Morgunblaðið - 17.09.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 17.09.2009, Síða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Hagsmunasamtök heimilanna (HH, sjá heimilin.is) voru stofn- uð í janúar sl. í þeim til- gangi að vera málsvari heimilanna í landinu og hafa síðan þá talað á ýmsum vettvangi fyrir leiðréttingu skulda, m.a. á grundvelli for- sendubrests lánasamn- inga. Það eru vænt- anlega ekki margir lántakendur sem myndu skrifa undir verðtryggt lán á þeim forsendum að verðbólgumark- mið væri 10-20%, eða jafnvel hærra. Eins er ólíklegt að fólk hefði tekið gengistryggð lán á þeim forsendum að gengið myndi veikjast eins mikið og raun ber vitni. Forsendubrest- urinn er slíkur að það má ætla að það sé lögbrot að lánastofnanir ætlist til að lánþegum beri að greiða af stökk- breyttum höfuðstól lánanna. Greiðsluverkfall Nú er svo komið að meðlimum samtakanna fjölgar óðum og þrýst- ingurinn fer stöðugt vaxandi á að leiðrétta skuldir heimilanna. Í aðsigi er greiðsluverkfall sem mun standa frá 1.-15. október. Greiðsluverkfallið er til komið vegna tregðu stjórnvalda til að bregðast við kröfum almenn- ings í landinu um leiðréttingu lána. Aðgerðinni er ætlað að þrýsta á stjórnvöld um að ganga að samninga- borðinu og vinna með almenningi að því að leita leiðar sem væri fær í þessum efnum. Stjórnvöld geta í raun komið í veg fyrir að af verkfall- inu verði með því að kalla til fundar með Hagsmunasamtökum heim- ilanna og öðrum hagsmunaaðilum. Greiðsluverkfallið má líta sömu aug- um og kjarabaráttu á vinnumarkaði, þetta er spurning um almenna kjara- baráttu. Margar leiðir eru færar til að taka þátt í greiðsluverkfallinu aðr- ar en að hætta að greiða af lánum ef fólk er smeykt við það. Hægt er að taka út bankainnistæður eða færa þær úr stóru bönkunum í litla spari- sjóði, hætta að nota greiðslukort, segja upp greiðsluþjónustu eða senda bankanum kröfubréf. Greiðsluverkfallið má kynna sér bet- ur á heimilin.is og/eða með því að mæta á borgarafund í Iðnó næst- komandi fimmtudag kl. 20. Tillögur til leiðréttingar Nú hafa komið fram margar til- lögur til leiðréttingar úr mörgum átt- um. Hagfræðingar, bæði innlendir og erlendir, jafnt og lögfræðingar og fólk eins og ég og þú hafa bent á nauðsyn þess að leiðrétta skuldir al- mennings. Það eru hins vegar fáir aðrir en stjórnvöld í landinu sem tala á þann veg að leiðrétting sé ekki nauðsynleg eða réttlát. Almenningur á fullan rétt á því að skuldir verði leiðréttar (ekki er um afskrift eða niðurfellingu að ræða) í það horf sem var áður en hrunið varð. Það er ein- föld ákvörðun sem stjórnvöld verða að taka nú þegar. Við gerum okkur öll grein fyrir að það er margir sem bera ábyrgð á hruninu, en það verður seint sagt að almenningur sé þar í að- alhlutverki. Flestum er það ljóst að ábyrgðin hvílir á herðum fjár- málastofnana, stjórnvalda og eft- irlitsstofnana sem öll brugðust skyldum sín- um gagnvart almenn- ingi. Stjórnvöldum ber að vinna að sátt um endurreisn, sátt um skuldaleiðréttingu í samvinnu við almenn- ing. Skuldaleiðrétting er algert réttlætismál fyrir öll heimili í land- inu. Leiðrétting sú sem gera þarf verður að vera almenn aðgerð sem gengur yfir alla og vera í anda réttlætis og sanngirni. Slík aðgerð yrði hvort tveggja einfaldari í fram- kvæmd, sem og hraðvirkari en að ætla að meta hvert mál fyrir sig. Hvað kostar leiðréttingin? Svo virðist sem það sé einhver tregða hjá stjórnvöldum