Morgunblaðið - 17.09.2009, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.09.2009, Qupperneq 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Það líður öllum svo vel í kringum Reyni, það er frábær andi í kring- um hann … 28 » UM þessar mundir stendur yf- ir fjögurra kvölda námskeið í Hafnarfjarðarkirkju sem ber heitið „Leyndardómar forn- aldarinnar afhjúpaðir“. Fyrsta kvöldið er liðið en næstu þrjú fimmtudagskvöld kl. 20 verður sérstaklega fjallað um táknmál og talnaspeki, bæði kristna og tákn sem afleidd eru af kristn- um táknum og tölum. Nám- skeiðið er opið öllum og hentar sérstaklega vel þeim sem ætla að sökkva sér niður í nýútkomna bók Dans Browns, Týnda táknið. Í kvöld verður fjallað um talnaspeki. Kennslubók námskeiðsins er Orðabók leyndardómanna eftir sr. Þórhall Heimisson. Hugvísindi Leyndardómarnir afhjúpaðir í kvöld Týnda táknið Í KVÖLD verða fyrstu tón- leikar vetrarins í tónleikaröð- inni Tónar við hafið haldnir í Þorlákshöfn. Hefð er fyrir því að djasstónlistarmenn hefji leik að hausti og í kvöld er það gítartríóið JP3 sem leikur. Tríóið skipa þeir Jón Páll Bjarnason, Eðvarð Lárusson og Ásgeir Ásgeirsson. Á tón- leikunum í Þorlákshöfn flytja þremenningarnir með þeim Erik og Þorgrími mikið af þeim lögum sem finna má á plötu þeirra JP3, sem kom út í fyrra, mest frumsamin lög eftir þá Jón, Eðvarð og Ásgeir, en platan fékk mikið lof gagnrýnenda. Tónleikarnir verða í Ráðhúsi Ölfuss og hefjast klukkan 20. Tónlist JP3 á Tónum við hafið í Þorlákshöfn Jón Páll Bjarnason JÓN Svavar Jósefsson verður gestur Jónasar Ingimundar- sonar á tónleikum í Salnum kl. 17.30 í dag, í tónleikaröðinni Ís- lenskt, já takk! Tónleikaröðin er liður í tíu ára afmælishátíð Salarins og á hverjum fimmtu- degi fram í október fær Jónas til sín söngvara í fremstu röð og kynnir íslenskar einsöngs- perlur. Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, flytur stuttan pistil um tilurð laganna og sýndar verða ljósmyndir af íslenskum listaverkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar. Dag- skráin stendur yfir í tæpan klukkutíma og er opin öllum meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. Tónlist Jón Svavar syngur íslenskt í dag Jón Svavar Jósefsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MYNDLISTASKÓLINN í Reykjavík hefur fengið um 50 milljón króna styrk frá Leonardo-áætlun Evrópusambands- ins til þess að þróa og undirbúa tveggja ára námsbrautir í teikningu og textíl í samstarfi við Tækniskólann, fjóra er- lenda háskóla og tvö innlend fyrirtæki. Ingibjörg Jóhanns- dóttir skólastjóri kveðst nú bíða leyfis menntamálaráðu- neytisins svo námið geti hafist haustið 2010. „Aðdragandinn er orðinn langur. Stjórn Myndlistaskól- ans hefur rætt það lengi, að það þurfi að huga að námi, þar sem aðferðum og tækni í vinnubrögðum er gefinn meiri gaumur en í listnámi, eins og það hefur verið að þróast. Við teljum þetta því áhugaverða viðbót við almennt náms- framboð. Í þessu námi verður efnið og aðferðirnar ákveðinn kjarni, ásamt kraftmikilli og öflugri hugmyndavinnu.“ Sterk tengsl við atvinnulífið Þróun námsbrautanna verður nátengd samstarfsaðilum í atvinnulífinu, m.a. fatahönnunarfyrirtækinu Steinunni á textílbraut og tölvuleikjaframleiðandanum CCP á teikni- braut. „Með þessu viljum við búa til nám sem hefur mjög skýra tengingu í atvinnuvegina og skoða hvað sé mikilvægt fyrir fyrirtækin, en reyna líka að halda því nógu opnu til að það gagnist þeim sem vilja nýta sér það í persónulega list- sköpun. Reynsla grannþjóðanna sýnir að menntun af þessu tagi leiðir til þess að litlum og meðalstórum fyrirtækjum fjölgar, fyrirtækjum sem eru með 5-15 starfsmenn og greiða góð laun.