Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009
✝ HólmfríðurHelgadóttir
fæddist á Glæsivöll-
um í Miðdölum 7.
mars 1921. Hún lést
á líknardeild Landa-
kots 8. sept. síðast-
liðinn.
Foreldrar Hólm-
fríðar voru Helgi
Bjarni Jónsson, f.
1881 í Áskoti í Mela-
sveit, d. 1943, og
Jósefína Sigurð-
ardóttir, f. 1892 á
Dönustöðum í Lax-
árdal, d. 1971. Systur Hólmfríðar
voru Guðrún, f. 1914, d. 2000,
Kristín, f. 1918, d. 2005, Hall-
dóra, f. 1922, d. 1993, og Þrúður
f. 1925, d. 2005. Árið 1922 flutti
fjölskyldan til Vestmannaeyja og
bjó á Sólvangi við Kirkjuveg. Frá
unga aldri dvaldi hún öll sumur í
Eystri-Hól í V-Landeyjum og má
segja að þar hafi verið hennar
annað heimili og fjölskyldan í Hól
var henni mjög náin
alla ævi.
Hólmfríður giftist
árið 1957 Kristjáni
Fr. Kristjánssyni, f.
27.8. 1903 í Hvammi
í Dýrafirði. Hann
lést árið 1971. Þau
voru barnlaus en
Kristján átti af fyrra
hjónabandi fjögur
börn: Bergljótu, f.
1928, d. 1945, Birgi,
f. 1929, Rósinkrans,
f. 1933, og Klöru
Sjöfn, f. 1935. Eftir
lát Kristjáns hélt Hólmfríður
heimili með systur sinni Halldóru
þar til hún lést 1993. Hólmfríður
bjó lengst af í Reykjavík þar sem
hún stundaði ýmis störf en endaði
starfsferil sinn á röntgendeild
Borgarspítala 1993.
Útför Hólmfríðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag, 17.
september, kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Amma Fríða var ömmusystir okk-
ar en hún var samt amma okkar. Frá
því að við munum eftir okkur bjuggu
amma Dóra og amma Fríða saman í
Bólstaðarhlíðinni. Þær voru báðar
órjúfanlegur hluti tilveru okkar jafn-
vel þótt Helgi ætti erfitt með að
muna nöfnin á þeim. Hann kallaði þá
ömmu Fríðu alltaf „hina“, sagði „er
Hin heima“ og vildi helst alltaf tala
við hana. Þegar við gistum hjá þeim
var reglan sú að Þóra gisti í herbergi
ömmu Dóru en Helgi hjá ömmu
Fríðu á bláum bedda, sem kallaðist
„varamannabekkurinn“. Hann var
alltaf færður upp að rúmi ömmu
Fríðu og morguninn eftir var Helgi
litli kominn í holuna fyrir ofan ömmu
Fríðu og hún nærri því á bekkinn.
Í seinni tíð, þegar við komum í
kaffi og hjónabandssælu til ömmu
Fríðu, settumst við í eldhúskrókinn
og skoðuðum með henni vegginn sem
var þakinn póstkortum sem vinir og
ættingjar höfðu sent henni. Maður
gat ferðast í huganum um allan heim-
inn með því að skoða þessi kort á
milli þess sem við spjölluðum við
hana.
Amma Fríða hafði mjög ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum og
lá ekki á skoðun sinni ef henni þótti
eitthvað betur mega fara. Hún inn-
rætti okkur að tala ekki illa um aðra
og tók jafnan málstað þess sem á
hallaði í samræðunum, jafnvel þegar
hún var í raun sammála okkur.
Amma Fríða var ótrúlega liðug og
þótti ekkert leiðinlegt að vera spurð
að því í heldri borgara leikfimi hvort
hún hefði æft fimleika þegar hún var
yngri. Við munum eftir því þegar hún
sat við sjónvarpið og lyfti annarshug-
ar annarri löppinni beinni upp að
nefi. Oft gleymdum við því sem var
að gerast í sjónvarpinu og fylgdumst
frekar með ótrúlegum liðleika þess-
arar konu sem komin var hátt á ní-
ræðisaldur.
