Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 30
30 Gull
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
Gull Magnús hefur keypt töluvert af gulli af einstaklingum. Viðskipti Viðskiptavinur biður Magnús um verðmat.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í
nýlegu húsi við Pósthússtræti
er Magnús Steinþórsson
gullsmíðameistari með að-
stöðu, þar sem hann metur og
kaupir gull af einstaklingum.
„Ég tek ekki við hverju sem er,
hvorki þýfi, merkilegum gripum né
gulli úr tönnum,“ segir hann og legg-
ur áherslu á að hann ráðleggi fólki
hvað það eigi að gera við gullið sitt.
„Oft bendi ég því einfaldlega á að
þetta selji það ekki vegna skemmti-
legrar smíði eða einhvers annars.
Sumt handbragð verður einfaldlega
að varðveita.“
Stundum heyrast frásagnir af því
að gullsmíðameistarar hafi „stolið“
handverki annarra og reynt að líkja
eftir því. Magnús segir að auðvitað
séu ekki til ótakmarkaðar útfærslur
af skartgripum og því verði margt
líkt en tveir handgerðir hlutir verði
samt aldrei eins. „Þú færð aldrei tvo
hluti eins í gamla handverkinu en
steypa má marga eins hluti.“
Fólk vill losna við gullið sitt af
margvíslegum ástæðum. „Það var
kona hjá mér um daginn sem sagði að
enginn vildi gullskartgripi sína, börn-
in vildu ekki peningana sem hún
fengi fyrir gullið og því ætlaði hún
bara að eyða þeim í einhverja vit-
leysu,“ segir Magnús.
Meistarinn er með sérstakt tæki
sem greinir steina og sker úr um
hvort um demanta sé að ræða eða
ekki. Á meðan Morgunblaðið kynnir
sér starfsemina koma nokkrir við-
skiptavinir og þar á meðal kona, sem
biður Magnús um að meta verðgildi
ýmissa hluta. Að lokinni nákvæmri
skoðun segir hann að hún fái 56.000
krónur fyrir gullarmband og 15%
meira í Bretlandi. Rússneskt dömu-
vindlaveski úr gulli, meira en 50 ára
gamalt, reynist við skoðun vera 14
karata og samkvæmt verðskránni er
það 176.000 króna virði. „Það er
ágætt verð á gulli um þessar mundir
en það getur lækkað eins og annað,“
segir Magnús.
Rólegt í demöntunum eftir hrun
Magnús hefur marga fjöruna sopið
og hefur verið óhræddur við að fara
ótroðnar slóðir. „Eftir hrunið hefur
verið mjög rólegt í skartgripasölu,“
segir hann um þá ákvörðun sína að
fara út í að kaupa gull og bræða með
endurvinnslu í huga.
Samfara þessari sölu rekur hann
netfyrirtækið demantar.is ásamt
Margréti Ragnarsdóttur, eiginkonu
sinni, þar sem hann selur skartgripi,
oftast sérsmíðaða demantsskartgripi,
en viðskiptin eru fyrst og fremst í
Bretlandi og Belgíu, þar sem fyr-
irtækið er skráð og þau eru með að-
stöðu. „Eftir að ríka fólkið hvarf í
kjölfar hrunsins hægðist heldur bet-
ur um í demöntunum,“ segir hann, en
Magnús er meðeigandi verkstæðis í
Antwerpen í Belgíu. „Þetta er eitt
fullkomnasta skartgripaverkstæði í
Evrópu og þar er hægt að búa til allt
sem viðskiptavinum dettur í hug,“
heldur hann áfam. Stendur upp og
nær í nokkra gripi máli sínu til stað-
festingar.
Gullið hefur loðað við Magnús frá
því hann var í vörninni í gullaldarliði
Breiðabliks í fótbolta. Um
svipað leyti fór hann að læra hjá
föður sínum, Steinþóri Sæmundssyni
gullsmíðameistara, og vann síðan hjá
fyrirtæki hans og félaga hans, Stein-
þóri og Jóhannesi. 1973 stofnuðu
bræðurnir Magnús og Sigurður eigið
fyrirtæki, Gull og silfur, sem Sig-
urður rekur við Laugaveginn. „Um
15 árum síðar keypti ég kastalann við
Torquay á Englandi og hóf hótel- og
veitingarekstur,“ rifjar hann upp.
