Morgunblaðið - 20.09.2009, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
B
andaríkjamenn velta því
nú fyrir sér hvers vegna
þekkt fólk lætur kurteisi
lönd og leið og brestur á
með reiðilestri og upp-
hrópunum af minnsta tilefni.
Það er víðar en á Íslandi sem
fólk tekur stórt upp í sig. Í Banda-
ríkjunum hafa nokkur tilfelli und-
anfarið gefið mönnum tilefni til að
furða sig á framkomu fólks.
Tónlistarmaðurinn Kanye West
þótti gera sig að fífli þegar hann
rauk upp á svið, reif hljóðnemann
af sveitasöngkonunni Taylor Swift
og lýsti því yfir að Beyoncé væri
miklu betur komin að MTV-
verðlaunum fyrir besta mynd-
bandið.
Tennisstjarnan Serena Williams
vakti litla lukku þegar hún sýndi
óíþróttamannslega framkomu á
opna bandaríska meistaramótinu
um síðustu helgi. Hún var ósátt við
línuvörð og öskraði: „Ef ég gæti
myndi ég troða þessum helv …
bolta niður um helv … hálsinn á
þér!“ hrópaði stjarnan og varð svo
að hverfa á brott með skömm og
sekt.
Þingmaðurinn Joe Wilson gat
heldur ekki stillt skap sitt þegar
Barack Obama forseti hélt ræðu í
þinginu og hrópaði að hann færi
með lygar.
Skortur á mannasiðum
Blaðamaður Los Angeles Times,
Robin Abcarian, velti þessum uppá-
komum fyrir sér í grein í blaði sínu
á miðvikudag. Hann segir almenn-
ing eðlilega furða sig á, hvers
vegna þetta gerist. Sumir telji
þetta ekki einangruð tilvik, heldur
vísbendingar um félagslega röskun.
Ýmsar skýringar hafa verið
nefndar, t.d. að mannasiðir hafi
verið á undanhaldi allt frá síðari
hluta 7. áratugarins, þegar fólk reis
upp gegn valdboði. Frá þeim tíma
hafi gripið um sig andúð á yfirvaldi
og stofnunum. Þessa sjái stað í
samskiptum barna og foreldra,
nemenda og kennara og hví skyldi
slík hegðan ekki líka koma í ljós á
tennisvellinum eða undir ræðu for-
setans?
Aðrir segja reiðiköst aðeins
varpa ljósi á þann einstakling sem
undir býr og enn aðrir vilja tengja
uppákomurnar við kynþáttamál. Í
tilviki Kanye þá vegna þess að
hann hafi verið ósáttur við að hvíta
sveitasöngkonan fékk verðlaunin
en ekki hin svarta Beyoncé, Serena
hin svarta var að keppa við hvíta
konu, en línuvörðurinn var af asísk-
um uppruna og hvíti þingmaðurinn
gerði hróp að svarta forsetanum.
Nú sé hins vegar ekki viðunandi að
sýna óvild sína í garð annars kyn-
þáttar á opinn hátt, en hún brjótist
þá út með þessum hætti í staðinn.
Svo eru þeir líka til, sem finna
einfaldari skýringar, eins og sá við-
mælandi Los Angeles Times, sem
sagði að Kanye hefði ósköp einfald-
lega viljað athygli.
Einn viðmælenda blaðsins bendir
á, að opinberar persónur búi sér oft
til ákveðna ímynd. Stundum bresti
áferðarfalleg myndin og ef fólk sé
ekki ljúflingar að eðlisfari brjótist
hið sanna sjálf fram með heldur
leiðinlegum afleiðingum.
Ekki blasir alltaf við að skapköst
af þessum toga hafi afleiðingar í för
með sér, sem varla er til að halda
aftur af fólki. Reyndar þurfti Se-
rena að borga háa sekt, en það kom
ekki í veg fyrir að hún stigi á svið
næsta kvöld og gerði grín að öllu
saman. Hún er enn fræg tenn-
ishetja, þrátt fyrir dónaskapinn.
Þingmaðurinn Joe Williams er
ekki fordæmdur alls staðar fyrir
hróp sín að forsetanum, þótt hann
hafi fengið áminningu á þingi.
Þvert á móti, ýmsir íhaldssamir
hópar hylla hann sem hetju og
kosningasjóðir hans tútna út. Einn
viðmælenda Los Angeles Times
segir raunar að Obama forseti hafi
látið sér gullið tækifæri úr greipum
renna. Hann hafi verið í miðri ræðu
um nauðsyn þess að ná breiðri sátt
um heilbrigðismál, þegar Williams
hrópaði á hann og í stað þess að
láta sem ekkert væri hefði hann átt
að biðja manninn, sem sakaði hann
um lygar, um að standa upp, svo
allir gætu séð hann. Sú staðreynd
að hann gerði það ekki gefi and-
stæðingunum ástæðu til að herða
enn á dónalegri framkomu sinni.
Kanye West fékk reyndar að
kenna á bálreiðum bloggurum fyrir
framkomuna við sveitasöngkonuna.
Hann sá sitt óvænna og hefur nú
beðist margfaldlega afsökunar.
