Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s BOLLAGARÐAR - EINSTÖK EIGN LANDAKOTSTÚN - SÉRHÆÐ Vorum að fá til sölu 6 herb. 135 fm sérhæð í þríbýlishúsi við Hávallagötu og Landakotstún. Hæðin skiptist m.a. í tvær saml. stofur, 4 herb., eldhús, bað o.fl. Sérinng. Sér hiti. Fallegur garður til suðurs með miklum gróðri. V. 39,9 m. 5066 Vorum að fá í sölu einstaklega glæsilegt 319 fm einbýlis- hús á einni hæð við Bollagarða á Seltjarnarnesi. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu, garðstofu, sjónvarpshol, fjögur rúmgóð herbergi, baðherbergi, snyrtingu og fl. Hús- ið hefur allt verið standsett á sérstaklega glæsilegan hátt m.a. innréttingar, gólfefni, tæki og lagnir. 4091 HRINGBRAUT 110 - VESTURBÆR Fallegt 221,3 einbýlishús sem er kjallari, 2 hæðir og ris. Sérstæður 28,8 fm bílskúr fylgir eign- inni. Samtals er húsið og bílskúrinn 250,1 fm að stærð. Lóðin er gróin með gróðri og hellu- lögn. Húsið er hvítmálað og virðist í góðu ástandi. V. 43,0 m. 5054 OPIÐ HÚS Á MORGUN (MÁNUDAG) FRÁ KL. 17:00-18:00 OPIÐ HÚS MIÐLEITI 12 - GLÆSILEG ÍBÚÐ MEÐ ÚTSÝNI Glæsileg 5-6 herb. 145 fm endaíbúð á 2.hæð í litlu fjölbýli, ásamt 25,4 fm stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin sem er öll hin vandaðasta og skiptist þannig: Neðri hæð, hol/gangur, 2 góð herb., eldhús, baðherb., stofa og borðstofa. Á efri hæð er sjónvarpsherb., og svefn- herb. Gólfefni: Massíft parket er á allri íbúðinni nema baði, en það er flísal. V. 42,0 m. 4766 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00 Vantar einbýlishús í Fossvogi Traustur kaupandi óskar eftir 300- 400 fm einbýlishúsi í Fossvogi. Sttaðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Allar nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093. Árakur 2 og 4 - Garðabær Einstak- lega glæsileg fullbúin 5 herbergja 232 fm rað- hús í þessu nýja hverfi. Húsin skiptast í and- dyri, bílskúr, 2 baðh., 2 stofur, eldhús, 3 svefnh., þvottah. og geymslu. Mögulegt að hafa allt að 5 svefnherbergi. Einnig er mögu- leiki á að fá húsin styttra á veg komin, þ.e. tilb. til innréttinga. V. 51,6 m. 7824 OPIÐ HÚS Á MORGUN (MÁNUDAG) FRÁ KL. 17:00 - 18:30 Háteigsvegur - nýleg íbúð Nýleg og rúmgóð 3ja herbergja 109,6 fm íbúð á 1. hæð í mjög góðu lyftuhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin hefur verið öll nýlega standsett og hús- ið einnig. Sérþvottahús í íbúðinni. V. 21,9 m. 5053 Aðalstræti í hjarta borgarinnar. Mjög góð velskipulögð 62 fm 2ja herbergja íbúð á 5.hæð í nýlegu (byggt 1990) lyftuhúsi við Ingólfstorg í hjarta borgarinnar. Rúmgóð stofa. Parket og flísar. Mjög gott útsýni. Sval- ir. Frábær staðsetning. 5063 BREKKUSMÁRI - GLÆSILEGT ÚTSÝNI Vel staðsett 208 fm endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Glæsilegt út- sýni er úr húsinu. Lóðin er fullfrágengin, hellulögð aðkoma og til suðurs er timburverönd með skjólveggjum en með vesturhliðinni er önnur verönd. V. 55,0 m. 4430 UNUFELL - GLÆSILEG ÍBÚÐ MEÐ ÚTSÝNI Einstaklega falleg og mikið endurnýjuð 4ra herbergja 97 fm íbúð á 4. hæð við Unufell. Sam- eign mjög falleg og endurnýjuð. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð, m.a. gluggar, gler og innréttingar, fallegur linolium dúkur á gólfum. Mjög góð staðsetning, skólar í næsta nágrenni og stutt í helstu þjónustu. V. 18,9 m. 5052 SMÁRATÚN - FLOTT HÚS Á GÓÐUM STAÐ Fallegt frábærlega velstaðsett 219 fm einbýlishús /endaraðhús í lokuðum botnlanga á fínum stað á Álftanesi rétt við grunnskóla, sundlaug og íþróttamiðstöð. Flott hönnun. Gott stofu og eldhúsrými. ca 80 fm timburverandir, heitur pottur og flottur garður. Tvennar svalir. V. 45,0 m. 5064 VORSABÆR - TVÆR ÍBÚÐIR MIKIÐ ENDURN. HÚS. Mjög gott ca 290 fm hús á grónum stað í Árbænum. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og eru tvær íbúðir í húsinu í dag. Vandaðar innréttingar. Parket. Húsið er klætt að utan með STENI og er lóðin mjög góð, ræktuð. Nýlegur mjög góður bílskúr með hárri innkeyrsluhurð. V. 57,0 m. 5045 OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Í MORGUN- BLAÐINU 2. sept. sl. birtist grein með fyr- irsögninni „Útlend- ingar tilbúnir að greiða hærra verð – segir strandveiðar vera sóun á verðmætum“. Þarna segir skoðun sína upp- lýsingafulltrúi LÍÚ, Sigurður Sverrisson, til andsvara Jóni Steini Elíassyni, formanni SFÚ, Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, en Jón segir í blaðagrein föstudaginn áður: „Strandveiðar í sumar eru það jákvæðasta í íslensk- um sjávarútvegi í langan tíma.