Á slóðum Agöthu Christie
Hótel Torquay var til húsa í kast-
alanum sem Agatha Christie gerði
ódauðlegan í sögum sínum, en hún
fæddist í Torquay og ólst upp í ná-
grenni við þessa byggingu sem hafði
svo mikil áhrif á hana. Hún hafði líka
áhrif á Magnús við fyrstu sýn. „Ég
hef alltaf verið tilbúinn að taka
áhættu og þegar ég fór fyrst þarna
suður eftir heillaðist ég af kastal-
anum og umhverfinu, fór í næsta
banka og sló fyrir staðnum. Ég byrj-
aði á því að fá mér Rolls-Royce-
bifreið sem hluta af pakkanum, bauð
bankastjóranum í bíltúr og hádeg-
ismat og hann féllst á að veita mér
lánið í kjölfarið. Ég lagði út frá því að
ferðamenn vantaði á svæðið og ég
gæti komið með Íslendinga og aðra
Norðurlandabúa í kippum. Skömmu
fyrir aldamótin urðu breytingar á
fjölskylduhögum og við seldum allt
saman.“
Andi Agöthu Christie sveif yfir
vötnunum, að sögn Magnúsar, og
hann vildi virkja þennan anda en fékk
ekki meðbyr hjá ráðamönnum. „Ég
vildi tengja nafn Torquay við nafn
hennar og vekja þannig athygli á
svæðinu en það var ekki skilningur á
því hjá Bretunum. Í Bandaríkjunum
eru sérstakir Agatha Christie-
klúbbar með tugi eða hundruð þús-
unda meðlima og ég vildi höfða til
þessa fólks og fá það í heimsókn. Ég
lagði þetta til við ferðamannaráðið og
þeim þótti þetta fáránleg hugmynd.“
Magnús segir að hótelreksturinn
hafi blásið miklu lífi í atvinnulífið á
svæðinu. „Þetta var allt steindautt
þegar við komum, en með okkur
komu reglulega stórir hópar af Ís-
lendingum og þeir voru bestu kúnn-
arnir í búðunum. Verslunareigendur
létu mig alltaf vita af nýjum vörum og
báðu mig um að skila því til íslensku
gestanna að þeir fengju góðan afslátt.
Það var mikið um hópa, sauma-
klúbba, golfhópa og skipsáhafnir, og
þeir hreinlega tæmdu búðirnar.
Leigubílstjórarnir höfðu líka mikið að
gera og þegar við seldum og fórum
var slegið upp mikilli veislu til að
þakka okkur fyrir viðskiptin. En nú
er þetta farið í sama horf og það var
áður en við fórum út í reksturinn.“
Eftir hótelreksturinn ákvað Magn-
ús að sérhæfa sig í demöntum og fór
til Antwerpen.
„Ég er eini Norðurlandabúinn sem
er félagi í Demantaklúbbi Antwer-
pen, virtasta demantaklúbbi í heimi,
en félagsmenn eru nánast eingöngu
gyðingar,“ segir hann. „Gyðingar
stjórna nánast öllum demanta-
markaði heimsins og um 80 til 90% af
öllum demöntum fara fyrst í gegnum
Antwerpen. Árlega sækja 500 manns
um inngöngu í klúbbinn og fjórir eru
teknir inn. Börn og barnabörn fé-
lagsmanna ganga fyrir og því er nán-
ast vonlaust að komast inn fyrir
dyrnar. Það sem bjargaði mér var að
ég var í 50 manna úrtaki sem var val-
ið til þess að fara í viðtöl. Ég komst í
gegnum fyrstu síuna og var þar með
kominn í 15 manna hóp. Annað við-
talið kom mér í fimm manna úrtak og
þá var ég settur fyrir framan hóp
eldri gyðinga, sem spurðu mig spjör-
unum úr. Einn spurði hvers vegna
þeir ættu að veita mér inngöngu í
þennan fræga klúbb og ég sagði svar-
ið einfalt. Sárafáir heyrðu hvað ég
sagði enda heyrnin farin að gefa sig
hjá þeim. „Hverju svaraði hann?“
spurði einhver. „Hann sagði að svarið
væri sáraeinfalt,“ svaraði annar
háum rómi. Þá hækkaði ég róminn og
Alltaf með gull í hö
Undanfarna mánuði
hefur Magnús Stein-
þórsson gullsmíða-
meistari auglýst að
hann kaupi nýlegt,
gamalt og illa farið gull,
gullpeninga og
gullskartgripi, en
gullið endurvinnur
hann í skartgripi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gull Magnús Steinþórsson gullsmiður og Margrét Ragnarsdóttir, eiginkona hans, með sýnishorn af framleiðslunni.
Greining Verðgildið metið á nákvæman hátt.