Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
M
ótorhjólasamtökin Hells Angels,
eða vítisenglar, hafa verið tals-
vert í umræðunni hér á landi
undanfarið eftir að ljóst varð að
mótorhjólaklúbburinn Fáfnir,
sem nú hefur lagt það nafn niður, sé kominn
með stöðu væntanlegs félags í samtökunum.
Ríkislögreglustjóri vill banna starfsemi vít-
isengla hér á landi og lagabreytingar á almennri
hegningalöggjöf, sem dómsmálaráðherra hyggst
leggja fyrir alþingi nú í haust kann að vera
skref í þá átt. Það verður þó varla nema sam-
tökin fáist skilgreind sem skipulögð glæpa-
samtök.
„Það er niðurstaða Europol að Hells Angels
séu skipulögð glæpasamtök,“ segir Arnar Jens-
sonar, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, og eigi
við samkvæmt skilgreiningu bæði Evrópusam-
bandsins og Sameinuðu þjóðanna. En Ísland
tekur þátt í fastaverkefni á vegum Europol sem
snýst um að safna og greina upplýsingar um
starfsemi mótorhjólahópa, sem talin eru ein
helsta ógn skipulagðrar glæpastarfsemi í Evr-
ópu.
Samtök sem talin eru hafa svipaða uppbygg-
ingu og vítisenglarnir eru kólumbíska mafían, sú
rússneska og hin ítalska Cosa nostra. Vaxandi
ofbeldi er hins vegar, að sögn Arnars, alls stað-
ar aðalógnin.
Fer með vopnaumsjón og öryggismál
Hvort sem vítisenglar fá hins vegar skilgrein-
inguna skipulögð glæpasamtök hér á landi eða
ekki, verður því alla vegna seint neitað að þar
séu skipulögð alþjóðleg samtök á ferð með
fjölda fyrirtækja á sínum snærum. Húðflúrstof-
urnar House of Pain, sem finna má víða um
heim, eru t.a.m. í eigu samtakanna. Það eru líka
verslanirnar Route 81 sem m.a. selja fatnað,
sem og Hells Angels Motorcycle Corporation
sem á réttinn að þeim merkjum sem vítisenglar
ganga með.
Töluvert utanumhald er einnig um mótor-
hjólaklúbbanna. Þannig eru alþjóðasamtök engl-
anna staðsett í Bandaríkjunum og hver einasti
klúbbur, sama hvar hann starfar í heiminum
greiðir tiltekið gjald til þeirra. Í Evrópu fer síð-
an hollenski klúbburinn með stjórn Evrópumála,
dönsku samtökin halda utan um Norðurlöndin
og norski klúbburinn sér um Ísland.
Regluverkið sem klúbbarnir fylgja er líka al-
þjóðlegt og verður íslenski klúbburinn að beygja
sig undir það eins og aðrir að sögn Arnars. Þar
með talin er skipun forseta, varaforseta, gjald-
kera og sérstaks vopnastjóra [e. sargent at
arms] yfir klúbbnum hér heima.
„Skilgreint hlutverk hans er að sjá um aga og
reglu. Hann sér um refsingar innan klúbbs sem
utan, öryggismál og aðgerðir gagnvart keppi-
nautum og öðrum. Hann sér líka um innheimtu
skulda, hótanir og eins og nafnið ber með sér þá
hefur hann umsjón með vopnum því klúbbarnir
eru meira og minna vopnaðir,“ segir Arnar.
Fáfnir hefði heldur aldrei fengið stöðu
væntanlegs vítisengla klúbbs án samþykkis al-
þjóðasamtakanna. „Sú staðreynd að nýr klúbbur
er settur af stað þýðir að einhver annar klúbbur
hefur lagt fram tillögu á alheimsþingi samtak-
anna um að Fáfnir fengi leyfi til að nota nafn
Hells Angels.“
Digur verjendasjóður sem allir greiða í
Á vegum alþjóðasamtaka vítisengla er enn
fremur starfræktur sérstakur verjendasjóður [e.
defence fund] sem allir klúbbar vítisenglanna
greiða tiltekið gjald í og fyrirtækin hluta síns
hagnaðar.
Og verjendasjóðurinn er digur að sögn Arn-
ars. „Það eru miklir peningar þarna á bak við,“
segir hann og útskýrir að allir þeir vítisenglar
sem þurfi á aðstoð verjenda að halda vegna
sakamáls geti sótt um framlag úr sjóðnum. Svo
verður því væntanlega einnig um félaga í Fáfni
lendi þeir uppi á kannt við lögin.
Morgunblaðið/Sverrir
Glæpasamtök eða ekki?
Vítisenglar eru alþjóðleg samtök með alþjóðleg lög sem gilda myndu hér á landi
Eru með sérstakan verjendasjóð sem allir félagar samtakanna geta sótt um styrki úr
Aðgangur bannaður Liðs-
mönnum vítisengla á Norður-
löndunum hefur ítrekar verið
synjað um landvistarleyfi hér á
landi við komuna til Keflavíkur.
