Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 19

Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 19
þekkta lokakafla í lífi einnar stærstu stjörnu sem popptónlistin mun nokkru sinni eignast. Capitalism: A Love Story Leikstjóri: Michael Moore. Að þessu sinni tekur heimilda- myndagerðarmaðurinn Moore á máli sem er öðrum risavaxnara: Drottnunarvald fyrirtækja yfir hversdagslífi hins venjulega Banda- ríkjamanns og þar af leiðandi öðrum jarðarbúum. Nú eru sakborning- arnir mun skeinuhættari en General Motors og vettvangur glæpsins tals- vert víðfeðmari en bærinn Flint í Michigan. Couples Retreat Leikstjóri: Peter Billingsley. Aðal- hlutverk: Jon Favreau, Vince Vaughn, Jason Bateman, Malin Akerman. Fern hjón úr miðríkjunum bregða undir sig betri fætinum og skella sér í frí til Karíbahafsins. Ein fara gagngert til að bjarga hjónaband- inu, hin ærslast á börum, í sandi og sjó. Allt fer vel af stað uns blákaldur sannleikurinn mjakast upp á yf- irborðið. Informant! Leikstjóri: Steven Soderbergh. Aðal- leikarar: Matt Damon, Lucas McHugh Carroll, Eddie Jamison Nýjasta mynd óskarsverðlauna- leikstjórans er spaugileg ádeila um rísandi nafn (Damon) í framleiðslu landbúnaðarvara. Einn góðan veð- urdag ákveður hann að leysa frá skjóðunni um hvað er í gangi á bak við tjöldin og öðlast með því lýðhylli. Hann lekur staðreyndum um græðgi og verðsamráð til alríkislög- reglunnar, sem gleðst mjög, þangað til það kemur í ljós að uppljóstr- arinn er ekki allur þar sem hann er séður. NÓVEMBER A Serious Man Leikstjórar: Ethan og Joel Coen. Að- alleikarar: Michael Stuhlberg, Rich- ard Kind, Fred Melamed, Sari Wag- ner, Jessica McManus. Eftir tvær toppmyndir í röð, No Country for Old Men (’07) og Burn After Reading (’08), ættu Coen- bræður að vera í góðum gír. Efnið lofar góðu, kolsvart grín að hætti hússins. A Serious Man færir okkur aftur til 7. áratugarins, inn á heimili alvarlega þenkjandi manns, nánar tiltekið efnafræðiprófessorsins Gopniks (Stuhlberg). En rólegheitin eru aðeins á yfirborðinu; eiginkonan er að yfirgefa hann; bróðir hans virðist gróinn við sófann; sonurinn er í eilífri skömm í skóla fyrir trúaða gyðinga og dóttirin er ekki hótinu skárri, því Gopnik má ekki skilja fimmeyring eftir á glámbekk, þá er hann kominn í duftformi upp í nas- irnar á henni. The Box Leikstjóri Richard Kelly. Aðalleikarar: Cameron Diaz, Frank Langella, James Marsden, Gillian Jacobs. Ungfrú Diaz og fyrrverandi X- maðurinn James Marsden fara með aðalhlutverkin í yfirnáttúrlegri hrollvekju eftir költ-leikstjórann Kelly (Donny Darko). Kassinn sem vísað er til í titlinum er gefinn ung- um hjónum (Diaz, Marsden) af und- arlegum náunga (Langella) sem verður á vegi þeirra. Hann segir þeim að ef þau styðji á rétta talna- röð á kassanum ljúkist hann upp og fjárhagsáhyggjurnar hverfi eins og dögg fyrir sólu. Böggull fylgir skammrifi, sem kostar mannslíf. Pandorum Leikstjóri: Christian Alvart. Aðalleik- arar: Dennis Quaid, Ben Foster, Cam Gigandet, Norman Reedus, Cung Le. Útgeimshrollur segir af tveimur geimförum í ysta afkima himin- geimsins. Þeir komast að því að þeir eru ekki einir á ferð. Vakna upp við vondan draum eftir langan of- ursvefn og muna þá ekki nokkurn hlut um ferðalagið og tilgang þess. Muna ekki einu sinni hvernig þeir komust um borð en fá smám saman vitneskju um að eitthvað hryllilegt hefur gerst. Whiteout Leikstjóri: Dominic Sena. Aðalleik- arar: Kate Beckinsale, Gabriel Macht, Tom Skerritt, Columbus Short. Beckinsale fer með hlutverk lög- reglustjóra sem hefur verið sendur til Suðurskautslandsins til að rann- saka lík og hugsanlegt morð sem var framið í búðum Bandaríkja- manna. Beckinsale þarf ekki aðeins að fást við vetrarríki og einangrun heldur hefur hún aðeins þrjá sólar- hringa til að leysa málið, þá er heim- skautanóttin skollin á. Coco Avant Chanel Leikstjóri: Anne Fontaine. Aðalleik- arar: Audrey Tautou, Benoît Poel- voorde, Marie Gillain. Nokkrum árum eftir að faðir hennar skilur hana eftir á mun- aðarleysingjahæli er Gabrielle Cha- nel búin að fá vinnu á knæpu. Pabb- inn lætur aldrei sjá sig, Chanel syngur og saumar á sig búninga. Nafnið fær hún af lagi sem hún syngur á hverju kvöldi merð systur sinni. Hún fær tækifæri til að skemmta og