Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
✝
Okkar ástkæra frænka,
BIRNA BJÖRNSDÓTTIR,
til heimilis á Laugarnesvegi 40,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn
8. september.
Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn
21. september kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim
sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Antoníusdóttir,
Jón Antoníusson,
Jóhann Antoníusson,
Erlingur Antoníusson,
Björn Benediktsson,
Haraldur Benediktsson,
Guðrún J. Michelsen,
Anna S. Björnsdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Faðir okkar,
EGGERT BREKKAN
læknir,
lést í Uppsölum miðvikudaginn 16. september.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Einar Brekkan,
Estrid Brekkan,
Eggert Friðrik Brekkan.
✝
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 17. september.
Guðmundur I. Kristófersson, Ósk Davíðsdóttir,
Guðríður Kristófersdóttir, Hallgrímur Jónasson,
Sigurður Kristófersson, Hjördís Árnadóttir,
Ingveldur Þ. Kristófersdóttir, Helgi Már Guðjónsson,
Hannes Kristófersson, Guðríður Ólafsdóttir,
Helgi Kristófersson, Guðrún Eysteinsdóttir,
Valgerður Eygló Kristófersdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur sambýlismaður minn, bróðir okkar og
mágur,
ÆGIR BENEDIKTSSON,
Sóltúni 11,
Reykjavík,
lést laugardaginn 5. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát
hans.
Sigríður H. Arndal,
Ingibjörg Benediktsdóttir, Benedikt Elinbergsson,
Árdís Benediktsdóttir, Sigurður Jónsson.
✝
Ástkær sonur minn og faðir okkar,
SVANBERG TEITUR INGIMUNDARSON
vélstjóri,
Klapparstíg 5,
Keflavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
mánudaginn 14. september.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
23. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóna Hjaltadóttir,
Hafþór Ingi og Sóley Ingunn Svanbergsbörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES S. SIGVALDASON
pípulagningameistari,
Sóltúni 13,
andaðist á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
10. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur vilja færa starfsfólki Droplaugarstaða þakkir fyrir einlæga
umhyggju og mikla alúð.
Kristbjörg Ólafsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR H. LÖVE,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnu-
daginn 6. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar,
deild A-3, fyrir frábæra umönnun sl. fimm ár.
Agnes Löve, Reynir Jónasson,
Guðlaug Freyja Löve, Sigurður Þ. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Systir okkar og mágkona,
HJÖRDÍS KRISTÍN HJÖRLEIFSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti miðviku-
daginn 9. september.
Útför verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 21. september kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknar-
félagið Karitas.
Gerður Hjörleifsdóttir,
Ásgeir Hjörleifsson, Hjördís Sigurðardóttir.
Við fráfall Kristínar
Eiríksdóttur verða
skilin endanleg. Í
nokkur ár hafði hún
vissulega verið fjar-
læg okkur sem þekktum hana. En
nú er kveðjustundin runnin upp og
þá er gott að geta yljað sér við góðar
minningar. Ég var í hópi þeirra fjöl-
mörgu ættingja Bjarna sem ávallt
áttu öruggt athvarf á heimili þeirra
Kristínar. Þar var oft þröngt setinn
bekkurinn en hjartarýmið var alltaf
nóg og veitt af rausn. Þar áttu marg-
ir góðar stundir. Milli Bjarna og
hinna fjölmörgu systkina hans voru
náin tengsl, ekki síst milli Þorbjarg-
ar móður minnar og Bjarna en hún
var næst honum í aldri. Miklir kær-
leikar voru með fjölskyldunum og
þau fjögur, mamma og pabbi, Krist-
ín og Bjarni ferðuðust mikið saman,
jafnt innanlands sem utan. Þessa
vináttu eignaðist ég líka. Og milli
okkar Kristínar myndaðist djúp vin-
átta þar sem ég var aðeins þiggjand-
inn. Í öllum skilningi var hún veit-
andinn. Þar var ég í hópi fjölmargra
enda ræktarsemi hennar við brugð-
ið.
Kristín var falleg kona, sérlega vel
eygð, nokkuð hávaxin, þéttvaxin og
bar með sér mikla reisn. Hún var
ákaflega háttvís í allri framgöngu en
um leið hlý og þegar við átti gam-
ansöm. Hún klæddi sig alla tíð ein-
Kristín Eiríksdóttir
✝ Kristín Eiríks-dóttir fæddist 15.
mars 1916 á Hesteyri
við Ísafjarðardjúp og
ólst þar upp. Hún lést
4. september sl.
Útför Kristínar fór
fram 18. september
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík.
staklega fallega. Hún
unni því sem fallegt
var, var í eðli sínu
mikill fagurkeri.
Heimili hennar bar því
vitni.
Kristín var trú gild-
um sinnar kynslóðar.
Hún helgaði líf sitt
heimilinu og umhyggj-
an fyrir Bjarna varð
með árunum öllu öðru
yfirsterkari. Hún dáði
hann mjög, bar hann í
raun á höndum sér, og
fráfall hans varð henni
mikið áfall. Hún minntist nokkrum
sinnum á það við mig hve hún sakn-
aði hans. Hann fór alltof snemma,
sagði hún. Líf þeirra hafði verið gott.
Þau gátu hlegið svo mikið, sagði
Kristín dóttir þeirra mér einu sinni
þegar hún sagði mér frá lífi foreldra
sinna. Kristín trúði því staðfastlega
að síðar hitti hún Bjarna sinn á
grænum grundum. Megi henni
verða að ósk sinni.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Kristín Eiríksdóttir lifir í minn-
ingum okkar sem sakna vinar í stað.
Faðir minn, Jón Einarsson, þakkar
samfylgd sem varði í 65 ár og aldrei
bar skugga á. Gleðistundirnar voru
margar. Og í mínum huga er mér
virðing og þakklæti efst í huga á
þessari kveðjustund, innilegt þakk-
læti.
Örlögin spinna sinn vef á ýmsan
hátt og víst er að enginn ræður sín-
um næturstað. Þær dætur Eiríks
Benjamínssonar og Elísabetar Hall-
dórsdóttur frá Hesteyri voru þrjár.
Jóhanna, sú yngsta, lést tvítug að
aldri, en Martha, þeirra elst, lifði
Kristínu systur sína í nokkrar
klukkustundir. Báðar náðu þær
mjög háum aldri. Þær systur voru
um margt ólíkar. En svo fór að þær
fylgjast að nú síðasta spölinn fallegu
systurnar tvær frá Hesteyri. Öllum
ástvinum votta ég samúð mína.
Margrét Jónsdóttir.
Nú eru kaflaskil í langri vináttu
tveggja fjölskyldna, þegar Kristín
Eiríksdóttir er fallin frá. Upphafið
má rekja langt aftur, allt til þess er
Bjarni Vilhjálmsson, seinni eigin-
maður Kristínar, og Ragna Jóns-
dóttir, móðir okkar systkina, sem
unglingar frá Norðfirði settust á
skólabekk fyrir um það bil áttatíu
árum í Menntaskólanum á Akureyri.
Þar fyrir var Ragnar Jóhannesson,
faðir okkar. Vináttuböndin styrktust
enn frekar þegar Kristín kom til
sögunnar, og þetta unga fólk hófst
handa við að stofna heimili sín í
Reykjavík í byrjun seinna stríðs.
Mikill samgangur var milli fjöl-
skyldnanna tveggja sem ekki
minnkaði að ráði þó svo að foreldrar
okkar flyttust tímabundið upp á
Akranes. Það þótti alltaf sjálfsagt að
líta inn hjá þeim Bjarna og Kristínu í
Lönguhlíðinni og svo seinna meir í
Grænuhlíðinni.
Þegar um hægðist í lífsbaráttunni
tók við önnur barátta en það var bar-
áttan við spilaborðið. Þetta fólk, sér-
staklega þau Bjarni og Ragna, höfðu
undur gaman af því að spila brids við
öll hugsanleg tækifæri. Kristín var
ekki með frá byrjun, hún byrjaði
frekar fullorðin að spila, sennilega af
því að það vantaði oft fjórða mann en
náði því að verða slyngur bridsspil-
ari með aldrinum, sem Rögnu þótti
alltaf aðdáunarvert.
Kristín var ákaflega traust og
glaðlynd, sýndi okkur börnum og
barnabörnum Rögnu og Ragnars
alltaf mikinn áhuga svo við áttum í
henni góðan félaga. Vinátta Krist-
ínar og mömmu varð dýpri og ein-
lægari með árunum og eftir að báðar
voru orðnar ekkjur hittust þær oftar
og náðu þeim trúnaðartóni sem þeim
gafst kannski ekki tími til í baslinu
framan af. Kristínar verður minnst í
okkar fjölskyldu sem hjartahlýrrar,
alúðlegrar og góðrar konu. Hin
forna vinátta fjórmenninganna mun
lifa áfram sem virðing og hlýhugur
milli fjölskyldnanna tveggja. Við
sendum afkomendum þeirra Krist-
ínar og Bjarna samúðarkveðjur okk-
ar.
Guðrún Ragnarsdóttir.
Ragnar Ragnarsson.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Engin lengd-
armörk eru á greinum sem birtast
á vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsing-
ar um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á netfangið
minning@mbl.is og láta umsjónar-
menn minningargreina vita.
Minningargreinar