Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 34
34 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
NÆR 11 þúsund
kjósendur skoruðu á
forseta Íslands að
synja staðfestingar
lögum um ríkisábyrgð
vegna Icesave-
samninga. Tæp 5%
kjósenda. Eins og bú-
ast mátti við lagði
langstærstur hluti
þeirra nafn sitt við
áskorunina eftir að
Alþingi samþykkti ríkisábyrgð-
arfrumvarpið á föstudegi og þar til
forsetinn, Ólafur Ragnar Gríms-
son, tók á móti henni á Bessastöð-
um á mánudegi, 31. ágúst.
Ólafur sagði að hann teldi brotið
blað með því forseti Íslands tæki
formlega á móti slíkri áskorun.
Það hefði ekki gerst áður. Forset-
inn kvaðst þannig vilja sýna virð-
ingu lýðræðislegri viðleitni al-
mennra borgara á viðsjárverðum
tímum. Ekki þarf að efast um það.
Líklegt er að með þessu hafi for-
setinn einnig viljað undirstrika að
26. grein stjórnarskrár Íslands sé
gild samkvæmt orðanna hljóðan.
Allflestum var það raunar þegar
ljóst, að frátöldu Morgunblaðinu
og ef til vill einum málsmetandi
fræðimanni. En líka má túlka
gerðir forsetans þannig að hann
hafi viljað leggja áherslu á rétt-
mæti þess að synja fjölmiðlalögum
staðfestingar árið 2004.
Hafi verið rétt að synja fjöl-
miðlalögunum staðfestingar hafi
verið rétt að synja einnig staðfest-
ingar umræddum lögum um rík-
isábyrgð. Fyrir því eru sömu rök.
Í báðum tilvikum má ætla að gjá
hafi myndast milli þings og þjóðar
og bæði málin vörðuðu gríðarlega
hagsmuni almennings. Forsetinn
tók ekki undir sjónarmið um að
ríkisábyrgðin væri á einhvern hátt
sambærileg við mál sem und-
anþegin eru þjóðaratkvæðagreiðslu
í dönskum lögum, rútínumál á
borð við fjárlög eða fullnustu al-
þjóðasamþykkta. Icesave-málið
væri einstakt. Forsetinn minnti
reyndar á í því sambandi að hér
gilti íslensk stjórnskipan en ekki
dönsk.
Fráleit var einnig
sú hugmynd að þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
ríkisábyrgð vegna Ice-
save-samninga mætti
túlka þannig að Ís-
lendingar hygðust í
framtíðinni greiða at-
kvæði um hvort þeir
borguðu skuldir sínar
eða ekki. Þeir sem
ákafast predikuðu að
samþykkja bæri rík-
isábyrgðina um-
svifalaust og án fyr-
irvara, stilltu málinu gjarnan upp
þannig að það snerist einfaldlega
um hvort Íslendingar vildu standa
í skilum eða heita vanskilamenn.
Sá málatilbúnaður var óheið-
arlegur eða í besta falli vanhugs-
aður. Málið var ekki þannig vaxið
að allir sem voru á móti vildu ein-
faldlega neita að borga. Andstaðan
við ríkisábyrgðina var og er af
margvíslegum toga. Áskorunin
sjálf tók enga afstöðu til Icesave-
frumvarpsins, hvorki með né á
móti, en „hin eina rétta nið-
urstaða“ er sú sem sæmileg sátt
getur orðið um í samfélaginu.
Burt séð frá því hvort rétt var
að fallast á ríkisábyrgðina eða
ekki, er ljóst af ákvörðun forseta
Íslands, að 26. grein stjórnarskrár-
innar dugir ekki til. Þjóðin þarf að
fá sjálfstæðan rétt til að knýja
fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Al-
menningur þarf að geta gripið inn
í og komið í veg fyrir að stjórn-
málamenn beri hagsmuni hans fyr-
ir borð eða stýri samfélaginu í
þrot. Almenningur þarf að geta
borið hönd fyrir höfuð sér, og fá
almennt meiru ráðið um samfélag
sitt. Á Ítalíu og í Sviss getur 1%
kjósenda knúið fram þjóð-
aratkvæðagreiðslu um mál. Kjós-
endur í sambandslöndum Þýska-
lands geta knúið fram
þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama er að
segja um mörg svonefnd nýfrjáls
ríki. Fámenni og einsleitni gera Ís-
land sérstaklega vel fallið til að
viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sú hugmynd er hættuleg að al-
menningur leggi í blindni traust
sitt á stjórnmálamenn og flokka
þeirra. „Græði á daginn og grilli á
kvöldin.“ Íslensk stjórnmál miða
að illa upplýstum kjósendum og of-
ríki peninga- og flokkshagsmuna.