“ Að sögn Ingibjargar er mikilvægt að námsbrautirnar verða skilgreindar á fjórða þrepi íslensks gæðastaðals námsbrauta, og skapa því brú sem ekki hefur verið til staðar áður, úr listnámsbrautum framhaldsskólanna yfir í há- skólanám. Nemendur ljúka því diploma prófi af brautunum og geta bætt við sig námi við samstarfsskóla Myndlistaskól- ans á háskólastigi til að ljúka BA-prófi ef þeir kjósa, en BA- námið er á fimmta þrepi. „Það hefur sýnt sig við námsbraut okkar Mótun – leir og tengd efni, sem líka er á fjórða þrepi, að við höfum getað búið til það gott nám að háskólarnir sem við störfum með, hafa metið það sem ígildi fyrstu tveggja ára sinna til BA-prófs. Það er alveg nýtt hér á Íslandi að þessi brú úr starfstengda náminu inn í háskólana sé til.“ Efnið og aðferðin í forgrunni  Myndlistaskólinn í Reykjavík þróar nýjar námsbrautir í teikningu og textíl í samvinnu við fyrirtæki  Nýr valkostur í listnámi á Íslandi, segir skólastjórinn Teikning Nemendur undirbúningsdeildar Myndlistaskólans í módelteikningu. Ingibjörg Jó- hannsdóttir skólastjóri vonar að nýju námsbrautirnar í skólanum geti hafist næsta haust. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í SUMAR tóku tveir af sex kórum Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale nobili, þátt í kórakeppnum erlendis og unnu ýmist til gull-, silfur- eða bronsverðlauna í öllum flokkum sem þeir kepptu í. Kórarnir eru burð- arvirkið í listalífi Langholtskirkju að sögn Jóns Stefánssonar kantors. „Kór Langholtskirkju verður með tónleika í nóvember þar sem við flytjum íslensk og norræn verk sem hafa verið samin fyrir kórinn eða vegna hans,“ segir Jón. Kórinn var í samstarfi við John Høybye, tónskáld og stjórnanda Tritonus-kórsins í Danmörku, og Kára Bæk, sem stjórnar kammerkórnum Skýrák í Færeyjum, og á þremur árum hitt- ust kórarnir þrisvar í löndunum þremur og með ný verk sem samin voru hverju sinni, sérstaklega fyrir samstarfið. „Við syngjum þau bestu á tónleikunum og fleira.“ Jóhannes í tvöföldum kvartett Jón segir erfitt að halda fólki í bænum yfir páska þegar hefð er fyr- ir stærstu tónleikum kirkjunnar. „Ég fékk klikkaða hugmynd, því ég sætti mig ekki við það að kirkjukór geti ekki verið með tónleika á föstu- daginn langa. Ég ætla því að gefa kórfélögum tækifæri til að spreyta sig á því að komast í tvöfaldan kvart- ett, sem á að flytja Jóhannesar- passíuna eftir Bach með lítilli kamm- ersveit. Ég er líka bjartsýnn á að kórfélagarnir verði líka einsöngv- arar, fyrir utan guðspjallamanninn sem Þorbjörn Rúnarsson syngur. Það er mikill spenningur fyrir þessu í kórnum.“ Í maí verður Berlínarmessan eftir Arvo Pärt þungamiðja vortónleika kórsins en Pärt er í hópi virtustu tónskálda samtímans. Á sunnudagskvöldið verður tíu ára afmæli Noack-orgelsins í Lang- holtskirkju fagnað með tónleikum Björns Steinars Sólbergssonar, þar sem hann leikur verk eftir Mendels- sohn og Bach, og í kjölfarið, kl. 12.15 á hádegi alla næstu viku, verða org- eltónleikar í kirkjunni, þar sem org- elnemar leika, og er aðgangur ókeypis á hádegistónleikana. „Tón- leikarnir eru opnir öllum, en við höf- um boðið skólana í kring sérstaklega velkomna.“ Söngtónleikar verða í kirkjunni 8. nóvember. „Þá syngja Dísella Lár- usdóttir og Garðar Thór Cortes saman. Eivør Pálsdóttir verður með tónleika í janúar, – bara ein með gít- arinn sinn og í febrúar leikur Lára Bryndís Eggertsdóttir Pétur og úlf- inn í orgelútsetningu Matthíasar Wegers. Kammerkór Norðurlands verður líka með tónleika í febrúar.