Ömmu Fríðu þótti fátt leiðinlegra
en að fara í verslunarleiðangur. Í ein-
um slíkum leiðangri til London stofn-
uðu hún og góð vinkona hennar, Ju-
dith, alþjóðlegan klúbb sem nefndur
er „Beint í æð“. Aðaltilgangur
klúbbsins var að létta lundina eftir
langdregna verslunarferð og koma
blóðflæðinu aftur af stað með réttum
meðulum. Margir hafa gengið í
klúbbinn eftir því sem árin hafa liðið,
enda augljóslega þörf fyrir hann.
Við héldum lengi vel að amma
Fríða hefði verið algjör engill þegar
hún var lítil. En kvöld eitt, eftir viku-
lega slátur- og grjónagrautsmáltíð
með Stellu, vinkonu hennar, kom í
ljós að þær höfðu báðar verið ansi
uppátækjasamar. Þær rifjuðu upp
ýmis prakkarastrik, sem okkur þótti
mjög fyndið að heyra um. Eitt dæmi
um það var að stela spariskóm eldri
frænku og hlaupa í þeim niður að
höfn með frænkuna á harðaspretti á
eftir.
Við erum þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum með ömmu Fríðu. Við
munum sakna hennar og minnast
með hlýjum hug.
Þóra og Helgi.
Þegar Helgi Jónsson (1881-1943)
og Jósefína Sigurðardóttir kona hans
(1892-1971) fluttust af Vesturlandi til
Vestmannaeyja með þær dætur sínar
sem þá voru fæddar bjó þar fyrir
Magnús Jónsson (1875-1946), bróðir
Helga og afi undirritaðrar. Náið og
gott samband var milli þeirra bræðr-
anna og barna þeirra. Magnús minnt-
ist Helga í bréfi til Þorbjarnar bróður
þeirra 23. maí 1943: „Helgi bróðir
okkar dó í vetur. Hann hafði lengi
verið alveg ósjálfbjarga, en alveg
heill sálarlega, prýðilega greindur,
fróður um margt og minnugur allt til
hins síðasta.“ Um fjölskyldu Helga
segir Magnús í bréfinu: „Ekkja hans,
Jósefína Sigurðardóttir, er mesta
dugnaðarkona. Hefir hún nú alllengi
verið vökukona á sjúkrahúsinu og
stelpurnar allar í atvinnu. Ein þeirra
er nú komin til Reykjavíkur. Þær eru
allar gerfilegar og virðast vel gerð-
ar.“ Nærri má geta að ekki hefur líf
fjölskyldunnar verið dans á rósum í
viðureign við heilsuleysi og erfiðleika
kreppuáranna, en aldrei sá þess
merki að þeir erfiðleikar hefðu sett
mark sitt á Hólmfríði. Í æsku minni í
Vestmannaeyjum voru dætur Helga
okkur nákomnar, og þá einkum þær
Fríða og Dóra, frænkur og eldri syst-
ur í senn, enda yngri en flest frænd-
fólk af þeirri kynslóð. Þær voru eft-
irminnilegar saman, háar,
beinvaxnar og glæsilegar, hlýlegar í
viðmóti og gamansamar á kyrrlátan
hátt.
Eftir að Fríða giftist og settist að í
Reykjavík, á menntaskólaárum mín-
um, var gott að leita til hennar um
gistingu og annað. Sambandið hélst í
gegnum árin og ég gat sannreynt það
á síðustu vikum hennar að hún var
sannarlega alveg heil sálarlega til
loka eins og faðir hennar, tók því sem
við blasti með reisn og æðruleysi.
Um leið og ég þakka Fríðu frænku
alla velvild hennar og góðar samveru-
stundir langar mig að ljúka þessum
kveðjuorðum með upphafserindun-
um úr erfiljóði sem Magnús afi orti
eftir Helga bróður sinn. Þau eiga eins
vel við Hólmfríði dóttur hans:
Að kveldi dags er hvíldin hollust þeim,
sem hrjáður er,
og vinnulúnum kærst að koma heim,
er kraftur þverr.
Þótt árdagssólin sveipi hugarlönd,
oft síðla dags ber skugga lífs á strönd.
Það heyrist skammt, er hnipið fölnar
blað
á hélunótt,
og þó að látinn legstað berist að, er lifði
hljótt.
