Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 2

Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Smurbrauð m/hangikjöti og kaffi 499,- einfaldlega betri kostur Komdu og njóttu góðra veitinga © IL V A Ís la n d 20 0 9 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is EFTIR Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is „NÆRTÆKARA sýnist að huga að sérstakri deild innan Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekin yrðu fyrir mál frá sér- stökum saksókn- ara, og sem dæmdi jafnframt önnur efnahags- brot,“ segir Ragna Árnadótt- ir dómsmálaráð- herra um þær hugmyndir sem fram hafa komið opinberlega að koma upp sérdómstól, sem tæki fyr- ir dómsmál sem upp kunna að koma í kjölfar bankahrunsins. Ragna seg- ir að hugmyndin um sérdómstól væri vissulega rökrétt framhald af því að sett var á fót sérstakt emb- ætti saksóknara vegna bankahruns- ins. Slíkt yrði dýrt og því nauðsyn- legt að huga að fleiri kostum. Aðspurð hvort raunhæft sé að ætla að leggja til meira fé til dóm- stólanna miðað við aðstæður í þjóð- félaginu telur Ragna óhjákvæmilegt að líta til aðstæðna hverju sinni. Stofnunum á vegum dómsmálaráðu- neytisins sé gert að skera niður í ár og á næsta ári, og eru dómstólar þar ekki undanskildir. „Dómstólar virðast anna mála- fjöldanum í dag, þótt álagið sé mjög mikið, en dómstólar vara við því að það geti breyst – þeir raunar segja að það muni breytast. Við getum státað af mjög skilvirku réttarkerfi, þar sem ekki fer mikið fyrir töfum á málsmeðferð fyrir dómstólunum. Mikið átak hefur verið lagt í að vinna upp málahala og vilja menn eðlilega ekki sjá afturför í þeim efn- um. Ef það breytist verður að taka með í reikninginn að of löng máls- meðferð, það er tafir í réttar- kerfinu, er afar óheppileg fyrir þjóðfélagið og getur þar að auki verið mannréttindabrot,“ segir Ragna. Hún segir að fulltrúar dómstól- anna hafa komið að máli við sig og lýst áhyggjum sínum vegna aukins málafjölda. Þar nefni menn, auk sakamála, einkum fjölgun einka- mála vegna ýmissa gjaldþrotamála og ágreiningsmála vegna hrunsins. Dómstólar sjái því fram á aukið álag, bæði héraðsdómstólar og Hæstiréttur. Sérdeild er nærtækari  Ráðherra telur nærtækara að sérdeild innan Héraðsdóms Reykjavíkur fjalli um afleiðingar bankahrunsins en sérdómstóll  Dómstólarnir sjá fram á mikið álag » Dómstólar anna málafjöldanum í dag » Óttast að ástandið breytist til hins verra » Tafir eru óheppilegar fyrir þjóðfélagið Ragna Árnadóttir ÚRSLIT í hugmyndaleitinni „Glaðari gaflar“ voru kunngjörð í gær. Mjög margar tillögur bár- ust um veggverk á húsgafla í Reykjavík og verða þrjár þeirra styrktar um 300 þúsund krónur hver. Verðlaunahugmyndirnar eru mjög frum- legar. Ein gerir ráð fyrir að sjónpípum verði komið fyrir á húsgöflum. Önnur gerir ráð fyrir að stálvírar verði strengdir milli tveggja gafla á lóðum húsa sem hafa verið fjarlægð og vírarnir teikni „strúktúr“ horfinna húsa. Sú þriðja gerir ráð fyrir að veggurinn verði málaður í þeim stíl sem hver og einn hefur áhuga á. GLAÐARI GAFLAR LÍTA DAGSINS LJÓS Morgunblaðið/Kristinn MIKLAR og kröftugar haustrigningar voru 2007 og 2008 og segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur líklegt að sami háttur verði á þetta haustið og að svipuð tíð haldist til 10. október og jafnvel lengur. Einar segir að undanfarin þrjú sumur, þ.e. frá 2007, hafi verið tiltölulega þurrt suðvestan- og vestanlands. Veðurlagið hafi síðan breyst upp úr miðjum ágúst og lægðagangur verið ríkjandi fram eftir hausti. Veðrið hafi reyndar ekki alltaf verið eins en mynstrið svipað. Mikill atgangur hafi verið í lægðunum og í fyrra hafi þær verið sérstaklega vatnsþrungnar, en sú hafi ekki verið raunin í haust, þrátt fyrir marga blauta daga. Líklega tilviljun „Mér finnst líklegast að þetta sé tilviljun,“ segir Einar. Hann bendir á að í rúman áratug hafi verið hlýr sjór í kringum Ísland og í Norður-Atlantshafinu og því mætti gera því skóna að hlýrri sjór en venjulega ætti talsverðan þátt í að móta stöðu hæða og lægða. „En veðurfar á þess- um 10 árum hefur verið með ýmsum hætti.“ Einar segir að framundan verði sunnan- og suðvest- anvindáttir ríkjandi með suðaustanáttarívafi en þegar frá dragi gæti austanstæðari vindur orðið ofan á. Hann segir að þetta sé í samræmi við þriggja mánaða spána fyrir september til nóvember þar sem gert var ráð fyrir ríkjandi suðlægum áttum og lægðagangi. steinthor@mbl.is Veðurlagið endurtekur sig næstu vikurnar Morgunblaðið/Frikki Rok og rigning Enginn er verri þótt hann vökni, en ekki er beint sandalaveður framundan ef að líkum lætur. Einar Sveinbjörnsson gerir ráð fyrir blautri tíð áfram TAFLFÉLAG Bolungarvíkur gengst fyrir fyrsta alþjóðlega skákmótinu í Bol- ungarvík næstu daga. Teflt verð- ur frá sunnudegi til fimmtudags og er gert ráð fyrir 18 þátttakendum, þar af þremur stórmeisturum og fimm alþjóðlegum meisturum. Guðmundur Daðason, formaður TB, segir að tilgangurinn með mótinu sé fyrst og fremst að gefa ungum og efnilegum skámönnum tækifæri til þess að ná áfanga að al- þjóðlegum titlum, en helsti bakhjarl- inn er Útgáfufélagið Sögur ehf. Þekktir skákmenn TB er með starfsstöðvar bæði fyr- ir vestan og sunnan og fyrir það tefla meðal annars stórmeistararnir Jó- hann Hjartarson, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson. Á meðal ann- arra liðsmanna má nefna Jón Viktor Gunnarsson, Braga Þorfinnsson, Dag Arngrímsson og Stefán Krist- jánsson. Stigahæsti maður mótsins er Nor- munds Miezis frá Lettlandi með 2.558 stig. Daninn Jakob Vang Glud er með 2.476 stig og Henrik Dani- elsen, meistari á Skákþingi Íslands sem haldið var í Bolungarvík á dög- unum, er þriðji. steinthor@mbl.is Meistarar tefla fyrir vestan Formaður Guð- mundur Daðason Alþjóðlegt skákmót haldið í Bolungarvík RÍKISSTJÓRNIN hefur gefið Landsvirkjun grænt ljós á að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun við Þjórsá. Áætlanir gera ráð fyrir að uppsett afl Búðarhálsvirkjunar verði 80-85 MW. Fjárfestingin hefur verið talin geta kostað u.þ.b. 25 milljarða kr. Ljóst er að ekki verður ráðist í svo stórt verkefni nema fyrir liggi samn- ingar um sölu á raforku frá virkjun- inni. Ekki virðist vera skortur á áhugasömum kaupendum. | 26 25 milljarða stórvirkjun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.