Sumir efast þó um að honum sé
eins leitt og hann lætur því dóna-
skapurinn kom honum þrátt fyrir
allt í heimspressuna.
rsv@mbl.is
Bölvaður dónaskapur er þetta!
Reuters
Dóni Serena Williams hótaði línuverðinum og fékk háa sekt fyrir.
Reuters
Ruddi Kanye West rífur hljóðnemann af Taylor Swift, sem var í miðri ræðu.
TUTTUGASTA september 1853
seldi Elisah Graves Otis fyrstu lyft-
una með neyðarbremsu, sem hann
hafði þá nýlega hannað, en hún kom
í veg fyrir að lyftan félli stjórnlaust
til jarðar ef meginvírinn slitnaði. Þar
með opnaði hann dyrnar að blómleg-
um lyftuiðnaði og um leið möguleik-
unum á að reisa hærri og hærri hús.
Fram að 1850 voru hús sex hæða hið
mesta en bremsubúnaður Otis skóp
möguleika á hærri húsum; skýja-
kljúfar okkar tíma teygja sig á ann-
að hundrað hæða til himna.
Þegar lyftufárið skall á starfaði
Otis sem verkstjóri hjá fyrirtæki
sem framleiddi rúm og vann að
bremsubúnaðinum í verkstjóra-
kompunni. Hann gerði sér enga
grein fyrir þeirri byltingu sem
neyðarbremsan hans var og var því
með öllu óundirbúinn. Reyndar var
hann á leið vestur til Kaliforníu til
þátttöku í gullæðinu þar, en þegar
honum bárust pantanir í tvær vöru-
lyftur með öryggisbremsum hætti
hann við vesturferðina og fékk syni
sína; Charles og Norton í lið með sér
við framleiðsluna.
Heimssýningin gerði útslagið
Þegar bið varð á fleiri pöntunum
fékk Otis sýningaraðstöðu á fyrstu
heimssýningunni í New York. Þar
sýndi hann að neyðarbremsan virk-
aði eins og henni var ætlað og þar
með tóku hjólin að snúast. Tveimur
árum síðar seldi Otis 27 lyftur.
Otis vissi að lyftan hentaði ekki
síður til fólksflutninga en fyrir vörur
og neyðarbremsan varð til þess að
fólk var óttalaust í lyftum, þótt í
„háum“ húsum væri. 1857 setti Otis
upp fyrstu fólkslyftuna í verzl-
unarhúsi E.V. Haughwout & Comp-
any í New York. Hún var gufuknúin.
Fyrstu lyfturnar voru með sætum
og þeim stjórnaði lyftustjóri.
Frá fjórum lyftum til 252
Bygging Home Insurance Comp-
any í Chicago, sem William Le Bar-
on Jenneys hannaði og var upp á tíu
hæðir, er almennt talin fyrsti skýja-
kljúfurinn. Hún var reist 1885 með
stálbitagrind. Í henni voru fjórar
lyftur. Í Woolworth-byggingunni
sem reis 1913 voru lyfturnar 26 og
58 voru þær í Empire State-
byggingunni sem reis 1931. Fyrsta
sjálfvirka lyftan var sett upp í Dallas
1950. Í hvorum tvíburaturni í New
York voru 252 lyftur og 71 rúllustigi
frá Otis-fyrirtækinu.
Elisha Otis fæddist 3. ágúst 1811 í
Halifax, Vermont. Hann lézt 8. apríl
1861. reysteinn@mbl.is
Á þessum degi...
20. SEPTEMBER
1853
ÖRUGGA LYFTAN
© Royalty-Free/CORBIS
Frjálst fall Lyftur voru skelfilegar
áður en Otis fann upp hemilinn.
Uppfinningamaður Elisah Graves Ot-
is, sem Otis-lyftur eru kenndar við.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
47
28
5
09
/0
9
* Innifalið: Flug ásamt flugvallarsköttum, gisting í 3 nætur með morgunverði, rútuferðir til og frá flugvelli erlendis, einnig í Jónshús og í „Fisketorvet“.
Skoðunarferð um Kaupmannahöfn, kvöldverður á Copenhagen Corner, aðgöngumiði í Tívolí og “julefrokost” á Restaurant Kronborg og fararstjórn.
Uppgefið verð getur breyst til samræmis við hækkun á eldsneytisgjaldi og álögðum sköttum og gjöldum. Verðið m.v. gengi 27. ágúst 2009.
KAUPMANNAHÖFN
AÐVENTUFERÐIR
FYRIR ELDRI BORGARA
VERÐ 99.200 KR.*
Á MANN Í TVÍBÝLI
(AUKAGJALD FYRIR
EINBÝLI: 17.700 KR.
Ferðadagar: 15.–18. og 22.–25. nóvember.
Íslenskir fararstjórar: Erla Guðmundsdóttir / Emil Guðmundsson
+ Bókanir á www.icelandair.is/hopar. (Númer hópa er 1207).
Nánari upplýsingar hjá Hópadeild Icelandair í síma 50 50 406
eða með tölvupósti á hopar@icelandair.is