En orðstír góður ekki ferst í hyl,
hann ómar hér og bak við dauðans þil.
Unnur Alexandra Jónsdóttir.
Að eiga sér góðar fyrirmyndir í líf-
inu er öllum afar mikilvægt. Fríða
frænka, eins og hún var alltaf kölluð,
var og verður mín fyrirmynd í
mörgu. Oftar en talið verður hef ég
sagt eftir að hafa verið með Fríðu:
„Svona vil ég vera.“ Fyrst man ég
eftir að hafa sagt þetta þegar ég var
unglingur og fékk að gista hjá Fríðu í
Reykjavíkurferð. Einn daginn kom
ég að henni við tiltekt. Hún virtist í
sólskinsskapi og söng hástöfum vin-
sælasta dægurlag þess tíma. Þetta
þótti mér vægast sagt mjög óvenju-
legt því þetta var í mínum huga leið-
indaverk og ekkert til að gleðjast yf-
ir. En Fríða sagði að þegar hún þyrfti
að gera það sem henni þætti leiðin-
legt væri um að gera að finna leið
sem gerði hlutina léttari og hún valdi
að syngja sig í gegnum verkin. Hvatti
hún mig til að finna mína leið til þess.
Þetta hef ég reynt eftir bestu getu en
það versta er að ég er hálflaglaus og
tiltektin því enn leiðindastarf hjá
mér. Ég hef þó fundið mína leið við
önnur störf. Þökk sé Fríðu.
Eitt af því sem ég hef markvisst
tekið upp eftir Fríðu er að taka öllum
tilboðum um samverustundir með
fjölskyldunni skilyrðislaust. Öllum í
fjölskyldunni hefur alltaf þótt meira
en sjálfsagt að Fríða væri með okkur
í einu og öllu. Þegar hringt var í
Fríðu – oft með afar stuttum fyrir-
vara – og henni boðið með þótti mér
aðdáunarvert hversu auðvelt hún átti
með að drífa sig af stað. Það þurfti
aldrei að dekstra hana. Hún var alltaf
til í tuskið og skipti engu hvort um
var að ræða útilegur, sumarbústað-
arferðir, utanlandsferðir, hávaðasöm
barnaafmæli, skemmtigöngur eða
fjölskylduboð.
Oft var Fríða langelst í þessum
samverustundum en var samt eins og
unglingur og gerði ýmislegt sem
fáum á hennar aldri dytti hug að
framkvæma. Til dæmis kom hún í
útilegur með „unglingaútbúnað“ –
aðeins tjald, dýnu og vökva, hún
synti í ísköldum ám, sýndi okkur
heljarstökk, gekk á fjöll svo fátt eitt
sé talið. En þó að Fríða hafi alltaf
verið mér og mínum einstaklega
hjálpleg og tilbúin til aðstoðar hvað
sem á gekk hikaði hún ekki við að
segja manni til syndanna og sagði þá
gjarnan: „Þetta finnst mér asnalegt!“
með mjög ákveðinni og sérstakri
áherslu á asnalegt. Þá vissum við að
best væri að skipta um áætlun.
Í erfiðum veikindum síðasta árið
stóð Fríða sig eins og hetja. Hún var
æðrulaus og alltaf söm við sig. Fyrir
aðeins nokkrum dögum var verið að
ræða berjatínslu við sjúkrabeð henn-
ar. Sagði hún að líklegast þyrfti hún
að sleppa berjatínslu þetta árið – en
þó væri aldrei að vita. Eins og alltaf –
til í hvað sem var. Ég mun sakna þess
mjög að geta nú ekki lengur skroppið
í kaffi til Fríðu frænku og fengið góð
ráð, knús og klapp.
Við fjölskylda mín sendum Fríðu
Sigrúnu, Bjössa, Þóru, Helga og öðr-
um aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Guðrún Kristinsdóttir.
Látin er í hárri elli Hólmfríður
Helgadóttir, eða öllu heldur Fríða
frænka eins og við kölluðum hana.
Hún var hinn fasti punktur í tilveru
okkar frændsystkina sem ólumst upp
í Vestmannaeyjum þegar komið var
til höfuðborgarinnar. Alltaf var húsa-
skjól að finna hjá henni, sama hvern-
ig á stóð, og tók hún jafnan á móti
okkur af miklum hlýhug og gestrisni.
