Morgunblaðið - 17.09.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.09.2009, Qupperneq 12
Nágrönnum auðmanna líður illa. mbl.is | SJÓNVARP Eftir Andra Karl andri@mbl.is ENGINN hefur enn verið handtek- inn vegna tíðra skemmdaverka á eigum þekktra einstaklinga í fjár- málalífinu. Aðfaranótt miðvikudags var málningu skvett á hús Karls og Steingríms Wernerssona og Lár- usar Welding. Í samtali við Sjónvarp mbl.is segja nágrannar líðan slæma vegna skemmdaverkanna. Í gærmorgun barst fjölmiðlun enn á ný tölvupóstur frá ónefndum ein- staklingi sem kallar sig Skap ofsa. Í póstinum er greint frá því að hús Steingríms og „hjallur“ Karls hafi verið „merkt“, Meðfylgjandi eru myndir af húsunum. Skemmdarverkin eru orðin all- mörg en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins eru þau öll óupplýst. Nokkrir hafa verið boðaðir í skýrslutöku en eng- inn handtekinn. Lögregla tók í gær m.a. sýni af svartri málningu sem skvett var á hús Lárusar en hingað til hefur að- allega verið notuð rauð og græn málning. Sýnin verða borin saman við málningarslettur á skóm og föt- um fólks sem var yfirheyrt. Eigendur eigna sem orðið hafa fyrir barðinu á skemmdarvargi eða -vörgum hafa að undanförnu fengið bréf frá lögreglu þar sem þeim er boðið að gera refsi- og bótakröfu. Helgast það af því að ekki er hægt að ákæra nema fyrir liggi slík krafa frá tjónþolum. Skemmdarverk á eignum kaupsýslumanna öll óupplýst Slettur Rauðri málningu var skvett á hús Karls Wernessonar. Málningu skvett á hús Wernerssona 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 VERIÐ er að leggja lokahönd á end- urgerð skólalóðar Langholtsskóla og hafa nemendur undanfarna daga aðstoðað við frágang lóðarinnar. Nemendur vinna einnig að gerð úti- kennslustofu á skólalóðinni undir leiðsögn heimilis- og smíðakennara. Framkvæmdir við lóðina hafa staðið í tvö ár og fólst verkið í að endurnýja mestalla lóðina enda var hún orðin úr sér gengin. Bæta skólalóðina KRISTJÁN Ott- ósson hefur hlot- ið viðurkenningu Norræna vatns- tjónaráðsins fyr- ir áralangt starf að lagnamálum hér á landi. Kristján var einn aðal- frumkvöðull að stofnun Lagnafélags Íslands árið 1986, fyrsti formaður þess og fram- kvæmdastjóri frá upphafi og hefur hann verið ötull ritari í fréttabréf þess. Það var einnig fyrir tilstuðlan Kristjáns að Lagnakerfamiðstöð Ís- lands var stofnuð árið 1999. Það er ekki síst fyrir tilstuðlan Kristjáns að fjöldi ráðstefna og fyrirlestra á sviði lagnamála hefur verið haldinn hér á landi. Viðurkenning fyrir lagnamál Kristján Ottósson Í GÆR, miðvikudag, var haldinn stofnfundur hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun. Málþroskaröskun fylgja námserf- iðleikar af ýmsu tagi, oftast les- hömlur auk annars námsvanda, s.s. í stafsetningu, ritun, málfræði eða stærðfræði. Á síðasta ári var 146 börnum vísað í greiningu, 70 grunnskólabörnum og 76 leik- skólabörnum. Nánast engin meðferð vegna tal- meina er í boði á Suðurlandi og þess vegna þarf að leita til Reykja- víkur eftir meðferð. Því fylgir veru- legur kostnaður og vinnutap fyrir forráðamenn. Þetta hefur haft þær afleiðingar að fjöldi barna hefur ekki fengið neina meðferð tal- meinafræðings við meinum sínum. Hagsmunasamtök í þágu barna landi. Við segjum öðrum að þeir geti vissulega sótt um en að líklega fái þeir ekki bætur. Margir hætta þá strax við umsókn og eru þá ekki skráðir sem atvinnulausir.“ Réttindalausir án lögheimilis Erfitt geti verið fyrir þennan hóp að sækja sér félagsaðstoð, ekki síst ef þeir hafi látið undir höfuð leggjast að skrá lögheimili hér á landi því félagsaðstoðin er á forræði sveitarfélaga. „Sumir komu hingað í fulla vinnu og fengu kennitölu en sáu ekki þörfina fyrir að skrá lögheimili hér meðan allt lék í lyndi. Svo reka þeir sig á – t.d. við vinnumissi eða vegna slysa eða veikinda sem valda því að þeir þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda – og þá eru þeir réttindalausir.