til að gera þessa nauðsynlegu leiðréttingu og rætt fjálglega um að það kosti svo mikið og það eigi eingöngu að „fella niður“ skuldir hjá þeim sem eru komnir á bjargbrúnina. Það hefur hins vegar margoft verið bent á það að skuldaleiðrétting þarf ekki að kosta nein útgjöld fyrir ríkissjóð og nú fer vaxandi umræða fram um fórnarkostnað þess að gera ekki neitt. Nú þegar hefur stór hluti skulda bankanna verið afskrifaður og er því rými til að gera slíkt hið sama við skuldara í bönkunum. Eins hefur verið bent á að leiðrétting verðbólgu- skotsins er aðgerð sem er algert rétt- lætismál fyrir alla skuldara. Þar að auki má ekki gleyma að fordæmi fyr- ir almennum aðgerðum til að bæta tjón neytenda vegna efnahagskrepp- unnar er fyrir hendi þar sem stjórn- völd ákváðu að tryggja innstæður umfram skyldu með svo kölluðum neyðarlögum og bæta í pen- ingamarkaðssjóði. Skuldaleiðrétting þarf þó ekki að kosta ríkissjóð bein fjárútlát, heldur væri hann öllu held- ur að verða af framtíðartekjum í formi óeðlilega hárra verðbóta og viðurkenna þar með þann stóra galla sem verðtrygging lána er. Samtaka þrýstihópur Almenningur, fólkið í landinu, verður nú að taka höndum saman og mynda öflugan og stóran hóp og vil ég hvetja alla til að skrá sig í Hags- munasamtök heimilanna. Mikilvægt er að þrýstihópurinn sé stór og öfl- ugur og að fólk sé tilbúið að segja upphátt að það ætli að hætta að láta misbjóða sér með þeim lánakjörum sem hér bjóðast. Slíkur þrældómur sem verðtryggingin er á ekki rétt á sér – við eigum að krefjast ábyrgrar efnahagsstjórnar og stöðugleika til að hægt sé að bjóða betri lánakjör í framtíðinni. Skráið ykkur á heim- ilin.is og takið þátt í lánakjarabaráttu til framtíðar. Skuldaleið- rétting kostar ekki fjárútlát Eftir Andreu Ólafsdóttur »Nú er nauðsyn að bregðast við kröfum almennings um réttláta skuldaleiðrétt- ingu í óráðsíu og verð- bólgufári – greiðslu- verkfall er framundan Andrea Ólafsdóttir Höfundur er stjórnarkona í Hagsmunasamtökum heimilanna. ÓMAR Ragnarsson skrifar grein í Morg- unblaðið 15. sept- ember sl. um meintan yfirgang Landsvirkj- unar við jarðhitanýt- ingu á Kröflusvæðinu og beitir í því skyni röksemdafærslu virkj- unarandstæðinga um „annaðhvort eða“ – að annaðhvort sé hægt að nýta landsvæði til orkuvinnslu eða njóta þess sem áhugaverðs ferðamannastaðar. Hann vísar máli sínu til stuðn- ings til mikils gestafjölda í Yellow- stone-þjóðgarðinum í Ameríku ár hvert, sem samkvæmt Ómari er um tvær milljónir á ári. Við sam- anburð á Íslandi og Ameríku er al- gengt að margfalda með 1000 til að gera hlutina samanburðarhæfa, þar sem Íslendingar eru um 300 þúsund en Bandaríkjamenn um 300 milljónir. Í Kröflu vill svo til að frá árinu 2000 hefur verið teljari er telur fjölda gesta sem ganga að Leir- hnjúk til að njóta náttúrunnar þar og komast í snertingu við nýlega runnið hraun. Ferðamönnum hef- ur fjölgað stöðugt og í ár heimsóttu 72.000 gestir Leirhnjúk. Sé þessi gestafjöldi yf- irfærður á bandarísk- ar stærðir eins og að ofan er lýst jafngildir það 72 milljónum gesta. Samkvæmt því er ferðamanna- straumurinn í Kröflu orðinn 36 sinnum meiri hlutfallslega en í títt nefndum Yellow- stone. Undirritaður starfaði við Kröflu í um áratug og þekkir af eigin raun áhuga ferðamanna á svæð- inu. Hann veit að yfirgnæfandi meirihluti þeirra er jákvæður gagnvart orkuvinnslunni sem þar fer fram og áhugasamur um að kynna sér hana. Landsvirkjun hef- ur