Það var ekki lítið átak og ferðalag að
flytja frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur laust eftir miðja síðustu
öld. En sem fyrr var leitað til Fríðu
frænku um húsaskjól fyrstu dagana
eftir komuna til höfuðborgarinnar og
þar til húsnæði var til reiðu í Hjúkr-
unarskóla Íslands. Þannig var ástatt
fyrir mér þegar ég var að hefja nám í
hjúkrun og á þeim tíma styrktust þau
bönd á milli okkar sem héldust síðan.
Allt fas og framkoma Fríðu ein-
kenndust af ró og yfirvegun. Hjálp-
semi og gestrisni voru ríkir þættir í
fari hennar og hafði það veruleg áhrif
á þá sem hana umgengust.
Nú hefur hún fengið hvíldina eftir
langt líf en hjá okkur lifir minningin
um einstaka konu og sérlega góða
frænku. Við sendum ættingjum
hennar innilegar samúðarkveðjur
vegna fráfalls hennar.
Þórunn og Finnur.
Við systurnar kynntumst Fríðu
þegar hún giftist Kristjáni föður-
bróður okkar. Kristján var í miklu
uppáhaldi hjá okkur og því vorum við
ekki alveg vissar um það hvort við
myndum tapa frænda eða græða
frænku og var því eftirvæntingin
mikil. Það kom þó fljótt í ljós að Fríða
bætti líf okkar allra í fjölskyldunni og
var Stjána góður lífsförunautur.
Þau hjónin bjuggu í næsta ná-
grenni, og við systur gátum því heim-
sótt þau hvenær sem okkur lysti. Það
var markvert við þessar heimsóknir
að okkur var alltaf boðið inn í stofu og
þar sest niður og rætt við okkur
stelpurnar, spilin tekin fram og kom-
ið fram við okkur eins og við værum
fullorðið fólk.
Oft gistum við hjá þeim þegar for-
eldrar okkar voru erlendis og var
Fríðu eiginlegt að spjalla við börn og
hafa ofan af fyrir þeim. Okkur er
minnisstætt að hún hjálpaði okkur
við heimavinnu og saumaskap. Þær
voru líka ófáar stundirnar þar sem
hún sat með okkur og söng barnavís-
ur Stefáns Jónssonar. Fríða var ekki
frænka okkar í eiginlegum skilningi
en var þó alltaf kölluð Fríða frænka
og í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum
í fjölskyldunni.
Við banalegu móður okkar var
Fríða okkur og henni stoð og stytta.
Vitum við að móðir okkar kunni að
meta þá hjálp sem hún veitti. Við er-
um afar þakklátar fyrir allan þann
stuðning.
Vinátta okkar hefur styrkst með
árunum og við þökkum fyrir allar
yndislegu minningarnar sem við eig-
um um hana.
Birna Einarsdóttir og
Auður Inga Einarsdóttir.
Í dag kveðjum við elsku frænku
okkar, hana Fríðu. Þessi ljúfa og fal-
lega sál hafði mikil og góð áhrif á alla
í kringum sig. Fríða frænka var alltaf
til staðar fyrir okkur, fylgdist með
öllum í fjölskyldunni og bar hag okk-
ar fyrir brjósti.
Við þökkum þér allar yndislegu
stundirnar þegar þú komst í heim-
sókn til Eyja. Oft var spjallað saman
langt fram á nótt og þú sagðir okkur
sögur frá æsku þinni. Við systkinin
minnumst Fríðu fyrir allt það góða
sem hún lét okkur í té í gegnum allt
okkar líf. Ferðirnar frá Eyjum til
Reykjavíkur á okkar bernskuárum
eru ógleymanlegar. Fríða tók alltaf á
móti okkur með opnum örmum og
dekraði við okkur á allan hátt.
Elsku Fríða, nú er slokknað á síð-
asta ljósinu frá Sólvangi, þín er sárt
saknað af okkur öllum. Að lokum
þökkum við vináttu, gæsku og velvild
í okkar garð í gegnum lífið. Elsku
Fríða Sigrún, Bjössi, Þóra og Helgi,
við vottum ykkur innilega samúð
okkar. Hvíl í friði, elsku Fríða okkar.