HELLS Angels Motorcycle Cor-
poration er alþjóðlegt fyrirtæki í
eigu samtaka vítisengla sem á rétt-
inn á öllum þeim merkjum sem fé-
lagar í samtökunum fá að ganga
með. Filthy few er eitt þessara
merkja, en einungis fáeinir útvaldir
hljóta það. „Það merki fá þeir að
ganga með sem drepa einstaklinga
eða fremja mjög alvarlega líkams-
meiðingar fyrir klúbbinn,“ segir
Arnar.
„Ef þeir væru spurðir út í merkið
myndu þeir vissulega neita því að
hafa drepið einhvern, en merkingin
er engu að síður vel þekkt.“
Nokkrir tugir félaga vítisengl-
anna á Norðurlöndunum bera
merkið. Í þeim hópi eru nokkrir
þeirra sem komið hafa hingað til
lands til að undirbúa inngöngu
Fáfnis í samtökin, en sem vísað var
frá við komuna til Keflavík-
urflugvallar.
Filthy few Það eru ekki allir vítis-
englar sem fá að bera þetta merki.
Merki fyrir
þá sem drepa
ÁHRIF frá brotastarfsemi fé-
lagasamtaka á borð við vítisengl-
ana eru að sögn Arnar meiri í
minni samfélögum en þeim stærri.
Það sanni dæmi frá Austur-
Evrópu þar sem klúbbar vít-
isengla hafa náð að breiðast hratt
út undanfarin ár.
Arnar bendir þá á að ástandið
sé orðið að rótgrónu samfélags-
vandamáli í Danmörku. Á Íslandi
sé málið hins vegar enn á upp-
hafsreit og því gæti það reynst
viðráðanlegt ef gripið væri í
taumana strax.
Hefur meiri áhrif í
minni samfélögum
Félagsheimili Húsakynni Fáfnis.
ÁTTA Evrópuríki meta starfsemi Hells Angels sem ógn
við þjóðaröryggi og ellefu Evrópulönd til viðbótar skil-
greina ógnina á næsta stigi fyrir neðan, þ.e. sem svæð-
isbundna.
Ógnin við þjóðaröryggi felst í því að samtökin eru
talin stjórna mansali, fíkniefnaviðskiptum og vopna-
smygli. „Notkun skotvopna eykst og morðum fjölgar
þar sem þessir klúbbar fá að dafna,“ segir Arnar. Hann
bendir á að á einu Norðurlandanna sýni nýlegar tölur
að 94% meðlima vítisengla þar í landi eigi að baki
sakaferil í alvarlegum brotum. „Þá erum við að tala um
morð, alvarlegar líkamsmeiðingar, nauðganir, alvarleg
fíkniefnamál og peningaþvætti.“
Bannaðir í Kanada
Í Kanada hafa dómstólar ítrekað úrskurðað að vítis-
englarnir séu skipulögð glæpasamtök og bannað starf-
semi þeirra.
Svipuð þróun á sér nú stað í Þýskalandi, en þar í
landi hefur ofbeldi í kringum starfsemi samtakanna
aukist gríðarlega síðustu þrjú ár. Þýskir dómstólar og
innanríkisráðherrar einstaka sambandslanda þýska
ríkisins hafa líka bannað samtökin, m.a. í Hamborg og
þá er félögum bannað að bera einkennismerki vítis-
englanna í Brandenburg þar sem þau þykja verulega
ögrandi. Það eru ekki hvað síst tengsl vítisenglanna við
hægri öfgasamtök á borð við nýnasista sem vekja
áhyggjur í Þýskalandi og raunar víða.
Danir leita sömuleiðis
leiða til að hefta starfsemi
vítisenglanna þar í landi,
enda hefur mikið verið um
átök undanfarin ár í Dan-
mörku milli vítisengla og
annarra hópa, oft innflytj-
enda. Komið hefur til um
130 skotbardaga undan-
farin ár í Danmörku þar sem
51 hefur særst og sex látið
lífið.
Í Hollandi töpuðu yfirvöld hins vegar nýlega ára-
langri baráttu fyrir hollenskum dómstólum fyrir því að
fá vítisenglana úrskurðaða sem skipulögð glæpa-
samtök. „Niðurstaða hæstaréttar var að vafi var talinn
á að svo væri,“ segir Arnar.
Erfitt getur verið að hindra starfsemi samtakanna
þegar þau einu sinni séu farin að starfa í landinu.
„Spurningin er alls staðar sú sama: Eru þetta skipu-
lögð glæpasamtök, eða eru þetta samtök manna sem
fremja afbrot?“
Þeir lögfræðingar sem taka að sér að verja vítisengla
fyrir dómstólum halda því síðara fram – það sé á
ábyrgð einstaklingsins fremji hann afbrot. Afstaða
Europol er hins vegar önnur – vítisenglarnir séu skipu-
lögð glæpasamtök, með skipulag sambærilegt því sem
tíðkast hjá rússnesku, kólumbísku og ítölsku mafíunni.
Á ábyrgð einstaklingsins?
ostur
Ríkur af mysupróteinum
Bra
gðg
óð
nýju
ng
9%
aðeins
Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn,
fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins.