Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 37

Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Fallinn er frá vinur minn og félagi, Sigurður Karlsson, aðeins 64 ára. Hann glímdi við skelfilegan sjúkdóm síðustu árin, vann margar orrustur, en játaði sig að lokum sigraðan og kvaddi lífið með reisn eins og hann hafði lifað því. Sigurður, eða Siggi Kalla eins og hann var jafnan kallaður, var enginn meðalmaður. Hann var sannkallaður höfðingi, það var aldrei lognmolla eða leiðindi þar sem Siggi var. Þétt- ur á velli og þéttur í lund, hann var hrókur alls fagnaðar á vinamótum. Hann hafði forkunnarfagra tenór- rödd og söng áratugum saman með Karlakór Selfoss og söng gjarnan einsöng með kórnum bæði á tón- leikum og inn á geisladiska. Þó Siggi væri ekki langskólageng- inn var hann vel menntaður, talaði kjarngóða íslensku og rithönd hans var svo falleg, að vakti hvarvetna at- hygli. Siggi stofnaði verktakafyrirtækið Verktækni og var eftirsóttur til allra verka sem félagið tók að sér. Hann var mjög kröfuharður við sjálfan sig, en vinsæll af starfsmönnum og við- Sigurður Snorri Þór Karlsson ✝ Sigurður SnorriÞór Karlsson fæddist 11. ágúst 1945 á Hofsstöðum í Staf- holtstungum. Hann lést á lungnadeild Landspítalans 10. september síðastliðinn eftir erfið veikindi. Útför Sigurðar Snorra Þórs Karls- sonar var gerð frá Sel- fosskirkju laugardag- inn 19. september sl. skiptavinum sem af- burða skemmtilegur og heiðarlegur félagi. Siggi var lánsamur maður, hann eignaðist fjóra syni með eigin- konu sinni, Kristínu. En leiðir þeirra skildi. Seinna kom svo Ing- unn inn í líf hans og bókstaflega lýsti upp tilveruna. Þau voru eins og sköpuð hvort fyrir annað, samhent í einu og öllu. Þau byggðu sér hús á bakka Ölfusár. Húsið er háreist og hæfði þeim vel. Þau ferðuðust sam- an víða og kunnu að njóta þess sem lífið gaf. Á síðustu árum, eftir að Siggi veiktist af MSA-sjúkdómnum, hef ég þakkað Guði fyrir Ingunni, sem elskaði vin minn skilyrðislaust og hélt í hönd hans allt til lokadags. Kynni okkar Sigga hófust árið 1979 og þróuðust strax upp í órjúf- andi vináttu. Við unnum saman, átt- um flugvél saman og ferðuðumst bæði innan lands og utan. Samveru- stundirnar urðu óteljandi bæði í leik og starfi. Þær verða ekki tíundaðar frekar hér, en fyrir þær er ég afar þakklátur. Sigurður Karlsson var drengur góður og mun ég ávallt minnast hans þegar ég heyri góðs manns getið. Farðu í friði, fóstbróðir minn og vinur, til þeirra starfa sem þú hefur verið kallaður til. Guð gefi Ingunni, Bellu mömmu, sonum hans og að- standendum öllum styrk og kraft til að takast á við sorgina. Bjarni Jónsson. Fallinn er frá á Selfossi mikill framkvæmdamaður og öðlingur, Sigurður Karlsson. Selfoss er fá- tækari að gengnum sterkum per- sónuleika og mikilvirkum þáttak- anda í mótunarskeiði bæjarins. Atvinnulífið er fátækara en ekki síð- ur menningar- og mannlífsflóran, því hin hlið þessa vinar okkar var langt yfir hinn efnislega heim hafin. Söngurinn, flugið og þátttaka í ýms- um viðburðum og gleðistundum. Siggi var tilfinningamaður sem fagnaði tímamótum og sigrum og naut sín meðal fólks. Að sama skapi bar hann hag lítilmagnans fyrir brjósti og þeirra sem urðu fyrir áföllum. Drengurinn frá Kjartansstöðum í Flóa hóf lífsbaráttuna á sjöunda ára- tugnum. Hann vann sveitastörfin heima við, fór á sjó og í bygging- arvinnu á sumrin. Ljóst var að þar fór maður sem vildi skapa sinn eig- inn grundvöll. Hann vildi ekki vera undir annarra vald settur og viljinn til eigin athafna var sterkur. Verk hans blasa hvarvetna við í okkar bæjarfélagi, þau voru unnin af vand- virkni, ósérhlífni og dugnaði. Ég leit upp til hans barnungur, kynntist honum eftir að Steypuiðjan varð til og hann hóf meðal annars að flytja steinsteyptar framleiðsluvör- ur fyrrverandi vinnuveitanda síns á markað um það leyti sem hann hóf eigin rekstur. Vinnusemin og traust- ið var í öndvegi í bland við glettni og gamansemi. Samvinna og vinátta föður míns og hans varð nánari við stofnun Flugklúbbs Selfoss 1974 og bygg- ingu Selfossflugvallar. Þar var hinn óhræddi fórnfúsi verktaki mættur á svæðið öllum fremri að áræði og bjartsýni. Siggi var meðal fyrstu brautryðjenda Selfossflugvallar og vann frá upphafi mikið starf fyrir