um árabil unnið með landeig- endum, sveitarstjórn, Ferða- málaráði, landvörðum og fleirum við að bæta og efla aðgengi og að- stöðu til ferðamennsku á svæðinu. Þá koma þúsundir ár hvert í gestastofuna í Kröflustöð þar sem hægt er m.a. að sjá myndefni frá Kröflueldum, þ.m.t. ógleymanleg myndskeið frá Ómari Ragn- arssyni. Hinn mikli fjöldi ferðamanna sem nú leggur leið sína um Kröflu- svæðið, ekki síst vegna starfsemi Landsvirkjunar og aðkomu að ferðamálum, styður ekki þá full- yrðingu Ómars að Kröflusvæðið „muni gefa ósnortið miklu meiri arð en með virkjun“. Reynslan úr Kröflu sýnir þvert á móti að sé staðið vel að málum má bæði nýta og njóta þeirra náttúruundra sem fyrirfinnast á Íslandi. Ég hvet menn til að huga að því hvernig best megi tryggja sem fjölbreyttasta hagsmuni við land- nýtingu á Íslandi í stað þess að slá fram fullyrðingum um „ann- aðhvort eða“. Meginþorri ferða- manna sem hingað koma lætur það ekki trufla sig þótt við nýtum landið okkar á fleiri en einn hátt. Að nýta og njóta við Kröflu Eftir Bjarna Má Júlíusson » Ómar Ragnarsson skrifar grein í Morg- unblaðið 15. september sl. um meintan yfirgang Landsvirkjunar við jarðhitanýtingu á Kröflusvæðinu Bjarni Már Júlíusson Höfundur er fyrrverandi stöðvarstjóri við Kröflustöð. MARGSKONAR sjaldgæf afbrigði geta orðið í kynþróun fósturs, með tilliti til kynlitninga, of- eða vanstarfsemi horm- óna og misþróunar á ytri og innri kynfær- um. Slíkir ein- staklingar lenda þó sjaldnast í sviðsljós- inu nema íþrótta- menn eins og Caster Semenya þegar vafaatriði hafa ekki verið útkljáð. Í flestum tilfellum sést strax við fæðingu hvort ytri kynfæri eru af- brigðileg eða vanti (hjá drengj- um), á fræðimáli kallað Ambiguo- us genitalia. Afbrigðileg hormónastarfsemi getur síðar komið fram. Misræmi getur verið milli litninga og ytra útlits. Algengasta orsök afbrigða á út- liti ytri kynfæra stúlkna er með- fæddur ofvöxtur og starfsemi á nýrnahettum, á fræðimáli Con- genital adrenal hyperplasia. Áhrif karlhormóna verða þá of mikil. Sjaldgæft er að einstaklingur hafi kynkirtla beggja kynja, á fræðimáli Hermaphrotite eða int- er-sex. Útlit kynfæra getur verið eins og hjá konu en einstakling- urinn haft innri eistu og mikil áhrif karlhormóna verið á líkam- ann. Kveneiginleikar eru ráðandi í þróun fósturs fyrstu vikurnar, hvort sem litningar eru konu eða karls. Fóstur með karlkynslitn- inga þróast fyrst til karls þegar karlhormónar fara að hafa áhrif. Í sjaldgæfum tilfellum eru líkams- vefir ónæmir fyrir karlkynshorm- ónum og líkaminn verður þá eins og hjá konu þrátt fyrir karlkyns- litninga. Þetta heitir á fræðimáli Androgen insensitivity syndrome. Greining og meðferð afbrigða getur verið flókin og krefst sam- starfs margra sérgreina. Reynt er að greina rétt kyn og laga ytri kynfæri með skurðaðgerðum, gefa hormónalyf eða fjarlægja kyn- kirtla í samráði við foreldra. Í mörgum tilfellum tekst að hjálpa viðkomandi einstaklingi sem getur síðar lifað eðlilegu fjölskyldulífi þó barneignir séu ekki mögulegar. Því miður kemur fyrir að röng stefna sé tekin í máli einstaklinga þar sem meðferð hef- ur beinst að þróun til annars kynsins en einstaklingurinn síðar kosið hitt kynið. Endanleg ákvörðun um rétt „kyn“ ein- staklings með af- brigðilega þróun kyn- ferðis, getur endanlega ráðist af uppeldi eða vali ein- staklingsins. Sögur herma að karlmenn hafi lætt sér í raðir kvenna í íþróttakeppni og sannaðist