Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 22
22 Hornstrandir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
Efir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
S
tígurinn heim að húsi
Guðmundar Ketils Guð-
finnssonar í Reykjarfirði
liggur um kríuvarp; þær
gera ekki upp á milli gesta
og heimamanna, banka í hausinn á
þeim öllum. En viðtökurnar eru
vinalegri hjá Katli, sem býður blaða-
manni upp á nýlagað kaffi af gas-
eldavél.
Í eldhúsinu eiga allir munir sér
sögu. Á veggnum hangir „gamla
klukkan hennar ömmu úr eldhúsinu
á Ísafirði“, gamli olíulampinn og
jafnvel hitabrúsinn „er frá Maríu
Maack, sem hún gaf gömlu hjón-
unum. Svo smíðaði pabbi matar-
borðið“, segir Ketill og lítur í kring-
um sig, „fyrir utan innréttingarnar
og húsið allt eins og það lagði sig
náttúrlega“.
Með riffil og krakka
Ketill ólst upp í Reykjarfirði á
Ströndum til tólf ára aldurs, þá flutt-
ist fjölskyldan til Bolungarvíkur við
Djúp. En þau áttu húsið áfram í
Reykjarfirði og vöndu komur sínar
þangað á sumrin. „Eftir að ég flutti
héðan hef ég komið á hverju einasta
sumri í Reykjarfjörð, utan eitt ár, en
það sumar var pabbi veikur,“ segir
hann.
Móðir hans Guðríður Björg Júl-
íusdóttir, alltaf kölluð Gauja, og
pabbinn Guðfinnur Jakobsson, kall-
aður Finni, komu með Ketil á fyrsta
árinu til Reykjarfjarðar. Finni er
bróðir Ragnars Jakobssonar, sem
enn býr í Reykjarfirði á sumrin, völ-
undarsmiður og fyrrverandi fygl-
ingur í Hornbjargi.
„Ragnar sagði mér í fyrra að ég
hefði komið á öxlinni á pabba og á
hinni hefði komið riffill sem ég á
núna,“ segir Ketill. „Ég átti í erf-
iðleikum með að fá hann skráðan, því
hann er hálfsjálfvirkur, en það hafð-
ist fyrir rest. Hann er ágætur, en illa
farinn. Ég er að gera við skiptibún-
aðinn og vil hafa hann í lagi, án þess
að ég ætli að vera úti á svölum árið
um kring að skjóta hrafna.“
Ketill fæddist árið 1947 og bjó
með foreldrum sínum í Reykjarfirði
þar til búsetu var hætt árið 1959.
„Við vorum aðeins tveir bræðurnir
allt árið, en svo komu sumarkrakkar.
Ég man ekki eftir mér öðruvísi en
það væri sundlaug. Hún er byggð ár-
ið 1938 og mér fannst einkennilegt
að ekki væri sundlaug á hverjum
bæ.“
Síðustu tvö árin fór Ketill í skóla í
Bolungarvík við Djúp. „Ég þótti
sjálfsagt skrýtinn þegar ég kom í
fjölmennið, en ég fann ekkert fyrir
því,“ segir hann. „Ég var tíu ára þeg-
ar ég byrjaði í skólanum og kunni þá
að lesa. Við sem bjuggum í sveitinni
byrjuðum seinna en aðrir. Ég bjó hjá
bróður mömmu fyrsta veturinn, en
þann næsta hjá systur hennar.„
– Voru það ekki viðbrigði að fara
að heiman svo ungur?
„Jú, en sjáðu til, þetta gerist ekki
óvænt einn daginn, heldur hefur ver-
ið stefnt að þessu árum saman. Þeg-
ar manni er kennt að lesa, þá er það
vegna þess að þetta stendur til, og
maður er ekki vakinn einn morg-
uninn: „Jæja vinur, nú þarft þú að
fara í skólann.“ Þannig að þegar
haustið kemur og ég er að verða tíu
ára, þá veit ég að ég fer að heiman og
það var bara eðlilegt á þessum af-
skekktu stöðum.“
– Af hverju fluttuð þið burt?
„Mamma var orðin svekkt á
þessu. Hún vildi ekki vera hér vetr-
arlangt ef við værum báðir synirnir
farnir í skóla. Þau fluttu árið 1959,
en bróðir minn hefði þó ekki þurft að
byrja í skóla fyrr en árið eftir, því
hann var aðeins níu ára. En Ragnar
og Lilla bjuggu hér líka og þau vildu
alveg eins fara strax.“
Ekki upp á aðra kominn
Í óbyggðum við ysta haf skiptir
tíminn engu máli. Nema í eldhúsinu
hjá Katli, því þar er tifið svo hávært í
eldhúsklukkunni. Hann er verklegur
með blýantinn á bakvið eyrað; ef-
laust notaði pabbi hans líka blýant á
sínum tíma, sem tók heljarstökk á
túninu og þekkti aldrei annað en
bakið og skrokkinn á sér sem flutn-
ingstæki – snerti aldrei bíl eftir að
hann flutti vestur.
Systkin Finna voru þrettán og
Menn höfðu sínar kýr og kindur
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
Kirkjugarðurinn Forfeður og formæður Ketils hvíla í kirkjugarðinum í Furufirði, þar sem hann gerir upp bænhúsið.
Guðmundur Ketill
Guðfinnsson hefur
varið öllum sumrum
utan einu í Reykj-
arfirði og bjó þar
fyrstu tólf árin. Það
sem vantar upp á
stórbrotna náttúruna
á Ströndum smíðar
hann sjálfur, eins og
tíðkast hefur mann
fram af manni.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Golfveisla
á Spáni
frá aðeins kr. 149.900
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á golfferð á hið frábæra golfsvæði
Nuevo Portil rétt við borgina Huelva í Andalúsíu á Spáni. Flogið er í
beinu flugi með Icelandair til Sevilla en þaðan tekur aðeins um klukku-
stund að aka til Huelva. Gist er á Hotel AC Nuevo Portil **** sem er
einstaklega fallegt og gott hótel sem staðsett er við golfsvæðið á Nuevo
Portil. Hótelið býður frábæran aðbúnað og fjölbreytta þjónustu. Hálft
fæði er innifalið, þ.e. morgun- og kvöldverður.
Nánari upplýsingar á www.heimsferðir.is.
3. okt. – Vikuferð frá kr. 149.900
10. okt. – 12 daga ferð frá kr. 199.900
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Ath. aðeins örfá sæti og takmörkuð gisting í boði á þessu verði!
NÝTT
Ótrúlegt kynningartilboð!Frábært golfsvæði - Nuevo Portil
Verð frá kr. 149.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 7
nætur með hálfu fæði.
Innifalið: Flug, skattar, gisting á Hotel AC
Nuevo Portil ****, ótakmarkað golf,
ferðir til og frá flugvelli og íslensk
fararstjórn.
Aukalega í 12 nátta ferð 10. október
kr. 50.000.
26. sept. – 7 nætur – UPPSELT
3. okt. – 7 nætur – Örfá sæti
10. okt. – 12 nætur – Örfá sæti
Nú er
tími haustlaukanna
Niður núna - upp í vor!
Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Dalvík - Selfoss
Egilsstaðir - Reykjanesbær - Kringlan - Smáralind
www.blomaval.is