Morgunblaðið - 17.09.2009, Page 14

Morgunblaðið - 17.09.2009, Page 14
Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Í ARABARÍKINU Dubai óðu menn milljarðana í mjóalegg og uppbygg- ingaráformin voru mest í ætt við æv- intýrin í Þúsund og einni nótt. Þar bar „Heiminn“ hæst en nú er hann sokkinn ef svo má segja í ragnarök- um kreppu og peningaleysis. „Heimurinn“ er fjöldi tilbúinna smáeyja í líki ýmissa þjóðlanda en saman mynda þær síðan heimsálf- urnar. Á eyjunum átti að byggja glæsivillur eins og þær gerast bestar og selja þær fína, fræga og umfram allt ríka fólkinu. „Heimurinn er liðinn undir lok. Hann er bara rústir einar. Að vísu má tala um eina eyju í byggð. Hún er í eigu sjeiksins í Dubai en hinar eru bara grjóthrúgur,“ sagði fasteigna- sali í Dubai breska blaðinu The Tim- es. Sjeikinn, Mohammed bin Rashid al-Maktoum, sem er jafnframt for- sætisráðherra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, segist viss um, að betri tíð sé í vændum í fjármálum ríkisins og opinberlega hefur hann ekki hætt við neitt af sínum stórkost- legu byggingaráformum, aðeins slegið þeim á frest. Sum þeirra eru raunar fullkláruð, til dæmis skíðabrekkur í alpalands- lagi innanhúss og sjö stjörnu hótel. Uppgangurinn í furstadæmunum hófst á síðasta áratug þegar þar fundust olíulindir en þær verða upp- urnar innan 20 ára. Olíutekjur svara nú ekki nema til 6% af landsfram- leiðslunni. „Heimsendir“ í Dubai Lúxusævintýri sem endar líklega með gjaldþroti Fagra veröld Svona átti Heimurinn að líta út. Fjöldi smáeyja í líki einstakra þjóðlanda og lúxusíbúðirnar áttu að laða að ríkt fólk hvaðanæva að. 14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Borgartún 31 • 105 Reykjavík • www.fjarfesting.is fjarfesting@fjarfesting.is TI L LE IGU – Vegmúli 2 Til leigu skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Vegmúla 2 í Reykjavík, þar sem SPRON var til húsa. Húsið er allt nýinnréttað á glæsilegan hátt. Ýmsar stærðir í boði t.d. 129 fm, 150 fm og 438 fm. Nánari upplýsingar veita Gunnar í síma 693-7310 eða Hilmar í síma 896-8750. Óskar Þór Hilmarsson, löggiltur fasteignasali Opið mán.-fös. kl. 9-17 NÁIST ekki samkomulag á loftslagsráðstefnunni í Kaup- mannahöfn í desember, mun það flýta fyrir „heilsufars- hörmungum“ um allan heim. Kemur það fram í áskorun, sem 18 stór læknasamtök hafa látið frá sér fara. Læknarnir segja, að fátækt fólk í hitabeltinu muni fyrst verða fyrir barðinu á afleiðingum loftslagsbreyting- anna en þær muni að lokum ná til alls heimsins. Fellibylj- ir, þurrkar eða flóð munu leika mörg svæði illa, draga mun úr matarframboði og aðgangi að hreinu vatni og alls kyns sjúkdómar, malaría, beinbrunasótt og margir fleiri, munu herja á fólk sem aldrei fyrr og ekki bara í hitabelt- inu, heldur líka í tempruðu beltunum. Þá eru ótaldar af- leiðingar hærra sjávarborðs. Ráðstefnan í Kaupmannahöfn verður dagana 7. til 18. desember og er vonast til, að þar verði lögð drög að lofts- lagssáttmála, sem leysi af hólmi Kýótó-sáttmálann frá 1997. Undirbúningsviðræður hafa þó ekki gengið vel og er óttast, að lítil samstaða verði í þessu máli, kannski því brýnasta, sem menn hafa staðið frammi fyrir. svs@mbl.is Vara við heilsu- farshörmungum Óttast lítinn árangur í lofts- lagsmálum í Kaupmannahöfn Reuters Áföllin Flóð, þurrkar og aðrar náttúruhamfarir munu aukast og valda stórauknum flóttamannastraumi. ÞAÐ er hægt að láta óánægju sína í ljós með ýmsum hætti en belgískir bændur höfðu þennan háttinn á í gær þegar þeir mótmæltu lágu mjólkurverði. Þá helltu þeir niður eða dreifðu einni milljón lítra yfir akur við borg- ina Ciney. Búist er við, að ESB-ríkin ákveði fljótlega nýtt lágmarksverð