Rökrétt niðurstaða þess liggur nú
fyrir og hulunni er svipt frá aug-
um landsmanna. Vanhæfni og
spilling eru merki íslenskra stjórn-
mála í huga flestra. Samt á enn
upp á pallborðinu sú lífseiga af-
staða gegn lýðræði að almenningi
sé ekki treystandi til að gera sjálf-
ur út um mikilvægustu mál sín.
Hann muni láta lýðskrumara af-
vegaleiða sig og kjósa gegn hags-
munum sínum. Farsælast sé að
fólk láti hina gamlagrónu „lands-
feður“, stjórnmálaflokkana, ákveða
hvað því sé fyrir bestu. Hið hlá-
lega er að meintir lýðskrumarar
eru einmitt þessir sömu gam-
algrónu „landsfeður“. Trúin á þá
hefur algerlega bilað en situr samt
föst. Jafnvel þótt þjóðin standi í
miðjum rústum forsjár þeirra og
ofríkis. Er þjóðin munaðarlaus?
Lýðskrum þrífst þar sem lýð-
ræði er vanrækt. Hættan stafar
því af íslensku stjórnmálakerfi.
Ekki þjóðinni. Ekki fólkinu sem
byggir landið og á mest undir því
að stjórnað sé af viti. Almenningur
Íslandi getur vel áttað sig á hvað
honum sjálfum er fyrir bestu þeg-
ar afdrifaríkustu mál samfélagsins
eru annars vegar. Almenningur er
miklu líklegri til þess og færari um
það en stjórnmálamenn.
Tvö frumvörp um þjóð-
aratkvæðagreiðslu liggja fyrir Al-
þingi. Annað gamaldags stjórn-
arfrumvarp, og svo frumvarp
þingmanna Borgarahreyfing-
arinnar. Hið fyrra er óhætt að
leggja til hliðar en hið síðara má
bæta, og stíga eitt lítið skref í átt
til aukins lýðræðis. Íslensk stjórn-
mál þarf svo auðsjáanlega að
hugsa upp á nýtt. Frá grunni.
Vandséð er hvernig það getur orð-
ið, en það verður að gerast.
Lýðræði, forsetinn
og 26. greinin
Eftir Hjört
Hjartarson » Þjóðin þarf að fá
sjálfstæðan rétt til
að knýja fram þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Hjörtur Hjartarson
Höfundur var talsmaður „Í okkar
hendur“ áskorunar á vefsíðunni
kjosa.is
SAMTÖK um sjálf-
stætt líf, SSL (e. In-
dependent Living
movement), voru
stofnuð hér á landi á
þjóðhátíðardaginn 17.
júní 2009 af hópi fatl-
aðs fólks, en Sjálfs-
björg, ÖBÍ og
Þroskahjálp hafa
stutt við framtakið
ásamt starfsfólki í
fötlunarfræðinni við Háskóla Ís-
lands. Stofnfundurinn var haldinn
á Hótel Borg við Austurvöll þar
sem samþykkt voru lög félagsins
og kosin stjórn. Að stofnfundi
loknum var heilsað upp á afmæl-
isbarnið Jón Sigurðsson; styttuna
á Austurvelli.
Markmið félagsins er að val-
defla og styðja fatlaða ein-
staklinga samkvæmt hug-
myndafræði um sjálfstætt líf, efla
lífsgæði fatlaðs fólks, vinna að
rétti einstaklingsins til að hafa
stjórn á eigin lífi er aðrir sam-
félagsþegnar taka sem gefnu. Fé-
lagið á að gæta réttar ein-
staklingsins til fullrar þátttöku og
jafnræðis í samfélaginu, að hafa
stjórn á eigin aðstoð og þar með
sínu lífi. Félagið er
hluti af hinni al-
þjóðlegu Independent
Living-hreyfingu, al-
þjóðlegri borg-
arahreyfingu fólks
með fötlun.