“ Jón segir tónleika í mars, þar sem ungi baritónsöngvarinn Andri Björn Róbertsson syngur, verða mjög spennandi. „Kiri te Kanawa tekur hann með sér út um allt, og hefur boðið honum að syngja með sér á tónleikum í Japan í vetur.“ Þess ber að geta að Andri Björn er alinn upp í kórstarfi Langholtskirkju. Kórarnir bera starfið uppi Tónlistarveturinn í Langholtskirkju hefst á sunnudag þegar Björn Steinar Sólbergsson leikur verk eftir Mendelssohn og Bach Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Stefánsson Í Langholtskirkju starfa sex kórar: Krúttakórinn, Kórskól- inn, Graduale futuri, Gradualekórinn, Graduale nobili og Kór Langholts- kirkju. Eldri kórarnir hafa allir unnið til verðlauna í keppnum bestu kóra. AÐEINS degi eftir að nýjasta spennusaga Dans Browns, The Lost Symbol, kom út er hægt að nálgast sjóræn- ingjaútgáfu af henni á netinu. Transworld- bókaútgáfan hef- ur vitneskju um hina ólöglegu útgáfu og er að vinna í því að fá hana fjar- lægða. „Bókin er fáanleg á nokkrum sjóræningjasíðum. Við erum ekki ánægð með það en enn sem komið er er þetta aðeins bandaríska útgáfan,“ sagði Alison Barrow, útgáfustjóri hjá Transworld, og bætti við að útgáfan væri að vinna í því að biðja síðurnar um að taka út hina ólöglegu útgáfu. The Lost Symbol kom út á þriðju- daginn og strax í gærmorgun var hægt að fá hana halaða niður í gegn- um netið við mikla ánægju bókaorma sem þökkuðu vel fyrir sig í at- hugasemdakerfunum á síðunum. Annars virðist þetta hafa lítil áhrif á sölu bókarinnar sem rýkur úr búð- arhillum í orðsins fyllstu merkingu. Ólöglegur Dan Brown The Lost Symbol á sjóræningjasíðum Dan Brown ALESSANDRA Mussolini, barna- barn ítalska einræðisherrans Benitos Mussolinis, hefur hótað lögsókn verði kvikmyndin Francesca sýnd um alla Ítalíu í næsta mánuði. Myndin hlaut mikið lof gagnrýnenda á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum og verð- ur sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Reykjavík sem hefst í dag. Ein persóna kvikmyndarinnar, aldraður Rúmeni, nefnir Alessöndru á nafn í myndinni og kallar hana „Mussolini-hóru“ sem vilji láta drepa alla Rúmena. Alessandra sagði árið 2007 að allir Rúmenar sem byggju á Ítalíu væru glæpamenn og vakti mikla hneykslan fyrir. Hún er ítalsk- ur stjórnmálamaður á hægrivængn- um og fyrrverandi leikkona. Hún vill að samtalið, þar sem hún er kölluð hóra, verði klippt úr myndinni. Frumsýna á myndina í október á Ítalíu en hætt var við tvær sýningar á henni í Feneyjum. Mussolini á móti mynd Samstarfsfyrirtæki Myndlistaskólans í Reykjavík að nýju námsbrautunum, Steinunn og CCP, leggja mikið af mörk- um til samstarfsins, og segir Ingibjörg skólastjóri það mjög hvetjandi að heyra að atvinnulífið kalli á fleira fólk með þessa menntun. „Steinunn Sigurðar- dóttir hefur sagt að hún sjái mikla mögu- leika fyrir sig og sitt fyrirtæki í náminu sem boðið verður upp á, en líka fyrir textílheiminn almennt, og að það séu mörg svið þar sem við gætum haft eitthvað að segja. Hilmar Veigar Pétursson í CCP hef- ur líka sagt um tölvuleikjateikningu, að það sé minna mál að kenna fólki á forritin en hann geti ekki kennt fólki að teikna og þróa þann myndheim sem hans framleiðsla byggist á. Slíka þekkingu þurfi fólk að hafa til að vinna þá vinnu. Þar kemur að okkur að bjóða upp á námið sem til þarf.“ Fyrirtækin kalla á þekkinguna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.