Kristrún, Hildur, Dóra, Magnús,
Halldór og fjölskyldur.
Hólmfríður
Helgadóttir
✝ Ingibjörg ElínAðalsteinsdóttir
var fædd 19. apríl
1927. Hún lést 10.
september 2009 á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar
voru þau Aðalsteinn
Pálsson, skipstjóri og
útgerðarmaður frá
Hnífsdal, f. 3.7. 1891,
d. 11.1. 1956 og fyrri
kona hans Sigríður
Pálsdóttur, húsfreyja
frá Hnífsdal, f. 28.11.
1889, d. 12.10. 1930. Síðari kona
Aðalsteins var Elísabet María Jón-
asdóttir, húsfreyja og hús-
mæðrakennari frá
Hnífsdal, f. 21.6.
1893, d. 15.4. 1978.
Systkini Ingibjarg-
ar Elínar eru: Páll,
skipstjóri og útgerð-
armaður í Grimsby,
Englandi, f. 1916, d.
1970, Össur, járn-
smiður og fyrrver-
andi kaupmaður, f.
1919, Sigríður lyfja-
fræðingur, f. 1921, d.
2003, Guðbjörg, hús-
freyja og fyrrverandi
bankaritari, f. 1926
og Jónas Aðalsteinn hæstarétt-
arlögmaður, f. 1934.
Hinn 3. mars 1962 giftist Ingi-
björg Elín Sigurði Hallgrímssyni
vélstjóra, f. 18.3. 1921, d. 10.4.
2003. Sonur þeirra er Hallgrímur,
f. 19.12. 1963, hann dvelur á sam-
býlinu Grundarlandi 17, Reykjavík.
Sigurður átti tvær dætur frá fyrra
hjónabandi, Rannveigu, f. 1953 og
Maríu, f. 1954.
Ingibjörg Elín gekk í gagn-
fræðaskóla, lærði hattasaum í
Hattabúð Reykjavíkur og útskrif-
aðist frá Iðnskólanum í Reykjavík
með meistarapróf í hattasaumi.
Hún var í Húsmæðraskólanum á
Hallormsstað í 2 ár og síðar dvaldi
hún í Danmörku og lærði postu-
línsmálun.
Útför Ingibjargar Elínar fer
fram frá Neskirkju í dag kl. 15.
Ingibjörg Elín Aðalsteinsdóttir,
móðursystir mín, verður jörðuð í
dag í Hólavallakirkjugarði. Ella
frænka, eins og hún var jafnan köll-
uð, var einn af föstu punktunum á
uppvaxtarárum okkar systkina og
myndaði hlekk á milli kynslóðanna.
Sögur af bernsku þeirra systra,
Ellu Siggu og Dúddu, og þeim tæki-
færum sem ungum konum bauðst á
árunum upp úr stríðinu um miðja
síðustu öld eru forvitnilegar fyrir
kynslóðirnar sem á eftir koma.
Nám við húsmæðraskóla þótti sjálf-
sagt, en líka nám sem stuðlaði að
sjálfstæði þeirra og jók möguleika
þeirra á vinnumarkaðnum. Eftir
giftingu þótti þó tilheyra að fara af
vinnumarkaðnum og vinna innan
veggja heimilisins.
Ella var mjög handlagin, nam
postulínsmálun í Kaupmannahöfn
og hattagerð í Hattabúð Reykjavík-
ur. Framleiðsla átti vel við hana,
hún lét sér ekki nægja að gera eitt
stykki, heldur bjó til hluti fyrir alla
í kringum sig. Hattar í fjölbreyti-
legum útgáfum komu eins og af
færibandi til stórfjölskyldunnar og
vina. Eftir að hún stofnaði fjöl-
skyldu höguðu örlögin því þannig
að hún var mikið heima við og sinnti
sínum nánustu og sínum hugðarefn-
um.
Ella flutti í þjónustuíbúð hjá
DAS í Hafnarfirði fyrir nokkrum
árum og undi hag sínum vel í ná-
munda við Össur bróður sinn. Fyrir
tæpu ári flutti hún á hjúkrunar-
heimilið Grund, þar sem vel var
annast um hana.
Sigríður Finsen.
Ingibjörg Elín Aðalsteinsdóttir