Upphafið má rekja
til réttindabaráttu
fatlaðs fólks í Kali-
forníuháskóla í
Berkeley í Bandaríkj-
unum, sem á sjöunda
og áttunda áratug síð-
ustu aldar barðist fyr-
ir því að lifa sjálf-
stæðu lífi og fá þá þjónustu/aðstoð
sem til þess þyrfti. Gagnrýnin
beindist að því hversu mikil völd
heilbrigðisstarfsfólk hafði yfir
daglegu lífi fatlaðs fólks. Það mót-
mælti þessu með þeim rökum að
fatlað fólk væri ekki sjúkt og
þyrfti ekki á umönnun heilbrigð-
isstarfsfólks að halda. Baráttan
hafði áhrif, og ákveðið var að setja
upp nýtt fyrirkomulag á aðstoð við
fatlaða stúdenta á háskólasvæðinu
sem fólst í því að nemendurnir
skilgreindu sjálfir þarfir sínar,
hversu mikilli og hvers konar að-
stoð þeir þyrftu á að halda og hve-
nær og hverjir veittu aðstoðina.
Þátttaka þeirra í háskólalífinu
jókst og frammistaða þeirra í
námi var mun betri. Hug-
myndafræði um sjálfstætt líf fór
að breiðast út til annarra landa
og hafa samskonar samtök verið
stofnuð víða um heim.
Í Svíþjóð var haldið upp á 25
ára afmæli samtaka um sjálf-
stætt líf í nóvember á síðasta ári.
Hægt er að nálgast upplýsingar
á ensku á www.independ-
entliving.org.
Það var orðið löngu tímabært
að fatlaðir Íslendingar tækju
málin í sínar hendur og ynnu að
raunverulegu sjálfstæði og full-
veldi yfir sínu eigin lífi. Loksins
erum við að komast á kortið! Í
tilefni af stofnun SSL var félags-
og tryggingamálaráðherra, Árna
Páli Árnasyni, færð gjöf (torf á
silfurbakka) ásamt bréfi hinn 19.
júní sl. til þess að vekja athygli
ráðuneytisins á: AÐ HLUSTA Á
GRASRÓTINA!
Frelsisaksturinn 2009 –
Kröfur
Hinn 16. september sl. hittust
yfir 400 frelsisökumenn frá meira
en 20 löndum og fóru að húsi
Evrópuþingsins í Strassborg í
Frakklandi. Þangað komu þeir
ýmist gangandi, akandi, leiddir af
aðstoðarmönnum eða hjálp-
arhundum. Þó að fólk glími við
mismunandi fötlun á það sér
sameiginlegt markmið: Sjálfstætt
líf. Hópurinn afhenti forseta
Evrópuþingsins eftirfarandi
kröfur:
1. Við skorum á Evrópusam-
félagið að tryggja að sjálfstætt
líf verði þungamiðjan í stefnu-
mótun í málefnum fatlaðs fólks
hjá Evrópusambandinu, eins og
tjáð er í áætlun ESB fyrir fólk
með fötlun, aðgerðaáætlun fyrir
fólk með fötlun og í 19. grein
sáttmála SÞ um réttindi fólks
með fötlun.
2. Við hvetjum Evrópusam-
félagið til að halda áfram að að-
stoða við þróun á samfélagslegri
þjónustu til að ná að afstofn-
anavæða alla Evrópu.
3. Við köllum eftir því að það
verði litið á það sem okkar
mannréttindi að fá persónulega
aðstoð, til að tryggja að við njót-
um okkar sjálfstæða lífs til fulls.
4. Við köllum eftir tækifæri til
þess að njóta til jafns við aðra
frelsis til að fara um með aðstoð
persónulegrar aðstoðar.
5. Við köllum eftir því að ESB
eyrnamerki 5% af þróunaraðstoð
sinni til stuðnings við áætlanir til
sjálfstæðs lífs í þróunarlöndum.
6. Við skorum á Evrópusam-
félagið að fullgilda með öllu sátt-
mála SÞ um réttindi fólks með
fötlun, að skrifa undir og full-
gilda viðauka við þann sáttmála
og að greinar hans verði sam-
tvinnaðar lögum og stefnumótun
ESB. Samhliða þessu viljum við
að aðildarríki verði beitt þrýsingi
af stofnunum og fulltrúum ESB
til að fullgilda sáttmálann í lög í
hverju landi fyrir sig, eins fljótt
og auðið er.
7. Við köllum eftir sérstakri
tilskipun til að viðhalda og verja
réttindi fatlaðs fólks um alla
Evrópu.
8. Fatlað fólk og samtök okkar
þurfa að koma að allri stefnu-
mótunarvinnu á öllum stigum
mála, hvort sem um er að ræða
hugmyndafræði, undirbúning eða
framkvæmd. Ekkert um okkur,
án okkar.
Áhugasamir um samtökin geta
sent póst á sjalfstaettlif@s-
imnet.is.