flugklúbbinn. Hann náði góðum tök- um á fluglistinni eins og svo mörgu öðru sem lék í huga hans og hönd. Þau eru mörg verkefnin sem hann vann fyrir fyrirtæki okkar í gegnum árin og áhugi hans var ósvikinn á þróun þess. Hann átti mikil viðskipti við okkur hjá Steypuiðjunni og seinna Set. Ef eitthvað þurfti að ræða hófust símtöl hans á orðunum: „Steini minn“ af gömlum vana við Steypuiðjubarnið. Frásagnarlist, rökræða og gam- ansemi var honum eðlislæg. Sögur af stráknum heima á Kjartansstöð- um, óhörðnuðum unglingi og fyndni á eigin kostnað varð oft þráður skemmtilegra og oft ótrúlega vel fléttaðra sagna sem glöddu áheyr- endur. Dægurmálin og viðhorf hins vinn- andi manns og trúin á frelsi til at- hafna var samofið sterkri réttlæt- iskennd. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og ekki alltaf viðteknar eða hefðbundn- ar. Með sérstökum áherslum, fersk- um blæ og einstaklega skemmtilegu orðfæri og fasi var honum eiginlegt að fá fólk til að staldra við og sjá hlutina í nýju samhengi. Við verðum að horfast í augu við sífelldan breytanleika tilverunnar þar sem einstaklingar koma, hafa misjafnlega langa viðdvöl og hverfa á braut. Að minnast Sigurðar Karls- sonar sem lét svo margt gott af sér leiða er góður skóli til að læra að meta lífsgildin. Þannig eigum við umfram allt að minnast hans. Ég votta öllum hans nánustu samúð mína og fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímamótum. Bergsteinn Einarsson. Mig langar að minnast góðs fé- laga og vinar í örfáum orðum. Kynni mín af Sigga Kalla hófust fyrir rúmlega 20 árum, þegar við feðgar vorum að leita að húsnæði fyrir litla fiskverkun, þú varst fljót- ur að redda þeim málum og innan mánaðar vorum við komnir á stað með starfsemina í helmingnum af iðnaðarhúsi þínu á Eyraveginum. Þú sýndir okkur hvers þú varst megnugur þegar við misstum fyr- irtækið í bruna 22. nóv. 1991. Þá varst þú mættur daginn eftir til að rífa niður og byggja upp og 21. des. 1991 hélst þú okkur veislu eins og þér var einum lagið og afhentir mér lykil að nýju húsnæði á sama stað, þar sem við erum enn í dag. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum á kaffistofunni í Verk- tækni, fyrirtækinu þínu, þar sem við ræddum heimsmálin og línurnar voru lagðar fyrir framtíðina. Alltaf varst þú tilbúinn að hjálpa. Ef einhver var með bilaðan bíl eða vildi smíða sér kerru, þá var verk- stæðið þitt á Eyraveginum öllum op- ið. Sama má segja um heimilið ykkar Ingunnar, glæsilegt og gestrisnin í fyrirrúmi. Ferðin okkar á Brúna er og verð- ur ógleymanleg, þegar þú ákvaðst að bjóða okkur strákunum til Lond- on á fótboltaleik. Já, þetta voru skemmtilegir tímar. Ég stikla hér á stóru af okkar kynnum, Siggi minn. Það voru for- réttindi að fá að kynnast þér, gest- risni þinni og góðvild mun ég aldrei gleyma. Elsku Ingunn, Dagur, Áki, Snorri, Gauti, og Tóti. Ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Hansson. Siggi Kalla. Kynni okkar voru stutt en góð. Þessi merkis- og heið- ursmaður heillaði mig með fram- göngu sinni, krafti og lífsskoðun. Við fyrstu kynni stjórnaði hann malbik- un á innkeyrslu og bílastæðum fyrir framan hús mitt og nokkurra ná- granna. Verksvitið og vinnuhraðinn vakti athygli og aðdáun. Og verkið að lokum gallalaust. Þá var þessi stóri og sterklegi maður orðinn sjúkur og fæturnir hlýddu honum ekki. Við áttum nokkur orðaskipti og skömmu síðar komnir í flugferð yfir ofanverða Rangárvelli. Hann þekkti hvern bæ, hvern tind og hvert fjall. Síðan tóku við ökuferðir og samræður. Hann sagði mér margt um Selfoss og líf sitt. Siggi Kalla skilur eftir skýra mynd af elju- og dugnaðarmanni, rausnarlegum höfðingja, sem setti svip á allt umhverfi sitt. Slíkir menn eru hverju samfélagi dýrmætir og kynni af þeim eru mannbætandi. – Samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu hans. Árni Gunnarsson. Látinn er langt fyrir aldur fram góður vinur minn og samferðamað- ur Sigurður Karlsson. En Siggi Kalla eins og hann var gjarnan kall- aður var stór og sterkbyggður karl- maður sem lét mikið að sér kveða í okkar samfélagi. Hann var virkur þátttakandi og lét verkin ávallt tala. Hann lét fátt sér óviðkomandi og hafði skoðanir á öllum hlutum enda gaman að rökræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur og mátti sjaldan aumt sjá. Þeir sem kynntust Sigga Kalla fundu fljótt að hann var góðmenni með stórt rúm í sínu hjarta. Hann var lífsglaður maður með góðan húmor og skemmtileg til- svör sem kættu menn. Leiðir okkar lágu fyrst saman á unglingsárum, þegar Siggi Kalla var nýkominn með bílpróf. Við strákarnir á Selfossi nutum góðs af því þegar Siggi kom akandi á nýjum Land Rover-jeppa sem gat tekið allt að tíu manns í sæti. Það voru skemmtilegar minn- ingar sem við rifjuðum oft upp í góðu tómi. Í kringum sveitarstjórn- arkosningarnar 1970 lágu leiðir okk- ar saman að nýju, en þá tókum við þátt í framboði Gábista á Selfossi. Áfram liggja leiðir okkar saman gegnum syni okkar, en Siggi eign- aðist fjóra syni og ég einnig. Þeir hafa verið vinir og félagar í gegnum tíðina. Í nokkra áratugi hefur Siggi Kalla verið viðskiptavinur á rakara- stofu minni og sett svip sinn á and- rúmsloftið þar. Þegar Siggi kom í klippingu upphófust miklar umræð- ur, sem flestir tóku þátt í, var hann þá ekki alltaf tilbúinn að koma í stól- inn þegar að honum kom. Frásagnastíll Sigga var áhuga- verður og skemmtilegur og fékk menn til að leggja við hlustir. Hann var afkastamikill verktaki sem skil- aði mörgum verkum vel og vand- lega. Eitt sinn sagði hann okkur frá því að ef hann hætti verktakastörf- um væru það tvö fyrirtæki sem hann vildi eignast, það er MBF (Mjólk- urbú Flóamanna) eða Pylsuvagninn á Selfossi. Taldi hann það vel rekin fyrirtæki. En svona eru örlögin, á vissan hátt varð Sigga að ósk sinni, fyrir um það bil tíu árum kynnist Siggi henni Ingunni sinni í Pylsu- vagninum. Þau kynni leiddu af sér hamingju þeirra á milli og margar góðar samverustundir. Aftur liggja leiðir okkar náið sam- an en Ingunn er í saumakúbbi með konu minni og við karlarnir með okkar félagsskap. Í veikindum sín- um hefur Siggi barist hetjulega, sem dæmi um vilja hans kom hann á Sel- foss föstudaginn 4. sept. sl. fárveik- ur til að fá sér klippingu og horfa á Selfossliðið í knattspyrnu sigra Aft- ureldingu og tryggja sér úrvals- deildarsæti að ári. Eftir leikinn tal- aði hann strax um næsta ár í fótboltanum, þannig var hugurinn. Að endingu þakka ég þér, Siggi minn, öll þau góðu kynni sem við höfum átt í gegnum árin og við kona mín fyrir allar góðu samverstund- irnar með ykkur Ingunni bæði til sjós og lands. Fjölskylda mín sendir öllum aðstandendum samúðarkveðj- ur. Við biðjum góðan Guð að varð- veita Sigurð Karlsson sem setti svo sannanlega svip á samfélagið okkar. Björn Ingi Gíslason.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Snorra Þór Karlsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR ERLENDSSON, Hraunholti 5, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13.30. Elvar Óskarsson, Fjóla Björk Karlsdóttir, Erlendur Ari Óskarsson, Arna Bryndís Baldvinsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GARÐAR SKAGFJÖRÐ JÓNSSON fyrrverandi skólastjóri á Hofsósi, andaðist miðvikudaginn 16. september. Útförin fer fram föstudaginn 25. september kl. 13:30 frá Akureyrarkirkju. Sigríður Garðarsdóttir, Hafsteinn Skaftason, Erla Erlendsdóttir, Árni Guðmundsson, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Bestu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, EYGLÓAR MARKÚSDÓTTUR Álfaskeiði 43, Hafnarfirði áður bónda á Ysta Bæli. Sveinbjörn Ingimundarson, Örn Sveinbjarnarson, Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir, Sigurður Ingi Sveinbjarnarson, Markús Sveinbjarnarson, Selma Filippusdóttir, Ingimundur Sveinbjarnarson, Guðrún le Sage de Fontenay, Hrafn Sveinbjarnarson, Anna Dóra Pálsdóttir, Ester Sveinbjarnardóttir, Magnús Sigurðsson, Helga Sif Sveinbjarnardóttir, Haukur Örn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN EGILSSON, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, fimmtudaginn 17. september. Ástdís Björg Stefánsdóttir, Sveinbjörn S. Reynisson, Alma V. Sverrisdóttir, Egill Jónsson, Sigurður J. Kristinsson, Sólborg Bjarnadóttir, Kristinn Kristinsson. ✝ Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem veittu okkur stuðing og sýndu samúð sína vegna veikinda og andláts okkar elskaða, INGVA SIGURÐAR INGVARSSONAR. Hólmfríður G. Jónsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.