“ Áfram heldur talsmaður LÍÚ og seg- ir að verið sé að færa afla og tekjur frá alvöru útgerðum og sjómönnum til frístundaveiðimanna og að verð á íslenskum fiskmörkuðum hafi hrunið meðan á þessu stóð en hækkað strax eftir að þessu lauk. Hann segir mark- mið útvegsmanna að ná hámarks- arðsemi úr aflanum og að erlendir kaupendur séu tilbúnir að greiða hærra verð en íslenskir fiskverk- endur, sem þýði að sjómenn fái hærri laun. Í lokin kemur Sig- urður með þessa spurn- ingu til lesenda Morg- unblaðsins: „Hverju skilar það að gera út 500 báta, sem engin þörf er fyrir, í nokkra daga á ári?“ Undirritaður vill gjarnan bregðast við þessari spurningu. Vissulega getur sú staða sífellt verið uppi að erlendar fiskvinnslur geti borgað hærra verð. Skoðum tilbúið dæmi. Ákveðið magn berst að landi á mán- uði. Íslenska fiskvinnslan ræður við að greiða 9,5 milljarða sem hráefn- isverð án þess að fara í þrot en sú evrópska e.t.v. 10,5 milljarða og fær því allan fiskinn. Þrátt fyrir að ís- lenska fiskvinnslan hefði breytt þess- um 9,5 milljörðum í 15 milljarða í gjaldeyri fyrir íslenska þjóð dugar það engan veginn því samkvæmt LÍÚ-kenningu Sigurðar á samkvæmt þessu allur fiskur að fara óunninn á erlendan markað. Sigurður gefur hér sterklega til kynna að strandveið- arnar hafi að mestu farið á íslenskan markað og í íslenska fiskvinnslu. Þar með er spurning hans komin hring- inn og svarar sér sjálf. Það skilar því Sigurður, að þjóðin fær miklu meiri gjaldeyri. Þar sem Sigurður er að lofa út- vegsmenn fyrir það að standa vörð um hátt verð til sjómanna vil ég upp- lýsa hann um að þar sem veiðar og vinnsla fara saman, þ.e. útgerð- armaður selur til eigin vinnslu, er stuðst við viðmiðunarverð verðlags- stofu skiptaverðs sem er verulega lægra en það verð sem greitt er á ís- lenskum fiskmörkuðum, sennilega allt að 20% lægra. Þetta þýðir með öðrum orðum að þær vinnslur í land- inu sem vinna úr svokölluðum eigin afla fá fimmta hvern dag frítt í hrá- efnisöflun miðað við þá sem kaupa allt á fiskmörkuðum. Oft hefur ís- lenskt fiskverkafólk horft öfund- araugum á eftir fiskinum óunnum í gámum á erlendan markað. Allar til- raunir í þá veru að beina fiski til vinnslu hérlendis hafa enn sem komið er verið gagnslausar. Erlendir kaup- endur geta keypt fisk hér á mörk- uðum þar sem fiskurinn er tiltölulega nýr en íslenskir kaupendur síður á mörkuðum erlendis þar sem fisk- urinn er orðinn mörgum dögum eldri. Nú virðist mér sem enn þrengi að íslenskum fiskmarkaði og viss ögur- stund sé að renna upp í þessum mál- um. Kannski hefur LÍÚ-maðurinn bara rétt fyrir sér og kannski á ís- lensk fiskvinnsla engan rétt á sér og allur afli ætti að fara óunninn utan. Sumar útgerðir senda t.d. allan afla sinn alltaf til vinnslu erlendis og er al- veg nákvæmlega sama hvað íslenskri fiskvinnslu líður. Þegar talsmenn út- gerðar eru farnir að tala eins og þeir eigi allan fiskinn í kringum landið og láta eins og íslensk atvinna komi þessu máli bara ekkert við eru þeir að skjóta sig í fótinn og gera kröfuna um fyrningu aflaheimilda enn hávær- ari. Og að lokum; hvor er líklegri til að standa undir íslenska velferð- arkerfinu, spítölum, atvinnuleys- isbótum o.s.frv.; íslensk fiskvinnsla eða bresk? Upplýsingafulltrúa LÍÚ svarað Eftir Þorstein Má Aðalsteinsson »Hvor er líklegri til að standa undir ís- lenska velferðarkerfinu, spítölum, atvinnuleys- isbótum o.s.frv.; íslensk fiskvinnsla eða bresk? Þorsteinn Már Aðalsteinsson Höfundur er fiskverkandi hjá Norðurströnd ehf. á Dalvík. Miðvikudagsklúbburinn Miðvikudaginn 18. september var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 22 para. Mikil barátta var um efstu sætin en að lokum stóðu Birkir J. Jónsson og Jóhann Stefánsson uppi sem sig- urvegarar með +65 sem jafngildir 61,6% skor. Efstu pör voru: Birkir J. Jónsson – Jóhann Stefánss. 65 Hanna Friðriksd. – Inga L. Guðmundsd. 48 Kristmundur Einarss. – Hafliði Baldurss. 45 Jón Hákon Jónss. – Bragi Bjarnas. 43 Ragnh. Nielsen – Hjördís Sigurjónsd. 43 Miðvikudagsklúbburinn spilar öll miðvikudagskvöld í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, og hefst spilamennska kl. 19. Spilarar með litla reynslu af keppnisbrids eru sérstaklega vel- komnir. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson.Heimasíða félagsins er www.bridge.is/mid. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Yfir 33.000 heimsóknir á viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.