofnana sem haldið var í gær. Húsfyllir var á málþinginu þar sem farið var yfir helstu hindr- anir og lausnir á sameiningu rík- isstofnana. Ríkisendurskoðun hefur unnið yfir 80 yfirgripsmiklar stjórnsýslu- úttektir frá 1987 og er niðurstaðan í flestum tilfellum svipuð. Undir- búningur og framkvæmd var ófull- nægjandi og skortur á skýrri fram- tíðarsýn. „Niðurstaða úttekta okkar er mjög svipuð og gefur til kynna, að undirbúningi að sameiningu hafi oft verið verulega ábótavant, sem síðar meir leiðir oft til veikleika í stjórnun þessara stofnana,“ sagði Björg. Lítið reynt að hagræða Sem dæmi um sex ólíkar úttektir sem Ríkisendurskoðun hefur unnð frá 2003 var nefnd sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík, Um- hverfisstofnun, St. Jósefsspítali og Sólvangur, Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum og svo Heilbrigð- isstofnun Austurlands. „Það kemur líka á daginn að lítið virðist vera skoðað fyrir samein- ingu hvort hægt sé að hagræða eða gera skipulagsbreytingar án þess að sameina stofnanir. Til að mynda hvort hægt sé að hagræða með samvinnu stofnana,“ sagði Björg. Hvorki forstjórar stofnana né viðkomandi ráðuneyti útbúi form- lega tíma-, framkvæmda- eða kostnaðaráætlun í tengslum við sameininguna. Í fæstum tilfellum hafi verið sett einhver fjárhagsþrep eða önnur markmið um það hverju sameiningin hafi átt að skila. Upp- lýsingastreymi milli þess ráðu- neytis sem í hlut á og stofnunar hafi einnig verið ábótavant og eftir- fylgni skort af hálfu ráðuneytisins. „Það er skortur á skýrri fram- tíðarsýn og sameiningaferli getur liðið fyrir slíkan skort,“ sagði Björg og benti á að sameining vegna hag- ræðingar hlyti að kalla á endur- skipulagningu og forgangsröðun verkefna. Einnig væri vert að hafa í huga að umframkeyrsla fjárlaga yrði vart lagfærð með sameiningu stofnana. „Niðurstaða okkar í þessum út- tektum sýnir veikt kostnaðar- og skilvirknieftirlit hjá stofnunum og fagráðuneyti,“ sagði Björg. Ríkisendurskoðun vinnur þessa dagana að starfsáætlun sinni og vali á þeim verkefnum sem verða í kastljósinu næstu misserin, m.a. endurskoðun áherslna í stjórnsýslu- úttektum. Skortir framtíðarsýn  Undirbúningi að sameiningu stofnana er oft ábótavant  Lítið gert af því að reyna að hagræða með öðrum leiðum VINNA við hagræðingu og sameiningu ríkisstofnana fer nú fram innan stjórnarráðsins, en til stendur að kynna hluta þeirra hugmynda í næstu viku, að sögn Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Hún sagði mikið horft til hinna Norðurlandanna í þessu starfi, ekki síst Dan- merkur, þar sem flutningar á verkefnum milli stofnanna væru algengir við stjórnarskipti. „Margar umfangsmiklar breytingar hafa verið ræddar,“ sagði Ragnhildur, en ráðuneytisstjórar funda nú vikulega. „Segja má að flest eða öll ráðuneyti séu nú að skoða sín svið með tilliti til hugsanlegrar samein- ingar eða samræmingar á verkefnum og þá einnig þvert á ráðuneyti.“ Mikill áhugi er einnig á að líta framhjá núverandi umdæmissskiptingu ólíkra sviða, sem er mjög mismunandi eftir því hvort um er að ræða heil- brigðismál, skattamál eða málaflokka sýslumanna. „Það er mikill áhugi á að horfa heildstætt og með samræmdum hætti á þessi umdæmi, óháð málaflokk- um,“ sagði Ragnhildur. Einnig væri rætt um möguleika þess að veita alhliða opinbera þjónustu ríkis og sveita á sama stað. Ráðuneytin skoði sín svið Morgunblaðið/Heiddi Sameiningar Ragnhildur Arnljótsdóttir segir öll ráðuneyti nú skoða sín svið með tilliti til hugsanlegra sameininga. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÞAÐ er komin góð hreyfing á málið. Við erum mjög sátt við það. Við eig- um það öll sameiginlegt að vilja nýta þessa orku til atvinnuuppbyggingar hér á Norðausturlandi,“ segir Berg- ur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings. Mikil hreyfing er nú að komast á umræðu um mögulega orkunýtingu gufuaflsins á Þeista- reykjum og nágrenni. Stöðug fundahöld eru þessa dag- ana. Viljayfirlýsing Alcoa, Norðurþings og ríkisstjórnar- innar um álver á Bakka rennur út um mánaðamótin. „Við leggjum ríka á herslu á að menn ljúki þeirri veg- ferð sem hafin var 16. maí 2006,“ segir Bergur Elías. Mikilvægt sé að ljúka rannsóknum á gufuaflssvæð- unum svo staðfesta megi virkjanlegt magn og hvenær hægt verði að afhenda orku, þannig að unnt sé að ganga til samninga við væntanlega orkukaupendur. Hann segir að úrskurður fyrrverandi umhverfisráð- herra um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum hafi því miður leitt til þess að heils árs töf varð á því að hægt yrði að svara þessum grundvallarspurningum. „Við vonum að Alcoa hefjist handa sem fyrst en þetta er vinna sem þarf að vinna óháð því hver mun nýta þessa orku. Því miður fór þetta eins og það fór og ekki var hlustað á okkur en það er mikið gleðiefni að menn skuli hafa vaknað til lífsins og skilið í raun og veru að við höfðum á réttu að standa og eru tilbúnir að greiða götu þess að svör fáist við þessum nauðsynlegu spurn- ingum,“ segir Bergur. Kínversk sendinefnd hefur boð- að komu sína til Húsavíkur á sunnudaginn en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær sýna þeir áhuga á 32% hlut í Þeistareykjum ehf. Er fullvíst talið að þeir gangi erinda kínverska álrisans Chinalco. „Við höfum haft þá einu reglu allan þann tíma sem við höfum unnið að þessu verkefni, að óski menn eftir að koma hingað og fá upplýsingar, þá tökum við að sjálfsögðu nú sem áður kurteislega á móti þeim og svörum spurningum.“ Mikið gleðiefni að menn hafa vaknað til lífsins Vonum að Alcoa hefjist handa sem fyrst, segir Bergur Elías Bergur Elías Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.