Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 12
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
F
létturnar eru marg-
slungnar og óvæntar í
heimildarmynd Kim-
berly Reed, Efn-
ispiltum eða „Prodigal
Sons“. Ef til vill verð-
ur ekki hjá því komist
þegar uppleggið er þannig, að hetjan
úr fótboltaliði menntaskólans mætir
á hátíð gamalla nemenda, eftir að
hafa látið sig hverfa í tólf ár, – sem
kona. En flækjurnar eru fleiri og á
meðal þeirra sem koma við sögu eru
Orson Welles og Rita Hayworth.
Talar norsku
Þegar blaðamaður nær tali af Kim-
berly Reed, sem kallar sig Kim, er
hún að slaka á heima hjá sér í Tri-
BeCa-hverfinu í New York, „í kyrrð
og rólegheitum, sem er óvenjulegt
fyrir Manhattan“.
Hún segir að sig langi til Íslands,
enda hafi hún lengi haft áhuga á
Norðurlöndum og raunar verið
skiptinemi í Noregi. Svo talar hún
norsku! „Það skýrist af því, að ég á
norska og sænska ættingja, þar sem
margir bændur frá Norðurlöndum
settust að í Minnesota, Dakota og
Montana,“ segir hún.
„En það spilaði líka inn í að myndin
var sýnd á kvikmyndahátíðinni í
Þessalóníku og vann aðalverðlaunin
þar, FIPRESCI. Ég hitti stjórnanda
hátíðarinnar, Dimitri Eipides, sem
einnig er dagskrárstjóri Alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í Reykjavík, og
hann fékk mig til að taka boðinu.“
– Við hverju mega bíógestir búast
af myndinni?
„Þeir geta búist við því óvænta.
Jafnvel þó að þeir hafi lesið lýsinguna
á myndinni, þá er margt óvænt í
henni, óvæntir hnútar og fléttur. Ef
ég hefði sett þetta í skáldsögu, þá
held ég að fólk hefði ekki trúað því.
En sannleikurinn er um margt furðu-
legri en skáldskapur og ég held að
myndin sýni það.“
Mikið ferðalag
– Var erfitt að opinbera svona
einkalíf sitt á hvíta tjaldinu?
„Já, það var mjög erfitt. En ég
gerði mér grein fyrir að með því að
deila persónulegum augnablikum úr
ævi minni og fjölskyldu minnar, þá
myndi ég hjálpa mörgum. Við segjum
sögu sem margir geta samsamað sig
og dregið lærdóm af og það var mér
hvatning við gerð myndarinnar.“
– Hvernig var að snúa aftur á
heimaslóðir?
„Margt kom á óvart. Ég bjóst við
mótlæti sem aldrei varð, en mætti
öðru sem kom mér á óvart. Ég hélt
að viðtökurnar yrðu erfiðar í mínum
gamla heimabæ og meðal skólafélag-
anna, en mér var tekið mjög vel. Ég
komst hins vegar að öðru, sem ég
held að margir uppgötvi á ein-
hverjum tímapunkti í lífi sínu, að öll
eigum við flókna sögu og fortíð hvað
fjölskylduna varðar, og þar er margt
sem þarf að leysa úr. Ég hafði ekki
áttað mig á því, ekki síst flóknu sam-
bandi við bróður minn.“
– Þú hafðir horfið úr lífi þessa
fólks?
„Það spilaði inn í og ég áttaði mig á
að með því gerði ég mér erfiðara fyrir
en þörf var á. Líklega bjóst ég við
sterkari viðbrögðum en nokkurn
tíma hefði orðið raunin. Víst er það
algengt að fólk ljúki menntaskóla,
fari í háskólanám og breytist mikið,
komist að því hvaða mann það hefur
að geyma og hvert það vill stefna. Á
hinn bóginn breyttist ég meira en
flestir á mínum aldri, breytingin var
ansi mikil, en það var engu að síður
bara ýkt útgáfa af því sem við göng-
um öll í gegnum og getum því lifað
okkur inn í.“
– Þetta varð mikið ferðalag, ekki
aðeins fyrir áhorfendur heldur líka
þig.
„Þetta þróast í frásögn af ferðalagi
mínu og það er forvitnilegt að setja
áhorfendur í þá stöðu að sjá heiminn
frá sjónarhorni einhvers, sem þeir
héldu að þeir myndu aldrei horfa út
frá, sögumanni sem í þessu tilfelli er
ég. Fyrir mig var mikilvægt að vekja
hluttekninguna sem því fylgir.“
– Hvernig viðbrögð hefurðu fengið
persónulega?
„Myndin er persónuleg, tilfinn-
ingarík og hrá. Og það eru orðin sem
ég heyri þegar fólk kemur til mín eft-
ir að hafa séð myndina. Þeir tala líka
um óttaleysi og hugrekki. Það er
yndislegt að heyra þessi orð frá fólki
sem hefur séð myndina og lifað sig
inn í hana. Oft er þetta rússíbani fyrir
áhorfendur og þeir vita ekki alveg
hvað þeir eiga að segja, en mér nægir
að sjá blikið í augunum – það þarf
ekki að segja neitt. Stundum faðmar
það mig bara – og það er frábært!
Sem kvikmyndagerðarmaður er ég
heppinn að vera í þeirri stöðu að geta
fylgst með áhorfendum bregðast við
myndinni; það væri erfiðara með 300
síðna skáldsögu!“
– Þú gerðir áður stuttmynd sem
nefndist Svipmyndir af föður mínum
grátandi.
„Það er stuttmynd eftir smásögu
Donalds Barthelmes, sem ég gerði í
kvikmyndaskóla. Hún markar ákveð-
ið upphaf, því í titlinum er tekist á við
staðalmyndir af kynjunum – pabbar
gráta ekki.“
– Átti það alltaf fyrir þér að liggja
að verða kvikmyndagerðarmaður?
„Þegar ég leiðrétti kyn mitt, þá
venti ég kvæði mínu í kross og í stað
þess að fara í kvikmyndagerð, þá fór
ég að skrifa í og ritstýra tímariti um
kvikmyndagerð. Það var nokkuð sem
ég þurfti að gera til að ná stöðugleika
í líf mitt. Í Bandaríkjunum eru marg-
ir lausráðnir og ekki með góða heilsu-
tryggingu. Mér fannst nauðsynlegt
að vera í föstu starfi og vera tryggð á
meðan ég gekk í gegnum þetta ferli.
Það er hins vegar erfitt fyrir kvik-
myndagerðarmann, sem er nýút-
skrifaður. Ég tók því þá þekkingu og
nýtti hana í þágu tímaritsins, en það
reyndi á þolrifin að skrifa og tala um
kvikmyndir, en fá ekki að gera þær.
En er ég komin heim aftur.“
– Af hverju ákvaðstu að gera heim-
ildarmynd um þetta efni?
„Þó að ég hefði ekki hugmynd um
hvernig þróunin yrði, þá vissi ég að
þegar ég færi heim að hitta gömlu
skólafélagana, þá yrðu flækjur bæði
á því augnabliki og eins þegar farið
yrði að grufla í fortíðinni.
Það er gott þegar eitthvað óvænt
gerist við gerð heimildarmyndar; það
Öll viljum við breyta
Óvenjuleg heimildarmynd um Kimberly
Reed er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík, þar sem komið er inn á leiðrétt-
ingu á kyni, togstreitu í fjölskyldum, geðræn
vandamál og óvæntan skyldeika við Orson
Welles og Ritu Hayworth.
Leikstjórinn Kimberly Reed býður í ferðalag með hnútum og fléttum.
12 Heimildarmynd
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009