hanna búninga fyrir ríka og fræga fólkið og þegar hún kynnist breska auðjöfrinum og að- alsmanninum Arthur Capel fer lukkuhjólið að snúast fyrir alvöru. Þessi franska mynd byggist á sjálfs- ævisögu goðsagnarinnar. A Christmas Carol Leikstjóri Robert Zemeckis. Að- alraddir: Jim Carrey, Gary Oldman, Colin Firth. Að þessu sinni fæst Zemeckis við hið sígilda Jólaævintýri Dickens og það er náttúrlega ekki nema um einn mann að ræða til að fara með hlutverk Skröggs, sem er Jim Car- rey. Leikarinn lætur ekki þar við sitja heldur leikur hann draugana þrjá í þessari tölvuteiknuðu/leiknu Disney-mynd sem er unnin með svipaðri tækni og Bjólfskviða. The Imaginarium of Doctor Parnassus Leikstjóri: Terry Gilliam. Aðalleikarar: Heath Ledger, Christopher Plummer, TomWaits, Johnny Depp, Jude Law. Í nýjustu mynd Gilliams sláumst við í hópinn með farandsýningu Dr. Parnassus (Plummer), náunga sem seldi sál sína djöflinum á augnabliki breyskleikans. Launin? Doktorinn ræður yfir ímyndunar- afli manna. Gjaldið? Djöfullinn eignast sál dóttur Parnassusar þegar hún verður fullveðja. Og nú nálgast 16. afmælisdagurinn óð- fluga. Þessari nýjustu mynd leik- stjóra Monty Python-gengisins hefur verið afar vel tekið á kvik- myndahátíðum. The Twilight Saga: New Moon Leikstjóri: Chris Weitz. Aðalleikarar: Kristen Stewart, Robert Pattinson Aðdáendur blóðsugusagnabálks- ins sem kenndur er við Ljósaskiptin fá annan kafla kvikmyndabálksins í snemmbúna jólagjöf. Hér segir af áframhaldandi ástarævintýri stúlk- unnar Bellu (Stewart) og blóðþyrst- um elskhuga hennar úr kirkjugarð- inum, hinum leyndardómsfulla Cullen (Pattinson). ÍSLENSKT HAUST OG VETUR Eins og fram kom í grein í Morg- unblaðinu sunnudaginn 13. sept- ember er metfjöldi íslenskra bíó- mynda við það að koma fyrir almenningssjónir. Alls eru það 13 myndir sem verða frumsýndar í haust og vetur og kennir ýmissa grasa. En sem fyrr segir má lesa allt um þær í fyrrgreindu eintaki. Að endingu vil ég geta tveggja mjög forvitnilegra og umtalaðra mynda, The Road og Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans. Þegar þessar línur eru skrifaðar er enn óákveðið hvort þær verða frumsýndar í haust eða fljótlega eftir áramótin. Hjónafrí Fern hjón fara í frí í Karíbahafinu. Allt fer vel af stað uns blákaldur sannleikurinn mjakast upp á yfirborðið. Meðal leikenda er Vince Vaughn. Blóðsuga Megan Fox er andsetin í gaggó. Handrit skrifar Diablo Cody. Logandi Stúlkan sem lék sér að eldinum skartar Noomi Rapace. Þeir sem sáu fyrstu myndina renna örugglega grun í hvað þessi hefur að geyma 19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Tannlæknar! Vilhelmína tannsmiður er komin aftur til starfa. Aðal-starfssvið: Krónu- og brúarsmíð með eða án málms. Vegmúla 2, s: 822 5321 Blátunna AR GH !0 90 9 Breytt tilhögun í sorphirðu! Nánari upplýsingar hjá hvoru sveitarfélagi fyrir sig: Bláskógabyggð: www.blaskogabyggd.is/sorpmal eða þjónustumiðstöð í síma 486-8726. Grímsnes- og Grafningshreppur: www.gogg.is eða áhaldahús í síma 892-1684. BLÁSKÓGARBYGGÐ Frá og með 1. október 2009 hefst tunnuhirðing sorps frá heimilum í Bláskóga- byggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá verða heimilissorpgámar fjarlægðir af opnum svæðum í sveitarfélögunum. Samhliða verða breytingar á móttökusvæðum úrgangs í Bláskógabyggð, en móttökusvæði úrgangs í Grímsnes- og Grafnings- hreppi verður áfram á Seyðishólum. Frá og með 1. október 2009 verða í Bláskógabyggð tvær móttökustöðvar fyrir úrgang, að Lindarskógum 10-14 á Laugarvatni og Vegholti 8 í Reykholti. Einnig verður opið sameiginlegt móttökusvæði sveitarfélaganna fyrir úrgangs að Heiðar- bæ, Þingvallasveit, yfir sumarmánuðina. Öðrum móttökustöðvum í sveitarfélaginu verður lokað. Móttökustöðvar sveitarfélaganna verða opnar á ákveðnum tímum, gerð verður krafa um flokkun úrgangs og allur úrgangur sem ekki ber úrvinnslugjald verður gjaldskyldur. Kynningafundir verða haldnir sem hér segir: 21. september kl. 20.00 í Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni 22. september kl. 20.00 í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi 23. september kl. 20.00 í Félagsheimilinu Aratungu í Reykholti 28. september kl. 20.00 í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.