á mjólkinni. Reuters Bændur segjast fá lítið fyrir sinn snúð Mótmæltu með milljón lítrum MIKIL umræða og deilur eru nú í Noregi um niður- stöðu þingkosn- inganna á mánu- dag en borgara- flokkarnir fengu 49.000 atkvæði umfram þá flokka, sem standa að rauð- grænu ríkis- stjórninni. Hún fékk samt fleiri þingmenn kjörna. Borgaraflokkarnir fengu samtals 1.327.486 atkvæði en ríkisstjórn- arflokkarnir 1.278.327 og að margra mati er skipting þingsæt- anna því ólýðræðisleg og röng. Um þetta er nú mikið rætt og sér- staklega á netinu. Þar halda þó sumir því fram, að fyrrnefndar atkvæðatölur séu ekki réttar. Í þeim sé til dæmis alveg sleppt fylginu við Rauða flokkinn, kommúnískan smáflokk, sem þó fékk 36.096 atkvæði í kosningun- um. Að þeim meðtöldum munar 13.010 atkvæðum á fylkingunum til hægri og vinstri. Þá er raunar ekki allt talið því að 16 aðrir flokkar buðu fram. Af þeim fékk flokkur eftirlaunaþega flest atkvæði, 11.886, og flokkur Græningja 9.262. Síðan koma þrír flokkar með fylgi á bilinu 2.300 til 5.300 atkvæði en aðrir undir 1.000. Sá flokkur, sem nýtur minnstrar tiltrúar, er Norska lýðveldis- sambandið. Það fékk 54 atkvæði og galt afhroð frá kosningunum 2005 þegar það fékk 92. svs@mbl.is Norðmenn deila hart um skiptingu þingsætanna Styðst Stoltenberg við minnihluta? BRESKA leikaranum og uppistand- aranum Eddie Izzard er margt til lista lagt. Hann er til dæmis ágætur hlaupari og í gær lauk hann við að hlaupa vegalengd, sem svarar til 43 maraþonhlaupa, á 51 degi. „Eddie á hlaupum“ hét uppá- koman og áheitin, sem söfnuðust, rúmlega 41 millj. ísl. kr., renna öll til góðgerðarmála. Hljóp hann yfir Bretland frá norðri til suðurs og var fagnað vel er hann lauk hlaup- unum í London í gær. Var hann þá heldur illa til reika, með blöðrur á iljum, búinn að missa einhverjar tá- neglur og verkjaði í allan skrokk- inn. Ánægjan bætti það allt upp og hann notaði tækifærið til að til- kynna, að hann vildi setjast á þing, breska þingið eða Evrópuþingið, í framtíðinni. svs@mbl.is Lagði að baki 43 maraþon á 51 degi AFGANAR bera lítið sem ekkert traust til stjórn- valda, ríkisstjórn- ar Hamids Karza- is forseta, vegna mikillar spilling- ar. Stafar lands- mönnum ekki síð- ur hætta af henni en talibönum. Kom þetta fram í vikunni hjá Michael Mullen, forseta bandaríska herráðsins, á fundi með hermála- nefnd öldungadeildarinnar. Mullen tók undir fullyrðingar um, að þótt Bandaríkjastjórn sendi millj- ón hermenn til Afganistans, myndi það engu breyta um lögmæti ríkis- stjórnar Karzais í augum afgansks almennings. Kvaðst hann hafa mikl- ar áhyggjur af víðtæku svindli í for- setakosningunum nýverið en kosn- ingaeftirlitsmenn Evrópusam- bandsins sögðu í gær, að um hálf önnur milljón eða fjórðungur allra atkvæða í þeim hefði hugsanlega verið fölsuð. svs@mbl.is Karzai er vaxandi vandamál Litlu betri talibönum Hamid Karzai ÞÝSKA stjórnin samþykkti í gær að taka frá stór svæði í sjónum undan norður- strönd landsins fyrir vindmyllu- búgarða. Eiga þeir að sjá átta milljónum þýskra heimila fyrir raf- magni. Á svæðunum, sem eru í 12 til 200 km fjarlægð frá Norðursjávar- ströndinni, er gert ráð fyrir 22 vind- myllubúgörðum og þremur í Eystra- salti. Wolfgang Tiefensee, samgönguráðherra Þýskalands, sagði, að þetta væri liður í að afla 30% raforkunnar með endurnýj- anlegum hætti en allt í allt er stefnt að því að koma upp 40 vindmyllubú- görðum við Þýskaland með 2.500 vindmyllum. Búist er við, að þessi raforkufram- leiðsla verði komin í 25.000 mega- wött 2030 og veiti 30.000 manns at- vinnu. svs@mbl.is Þýskur vind- mylluskógur Skemmtileg sjáv- arsýn eða hvað?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.