Sjálfstætt líf – Frelsi fyrir fatlað fólk
Eftir Kolbrúnu
Dögg Kristjáns-
dóttur
» Fatlað fólk sem
þarfnast aðstoðar í
daglegu lífi vill sama
frelsi og sjálfstæði er
aðrir borgarar taka sem
sjálfsögðum hlut.
Kolbrún Dögg
Kristjánsdóttir
Höfundur er formaður SSL,
Samtaka um sjálfstætt líf.
Í ÞRJÁTÍU kyn-
slóðir og nokkrum
betur hafa íslenskar
kotungsfjölskyldur
borið uppi líf og
dauða þessarar þjóð-
ar og haft betur.
Flutt hafurtask sitt
innar í heiðina þegar
harðnar á dalnum og
þraukað af harðindi
með sauðkindinni og
landinu. Þolgæði og þrautseigja
hefur einkennt fólkið þar sem
saman fór þvermóðska sauðkind-
arinnar og lífsvilji.
Umliðin veltiár voru ár
ókunnra gilda sem óvænt höfðu
haldið innreið sína í íslenskt sam-
félag. Í krafti þeirra skrúfaði
hver annan áfram í stöðugri við-
leitni til að eignast meira, gera
meira, græða meira og byggja
stærra. Að lokum var gullsandi
stráð yfir eftirréttinn, lengra
komust menn ekki. Hrunið blasti
við. Alþýða manna stóð álengdar
og horfði tortryggnum augum á
auðlegð og lífsmáta sem umturn-
aði lífi fólks og skók samfélagið.
Veltiárin eru að baki og nú
reynir íslensk alþýða að fóta sig
á ný og halda reisn sinni. Við er-
um sjálfstæð þjóð, byggjum til-
veru okkar á íslenskum að-
stæðum og margvíslegum
samskiptum við aðrar þjóðir á
jafnréttisgrunni. Áður en veltiár-
in gengu í garð byggðum við upp
samskiptanet á fjölmörgum svið-
um, sem gerði okkur kleift að efl-
ast og þróast í takt við aðstæður
hér heima og það sem landið hef-
ur upp á að bjóða. Einyrkinn
fluttist úr heiðinni til borga og
bæja og tók þátt í uppbyggingu
samfélagsins með jafningjum.
Þannig þokaðist samfélagið smátt
og smátt til móts við nútímann
þar sem almenn velmegun og
réttlæti óx jöfnum höndum í takt
við hugmyndafræði þorra fólks.
Það voru engir lærðir „spútn-
ikkar“ sem trufluðu tilveruna.
Samfélagið þokaðist fram á veg-
inn í krafti vinnunnar og hug-
sjónarinnar um betra líf. Nú hef-
ur orðið hrun í íslensku
samfélagi og hug-
sjónin um betra líf í
krafti heiðarlegrar
vinnu er ekki lengur
jafn trúverðug og
hún hefur verið. Út-
rásarliðum er kennt
um, en það er nú
samt svo að ástæður
hrunsins eru ekki
allar þeim að kenna.
Ástæðurnar liggja
ekki síður hjá
gæslumönnum sam-
félagsins sem brugðust hlut-
verki sínu, þeim sem þjóðin
kaus til að varðveita grundvöll
þess.
Um áratuga skeið valdi þjóðin
Sjálfstæðisflokkinn sem leiðandi
afl í íslenskum stjórnmálum.
Kosningar eftir kosningar kaus
tæpur meirihluti þjóðarinnar
hann. Nú verður þjóðin að
borga fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Glámskyggn varðstaða hans
kostar okkur nú þau vandræði
sem við glímum við í dag.
Undir lok Sjálfstæðs fólks
lýsir Laxness Bjarti í Sum-
arhúsum sem manninum „sem
sáði í akur óvinar síns allt sitt
líf, dag og nótt“ (HKL, Sjálf-
stætt fólk, Reykjavík 1961 bls
524). Söm er saga íslensku þjóð-
arinnar. Um áratuga skeið hefur
hún stritað við að vera sjálfstæð
en nú vaknað upp við þann
vonda draum að hafa of lengi
sáð í akur skæðasta óvinar síns
– Sjálfstæðisflokksins – og upp-
sker því eins og til var sáð. Það
er nöturleg staðreynd, en eitt-
hvað til að læra af.
„Að sá í akur
óvinar síns“
Eftir Jón
Hjartarson
Jón Hjartarson
»Nú verður þjóðin
að borga fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Glámskyggn varð-
staða hans kostar
okkur nú þau vand-
ræði sem við glímum
við í dag.
Höfundur er forseti
bæjarstjórnar Árborgar.