“ Frá janúar til júní á þessu ári fækkaði erlendum ríkisborgurum aðeins um 761 á landinu skv. þjóð- skrá og í fyrra fluttust 1.621 fleiri útlendingar til landsins en frá því. Tilfinning manna er þó að mun fleiri hafi í raun flutt héðan enda er í sjálfu sér enginn sérstakur akkur fyrir þá sem flytjast burt í að tilkynna um flutninginn til þjóð- skrár. Þvert á móti gætu þeir haft hag af því að halda lögheimili hér á landi, einmitt til að tapa ekki rétt- indum sem þeir hafa áunnið sér hér. Til að ná yfir það hverjir eru í raun búsettir hér á landi er þjóð- skrá reglulega keyrð saman við staðgreiðsluskrár og upplýsingar frá Tryggingastofnun. Sjáist þess merki að erlendur ríkisborgari sé ekki lengur á landinu er honum sent bréf þar sem hann er beðinn um að staðfesta dvöl sína hér. Sé bréfinu ekki sinnt innan tilskilins frests er litið svo á að hann sé ekki hérlendis lengur og hann er tekinn af þjóðskrá. Þannig skilar brott- flutningurinn sér inn til skrárinnar á endanum en það getur tekið tíma. Margrét segir nokkuð um að Alþjóðahús aðstoði fólk sem hafi þannig verið tekið út af þjóðskrá. Hins vegar sé gleðilegt að at- vinnurekendur virðist reyna að taka tillit til starfsmanna sem koma frá löndum utan EES- svæðisins, en vera þeirra hér er yf- irleitt háð atvinnuleyfi sem bundið er ákveðnum vinnuveitanda. „Um 800 manns voru í þessari stöðu og við óttuðumst að þetta fólk myndi streyma til okkar þegar það missti vinnuna og uppfyllti ekki lengur skilyrði fyrir dvalarleyfi. Hins veg- ar hafa aðeins örfáir komið til okk- ar vegna þessa. Við ímyndum okk- ur að vinnuveitendurnir geri sér grein fyrir stöðu þessa fólks og reyni að halda því í vinnu.“ Að sögn Þóru er þó ljóst að at- vinnuvandi útlendinga er meiri en hjá Íslendingum. „Atvinnuleysi hjá útlendingum hefur þó minnkað heldur núna eins og hjá öðrum og við fáum alltaf einhverjar afskrán- ingar af atvinnuleysisskrá í hverri viku. Atvinnuleysið er þó alltaf hlutfallslega meira meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra.“ Morgunblaðið/Ásdís Atvinnuleysi Langflestir erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá störfuðu í byggingariðnaði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fóta sig í íslenskri kreppu  Minna ber á fjárhagsvandræðum innflytjenda hérlendis en á fyrri hluta ársins  1.652 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá en ekki eru allir skráðir Margrét segir að á vissan hátt geti verið auðveldara fyrir ákveðinn hóp útlendinga að láta enda ná sam- an en marga aðra. „Áður var mikið rætt um að út- lendingar byggju margir saman í húsnæði og ég veit núna um nokkur tilvik þar sem atvinnulausir ein- staklingar búa saman og hjálpast þannig að.“ Þá hafi fjölgun orðið á byrjendanámskeiðum í ís- lensku, bæði vegna þess að fólk sé enn að flytjast til landsins en einnig geti verið að innflytjendur sem ekki hafi komist áður á námskeið nýti nú tím- ann í atvinnuleysinu. „Ég hef líka heyrt að EES- borgarar sem eiga nokkuð greiðan aðgang að skóla séu að byrja í námi.“ Þannig virðist margir innflytjendur vera að fóta sig í kreppunni smám saman. „Mér finnst að þeir reyni, líkt og Íslend- ingarnir, að haga seglum eftir vindi til að komast í gegn um þetta. Margir hafa sagt við mig að þeir vilji ekki fara heim þótt á móti blási hér, heldur taka þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins aftur.“ Vilja taka þátt í uppbyggingunni Margrét Steinarsdóttir Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÚTLENDINGAR hérlendis hafa smám saman verið að fóta sig í kreppunni en þeim hefur fækkað sem snúa sér til Alþjóðahúss vegna fjárhagsvandræða. Atvinnu- leysi er þó enn meira meðal er- lendra ríkisborgara en hjá Íslend- ingum. Að sögn Margrétar Steinars- dóttur, framkvæmdastjóra Al- þjóðahúss, hefur aukin upplýs- ingagjöf um úrræði lánastofnana vegna greiðsluerfiðleika orðið til þess að fleiri úr hópi innflytjenda nýti sér þau. „Fregnir af slíku breiðast líka tiltölulega fljótt út um innflytjendasamfélagið og það hef- ur eflaust skilað sér líka.“ Þá hafi borið á að þeir sem fóru á sínum tíma úr landi eftir að hafa misst vinnu hafi snúið aftur. „Oft virðist vera auðveldara fyrir þetta fólk að vera hér á bótum en at- vinnulaust í heimalandinu,“ segir hún en í lok ágúst voru 1.652 er- lendir ríkisborgarar á atvinnuleys- isskrá hjá Vinnumálastofnun. Að sögn Þóru Ágústsdóttur, verkefnisstjóra Eures-miðlunar- innar, eru langflestir þeirra á ein- hverjum bótum, sem geta verið allt frá 10-100%. „Viðkomandi þarf að hafa unnið í þrjá mánuði í a.m.k. 25% starfi til að eiga bótarétt á Ís- EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra varar við atvinnu- auglýsingu sem birtist í Morgun- blaðinu dagana 19. og 29. ágúst og 8. september, undir yfirskriftinni „Job opportunity“. Þeim er svara auglýsingunni er sendur tékki til að skipta í íslenskum bönkum og senda andvirðið til Nígeríu. Lög- reglan telur víst að þessir tékkar séu falsaðir og því verðlausir. Fölsun Auglýsingin sem birtist. Varað við atvinnuauglýsingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.