slíkt m.a. á Ólympíu- leikunum í Berlín 1936 og konum að sjálfsögðu líkað illa og mót- mælt. Einstaklingar með óljóst kyn- ferði sem hafa ekki verið greindir geta að sjálfsögðu tekið þátt í íþróttum og vafaatriði um kyn þeirra þá fyrst komið fram. Þekkt dæmi eru rússnesku „systurnar“ Tamara og Irena Press, sem þóttu mjög karlmannlegar í útliti og voru áberandi á stórmótum í lok sjötta og byrjun sjöunda ára- tugarins. Vegna þess var tekin upp kyngreining, þ.e. að þeir ein- staklingar sem vildu keppa í kvennagreinum urðu að sanna kyn sitt. Press-systurnar kepptu ekki eftir þetta. Kyngreining fór fyrst fram með almennri líkamsskoðun sem þótti nærgöngul og ógeðfelld leið. Síðar var notað strok innan úr munnholi til litningagreiningar. Þessi aðferð krafðist ekki líkamlegrar skoð- unar en þótti ónákvæm, olli mis- skilningi og kom fyrir að kynferði kvenna sem síðar urðu mæður var vefengt, en telja má barnsburð endanlega sönnun á eiginleikum kvenna. Minnist ég þar sér- staklega rúmenskrar konu sem var margfaldur heimsmethafi í hástökki kvenna og síðar tveggja barna móðir. Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandið hætti þess vegna að nota þessa aðferð árið 1991 en ól- ympíuhreyfingin árið 2000. Krafa um sönnun kynferðis er þó enn til staðar ef réttmætur vafi kemur upp. Við stórmót er alltaf til taks hópur sérfræðinga til að úrskurða um vafatilfelli. Vafaatriði um rétt kyn koma alltaf öðru hverju til kasta lækna- nefnda alþjóðaíþróttasambanda eða ólympíuhreyfingarinnar. Nokkur tilfelli eru þekkt þar sem próf leiða í ljós litninga karl- manns en líkamsútlit, uppeldi og lífsferil konu. Má nærri geta að slík tilfelli eru erfið og er reynt að leysa þau utan sviðsljóss fjöl- miðla. Undantekningar koma fyrir einkum þegar einstaklingar hafa náð langt í íþróttum. Síðasta slíkt tilfelli var Indverjinn Santhi So- undarajan sem vann silfur í 800 m hlaupi fyrir nokkrum árum á Así- umóti. Vafaatriði komu upp og eftir rannsókn var hún svipt verð- launum. Niðurstöður rannsókna hafa ekki verið birtar en um gæti verið að ræða hvort sem er af- brigði af inter-sex eða hormóna- ónæmi. Santhi Soundarajan er enn litin hornauga í sínu sam- félagi og hefur nú beðið um að Caster Semenya verði sýnd tillits- semi. Umræður um kynferði Caster Semenya, sigurvegarans í 800 m hlaupi kvenna á heimsmeist- aramótinu í Berlín, hófust strax að loknu hlaupi en keppendur í hlaupinu lýstu því yfir að Seme- nya gæti ekki verið kona. Þær hófust aftur eftir óstaðfestan leka á rannsóknarniðurstöðum. Þetta er hryggileg þróun mála og óþörf ef rétt hefði verið að staðið. Vafaatriði um kynferði hennar voru augljós og hefðu átt að vera leidd til lykta í heimalandi, en lausn samt ekki einföld. Caster Semenya gæti bæði haft karl- og kvenkyns eiginleika en hefur ver- ið alin upp sem kona. Hún braut engar reglur og reyndi ekki að villa um fyrir neinum svo nið- urstaða í máli hennar er ekki aug- ljós. Hið jákvæða í hennar máli er að þjóð hennar stendur fast með henni. Eftir Birgi Guð- jónsson Birgir Guðjónsson » Vafaatriði um kyn keppanda koma til læknanefnda. Til- felli eru þekkt þar sem próf leiða í ljós litninga karlmanns en líkamsútlit og lífsferil konu. Höfundur er læknir og hefur starfað í yfir 50 ár í íþróttahreyfingunni. Hann var 12 ár í læknanefnd Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins Kynferði íþróttamanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.